Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ edda.is Upp úr fertugu fara í hönd miklar breytingar í lífi fólks og ýmis tækifæri myndast í einkalífi og starfi. Í bókinni er fjallað um þetta umbreytingaskeið og skyggnst jöfnum höndum inn í veruleika og sálarlíf karla og kvenna á þessum árum. Spennandi æviskeið ... Komin í verslanir Ástráður sagðist í gær ekki hafa náð að kynna sér allar hliðar viða- mikils rekstrar Móa. „Mitt verk- efni er að gera sem allra mest verðmæti úr þrotabúinu sem ég skipti síðan milli kröfuhafa eftir þeim reglum sem gjaldþrotalögin segja fyrir um. Reynslan er sú að verðmætið er mest ef það tekst að láta reksturinn ekki stöðvast og þess vegna er það fyrsta verkefni mitt að reyna að koma því þannig fyrir að reksturinn haldi áfram,“ sagði Ástráður. Samkvæmt úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur frá 27. desem- ber á síðasta ári um greiðslustöðv- un Móa, námu heildarskuldir fyrirtækisins á þeim tíma 1.441.814.158 krónum og bókfærð- ar eignir námu 1.090.457.606 krón- um. Samkvæmt þessu var eigið fé fyrirtækisins neikvætt um rúma 351 milljón króna. Á fundi með kröfuhöfum 2. júní sl., þar sem frumvarp að nauðasamningum var tekið fyrir, kom hins vegar fram að bókfærðar skuldir næmu 1.664.507.280 krónum og eigið fé félagsins væri neikvætt um 482.318.285 krónur. Fram kom á fundinum að verðmæti fasteigna væri 813,3 milljónir miðað við verðlag í maí sl. Þessar tölur benda til þess að fjárhagsstaða fé- lagsins hafi versnað á greiðslu- stöðvunartímanum, en samkvæmt lögum verður fyrirtæki í greiðslu- stöðvun að haga rekstri sínum með þeim hætti að staða kröfuhafa versni ekki. Stærstu kröfuhafar í þrotabú Móa eru Kaupþing-Búnaðarbanki, Landsbankinn, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Tollstjórinn í Reykjavík. Samkvæmt kröfulýs- ingarlista sem lagður var fyrir nauðasamningafund 2. júní sl. námu kröfur Búnaðarbankans 420 milljónum og kröfur Landsbank- ans 110 milljónum. Fóðurskuldir Móa námu á þessum tíma um 95 milljónum króna, þar af 91 milljón hjá Mjólkurfélaginu, en félagið hefur undanfarin misseri verið í viðskiptum hjá Fóðurblöndunni. Óljóst hvort slátrað verður áfram í Móastöðinni Hjá Móum hafa starfað um 70 manns. Félagið er með alifugla- ræktun á Kjalarnesi, Hurðabaki í Hvalfjarðarstrandarhreppi og á Ásgautsstöðum á Suðurlandi. Fé- lagið rekur einnig kjúklingaslát- urhús og kjötvinnslu í Mosfellsbæ í húsi sem var reist sérstaklega undir starfsemi félagsins fyrir rúmum tveimur árum. Bygging hússins kostaði á þeim tíma 550 milljónir króna og tækin 150 millj- ónir. Húsið var í eigu Landvers ehf., sem er í eigu Íslenskra að- alverktaka, Landsbankans og Framtaks fjárfestingarbanka. Landver leigðu Móum húsnæði, en tæki voru einnig í kaupleigu. Landver seldi húsið í lok síðasta mánaðar til Ferskra kjötvara og á Landver að afhenda húsið nýjum eigendum um miðjan þennan mán- uð. Lögmaður Móa sagði við Morg- unblaðið eftir að salan hafði farið fram, að í gildi væri leigusamn- ingur til ársins 2007 og forráða- menn Móa væru þeirrar skoðunar að fyrirtækið hefði forkaupsrétt að húsnæðinu. Ekki liggur fyrir hvort skiptastjóri mun gera kröfu um að þessi forkaupsréttur verði virtur eða hvort húsið verði afhent nýjum eigendum eftir rúma viku. Geir Gunnar Geirsson, stjórnar- formaður Ferskra kjötvara, segir ljóst að Ferskar kjötvörur ætli sér að breyta nýtingu á húsi Móa- stöðvarinnar í Mosfellsbæ. For- ráðamenn fyrirtækisins séu með aðrar hugmyndir um nýtingu en að stunda þar áfram slátrun á kjúk- lingum. Hann vill ekki ræða nánar um hvaða breytingar verði gerðar fyrr en eftir stjórnarfund í félag- inu. Ef það verður niðurstaðan að kjúklingaslátrun verður hætt í Morgunblaðið/Ásdís ÓLJÓST er hvort slátrun á kjúklingum verður haldið áfram í Móastöðinni í Mosfellsbæ, en þar starfa um 70 manns. Í samningi Landvers við Ferskar kjötafurðir er gert ráð fyrir að húsið verði afhent nýjum eigendum eftir rúma viku. Kjúklinga- búið Móar gjaldþrota Skuldir í júní námu 1.664 milljónum egol@mbl.is Óvíst um áframhaldandi slátrun í Móastöðinni KJÚKLINGABÚIÐ Móar var lýst gjaldþrota í gær að kröfu fjögurra lífeyr- issjóða. Ástráður Haraldsson, sem í gær var skipaður skiptastjóri þrotabús- ins, segir að unnið verði að því næstu daga að tryggja að starfsemi félagsins haldi áfram annaðhvort á vegum þrotabúsins eða annars félags. Hann segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist í eignir búsins. Móastöðinni vaknar sú spurning hvað verður um vélar og tæki slát- urhússins sem að stærstum hluta eru í eigu Lýsingar, dótturfélags Kaupþings-Búnaðarbanka. Ljóst er að Lýsing verður fyrir miklu tapi ef fyrirtækið þarf að taka tækin niður og selja þau til út- landa, en ólíklegt er að annar aðili hér innanlands vilji kaupa þau. Hér á landi eru rekin þrjú önnur kjúklingasláturhús sem öll gætu bætt við sig verkefnum án þess að bæta við tækjabúnaði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur innlendur aðili sýnt því áhuga að eignast tækin. Á stjórnarformanni Ferskra kjötvara var hins vegar að skilja að sá áhugi væri ekki fyrir hendi hjá Ferskum kjötvörum. SVEITARSTJÓRN Raufarhafnar- hrepps hefur ákveðið að byggða- kvóta sveitarfélagsins verði skipt jafnt milli þeirra báta sem sækja um kvóta að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Sveitarstjórnin telur að með þessum reglum verði tryggt að byggðakvótinn muni efla atvinnulíf á staðnum og byggðarlagið í heild. Verði skilyrðin uppfyllt tryggir það að tæplega 50 tonna byggðakvóti tryggir löndun á að minnsta kosti 150 tonnum af fiski til vinnslu á staðnum. Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, segir að í fyrra hafi byggðakvótanum verið úthlutað til fiskvinnslunnar, Jökuls ehf, sem hafi fengið báta til að veiða fyrir sig sem sama hætti og nú verður, það er að þeir leggi tvö kíló á móti hverju einu úr byggðakvótanum. „Skýring- in á því að við breytum þessum reglum nú er ekki óánægja með fyr- irkomulagið hjá okkur í fyrra. Fisk- urinn skilaði sér ágætlega til vinnsl- unnar. Breytingin stafar af því að nú er búið að breyta ferlinu við úthlut- unina af hálfu ráðuneytisins og gefur það okkur tækifæri til að setja reglur sem við teljum góðar,“ segir Guðný Hrund. Fyrir hvert kíló af þorski sem bát- ur fær í byggðakvóta skal hann leggja tvö kíló af þorski á móti af eig- in úthlutuðum aflaheimildum. Þess- um afla skal landað til vinnslu á Raufarhöfn. Skal undirrituð stað- festing fiskverkunar um móttöku á afla fylgja umsókninni. Öðrum teg- undum er útgerðinni frjálst að ráð- astafa. Þar að auki skal a.m.k. 75% af aflaheimildum viðkomandi báts land- að í gegnum hafnarvog á Raufar- höfn. Mega hvorki selja né leigja Útgerð báts sem fær úthlutað byggðakvóta má hvorki leigja né selja neitt af eigin úthlutuðum afla- heimildum í þorski á fiskveiðiárinu 2003-2004. Bátur skal fyrst landa til vinnslu eigin aflaheimildum áður en byggðakvóti er færður á viðkomandi bát. Aðeins getur einn bátur frá sömu útgerð fengið úthlutað byggða- kvóta og skal báturinn hafa verið gerður út frá Raufarhafnarhöfn und- anfarið ár og vera gerður út þaðan þetta fiskveiðiár. Einnig skal áhöfn báts vera með lögheimili á Raufar- höfn. Undantekningar frá lögheimili áhafnar skulu vera vel rökstuddar í umsókn. Fyrir 1. júlí 2004 skulu útgerðir þeirra báta sem fengu úthlutað byggðakvóta gera sveitarstjórn skriflega grein fyrir því hvernig þeir muni nýta úthlutaðar aflaheimildir fyrir lok kvótaárs. Ef útgerð uppfyll- ir ekki fyrrnefnd skilyrði verður við- komandi útgerð svipt byggðakvóta. Kvótanum verður síðan endurúthlut- að. Verða að landa kvóta sínum á Raufarhöfn Sveitarstjórnin setur nýjar regl- ur um úthlutun byggðakvótans Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson LYFJA hefur hannað og sett upp leitarvél á heimasíðu sinni þar sem fólk getur lýst útliti taflna og fengið þannig upplýsingar um lyf- ið. Guðborg A. Guðjónsdóttir, lyfjafræðingur hjá Eitrunarmið- stöð Íslands, segist hiklaust geta mælt með leitarvélinni en Eitrun- armiðstöðin fær reglulega spurn- ingar um ýmiss konar lyf sem fólk finnur heima hjá sér eða í fórum barna sinna. „Þetta er mjög gott framtak og mér líst vel á þetta svo langt sem það nær. Fólk sem finnur töflur heima hjá sér getur komist aðeins nær um hvað þetta er en aftur á móti eru þarna bara skráð lyf á Ís- landi. Það er ógrynni af óskráðum lyfjum hér á landi og lyfjum sem berast hingað með ólöglegum hætti,“ segir Guðborg og bendir að Eitrunarmiðstöðinni berist oft fyrirspurnir um fíkniefni, en upp- lýsingar um þau sé ekki að finna í gagnagrunninum. Leitarvélina má nálgast á heimasíðu Lyfju, www.lyfja.is. Leitarvél fyrir lyf í töfluformi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.