Morgunblaðið - 15.10.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.10.2003, Qupperneq 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 33 FRÁ Seyðisfirði berast nú fisk- eyðifréttirnar. Morgunblaðið segir frá því 16. september sl. að Út- gerðarfélag Ak- ureyringa sjái sér ekki fært að reka fiskvinnslufyr- irtækið Dverga- stein lengur. Síðan kemur langt mál um það hvernig fiskvinnslufyrirtæki Seyðfirðinga hafa eftir 1990 verið gleypt af sí- fellt stærri fyrirtækjum. Það er engin tilviljun að lögin um frjálst framsal veiðiheimilda eru einmitt frá þessum tíma þegar útgerð- armenn fengu verslunarfrelsið með fjöregg þjóðarinnar. Nú er svo komið að stærstur hluti þess kvóta sem er úthlutað árlega er í höndum manna sem telja sig ekki hafa skyldum að gegna við þjóðina heldur hluthafa. Útgerðarfélag Akureyringa ætlar, eins og á Raufarhöfn í vor, að hætta þessum rekstri á Seyðisfirði þar sem stefnir í nokkurt tap á árinu í fyrsta skipti í þeim rekstri. Er ekki að sjá að hann sé þeim ÚA- mönnum mjög hugleikinn eða það byggðarlag þar sem 45 manns verða nú atvinnulausir. Þegar Alþingi Íslendinga sam- þykkti lögin um verslunarfrelsi út- vegsmanna sýndi það sig fljótt að hjá mörgum „eigendum“ kvóta var það gróðinn einn sem máli skipti. Þeir voru tilbúnir að selja veiði- heimildir sínar hvert á land sem var. Þetta varð eins og frjáls- hyggjumenn segja gjarnan „bara bissniss“ og skiptu byggðarlög, fólk og átthagar ekki máli lengur. Gróðinn einn réð ferðum. Þessi stefna hefur síðan lagt sína dauðu hönd á byggðir landsins. En kvótakerfið er í augum ráðamanna eins og heilög kýr. Þar má við engu hrófla. Kerfið sem átti að koma stjórn á veiðarnar og vernda fiskistofna leiðir af sér fákeppni, sóun verðmæta, atvinnuleysi og hnignun fiskibæjanna. Það er dapurlegt hvernig frjáls- hyggjan hefur afhjúpað græðgi manna. En viðskipti sem ganga ekki út á neitt annað en linnu- lausan gróða eru sem æxli á mannlegu samfélagi. Á Seyðisfirði eru þó enn til útgerðarmenn með sómatilfinningu sem vilja vinna sínum átthögum gagn. Þetta eru menn eins og Ólafur M. Ólafsson sem haldið hefur uppi vinnu þar í bæ gegnum árin. Tryggð hans við sína heimabyggð hefur ekki verið til sölu. Svona mönnum fer því miður fækkandi. Þess vegna þarf að afnema það einokunarkerfi sem er við lýði og tryggja sjáv- arbyggðum landsins eðlilegan að- gang að fiskimiðunum. Svo koma menn í blöðin og guma af upp- gangi atvinnumála á Austurlandi, framsóknarmenn! Jú, þar er vísað til hinnar miklu virkjunar á há- lendinu þar sem erlendir far- andverkamenn eru hlunnfarnir í stórum stíl um þessar mundir og mestu náttúruspjöll Íslandssög- unnar eiga nú að koma í staðinn fyrir aðgang að fiskimiðunum. En það kemur bara ekkert í staðinn fyrir fiskinn og allra síst þessi firring á hálendinu fyrir eitt álver- ið enn. Í 1. grein laga nr. 38 um stjórn fiskveiða frá 1990 segir orðrétt: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Það sem er að gerast á Seyð- isfirði og víðar um landið und- anfarin ár er til marks um það að þessi lög hafa verið fótum troðin. A.m.k. hefur þessi grein þeirra ekki verið í heiðri höfð. Er ekki kominn tími til að þjóð- in rísi upp og mótmæli því siðleysi sem viðgengist hefur í sjávar- útveginum? Mér segir svo hugur að venjulegt fólk með sómatilfinn- ingu og réttlætiskennd hafi and- styggð á firringunni sem fisk- eyðistefnan leiðir af sér þar sem fáir græða óstjórnlega meðan heilu byggðarlögin komast á von- arvöl? Við skulum nota hvert tækifæri í orði, á borði, í ræðu og riti og mótmæla öll! Fiskeyðistefnan á leið um landið Eftir Ingólf Steinsson Höfundur er ritstjóri og tónlistarmaður. Í DAG, miðvikudaginn 15. október, er alþjóðlegur baráttudagur blindra og sjónskertra, Dagur hvíta stafsins, haldinn hátíðlegur um allan heim. Þenn- an dag nota blindir og sjónskertir til að vekja athygli á mál- stað sínum og einnig er dagurinn notaður til að kynna hvíta stafinn og það sem er á döfinni og fleira og fleira. Að þessu sinni langar okkur að kynna hvíta stafinn og fara svo lít- illega yfir það sem er að gerast hjá okkur í Blindrafélaginu um þessar mundir. Hvíti stafurinn Hvíti stafurinn er eitt helsta tákn og hjálpartæki blindra og alvarlega sjónskertra. Hann finnst í þremur út- gáfum. Stuðningsstaf nota þeir sem þurfa á stuðningi að halda, en vilja jafnframt vekja athygli vegfarenda á því að þeir eru sjónskertir. Þreifistaf nota þeir sem eru alblindir eða mjög alvarlega sjónskertir og kanna þá með honum það umhverfi sem þeir eru staddir í bæði innanhúss og utan. Merkistaf nota þeir sem sjá nokkuð en þykir rétt að láta umhverfið vita að þeir eru sjónskertir. Hann er einn- ig visst öryggi fyrir notendur því þeir gætu þurft að þreifa fyrir sér þegar skyggja fer eða lýsing innandyra er lítil. Mjög mikilvægt er að hinn al- menni borgari átti sig á því að mæti hann einstaklingi með hvítan staf, er um sjónskerta eða alblinda mann- eskju að ræða og hugsanlegt er að hún þurfi á aðstoð að halda. Rétt er að spyrja um slíkt. Einnig er mik- ilvægt að sýna blindum og sjón- skertum tillitssemi. Á döfinni hjá okkur Augnlæknar á Öldugötu hafa nú tekið á leigu húsnæði á annarri hæð í húsi félagsins í Hamrahlíð 17 og munu þeir hefja starfsemi hér í febr- úar á næsta ári. Vegna þessa var skrifstofa félagsins flutt niður á 1. hæð og opnaði þar í ágúst sl. Opið hús hófst að venju í byrjun september og er opið hús á þriðju- dögum frá kl 11:00 til 14:00 og aftur á fimmtudögum frá kl 14:00 til 16:00. Opið hús er í umsjá Guðrúnar Ás- mundsdóttur leikkonu á þriðjudögum og Jóns Júlíussonar leikara á fimmtudögum og er opið öllum fé- lagsmönnum. Þrjú námskeið eru nú í gangi á vegum félagsins auk þess sem fleiri eru í undirbúningi og munu hefjast á næstunni. Framundan eru svo bingó í nóv- ember og desember auk jólafagnaðar og jólatrésskemmtunar. Til að halda starfsemi félagsins uppi þarf fé og hér kemur að þínum þætti því mikið af því fé sem þarf til rekstursins kemur frá hinum al- menna borgara. Um síðustu mán- aðarmót voru sendir út miðar í haust- happdrætti Blindrafélagsins. Vinningar eru glæsilegir og hvet ég þig til að kaupa miða, ekki endilega til að vinna persónulega heldur til að vinna með okkur að uppbyggingu fé- lagsins. Dregið veður 15. nóvember nk. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka landsmönnum öllum veittan stuðning við Blindrafélagið. Dagur hvíta stafsins Eftir Sigurjón Einarsson Höfundur er formaður Blindrafélagsins. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur * 5 línur, tilboðið gildir til 31. desember 2003 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alltaf á laugardögum Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Kveðja til Vestmannaeyja Hjartans þakkir og kveðjur til eigenda og starfs- fólks Þórshamars og Fjólunnar fyrir yndislegan tíma sem ég átti þar á stórri stund í lífi mínu. Sérstakar þakkir til Evu móttökustjóra. Guð blessi ykkur öll og eyjuna ykkar. Kær kveðja, Lilja Sigurðardóttir frá Kirkjubóli, Laugarnesvegi 76, Reykjavík. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. ÁRBÆR - SELÁSHVERFI Mér hefur verið falið að leita að 3ja herb. íbúð í Seláshverfi á verðbilinu 13-14 millj. Kaupendur geta veitt ríflegan afhendingar- tíma sé þess óskað. Áhugasamir vinsamleg- ast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér glæsilega ferð í sérflugi sínu til Kúbu þann 4. nóvember. Það er ævintýri að kynnast þessari ótrúlegu eyju með óviðjafnanlega náttúru og mannlíf og menningu sem á engan sinn líka í heimin- um. Tryggðu þér síðustu sætin í haust. Glæsileg 4 og 5 stjörnu hótel í boði og í öllum tilfellum nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða sem bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Síðustu 14 sætin · 4. nóv. – 7 nætur · 2. mars – 7 nætur Verð kr. 78.950 Flugsæti og skattar. Verð kr. 89.950 Flug, skattar, gisting á Arenas Doradas ****, íslensk fararstjórn. Kúba 4. nóvember frá kr. 78.950 Sérflug Heimsferða Munið Mastercard ferðaávísunina Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Okkur hefur verið falið af opinberum aðila að útvega 20 íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í síma 552 1400 eða í gsm-síma sölumanna: Böðvar 892 8934/Helgi 897 2451 Þorri 897 9757/Ævar 897 6060

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.