Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um öryggisbresti á Netinu Aðalatriðið að tryggja öryggi ÓGNARÖLD á Net-inu er yfirskriftráðstefnu, sem Skýrslutæknifélag Íslands heldur um öryggisbresti á Netinu og varnir gegn þeim, þriðjudaginn 21. október næst komandi. Ráðstefnan verður á Nord- ica hóteli frá klukkan 13 til 16.30 og er fyrst og fremst ætluð rekstraraðilum upp- lýsingakerfa, stjórnendum, netstjórum, tæknimönnum og öðrum áhugasömum um öruggan rekstur. Skráning stendur yfir hjá Skýrslu- tæknifélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky@sky.is. Þátttökugjald fyrir fé- lagsmenn Skýs er 9.900 kr., 14.900 kr. fyrir utanfélags- menn og 3.900 kr. fyrir nemendur gegn framvísun skólaskírteinis. Ráðstefnustjóri verður Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður sam- ráðsnefndar um upplýsingasam- félagið, en í undirbúningsnefnd eru Björn Traustason, Svana Hel- en Björnsdóttir, Erlendur S. Þor- steinsson og Guðmann Bragi Birg- isson. Svana Helen Björnsdóttir er talsmaður nefndarinnar: „Ráðstefnan Ógnaröld á Netinu er haldin til þess að kynna og fjalla um ógnir á Netinu, orsakir og eðli nýlegra árása á upplýsingakerfin. Um 10% af öllum tölvupósti sem berst til landsins eru sýkt og von er á fleiri veirum, fleiri ógnunum, eins og til dæmis So Big Brother. Með ráðstefnunni erum við að búa okk- ur undir komu veira sem væntan- legar eru fyrir áramót en um er að ræða meiri ógnun en áður, hvernig best sé að bregðast við þessum árásum og gera grein fyrir nauð- synlegum vörnum.“ – Í hverju er dagskráin fólgin? „Ráðstefnan er byggð þannig upp að byrjað er á að kynna nýj- ustu veirurnar, So Big og fleiri, sem ollu óskunda í haust, og farið verður yfir þær rekstrartruflanir sem hafa orðið að undanförnu af völdum veira, orma og annarra árása á tölvukerfi fyrirtækja. Í ljós kom að margir eru illa undir það búnir að upplifa þjónustusynjun. Menn treysta á þessi samskipti og tengingar í upplýsingakerfunum, en veirurnar virðast trufla kerfin, skemma gögn og þær geta líka tekið upp alla bandvídd þannig að menn hreinlega fá engin sam- skipti. Þá verður það sem kallað er þjónustusynjun. Þá stöðvast sam- skiptin. Guðmundur Guðnason, deildarstjóri netþjónustu hjá Skyggni, fjallar um rekstur upp- lýsingakerfa og greinir frá hvaða áhrif nýlegar árásir hafa haft á rekstur upplýsingakerfa og hlut- verk starfsmanna í öryggismálum. Friðrik Skúlason, veirusérfræð- ingur hjá Friðriki Skúlasyni ehf., nefnir erindi sitt Veirur og rusl, en hann talar um nýtt vandamál sem er ruslpóstur, síbreytilegt eðli veira og samspil veiruvarna, stýri- kerfisuppfærslna og eldveggja. Öryggisút- búnaður eins og til dæmis eldvarnaraukar þurfa að vera rétt upp settir. Það er ekki nóg að kaupa þennan búnað, því örygg- ið felst í réttum uppsetningum, og farið verður í saumana á þeim. Gísli Rafn Ólafsson, sérfræðingur hjá Microsoft á Íslandi, ætlar að kynna það sem er framundan í ör- yggismálum fyrirtækisins og hvernig það ætlar að styrkja ör- yggið í kerfum sínum. Guðmundur Þór Jóhannsson, netsérfræðingur CCNT hjá Sensa, ræðir um stökk- breyttar ógnanir og fjallar um varnir, eldveggi og neteftirlits- kerfi. Loks kynna Hrafnkell Gísla- son, forstjóri Póst- og fjarskipta- stofnunar, og Hörður Halldórsson, forstöðumaður alþjóðadeildar fyr- irtækisins, stefnumótun þess og hlutverk í málefnum net- og upp- lýsingaöryggis. Þeir greina frá nýju hlutverki Póst- og fjarskipta- stofnunar í heiminum og á Íslandi, sem felst í því að einn aðili á mark- aði getur leiðbeint öðrum og haldið utan um það sem er að gerast á þessu sviði. Rætt hefur verið um að stofna íslenskan CERP-hóp, sem fjallar sérstaklega um upplýs- inga- og fjarskiptaöryggi, en auk þess er ýmislegt að gerast hjá Evr- ópusambandinu sem Póst- og fjar- skiptastofnun ætlar að kynna. Stefnumörkunarvinna er hafin hjá stofnuninni og verður hún kynnt. Kallað verður eftir viðbrögðum markaðarins, fyrirtækja og stofn- ana, við þessu frumkvæði, en hug- mynd stofnunarinnar er að aðlag- ast markaðnum á Íslandi og mæta þörfum okkar.“ – Hverju skilar svona ráðstefna? „Ég held að þetta sé mjög gott tækifæri til þess að hlusta á áhuga- verð erindi. Skýrslutæknifélagið heldur reglulega ráðstefnur um ör- yggismál, en þörfin fyrir umfjöllun á þessu sviði er mjög mikil, vegna þess að margt í okkar lífi byggist á því að öryggið sé í lagi. Fyrirtæki borga til dæmis opinber gjöld í gegnum rafræn viðskipti og heilbrigðis- þjónustan er að færast út í að nota almennt gagnaflutningsnet. Ef við ætlum að geta byggt þjónustu með því að nota almennt gagna- flutningsnet þá verðum við að geta tryggt öryggið á þessu neti. Aðalatriðið með ráðstefnunni er að tryggja öryggi þegar til fram- tíðar er litið og upplýsa um ógnir svo hægt sé að taka á veilum, fyr- irbyggja skaðann áður en hann verður.“ Svana Helen Björnsdóttir  Svana Helen Björnsdóttir er framkvæmdastjóri verkfræðifyr- irtækisins Stika ehf., sem er ráð- gjafarfyrirtæki um öryggismál. Hún útskrifaðist sem verkfræð- ingur frá Tækniháskólanum í Darmstadt í Þýskalandi, Techn- ische Universität Darmstadt, 1987 og stofnaði Stika 1992. Svana Helen er gift Sæmundi E. Þorsteinssyni, verkfræðingi og forstöðumanni rannsóknadeildar Landsíma Íslands. Þau eiga þrjá syni, tvíburana Sigurð Finnboga og Þorstein, 7 ára, og Björn Orra, 10 ára. Mikilvægt að fyrirbyggja skaða í tíma Þetta ætlar að taka fljótt af, bara meiri hvítkjötssúpu, systir. VEIÐIRÉTTAREIGENDUR við Svartá í Húnavatnssýslu hafa leigt Stangaveiðifélagi Reykjavíkur ána til næstu þriggja ára. Hafralónsá í Þistilfirði hefur verið leigð hópi húsvískra veiðimanna. Báðar árnar skipta því um hendur, því Veiði- félagið Búð leigði áður Svartá og Lax-á hafði með Hafralónsá að gera. Þá er ekki búið að ganga frá smáatriðum varðandi Fnjóská í Eyjafirði, en flest bendir til þess að Stangaveiðifélagið Flúðir í sam- vinnu við SVFR endurleigi ána. Fjöldi tilboða Alls bárust átta tilboð í laxa- svæði Svartár og var SVFR með það hæsta, upp á rúmar 9 millj- ónir. Var tilboð SVFR mjög naum- lega hærra en tilboð frá Lax-á. Bjarni Ómar Ragnarsson, formað- ur SVFR, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þótt leiguupphæðin væri mikil yrði verð á veiðileyfum ekki hækkað fyrir komandi sumar. Bjarni sagði ennfremur að sam- vinna væri við Flúðir um leigu á Fnjóská og benti flest til þess að sú tilhögun gengi eftir. Um Hafra- lónsá í Þistilfirði er það að segja að hún var leigð hópi húsvískra veiði- manna og var leiguupphæðin 9,5 milljónir. Þar var Lax-á aftur naumlega lægri með næsthæsta til- boð. Gjöfult sumar Vertíðin í Skógá var gjöful, en þar veiddust alls 1.269 fiskar í ánni sjálfri auk þverárinnar Kverár. Auk þess veiddust 202 fiskar í Skógtjörn. Mest er hér um sjó- bleikju að ræða og var fiskur bæði smár og stór og allt þar á milli. Stærstu bleikjur upp í 10 pund og veiddust þó nokkrar á bilinu 6 til 10 pund. Ennfremur veiddust fá- einir tugir laxa og voru margir þeirra stórir. Var laxveiðin í stíl við það sem búist var við, en seiða- sleppingar voru litlar á síðasta sumri og fiskur að mestu stórlax úr sleppingu 2001. Alls veiddust 670 fiskar á flugu og var Heima- sætan best með 146 fiska og Pea- cock með kúluhaus með 93 stykki. Sveinn Óskarsson með 16,2 punda hæng, 97 cm, sem hann veiddi í Skógá á lokadegi um mánaðamótin. Svartá til SVFR fyrir 9 milljónir ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? SKÁKMAÐURINN Sævar Bjarnason (2.284 stig) náði 2.–4. sæti á alþjóðlega mótinu í Klakks- vík í Færeyjum og hækkar vænt- anlega nokkuð í stigum með góðri frammistöðu sinni á mótinu. Svíinn Johan Erikson (2.414) sigraði á mótinu með 6,5 vinning. Sævar hlaut sex vinninga og varð jafn skoska stórmeistaranum Colin McNab (2.379) og danska al- þjóðlega meistaranum Klaus Berg (2.434). Sævar í 2.–4. sæti í Klakksvík ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.