Morgunblaðið - 16.10.2003, Side 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ítölsk undirföt
Opið virka daga frá kl. 11-18,
laugardaga frá kl. 11-15.
undirfataverslun
Síðumúla 3
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Stuttkápur
Jakkar
Samkvæmis-
klæðnaður
Reykjavík | Þórólfur Árnason
borgarstjóri prófaði hvernig það
er að vera blindur í miðbæ
Reykjavíkur þegar hann setti upp
ógagnsæ gleraugu og fékk sér
gönguferð með hvíta stafinn í
hendi í tilefni af degi hvíta stafs-
ins í gær.
Með hjálp frá fagfólki frá
Blindrafélaginu lagði borgarstjóri
af stað frá Ráðhúsinu að Tjörn-
inni, þar sem hann gaf öndunum
brauð. Þaðan lá leiðin upp Banka-
stræti þar sem hann prófaði að
kaupa pylsu. Hann kom við í fata-
verslun og keypti skyrtu og bindi
með aðstoð starfsmanns án þess
að sjá flíkina. Að lokum hélt hann
aftur niður í Ráðhús, með við-
komu í hraðbanka, þar sem hann
kynntist af eigin raun erfiðleikum
blindra við að taka út úr hrað-
bönkum.
„Mikil lífsreynsla“
„Þetta var mjög mikil lífs-
reynsla,“ sagði Þórólfur eftir að
hann fékk sjónina á ný. „Mér
fannst þetta erfitt, þetta er rosa-
lega duglegt fólk og ég dáist að
því. Það sem skelfdi mig mest var
að fara yfir götu, ég held að það
sé mikið skref að fara í fyrsta sinn
einn yfir götu. Ég var með leið-
sögumann yfir götuna.“
Hann segist hafa séð að það séu
vissar umgengnisreglur sem hann
þurfti að temja sér með hvíta staf-
inn, t.d. að halda sig í ákveðinni
fjarlægð, snúa sér rétt og annað
þess háttar.
Þórólfur lenti í nokkrum erf-
iðleikum með að greiða fyrir vöru,
og segir að vel mætti gera pen-
ingaseðla þannig úr garði að þeir
væru auðþekktir fyrir blinda og
sjónskerta.
Morgunblaðið/Þorkell
Þórólfur Árnason: Reynir mun meira á mann að ganga blindandi.
Sjónleysi: Bindishnúturinn vafðist ekki fyrir borgarstjóra þrátt fyrir sjón-
leysið, enda segist hann alltaf hnýta bindið sitt blindandi hvort eð er.
Erfitt: Það var ekki hlaupið að því
að fá sér í svanginn og reyndist
borgarstjóra nauðsynlegt að
treysta kaupmanninum þar sem
hann þekkti ekki seðlana sem hann
greiddi með í sundur.
Skelfdist við að fara yfir götuna
Borgarstjóri
gekk blindaður
um miðbæ
Reykjavíkur
Árbæ | Sand- og malarsalan Björg-
un hefur sent borgaryfirvöldum bréf
þar sem farið er fram á viðræður um
framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins,
en á aðalskipulagi sem nær til ársins
2024, er miðað við að hverfið sem
Björgun er í verði blönduð byggð.
Missagt var í blaðinu í gær að til
stæði að flytja Ísaga og BM Vallá.
Borgarstjóri sagði á hverfafundi að
Björgun hefði óskað eftir viðræðum
um framtíðarstaðsetningu, en
minntist ekki á BM Vallá eða Ísaga í
því samhengi og því ekki verið að
vinna að því að flytja þau fyrirtæki.
Dagur B. Eggertsson, formaður
hverfisráðs Árbæjar, segir að þó að
aðalskipulag geri ekki ráð fyrir þess-
um fyrirtækjum þarna sé ekki verið
að ýta þeim í burtu. „Borgaryfirvöld
eru að sjálfsögðu reiðubúin til við-
ræðna til þess að greiða götu fyr-
irtækja í samræmi við skipulag og
hafa metnað til að greiða götu
þeirra. Ef farsæl lausn finnst geta
allir verið sammála um að fallegt
bryggjuhverfi á þessum stað gæti
orðið til mikils sóma í borginni.“
Björgun vill viðræður um staðsetningu
Kópavogi | Bæjaryfirvöld í Kópa-
vogi ætla að hækka leiguna á fé-
lagslegum íbúðum um að meðaltali
um 15,2% samhliða því sem húsa-
leiga verður reiknuð út frá fasteigna-
mati íbúða. Tillaga þar að lútandi var
samþykkt í bæjarstjórn á þriðjudag.
Ásdís Ólafsdóttir, formaður hús-
næðisnefndar Kópavogs, segir að
eins og leigan sé í dag standi hún
ekki undir fjárþörf við rekstur íbúð-
anna, og bendir á að leigan hafi ekki
hækkað lengi. Samfylkingarmenn í
bæjarstjórn mótmæla hækkuninni.
„Þetta hefur ekki verið hækkað í
langan tíma og bærinn er farinn að
borga mjög mikið með þessu og það
gengur ekki. Fólk fær þessar leigu-
íbúðir á eins lágu verði og hægt er,“
segir Ásdís. Hún bendir á að sam-
kvæmt Húsnæðisstofnun mætti
bærinn hækka meira en hann ætli
sér að gera, og að leigan í Kópavogi
sé svipuð og í nágrannasveitarfélög-
unum.
Kópavogsbær leigir út um 250 fé-
lagslegar íbúðir og mun hækkunin
koma til framkvæmda á næsta ári,
eitthvað mismunandi eftir samning-
um, segir Sigrún Jónsdóttir, bæjar-
fulltrúi Samfylkingarinnar.
Samhliða hækkuninni verður leig-
an á íbúðum jöfnuð og miðuð við
fasteignamat íbúðarinnar, í stað þess
að miða við kostnaðarverð íbúða eins
og það er í dag. Ásdís segir þessa
breytingu mikið réttlætismál, enda
sé núna fólk sem býr í mjög svip-
uðum íbúðum að greiða mismunandi
leigu.
Notuðu tækifærið til að
ná inn meiri tekjum
Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar, segir að Sam-
fylkingin telji þessa hækkun of
mikla, og segir að frekar hefði átt að
byrja á því að jafna leiguna og svo
skoða hvort þörf sé á að hækka hana.
„Við lögðum til á þessum fundi
bæjarstjórnar á þriðjudag að komið
yrði á jöfnun leiguverðs án heildar-
hækkunar á leiguverði, þ.e. að við-
miðun við útreikning miðist við fast-
eignamatsverð íbúða,“ segir Sigrún.
„Af því við erum að tala um fé-
lagslegt leiguhúsnæði töldum við að
sá hópur þyldi ekki miklar verð-
sveiflur og breytingar á leiguverðinu
og vildum fara þetta í áföngum.“
Í ályktun samfylkingarinnar sem
send var fjölmiðlum segir ennfrem-
ur: „Með afgreiðslu meirihlutans þar
sem viðmiðunin verður 5,7% af fast-
eignamatsverði, er ljóst að leiguverð
tveggja herbergja íbúða hækkar að
meðaltali um 9%, þriggja herbergja
íbúða að meðaltali um 16% og fjög-
urra herbergja íbúða um tæp 20%.
Þau ákváðu sem sagt að nota tæki-
færið og ná inn meiri tekjum í kerfið
um leið og gerðar yrðu breytingar
sem eiga að miða við jöfnun innan
kerfisins. Á það vildum við ekki fall-
ast.“
Hækka leigu á félagsleg-
um íbúðum um 15,2%
Reykjavík | Fróðleiksfúsir borg-
arbúar, sem rekast á lítt þekktar
fornminjar á göngu sinni um borgina,
munu áður en langt um líður geta
fundið staðinn á rafrænu korti af
borginni og fengið upplýsingar um
minjarnar.
Verið er að vinna að því að skrá
fornminjar inn í svokallaða Borg-
arvefsjá, sem er gagnvirkt kort af
Reykjavík sem finna má á heimasíðu
borgarinnar, www.reykjavik.is. Þeg-
ar er búið að skrá nokkrar fornminjar
í Laugarnesinu á kortið, og vonast er
til að flestar fornminjar verði komnar
á kortið eftir um tvö ár.
„Með því að setja gögn þarna inn
teljum við að við náum vel til almenn-
ings, auk þess sem við getum náð til
þeirra sem standa í framkvæmdum
og koma þannig í veg fyrir að forn-
leifar skemmist. Það aukast líka líkur
á því að þeir sem vinna að skipulags-
málum sjái hvar fornleifarnar eru.
Einnig getur þessi skráning nýst við
kennslu,“ segir Anna Lísa Guð-
mundsdóttir, deildarstjóri forn-
leifadeildar á Árbæjarsafni.
Fornminjar eru skráðar í Sarp sem
er menningarsögulegt upplýs-
ingakerfi þróað af Þjóðminjasafni Ís-
lands. Það kerfi verður áfram notað
en birting gagna í Borgarvefsjánni
mun bæta aðgengi almennings að
gögnum Minjasafns Reykjavíkur.
Birting gagna um fornleifar á
Laugarnesi var tilraunaverkefni unn-
ið í samvinnu við landupplýsingadeild
Reykjavíkurborgar. Í framhaldinu
verður vinnuferlið við að flytja gögn á
milli Sarps og landupplýsingakerfis
Reykjavíkurborgar þróað.
Tekur tvö ár ef fjármagn fæst
Nú er verið að leita að fjármagni til
að takast á við verkefnið af fullum
krafti, segir Anna Lísa. Áætlanir
gera ráð fyrir að það taki um tvö ár að
skrá allar fornminjar í Reykjavík í
Borgarvefsjána, en upplýsingarnar
munu koma inn hægt og rólega á
þeim tíma.
Landupplýsingakerfi Reykjavíkur
er 15 ára um þessar mundir og verð-
ur af því tilefni sett upp sýning í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur
dagana 26. til 28. október. Þar geta
gestir kynnst kerfinu, séð hvernig
það varð til og hvernig það virkar.
Upplýsingar um allar
fornminjar á vefnum