Morgunblaðið - 16.10.2003, Side 8

Morgunblaðið - 16.10.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Viltu ekki taka með þér þetta barnastýri, góði? Matvæladagurinn haldinn á morgun Ráðum við sjálf hvað við borðum? MATVÆLA- ognæringarfræða-félag Íslands gengst fyrir árlegum Mat- væladegi á morgun á Grand hóteli í Reykjavík. Félagið hefur fagnað deg- inum frá árinu 1993 með því að halda ráðstefnu, þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi hverju sinni á sviði matvæla á Íslandi eða í heiminum. Um hvað verður rætt á ráðstefnunni á morgun? „Yfirskrift dagsins þessu sinni er Breytingar á mat- aræði – Hvað býr að baki? Tilefnið er m.a. nýjar nið- urstöður úr könnun Mann- eldisráðs á mataræði þjóð- arinnar sem sýna breyt- ingar á mataræði sem má eiginlega helst líkja við menning- arleg heljarstökk síðastliðna ára- tugi. Plokkfiskur og kjötsúpa víkja fyrir pítsu og pasta og fæðuvalið verður æ alþjóðlegra og líkara því sem gerist og gengur hjá öðrum Evrópuþjóðum. Á ráðstefnunni ætlum við þó ekki aðeins að lýsa þeim breytingum sem hafa þegar orðið, heldur líka að reyna að skyggnast undir yfirboðið og reyna að grafast fyrir um það hvaða ástæður liggi að baki þróun- inni.“ Hvaða öfl stýra því hvað við velj- um í matinn? „Þetta er samspil margra þátta en framboð eða aðgengi hefur aug- ljós áhrif. Við borðum að sjálf- sögðu ekki það sem við höfum ekki aðgang að. Við drukkum t.d. ekki léttmjólk fyrir árið 1981, einfald- lega vegna þess að hún var ekki framleidd. Börn borða heldur ekki mikið grænmeti eða ávexti í há- deginu ef skólamaturinn býður ekki upp á slíkt og svo má lengi telja. Verðlagsákvarðanir stjórn- valda hafa líka mikið að segja. Nærtækasta dæmið er lækkun og niðurfelling tolla á grænmeti á síð- asta ári, en annað gott dæmi er þegar verðlagning á brauðum var gefin frjáls árið 1984 og í kjölfarið birtust ný og girnileg brauð í verslunum og brauðgerð í landinu blómstraði sem aldrei fyrr. Aug- lýsingar og markaðssetning mat- væla eru líka sterkir áhrifavaldar og þar getur verið erfitt fyrir suma að fóta sig, þegar keppst er um að selja okkur sem mestan mat og sem flestar kaloríur á sem lægstu verði. Alls kyns tilboð ganga oft út á að selja okkur sem allra mest, t.d. færðu gjarna aðra pítsu í kaup- bæti ef þú pantar líka eitthvað annað og meira, t.d. gosdrykk. Þannig margfaldast neyslan og meira er selt.“ Hvað hefur helst breyst í mat- aræðinu? „Við borðum meira af græn- meti, brauði og morgunkorni og drekkum meira af vatni, gos- drykkjum og áfengi. Á móti kemur minna af fiski og kartöflum og minna af mjólk og kaffi. Þetta er því blanda af æskilegum og miður æskilegum breytingum. Ein dap- urlegasta breytingin er þó í fiskneyslunni, þar sem fiskurinn hefur fram til þessa verið okkar sérstaða og heilsuvörn. Breytt verðlagning á óefað stærstan þátt í minnkandi vinsældum fisksins en fleira kemur þó til. Fiskur er áreiðanlega sú fæðutegund sem sjaldnast er auglýst af öllum mat- vörum á markaði. Pítsan er eigin- lega að taka við af ýsunni sem þjóðarréttur ungra Íslendinga sem borða næstum fimm sinnum meira af pítsu en af öllum fiski samanlagt. Að mörgu leyti hefur mataræðið þó einnig breyst til betri vegar. Grænmetið hefur auk- ist töluvert og fituneyslan minnk- að, þá sérstaklega harða fitan sem hækkar kólesterólið og eykur líkur á hjartasjúkdómum. Samfara þessum breytingum hafa hjarta- sjúkdómar verið í rénun.“ Hversu ör er þróunin, – erum við að stefna í hraðbyri í einhverja pytti sem erfitt verður að komast upp úr? „Þróunin er mjög ör, sérstak- lega meðal ungs fólks. Það hefur sjálfsagt aldrei verið annar eins munur á fæðuvenjum ungs fólks og þeirra eldri eins og einmitt núna. En pytturinn sem við stefnum því miður hraðbyri í er hrein og klár ofneysla með tilheyr- andi offitu, bæði meðal barna og fullorðinna. Ofgnóttin er stærsti vandi íslenskra neytenda og hvernig við bregðumst við henni mun ráða miklu um þróun heilsu og lífsgæða á Íslandi í náinni fram- tíð. “ Er þróunin á Íslandi í samræmi við það sem gerist annars staðar í Evrópulöndum? „Já, að flestu leyti erum við sí- fellt að nálgast aðrar vestrænar þjóðir og missa okkar þjóðlegu sérkenni í matargerð og fæðuvali. En það er athyglisvert að við líkj- umst að sumu leyti meira Amer- íkönum en Evrópubúum hvað matarmenningu snertir. Gos- drykkjaneyslan skipar okkur t.d. frekar í flokk með Bandaríkja- mönnum en Evrópubúum og sama má segja um útbreiðslu morgun- korns og óhemju vinsældir píts- unnar. Hugsanlega standa Íslend- ingar berskjaldaðri en margar aðrar þjóðir gagnvart nýjum og al- þjóðlegum straumum í skyndi- fæði, þar sem matarhefð hér bygg- ist svo mjög á mat til sveita eða í dreifbýli, en hefur ekki haft tóm til að aðlagast þörfum þéttbýlis. Matarmenn- ingin tók heljarstökk frá þverskorinni ýsu, saltkjöti og sviðum og nánast brotlenti í píts- um, pasta og pítum.“ Gestur ráðstefnunnar er dr. Tim Lobstein frá Bretlandi en hann starfar sem ráðgjafi við stefnumótun á sviði manneldis- mála, bæði heima fyrir og erlendis. Laufey segir að hann sé óhræddur við að segja stórfyrirtækjum jafnt sem stjórnvöldum til syndanna. Laufey Steingrímsdóttir  Laufey Steingrímsdóttir er forstöðumaður Manneldisráðs hjá Lýðheilsustöð. Hún lagði stund á líffræði og næring- arfræði í Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi frá Columbia- háskólanum í New York árið 1979. Maður hennar er Daniel Teague og eiga þau tvö upp- komin börn. Fiskurinn hef- ur verið okkar heilsuvörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.