Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 45 ÞRÁTT fyrir að vera aðeins 22 ára gömul hefur Anna Kournikova ákveðið að hætta að spila tennis sem atvinnumaður, en Kournikova er nú nr. 302 á heimslistanum. Sky- fréttastofan greindi frá því í gær að Kournikova hrfði ákveðið að leggja spaðann á hilluna vegna meiðsla í baki en hún hefur aðeins tekið þátt í fimm mótum á þessu ári, en að undanförnu hefur hún unnið m.a. við gerð sjónvarpsþátta og leikið í sjónvarpsþáttum. Kournikova sló í gegn árið 1997 og náði því að komast í áttunda sæti á heimslistanum þegar best lét. Stórfyrirtæki hafa gert við hana samstarfssamninga á undanförnum árum en það má búast við að þeim samningum verði rift. Kournikova leggur spaðann á hilluna Reuters Anna Kournikova  ROSENBORG og Bodö/Glimt mætast í úrslitaleik norsku bikar- keppninnar þann 9. nóvember nk. en gríðarlegur áhugi var á undanúrslita- leik Tromsö og Bodö/Glimt sem fram fór í gær í Tromsö. Alls mættu 8.478 áhorfendur á Alfheim-völlinn en gestirnir frá Bodö skoruðu öll þrjú mörk leiksins og hafa tryggt sér sæti í UEFA-keppninni þar sem Ros- enborg er norskur meistari.  NORDHORN og Kiel gerðu jafn- tefli, 29:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Holger Glan- dorf skoraði 10 mörk fyrir Nordhorn en Roman Pungartnik 8 fyrir Kiel. Flensburg, Kiel og Hamborg hafa öll 14 stig og eru á toppnum en Nord- horn er í sjötta sæti með 11 stig.  ÍSLENDINGASLAGUR verður í 3. umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik en Magdeburg, lið Alfreðs Gíslasonar og Sigfúsar Sig- urðssonar, dróst á móti Grosswall- stadt, liði Snorra Steins Guðjóns- sonar. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í Essen mæta Flens- burg á útivelli og Massenheim, lið Einars Arnar Jónssonar og Rúnars Sigtryggssonar leikur gegn Eisen- ach. FÓLK Birmingham er í fjórða sæti deild-arinnar með 15 stig en liðið hef- ur ekki tapað leik á heimavelli sínum, St. Andrews, sl. átta mánuði eða frá því að Chelsea lagði liðið í febrúar. Varnarleikur liðsins hefur verið þeirra aðalsmerki það sem af er leik- tíðinni enda hefur liðið haldið hreinu í 6 leikjum af 8. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, kom inná sem varamaður á 77. mínútu er hann leysti Jimmy Floyd Hasselbaink af hólmi í fremstu víglínu. Hernan Crespo var einnig í byrjunarliði Chelsea að þessu sinni. Eiður Smári fékk engin tæki- færi til þess að athafna sig í vítateign- um gegn sterkri vörn heimamanna. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði að liðið hefði ætlað sér að brjóta niður varnarmúrinn sem Birmingham hefði hlaðið svo vel í upphafi leiktíðar. „Við reyndum að skapa okkur marktækifæri en það er erfitt ef mótherjarnir verjast með 8 eða 9 leikmönnum.“ Hann bætti því við að í herbúðum Chelsea ríkti til- hlökkun fyrir leikinn gegn Arsenal. „Það verður skemmtilegur og spenn- andi leikur.“ Varnarleikurinn var í aðalhlutverk- inu í gær hjá báðum liðum en Jimmy Floyd Hasselbaink fékk besta færi leiksins en Maik Taylor, markvörður Birmingham, sá við hollenska lands- liðsmanninum. Mikael Forsell, framherji Birming- ham, fékk ekki leyfi frá forráðamönn- um Chelsea til þess að leika að þessu sinni en hann er í láni frá Lundúnalið- inu og hefur leikið vel með Birming- ham. Reuters Wayne Bridge og félagar hans í liði Chelsea eru á flugi þessa stundina. Hér stekkur enski lands- liðsmaðurinn yfir Damien Johnson leikmann Birmingham City á St. Andrews í gærkvöldi. Chelsea í efsta sætið BIRMINGHAM og Chelsea skildu jöfn í markalausum leik í ensku úr- valsdeildinni í gærkvöld og klifraði Lundúnaliðið upp fyrir Arsenal og í efsta sæti deildarinnar – með 20 stig líkt og grannaliðið en þeir bláklæddu eru með betri markatölu. Arsenal og Chelsea eigast við um næstu helgi á Highbury, heimavelli Arsenal. ÍSLANDSMEISTARALIÐ Kefla- víkur í körfuknattleik kvenna byrjar vel í Intersportdeildinni og hefur lið- ið unnið báða leiki sína til þessa með nokkrum yfirburðum. Í gær lagði Keflavík lið ÍR að velli, 83:48, þar sem að Birna Valgarðsdóttir skoraði 21 stig fyrir Keflavík en Eplunus Brooks lét mest að sér kveða í liði ÍR og skoraði 18 stig. ÍR kom verulega á óvart í fyrstu umferðinni er liðið lagði KR að velli með 20 stiga mun, en í gær náði liðið sér ekki á strik. Erla Þorsteinsdóttir, leikmaður Keflvíkinga, var flutt á sjúkrahús með sjúkrabifreið í gær eftir að hún hafði fengið höfuðhögg í rimmu sinni við Eplunus Brooks í fyrsta leik- hluta. Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í gær að Erla hefði fengið heilahristing en í dag yrði gengið úr skugga um hvort kjálki hennar hefði brotnað. Erla kjálkabrotin? JÓHANNES Karl Guðjónsson var á skotskónum með varaliði Wolv- es í gærkvöld en hann skoraði mark liðsins í 1:1 jafntefli á móti Middlesbrough á útivelli. Jóhannes Karl lék allan leikinn á miðj- unni og Ívar Ingimarsson lék sömuleiðis allan tímann í stöðu mið- varðar. Jóhannes skoraði markið með föstu skoti af um 20 metra færi í fyrri hálfleik en Middlesbrough jafnaði metin í þeim síðari. „Það var mikilvægt að standa sig í leiknum þar sem Paul Ince er í banni á móti Fulham á laugardaginn og vonandi fæ ég tækifæri að taka hans stöðu,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í gær. Úlfarnir eru í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en þeir unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í síðustu umferð þegar þeir báru sigur- orð af Manchester City. Jóhannes Karl skoraði fyrir Úlfana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.