Morgunblaðið - 16.10.2003, Side 40

Morgunblaðið - 16.10.2003, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SÆL verið þið, Fjalar og Inga Lind. Ég get ekki orða bundist yfir viðtali ykkar við Kolbrúnu Hall- dórsdóttur í morgun. Mikil áhersla var lögð á að aðeins kon- ur væru flutn- ingsmenn frum- varpsins um vændi eins og um aðalatriði væri að ræða. Ég bendi á heimasíðu Alþingis þar sem sjá má öll þingmál mörg ár aftur í tímann og flutningsmenn þeirra. Ég man ekki til þess að það hafi vakið mikla athygli hversu mörg mál eru flutt af körlum einum. Þar fyrir utan eru það fyrst og fremst ís- lenskar konur sem virðast hafa náð því vitundarstigi að skilja um hvað vændi snýst. Þannig stóðu 11 kvennasamtök að heimboði Mar- garet Winberg, varaforsætisráð- herra Svíþjóðar, til Íslands hinn 6. sept. sl. þar sem ráðherrann út- skýrði sænsk lög gegn vændi. Fé- lagar í þessum kvennasamtökum skipta þúsundum. Sem betur fer eru karlar líka að vakna til vit- undar um vanvirðinguna sem í vændi felst og bendi ég í því sam- hengi á leiðara Morgunblaðsins í dag sem eindregið mælir með samþykkt frumvarpsins hennar Kolbrúnar og allra hinna alþing- iskvennanna. Annað vakti athygli mína og sneri að hættunni á að konur gætu sagst hafa selt sig körlum og þannig ásakað þá saklausa um glæp. Ég undrast þá tortryggni í garð kvenna. Dettur ykkur í al- vöru í hug að konur myndu þannig lýsa því yfir að þær stunduðu vændi? Það er ekki sannfærandi að tala eins og þið vitið ekki hversu niðurlægjandi og skamm- arlegt konum í vændi þykir iðja sín. Þótt þráfaldlega sé haldið á lofti goðsögninni um hina ham- ingjusömu vændiskonu, enda for- senda klámiðnaðarins, koma þær sjaldnast fram undir réttu nafni. Þær lifa tvöföldu lífi og fæstir í einkalífi þeirra vita hvað þær að- hafast. Þessum vangaveltum má líka snúa við eins og vangavelt- unum um kynjamisréttið sem felst í flutningi frumvarpsins. Hvers vegna hefur þú, Fjalar, ekki haft áhyggjur af þeim íslensku körlum sem í dag geta gert nákvæmlega það sama, nefnilega gefið sig fram við lögreglu og sagst hafa keypt sér vændiskonu? Það geta þeir gert eins og lögin eru í dag og enginn hefur sett fram mögu- leikann á þessum óheilindum karla. Auðvitað ekki, því karlar sem kaupa vændi eins og konurnar sem selja aðgang að sér, gera það í trausti þess að enginn viti af „við- skiptunum“. Enn annað sem þið virðist upp- tekin af í morgunsjónvarpinu er sönnunarkrafan. Já, hvernig á að sanna að um vændi hafi verið að ræða? Þarna gilda sömu lögmál og um annað kynferðisofbeldi. Of- beldið fer ekki fram í vitna við- urvist. Réttarkerfið íslenska bygg- ist á takmarkalítilli hræðslu við ósannsögli kvenna. Þið þurfið ekki að hræðast að saklausir karlar verði fangelsaðir fyrir vændis- kaup. Sönnunarkrafan er svo sterk að ég fullyrði að slíkt muni ekki gerast. Það eru hins vegar ýmsar leiðir til þess að ná til þeirra karla sem láta sér sæma að kaupa konur og má nefna að í Svíþjóð réðst lög- reglan inn í vændishús og komst yfir viðskiptalistann. Hann byggð- ist á greiðslukortanúmerum karl- anna og voru fleiri hundruð karla yfirheyrðir. Meginmálið er þó það að íslensk löggjöf á að endurspegla þá þekkingu sem þjóðin býr yfir og það gera íslensk lög um vændi ekki í dag. Vændi er ofbeldi gagn- vart þeim konum sem ganga kaup- um og sölum. Þið virtust bæði hafa áhyggjur af hinum hamingjusömu vændis- konum, þáttastjórnendurnir í morgun. Já, hvað með þær ef kaup á vændi verður bannað? Ég ætla ekki að fullyrða að ekki megi finna konur sem hafa yndi af því að selja líkama sinn hverjum sem er. Ég hef ekki hitt þær á Stígamótum þar sem við þó tölum við margar konur í vændi og þær hafa ekki sótt til annarra hliðstæðra sam- taka á Norðurlöndum. Hins vegar höfum við hitt margar beygðar konur, konur sem hafa verið lík- amlega og andlega pyntaðar og niðurlægðar, konur sem eru við það að gefast upp og konur sem hafa gefist upp vegna afleiðinga vændis. Meðhöndlun samfélagsins á vændi verður að taka meira mið af þeim fjölda kvenna í vændi sem eru niðurlægðar og uppfullar af sjálfsfyrirlitningu, en þeirra hugs- anlega hamingjusömu kvenna sem njóta þess að þjóna kynþörfum hvaða karls sem er. Með von um upplýstari umræðu í framtíðinni. RÚNA JÓNSDÓTTIR, fræðslu- og kynningarfulltrúi, Stígamótum. Opið bréf til þáttarstjórnanda Íslands í bítið hinn 14. okt. Frá Rúnu Jónsdóttur hjá Stígamótum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.