Morgunblaðið - 16.10.2003, Síða 32
UMRÆÐAN
32 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
K
unningi minn hélt
því fram í samtali
við mig um daginn
að sér fyndist eig-
inlega útilokað að
fylgjast allsgáður með íslenskri
stjórnmálaumræðu. Féllu þessi
ummæli hans þegar við tókum að
ræða boðaðar skattahækkanir,
þ.e. þá ákvörðun ríkisstjórnar
Framsóknarflokks og Sjálfstæð-
isflokks að auka álögur á bifreiða-
eigendur. Höfðu talsmenn flokk-
anna þó lofað því fyrir kosningar í
vor að lækka skatta, helst strax í
haust (Davíð Oddsson virðist
a.m.k. hafa sagt eitthvað í þá
veru).
Svo ég túlki orð kunningja
míns, sem má vel kalla áhrifa-
mann í ís-
lensku sam-
félagi, þá
held ég að
hann hafi
verið að
finna að því
að stjórn-
málaleiðtogar, sem fyrir kosn-
ingar lofuðu að lækka skatta, létu
það verða sitt fyrsta verk að
hækka þá. Ekki þannig að þessar
gjörðir ráðamanna hafi komið
vini mínum á óvart; þvert á móti
held ég að kenning hans feli í sér
að svona hafi þetta alltaf verið á
Íslandi, að svona verði þetta
sennilega alltaf.
Hið furðulega er nefnilega að
það virðist sjaldnast hafa skipt
nokkru máli í íslenskum stjórn-
málum þó að stjórnmálamenn-
irnir geri allt annað en það sem
þeir segjast ætla að gera. Al-
menningur hefur sjaldnast kippt
sér mikið upp við það (er innst
inni sennilega sömu skoðunar og
vinur minn). Núverandi stjórn-
arandstaða er síðan of veikburða
til að ná að veita þessari rík-
isstjórn nokkra skráveifu vegna
slíkra hluta.
Það kemur heldur ekki nokkr-
um manni á óvart að nýir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, sem
sett höfðu skattalækkanir og
minni ríkisumsvif almennt á odd-
inn, skuli undireins tilbúnir til að
verja skattahækkanirnar. Menn
verða óðara samdauna kerfinu
sem þeir áður gagnrýndu og eng-
inn kippir sér neitt upp við það.
Kannski er ekkert við þetta að
athuga. Er vini mínum nema vor-
kunn þó að hann telji sig ekki
geta fylgst allsgáður með svona
stjórnmálaumræðu?
Eitt sá ég þó athugavert við
kenningu félaga míns. Ég benti
honum á að fullyrðing hans stæð-
ist í reynd ekki nákvæmari skoð-
un. Áfengi er nefnilega allt of
dýrt á Íslandi til að maður geti
verið að hella í sig í hvert sinn
sem stjórnmálamaður kveður sér
hljóðs.
Menn hafa skiljanlega verið að
ræða sérstaklega þessa skatta-
hækkun, sem ákveðin hefur verið.
Það hefur engin breyting verið
tilkynnt á skattlagningu á áfengi
en ástæða þess að þau mál hafa
komist í brennidepil engu að síð-
ur (að vísu ekki nægilega mikið)
er sú að nýlega var greint frá því
að dönsk stjórnvöld hefðu ákveðið
að lækka gjald á áfengi um 47%.
Maður skyldi ætla að í fram-
haldi af ákvörðun danskra stjórn-
valda væri komið tilefni fyrir okk-
ur Íslendinga að ræða hvort við
séum í raun sammála um nauðsyn
þess að ríkið íþyngi þegnum sín-
um svo mjög þegar kemur að
áfengisverði.
Eftir breytinguna í Danmörku
kostar flaskan af Absolut-vodka
nú 1.980 ísl. kr. en kostaði 2.640
fyrir breytingu. Á Íslandi kostar
sama flaska 4.190 kr. Ég spyr nú
bara: Er þetta eðlilegt?
Skv. frétt Morgunblaðsins
sunnudaginn 5. október er hlutur
heildsalans í verðinu á þessari
vodka-flösku 507 kr. eða 12%.
ÁTVR leggur 212 kr. á það verð,
eða 5%. Hlutur ríkisins, áfeng-
isgjald og virðisaukaskattur, er
því 3.471 kr. eða 83% af út-
söluverði.
Áttatíu og þrjú prósent! Aftur
spyr ég: Er þetta eðlilegt?
Auðvitað þarf að ræða hvaða
áhrif það hefði hugsanlega á
drykkjusiði landans ef áfeng-
isverð á Íslandi yrði lækkað veru-
lega. Menn hljóta þó á endanum
að þurfa að bera ábyrgð á eigin
neyslu. Það finnst mér allavega
og ég hef haldið að skoðanir meg-
inþorra þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins væru einnig eitthvað á
þá lund.
Hvers vegna voru Danir að
lækka áfengisgjaldið? Svarið er
einfalt: þeir komust ekki lengur
upp með að hafa það svo hátt,
sem raun bar vitni. Danskur al-
menningur var einfaldlega farinn
að kaupa sitt áfengi annars stað-
ar, bruna suður til Þýskalands
eða eitthvað þess háttar.
Gilda sömu lögmál ekki á Ís-
landi? Bent hefur verið á að
tekjur ríkisins myndu dragast
saman um 3,7 milljarða króna ef
við fylgdum fordæmi Dana og
lækkuðum áfengisgjaldið um
47%. Getur samt ekki verið að
viðskipti með áfengi í ÁTVR
myndu aukast, þannig að sá sam-
dráttur yrði minni en ella?
Þ.e.a.s. draga myndi úr smygli og
ólöglegum viðskiptum með áfengi
því slíkt myndi ekki borga sig
lengur.
Ég get upplýst hér að sjálfur
kaupi ég helst aldrei sterkt áfengi
í verslunum ÁTVR. Sem betur
fer eru ferðir mínar til útlanda
nægilega margar á ári hverju til
að ég geti keypt mitt áfengi á hóf-
legra verði erlendis (eða í fríhöfn-
inni) og síðan flutt heim (jafnvel
skotið einni flösku aukalega ofan í
ferðatöskuna, svona til að gera
ferðina enn betri en ella).
Það geta samt ekki allir farið til
útlanda fjórum til fimm sinnum á
ári. Þeir fá að blæða.
Eða kannski kaupa þeir sitt
áfengi á svörtum markaði. Við-
skipti með brugg og smyglvarn-
ing eru víst býsna umfangsmikil.
Hvað veldur því annars að rík-
isstjórn undir forsæti sjálfstæð-
ismanna – sem gjarnan tala fyrir
skattalækkunum og minni ríkis-
umsvifum – gerir ekkert sem
gæti hugsanlega orðið til að
lækka álögur á allan þorra neyt-
enda í landinu? Hvers vegna
þurfum við Íslendingar að borga
margfalt meira fyrir áfengi en
Danir? Af hverju er ekki hægt að
breyta þessu?
Áfengið er
of dýrt
Eftir breytinguna í Danmörku kostar
flaskan af Absolut-vodka nú 1.980 ísl.
kr. en kostaði 2.640 fyrir breytingu. Á Ís-
landi kostar sama flaska 4.190 kr. Ég
spyr nú bara: Er þetta eðlilegt?
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
UNDANFARIÐ hafa átt sér
stað líflegar umræður um Ísland
og þróunarsamvinnu, bæði á Al-
þingi og í fjöl-
miðlum. Tilefnið er
m.a. athyglisverð
skýrsla utanrík-
isráðuneytisins, „Ís-
land og þróun-
armálin – álitsgerð
um þróunarsam-
vinnu Íslands og þátttöku í starfi
alþjóðastofnana“ sem unnin var af
Hermanni Erni Ingólfssyni og
Jónasi H. Haralz.
Talsvert er unnið að þessum
málum innan veggja stærsta þekk-
ingarfyrirtækis landsins, Háskóla
Íslands. Allnokkur hópur kennara
og fræðimanna við HÍ hefur um
árabil sinnt kennslu og rann-
sóknum á efnum sem varða þróun-
armál, s.s. á sviði líffræði, mann-
fræði, siðfræði, læknisfræði og
hagfræði og nú er unnið að því að
samþætta þessar greinar betur og
bjóða upp á þverfagleg námskeið
við Háskólann á næstu misserum.
Þáttaskil
Hinn 10. apríl sl. urðu nokkur
þáttaskil, en þann dag undirrituðu
Háskóli Íslands og Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands samstarfs-
samning um að efla enn rann-
sóknir og kennslu á sviði
þróunarmála. Á grundvelli al-
menna samstarfssamningins voru
síðan undirritaðir tveir sértækir
samningar um fyrstu tvö verkefnin
sem stofnað var til á grundvelli al-
menna samstarfssamningsins. Þar
er annars vegar um að ræða samn-
ing um stofnun lektorsstöðu í
mannfræði þróunar við fé-
lagsvísindadeild Háskólans og hins
vegar samning við læknadeild Há-
skólans um rannsóknarverkefni
tveggja læknanema í Malaví.
Samstarf við Alþjóðabankann
Í beinu framhaldi af þessum
samstarfssamningi var af hálfu HÍ
ákveðið að þekkjast boð Alþjóða-
bankans um að gerast stofnaðili að
evrópsku samstarfsneti háskóla
um kennslu og rannsóknir þróun-
armála, (European Academic
Action Network for Development,
skammst. E2AND) og var sá fund-
ur haldinn í Alþjóðabankanum í
París hinn 14. maí sl. Í tengslum
við fundinn var þátttakendum boð-
ið að sitja mikla alþjóðlega ráð-
stefnu, ABCD Europe 2003, sem
skipulögð var af Alþjóðabank-
anum, ráðuneytum utanríkis- og
fjármála, Þróunarsamvinnustofnun
Frakklands (Agence française
pour le dévéloppement) og Þjóð-
hagsstofu Frakklands (Conseil
d’analyse économique).
Ríkar þjóðir og snauðar
Hinn 15. september síðastliðinn
boðuðu Þróunarsamvinnustofnun
Íslands, utanríkisráðuneytið og
Háskóli Íslands til ráðstefnu um
málefni þróunarlanda og þróun-
araðstoð Íslands sem bar yf-
irskriftina „Ríkar þjóðir og snauð-
ar“. Markmið ráðstefnunnar var
að vekja athygli á þróunarsam-
vinnu Íslendinga og málefnum
þróunarlanda. Jafnframt var í
tengslum við ráðstefnuna birt
framangreind skýrsla utanrík-
isráðuneytisins.
Miklar breytingar hafa orðið á
samvinnu hinna svokölluðu þróun-
arlanda og þróaðra ríkja á síðast-
liðnum árum, bæði hvað varðar
stefnu og aðferðir. Á ráðstefnunni
var fjallað um þróunarmál frá al-
þjóðlegu sjónarhorni, um þróun-
araðstoð Íslendinga, tvíhliða að-
stoð og marghliða, auk þess sem
fulltrúar frjálsra félagasamtaka
gerðu grein fyrir hlutverki sínu í
þróunarsamvinnu.
Skýr skilaboð Sachs
Sérstakur gestafyrirlesari var
dr. Jeffrey D. Sachs, forstjóri
Jarðarstofnunarinnar (The Earth
Institute) við Columbia-háskóla í
New York og prófessor í þróun-
arhagfræði og heilbrigðisfræðum
við sama skóla. Hann gegnir einn-
ig starfi sem sérlegur ráðgjafi
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, Kofis Annans, auk þess
að hafa verið ráðgjafi Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, Alþjóðabankans
og Þróunarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna (UNDP).
Dr. Sachs fjallaði um þróun-
araðstoð og hlutskipti þróunar-
landa með sérstöku tilliti til þús-
aldarmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna sem samþykkt voru á
leiðtogafundi samtakanna haustið
2000, en auk þess var hann afar
harðorður í garð bandarískra
stjórnvalda fyrir að veita lítið fé til
þróunamála og kvað Ísland geta
lagt heilmikið af mörkum og verið
heiminum fyrirmynd þrátt fyrir
smæð sína. Fyrirlestur Sachs var
tekinn upp og hægt er að hlusta á
upptökuna á vef háskólans, hi.is.
Íslendingar virkir,
þrátt fyrir allt
Eins og fram kom á ráðstefn-
unni eru Íslendingar ærið virkir í
þróunarsamvinnu, þótt vissulega
megi og þurfi að gera mun betur.
Jónas H. Haralz, fyrrverandi
bankastjóri, fjallaði um íslenska
þróunaraðstoð og nefndist erindi
hans „Milli bjargálna og þroska“,
Þorvaldur Gylfason, prófessor við
HÍ, hélt erindi um auðlindir, lýð-
ræði og hagþróun og Gísli Pálsson,
umdæmisstjóri Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands í Namibíu,
flutti erindi um tvíhliða þróun-
araðstoð og aðferðir sem henta
smáríki eins og Íslandi.
Hermann Ingólfsson, aðstoð-
armaður aðalfulltrúa Norður-
landanna og Eystrasaltsríkjanna í
stjórn Alþjóðabankans, fjallaði um
hlut Íslands í fjölþjóðlegu sam-
starfi og Nína Helgadóttir, verk-
efnastjóri hjá Rauða krossi Ís-
lands, flutti fyrirlestur um
hlutverk frjálsra félagasamtaka í
þróunarsamvinnu, fyrir hönd
Rauða kross Íslands og Hjálp-
arstarfs kirkjunnar.
Mikill áhugi
Húsfyllir var á ráðstefnunni og
komust færri að en vildu í Hátíða-
sal HÍ. Það er ljóst á þessari að-
sókn og umfjöllun fjölmiðla um
ráðstefnuna að mikill áhugi er á
þróunarmálum á Íslandi. HÍ hefur
hér veigamiklu hlutverki að gegna,
bæði til að leita og miðla þekkingu
á sviði þróunarmála. Nýjasta
dæmið um það er ráðstefnan
„Konur, stríð og öryggi“, sem
haldin var í HÍ nýverið, og loks
má nefna að sérstök ráðstefna um
þróunarmál og fræðastarf á Ís-
landi verður haldin í HÍ í febrúar
á næsta ári.
Það er öllum ljóst að metn-
aðarfullar rannsóknir og kennsla á
sviði þróunarmála eru forsenda
framfara á þessu sviði sem öðrum.
Þannig verða vestrænar þjóðir,
þar á meðal Íslendingar, betur í
stakk búnar að hjálpa fólki í þró-
unarlöndunum til sjálfshjálpar, öll-
um til hagsbóta.
Háskóli Íslands og
þróunarsamvinna
Eftir Friðrik Rafnsson
Höfundur er ritstjóri vefseturs
Háskóla Íslands.
HENRY, sjö ára veikburða piltur sem býr skammt
frá Lusaka í Zambíu, hefur lifað af það sem margir
kalla nú nýja tegund af hallæri og geisar í Afríku
sunnan Sahara. Þetta „hallæri“ stafar
ekki af þurrkum, stríði eða upp-
skerubresti, heldur af alnæmi. Henry
missti báða foreldra sína vegna sjúk-
dómsins í fyrra. Ein af frænkum hans
samþykkti með semingi að taka hann
að sér en kom fram við hann eins og
honum hefði verið útskúfað úr sam-
félaginu. Flesta dagana fékk hann lít-
inn eða engan mat. Honum var haldið frá börnum
frænkunnar og hún snerti hann ekki nema hún væri
með hanska.
Í Afríkuríkjunum er hlutfall þeirra sem hafa smit-
ast af HIV-veirunni eða sýkst af alnæmi orðið allt
að 30% og afleiðingin er sú að hefðbundna fjöl-
skyldan á nú í baráttu upp á líf og dauða. Nú er
áætlað að meira en fjórtán milljónir barna út um
allan heim hafi þegar misst móður sína eða báða
foreldra vegna alnæmis; yfir 80% þeirra búa í Afr-
íku sunnan Sahara. Áætlað er að þeim fjölgi í 20
milljónir fyrir árið 2010.
Auk þess að tortíma fjölskyldum er sjúkdómurinn
að leggja landbúnaðinn í mörgum Afríkuríkjum í
rúst. Fullorðna fólkið er of veikt til að geta erjað
akurinn. Börnin sem hafa ekki enn lært búskap-
araðferðirnar, ásamt öfum þeirra og ömmum sem
eru ef til vill of gömul og hrum til að hjálpa, eru
látin um að sjá sér farborða og þeim sem eru í
umsjá þeirra.
Þessi harða lífsbarátta verður til þess að börnin
eiga litla sem enga möguleika á eðlilegri æsku eða
skólagöngu. Börn sem eru varla nógu gömul til að
gæta barna í nokkrar klukkustundir stjórna núna
heimilshaldinu, annast yngri systkini sín og leita
leiða til að sjá heimilinu fyrir mat. Mörg þessara
barna hafa engan tíma til að ganga í skóla og án
menntunar komast þau ekki út úr vítahringnum
sem tengir fátækt, matvælaskort og alnæmi.
Þegar venjuleg hungursneyð vofir yfir berast
matvæli frá öðrum löndum til að afstýra henni
þangað til veðrið batnar, regnið kemur eða friður
kemst á. Í þessari nýju tegund hallæris felst aftur á
móti að framtíðarhorfurnar virðast fara síversn-
andi. Tjónið sem það veldur er ekki staðbundið
heldur breiðist það út um allt samfélagið, hægt og
bítandi, og dauðsföllin verða mörgum árum eftir
smit. Alnæmisvandinn virðist ekki vera eins sýni-
legur og hungursneyðirnar sem við höfum orðið
vitni að til þessa en við stöndum samt frammi fyrir
þeirri bláköldu staðreynd að án læknisfræðilegrar
lausnar verður hann viðvarandi og æ erfiðari við-
fangs.
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur
skuldbundið sig til að hjálpa. Í Zambíu hefur Henry
litli fengið tækifærið sem hann þarf til að lifa af.
Hann hefur farið af heimilinu þar sem hann var
óvelkominn og dvelur nú á Miðstöð nýs lífs fyrir
börn í grennd við höfuðborgina. Hann og 29 önnur
munaðarlaus börn og börn beitt ofbeldi á aldrinum
hálfs árs til átján ára endurheimta þar smám saman
æskuna; eignast vini, ganga í skóla og fá þrjár mál-
tíðir á dag.
Þjóðir heims geta ekki haldið að sér höndum og
horft upp á upplausn afrískra fjölskyldna. Nú er
rétti tíminn til að grípa til aðgerða meðan foreldr-
arnir eru á lífi og börnin ekki enn úrkula vonar.
Afríska fjölskyldan að hverfa
Eftir Sheila Sisulu
Sheila Sisulu er aðstoðarframkvæmdastjóri Mat-
vælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP).