Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Stjórnarþingmennirnir Sólveig Pétursdóttir og Magnús Stefánsson ræða saman. Framsögumaður í umræðunum um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga, Þuríður Backman, virðist niðursokkinn í verkefni. ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Á dagskrá eru atkvæða- greiðslur og einstakar fyrirspurnir til ráðherra. MARGIR þingmenn lögðu áherslu á að bæta þurfi geðheilbrigðisþjón- ustu við börn og unglinga í um- ræðum utan dagskrár á Alþingi í gær. Þuríður Backman, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, málshefjandi umræðunn- ar, sagði m.a. geðheilbrigði barna og unglinga hefði versnað á und- anförnum árum. Ekki væri þó að fullu ljóst hvers vegna sú þróun hefði átt sér stað. Hún sagði á hinn bóginn ljóst að Íslendingar hefðu miklu færri meðferðarrúræði fyrir þessa hópa en nágrannar okkar á hinum Norðurlöndunum. „Í Danmörku og Svíþjóð er miðað við að fyrir hendi séu meðferðar- úrræði fyrir allt að 2% barna sem greinast með geðröskun en hér á landi er hlutfallið einungis 0,5%.“ Þuríður sagði að ýmislegt væri vel gert í þjónustu við umrædda hópa en hins vegar vantaði opinbera og sam- ræmda stefnu í þessum málum. „Það vantar opinbera heildstæða stefnu- mótun varðandi þjónustu á geðheil- brigðissviði fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Því til viðbótar hefur dregist úr hömlu að móta heildstæða og samræmda opinbera stefnu í málefnum barna og unglinga eins og samþykkt var á Alþingi árið 2001. Hún hefur enn ekki séð dags- ins ljós.“ Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra var til andsvara. Hann minnti m.a. á að nýlega hefði verið gengið frá skipun nefndar til að end- urskoða heilbrigðisþjónustulögin. Hann sagði að geðheilbrigðisþjón- ustan yrði þar ekki undanskilin. Hann sagði jafnframt að umbætur í geðheilbrigðisþjónustunni yrðu að ganga fyrir. Ráðherra minnti einnig á að hann hefði ákveðið að ráða sérstakan verkefnisstjóra til að koma geðheil- brigðisþjónustunni fyrir börn og unglinga í „einn farveg“, eins og hann orðaði það. Heimsóknir hafa tvöfaldast Í máli ráðherra kom m.a. fram að heimsóknir barna til barnageðlækna á stofum hefðu rúmlega tvöfaldast á síðustu tveimur árum; þær voru um 1.600 árið 2000 en væru nú um 3.900 skv. staðtölum Tryggingastofnunar ríkisins. Þá benti hann m.a. á að geð- læknum á samningi hjá TR hefði fjölgað á sl. árum, þeir voru t.d. 39 árið 1999 en væru nú 43. „Ég bið menn að misskilja ekki eða snúa út úr því sem ég hef hér sagt. Ég er ekki að halda því fram að nóg sé að gert. Mér er fullkunnugt um að þjón- ustuna við suma hópa þarf að bæta verulega. Samtöl mín við aðstand- endur hafa kennt mér það. Þess vegna hef ég ákveðið að skipa sér- stakan verkefnisstjóra, sem ég gat um áðan, til að freista þess að koma þjónustunni í einn öflugan farveg.“ Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði að þrátt fyrir væntanlega endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu væri brýnt að fara án tafar í ýmsar úr- bætur í málefnum geðfatlaðra og þá sérstaklega í málefnum barna og unglinga. „Staða þeirra er langt í frá að vera viðunandi.“ Margrét nefndi sem dæmi að á skólaskrifstofu Suð- urlands lægju fyrir upplýsingar um að u.þ.b. 20 börn, með alvarlegar geðraskanir, stunduðu nám í al- mennum bekkjardeildum grunn- skólans. Sagði hún að nám í almenn- um bekkjardeildum nýttist ekki þessum hópi. Auknar tekjur Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. að ríkisstjórnin hefði gengist fyrir auknum fjárveitingum til umrædds málaflokks, sem m.a. hefði nýst til að efla samstarf aðila sem veita börnum og ungmennum þjónustu á þessu sviði. „En það er nauðsynlegt að hafa það í huga að geðheilbrigð- isþjónusta fyrir börn og ungmenni er aðeins einn þáttur í þeim fjöl- þættu úrræðum sem þörf er á.“ Hún sagði ekki síður nauðsynlegt að efla félagsþjónustu fyrir börn og fjöl- skyldur þeirra, ásamt því að reyna að greina geðraskanir barna sem fyrst. Þannig væri hægt að stuðla að fyrirbyggjandi meðferð. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, þingmaður Frjálslynda flokksins, benti m.a. á að bráðabirgðalausnir í málefnum barna og unglinga með geðraskanir væru hættulegar. Með slíkum lausnum gæti vandinn stækkað og orðið mun umfangs- meiri. Kom fram í máli hennar að taka þyrfti markvisst á þessum málum, þannig að börn og unglingar með geðraskanir og fjölskyldur þeirra fengju þau úrræði sem þau ættu full- an rétt á. Þuríður Backman um geðheilbrigðis- þjónustu fyrir börn og unglinga Vantar opinbera og heildstæða stefnumótun INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaþingmaður Samfylkingarinn- ar, hefur lagt fram á Alþingi frum- varp til laga sem miðar m.a. að því að auglýsa eigi opinberlega eftir umsóknum um stöðu bankastjóra Seðlabanka Íslands. Ennfremur að kveðið verði á um að banka- stjórar skuli hafa reynslu og víð- tæka þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum. Þá verði aðeins heimilt að skipa sama manninn bankastjóra tvisvar sinn- um, en skipunartímabil seðla- bankastjóra er sjö ár. Í greinargerð segir m.a. að markmið frumvarpsins sé að tryggja eins og kostur er að fagleg sjónarmið ráði ferðinni við skipan í embætti seðlabankastjóra og að ráðherra geti ekki komið sér und- an því að rökstyðja ráðninguna. Skv. núgildandi lögum um Seðla- banka Íslands er ekki skylt að aug- lýsa bankastjóraambættið laust til umsóknar. Auglýst verði eftir umsóknum Seðlabankalögum verði breytt LÚÐVÍK Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti á Al- þingi í gær fyrir frumvarpi til laga sem leggur m.a. til þær breytingar á samkeppnislögum, að Sam- keppnisstofnun geti við rannsókn máls gert húsleit og lagt hald á gögn á heimilum stjórnenda fyr- irtækja þegar rökstuddur grunur liggi fyrir um brot gegn ákvæðum samkeppnislaga. Meðflutnings- menn Lúðvíks eru átján aðrir þingmenn Samfylkingarinnar. Þingmennirnir vilja m.ö.o. að 40. grein samkeppnislaga orðist þann- ig: „Samkeppnisstofnun getur við rannsókn máls gert húsleit í starfsstöðvum fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar rökstuddur grunur liggur fyrir um brot gegn ákvæðum laganna. Á sama hátt getur stofnunin gert húsleit og lagt hald á gögn á heimilum stjórnenda fyrirtækja. Ný tilskipun á leiðinni Í upphafi ræðu sinnar sagði Lúðvík m.a.: „Ég held það sé nauðsynlegt í þessari umræðu að vekja athygli á því að hinn 1. maí nk. ganga í gildi reglur sem veita framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins rétt til þess að beita þessum heimildum, þ.e. að fara í húsleit. ... Það hefur sjálfsagt í för með sér að eftirlitsstofnun EFTA fær þá væntanlega sams konar heimildir hér á landi. Ég held að menn hljóti að vera sammála um að það sé eðlilegt að innlendar stofnanir hafi þessar heimildir einnig, því hér eru á ferðinni mjög alvarleg brot, og það er mikilvægt að við nálgumst þau sem slík. Enda eru hér á ferðinni miklir samfélagslegir hagsmunir að keppinautar á markaði séu ekki að koma sér saman um verð.“ Lúðvík sagði að þingmenn Sam- fylkingarinnar litu svo á að hér væru um mjög mikilsverða hags- muni að ræða, þ.e. ákvæði sam- keppnislaga, sem yrði að vernda með öllum tiltækum ráðum. „Því er mikilvægt að þessi heimild sé veitt.“ Lúðvík sagði að í grein- argerð með frumvarpinu væri lagt til að það yrði eftirlátið dómstólum að meta það hverjir gætu talist stjórnendur enda færi engin hús- leit fram nema dómstólar sam- þykktu slíka leit. Gengið nærri friðhelgi einkalífsins Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. að með frumvarpinu væri verið að leggja til auknar heimildir til handa Samkeppnis- stofnun, þ.e. að hún fengi húsleit- arheimild. „Það sem er alvarlegt og ég vil gera athugasemdir við í þessu frumvarpi er að það er verið að leggja til að Samkeppnisstofnun geti við rannsókn mála ráðist inn á heimili einstaklinga og gert húsleit þar í rannsóknum sínum á meint- um brotum á samkeppnislögum.“ Hann sagðist telja að þarna væri verið að ganga „ansi hart að rétt- indum einstaklinga. Það væri verið að ganga nærri þeim réttindum sem einstaklingum væru tryggð til dæmis í 71. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi einkalífs- ins, heimilis og fjölskyldu. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra minnti m.a. á að hún hefði skipað nefnd í samráði við dómsmálaráðherra til að fara yfir samkeppnislögin. Kvaðst hún vonast til þess að nefndin ynni hratt og skilaði fljótt niðurstöðu. Valgerður sagði ennfremur að í tengslum við rannsóknina á meintu samráði olíufélaganna hefði verið unnin greinargerð í við- skiptaráðuneytinu um það hvort íslensk samkeppnislög væru að einhverju leyti frábrugðin því sem almennt gerðist í þessum málum í öðrum löndum. „Niðurstaðan er sú að íslensku lögin séu mjög sam- bærileg við það sem gildir í Evr- ópu. Að einhverju leyti eru þau strangari en líka að öðru leyti veikari. Það er t.d. ekki þannig í öllum löndum að það þurfi dóms- úrskurð til að heimilt sé að ráðast inn í fyrirtæki en þannig er það hér. Hvað varðar það að hugsan- lega megi fara fram húsleit á heimilum stjórnenda fyrirtækja þá hef ég spurnir af því að slík til- skipun gæti verið í farvatninu,“ sagði ráðherra og bætti við: „En ég mun ekki beita mér fyrir frum- kvæði í því að slík lög verði sett hér á landi. En ég tel mikilvægt að við fylgjumst vel með því sem er að gerast í Evrópu á þessu sviði.“ Sagði hún að kæmi til þess að slík tilskipun yrði gefin út ættum við ekki annarra kostar völ en að lög- leiða hana hér á landi. Ráðherra mun ekki beita sér fyrir setningu slíkra laga Heimild fáist til húsleitar hjá stjórnendum fyrirtækja ÁTJÁN þingmenn úr Sjálfstæð- isflokki, Framsóknarflokki og Frjáls- lynda flokknum hafa lagt fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um að umhverfisráðherra aflétti veiðibanni á rjúpu sem fyrst. Gunnar Birgisson, Sjálfstæðisflokki, er fyrsti flutnings- maður tillögunnar. Í henni segir m.a.: „Í stað veiðibannsins verði eftirfar- andi leiðir farnar, ein eða fleiri, til að vernda íslenska rjúpnastofninn án þess að veiðar séu bannaðar: stytting veiðitíma, svæðisbundin friðun, eink- um þar sem rjúpu- og fálkastofninn eiga undir högg að sækja, tímabund- ið sölubann, hámarksveiði á hvern veiðimann og bann við veiðum til- tekna daga vikunnar, sem og aukið eftirlit með banni við notkun vélhjóla og vélsleða við veiðarnar.“ Í greinargerð segir m.a. að ástand rjúpnastofnsins hafi um nokkurt skeið verið áhyggjuefni og að flutn- ingsmenn telji rétt að grípa til að- gerða til að hlúa að stofninum og draga úr sókn. „Algert veiðibann í þrjú ár er hins vegar mjög róttæk að- gerð sem á sér ekki hliðstæðu í sögu rjúpnaveiða á Íslandi en rjúpan er vinsælasta bráð íslenskra skotveiði- manna. Flutningsmenn telja rétt að áður en gripið er til svo afdrifaríkra aðgerða skuli fyrst reyna önnur úr- ræði sem vægari eru gagnvart veiði- mönnum og almenningi í landinu.“ Þá er vísað til þess að Umhverf- isstofnun hafi lagst gegn alfriðun rjúpunnar í tiltekinn árafjölda. Að tillögunni standa fjórtán þing- menn Sjálfstæðisflokksins, einn þing- maður stjórnarandstöðunnar, þ.e. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, og þrír fram- sóknarþingmenn, þeir Kristinn H. Gunnarsson, Birkir I. Jónsson og Þórarinn E. Sveinsson, en sá síðast- nefndi situr á þingi í fjarveru Dagnýj- ar Jónsdóttur. Veiðibanni á rjúpu verði aflétt sem fyrst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.