Morgunblaðið - 16.10.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 16.10.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 280. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Með nef fyrir fegurð Ungir Íranar flykkjast í lýtaaðgerðir Erlent 14 Útlendinga- herdeild Airwaves ekki bara fyrir Íslendinga Fólk 50 Dáið þér Sjostakovitsj? Sinfónían leikur allar sinfóníur hans Listir 25 ÓÐUR Ólafs Elíassonar, mynd- listarmanns, til veðursins í túrb- ínusal Tate Modern hefur vakið mikla athygli og m.a. hafa al- þjóðlegu fréttastofurnar fjallað ítarlega um sýninguna eða öllu heldur um þetta risavaxna verk Ólafs, þó að sýningin verði ekki opnuð formlega fyrr en í dag. Er Ólafur þar jafnan kynntur sem fleiri íslenskra listamanna áttaði heimurinn sig á því að á Íslandi væri fleira að finna en fisk, ál- bræðslu og bari. „Þess vegna megum við ekki láta Dani eigna sér Ólaf alfarið.“ Ólafur Elíasson er hér í fé- lagsskap Friðriks Danakrón- prins og Dorrit Moussaieff í gær- kvöld. dansk-íslenskur listamaður. Í gær var hins vegar hátíðleg foropnun þessarar sýningar, þar sem var margt um manninn og meðal annarra Friðrik krónprins Dana sem er sérstakur heiðurs- gestur á sýningunni og Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið að í gegnum verk Ólafs og Danir eigni sér ekki Ólaf alfarið Ljósmynd/Ari Magg ÍSLENSKIR unglingar eru meðal heimsins mestu skróp- ara að því er fram kemur í nýrri skýrslu á vegum OECD. Aðeins fimm OECD lönd eru fyrir ofan Ísland en það eru Spánn, Danmörk, Pólland, Grikkland og Nýja- Sjáland. Nemendur voru spurðir hversu oft á síðastliðnum tveimur vikum þeir hefðu skrópað í tímum, sleppt úr skóladegi eða komið of seint. Út frá svörunum var metið hversu góð mæting nemenda væri í skólann en 22% ís- lenskra unglinga mældust með dræma mætingu. Aðeins 3% nemenda í Hong Kong mæta illa í skólann en af OECD löndunum eru jap- anskir nemendur með lægsta skróptíðni. Af Norðurlöndunum virðast norskir nemendur samvisku- samastir en þar eru það að- eins 18% nemenda sem mæta illa á meðan 33% danskra unglinga skrópa oft. Íslenskir unglingar skrópa úr hófi fram rúm, frysta þorskinn frekar í landi eða senda hann út ferskan. Magni Geirsson, framkvæmda- stjóri Icelandic UK, dótturfyrirtækis SH, segir að ljóst sé að íslenzkar útgerðir hafi dregið úr sjófrystingu á þorski . Staðan í landfrystingunni sé betri þótt einhver birgðasöfnun sé staðreynd og þrýstingur kominn á verðið þar líka, einkum á blokkinni. „Það er í raun ósköp eðlilegt að þetta gangi svona. Góð veiði í Barentshafinu, kvótaaukning við Ísland og líklega veruleg aukning veiðiheim- ilda í Barentshafi á næsta ári. Það sem er svo verst er sundurlyndi útflytjenda frá Íslandi. Það eru óvenjumargir að bjóða sjófrystan fisk að heiman og sumir jafnvel að bjóða til sölu sama fiskinn. Svona vinnubrögð ganga þegar skortur er á fiski, en í offramboði leiðir það beint til verðlækkunar. Mér sýnist að við séum farnir að haga okkur eins og Norðmenn og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Magni Geirsson. ÍSLENZKAR útgerðir frystitogara eru farnar að nýta þorskveiðiheimildir sínar í auknum mæli til annars en sjófrystingar en verð á helzta markaðnum fyrir slíkar afurðir, í Bretlandi, hef- ur lækkað um allt að 20% á þessu ári. Skýringin er fyrst og fremst mikið framboð. Verð á ýsu hefur lækkað enn meira. Aukið framboð er vegna góðrar veiði í Bar- entshafi, en útgerðir frystitogara, frá Færeyj- um, Noregi og Rússlandi, sem sækja þangað, geta illa nýtt sér þorskveiðiheimildir sínar með öðru móti, en flaka og frysta. Heilfrysting á þorski fyrir endurvinnslumarkaðinn í Kína gef- ur enn lægri tekjur. Íslenzku útgerðirnar, sem til þess hafa svig- Allt að 20% lækkun orð- in á sjófrystum þorski Útgerðir reyna að nýta þorskaflaheimildir sín- ar í aðra framleiðslu  Verð á/C1 ÍRANSKI lögfræðingurinn Shirin Ebadi, sem var í síðustu viku út- hlutað friðarverðlaunum Nóbels, hunsaði í gær viðvaranir stjórnar- innar og einkum harðlínuklerka er hún sagðist á fréttamannafundi ætla að halda áfram að berjast fyr- ir lýðræði og mannréttindum. Í ávarpi sem Ebadi flutti á flugvell- inum í Teheran eftir komuna frá Evrópu hvatti hún til þess að póli- tískir fangar í Íran yrðu látnir lausir og hét að styðja áfram við bakið á andófsmönnum. Stjórnvöld í Íran brugðust seint við tíðindunum af verðlaunaveit- ingunni enda þykir ljóst að túlka megi hana sem gagnrýni á mann- réttindabrot klerkastjórnarinnar. „Ég mun ekki breyta vinnuað- ferðum mínum. Verðlaunaveiting- in sýndi að aðferðirnar eru góðar,“ sagði Ebadi í gær. Hún sagðist ekki hafa áhuga á því að gerast stjórnmálamaður en hvatti stjórn- völd til að standa við „alþjóðlegar skuldbindingar gagnvart mann- réttindum“. Ebadi er 56 ára gömul og sögðust sumir af stuðnings- mömmum hennar telja hana geta orðið framtíðarleiðtogi þjóðarinn- ar. Um 10 þúsund manns tóku á móti nóbelsverðlaunahafanum og myndaðist umferðaröngþveiti í ná- grenni flugvallarins. Flestir sem tóku á móti Ebadi í Teheran voru konur. Sumar þeirra hrópuðu slagorð gegn Mohammad Khatami forseta sem talinn er hófsamur klerkur og hefur mælt með lýð- ræðisumbótum en hefur litlu ráðið. Hann tjáði sig fyrst á þriðjudag um verðlaunaveitinguna og sagðist að vísu fagna því að Írani fengi þau. „En friðarverðlaun Nóbels skipta ekki mjög miklu máli, það sem skiptir máli eru vísinda- og bókmenntaverðlaunin,“ sagði for- setinn. Hvatti hann Ebadi til að rækta ást sína á íslam og aðstoða ekki erlend öfl sem vildu koma höggi á Íran og trúna. Pólitík hefði verið að baki verðlaunaveitingunni að þessu sinni. Ebadi heitir að berjast Teheran. AFP, AP. ♦ ♦ ♦ Peking. AFP. MANNAÐ geimfar, sem Kínverjar skutu á loft aðfaranótt miðvikudags, lenti á ný í gærkvöld, að sögn kínversku fréttastofunn- ar Xinhua. Einn geimfari, Yang Liwei, var í farinu og er hann 38 ára gamall. Xinhua sagði að hann væri heill á húfi. Þetta var fyrsta mannaða geimferð Kín- verja en farinu var skotið á loft frá Jiuquan í norðaustanverðu Kína. Geimfarið lenti á sléttum Innri-Mongólíu um 300 kílómetra norðvestan við Peking. Xinhua hafði eftir embættismönnum að Yang væri við bestu heilsu. Hann fór 14 sinnum umhverfis jörðu í farinu sem nefnist Shenzhou 5. Shenzhou merkir Hið helga fley en eldflaugin sem notuð var til að koma því á braut er kennd við Gönguna löngu. AP Kínverjinn Yang Liwei veifar eftir að hafa stigið út úr geimfari sínu í gærkvöld. Lenti heilu og höldnu ♦ ♦ ♦ GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti for- dæmdi í gær sprengjutilræði sem varð þrem Bandaríkjamönnum að bana á Gaza- ströndinni. Sagði forsetinn að atburðir af þessu tagi tefðu fyrir því að Palestínumenn fengju að stofna sjálfstætt ríki. „Palestínustjórn hefði fyrir löngu átt að grípa til aðgerða gegn hermdarverkum af öllu tagi,“ sagði Bush. Javier Solana, aðaltalsmaður Evrópu- sambandsins í utanríkismálum, hvatti í gær Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, til að beita sér gegn hryðjuverkahópum. Bush fordæmir tilræði Tefur fyrir sjálfstæði Dinuba í Kaliforníu, Brussel. AFP.  Heita því/12 STÓR farþegaferja á leið frá Manhattan- eyju í New York til Staten-eyju skall harka- lega utan í bryggju í gær þegar hún var að leggja að við St. George-landganginn. Var óttast að a.m.k. 10 manns hefðu týnt lífi og tugir slasast. Fólk festist inni í ferjunni en sumir steyptust í sjóinn. Mikil skelfing greip um sig. Ferjan getur flutt allt að sex þúsund farþega en um 1.500 voru um borð í gær. Fimm ferjur sigla að staðaldri á þess- ari leið, þær eru yfirleitt um 25 mínútur á leiðinni og flytja um sjötíu þúsund manns daglega. Ferjuslys í New York New York. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.