Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 17 CHANDRIKA Kumaratunga, for- seti Sri Lanka, lýsti í gær yfir neyð- arástandi í landinu en daginn áður hafði hún leyst ráðherra varnar- mála, upplýsingamála og innanrík- ismála frá störfum. Stjórnarkreppa er nú á Sri Lanka og óttast sumir að hún verði til þess að spilla friðarvið- ræðum milli stjórnvalda og Tamíl- tígra, herskárra uppreisnarmanna sem hafa barist fyrir sjálfstæði Tamíla í norðausturhluta landsins. Kumaratunga skipaði svo fyrir að neyðarástand skyldi gilda í landinu í tíu daga. Felur þetta m.a. í sér að lögregla fær aukin völd til athafna, til þess að framkvæma líkamsleit á götum úti, skoða persónuskilríki fólks, framkvæma húsleit án sér- stakrar heimildar og þá verður hægt að halda mönnum ótímabund- ið í varðhaldi. Lakshman Kadirgamar, helsti ráðgjafi Kumaratunga, sagði á fréttamannafundi að forsetinn hefði beðið sig um að taka sérstaklega fram að tilskipun um neyðarástand hefði engin áhrif á það vopnahlé sem í gildi er milli stjórnvalda og tamílskra uppreisnarmanna. „For- setinn hefur alls engin áform um að hefja aftur hernaðarátök eða stuðla að því að þau brjótist út á ný,“ sagði hann. „Stjórnarskrárlegt valdarán“ Sumir stjórnmálaskýrendur kalla aðgerðir Kumaratunga „stjórnar- skrárlegt valdarán“ sem fyrst og fremst beinist gegn pólitískum and- stæðingi hennar, Ranil Wickremes- inghe forsætisráðherra, en það var hann sem undirritaði vopnahléssam- komulagið við Tamíl-tígrana í febr- úar í fyrra. Kumaratunga og Wickremesinghe koma hvort úr sín- um stjórnmálaflokknum og hefur Kumaratunga átt í deilum við stjórn Wickremesinghes um hvernig standa skuli að friðarviðræðum við Tamíla. Telur hún stjórnina hafa gefið of mikið eftir í viðræðum við Tamíla. Wickremesinghe hefur dvalist í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í gær ræddi hann við George Bush forseta. Fregnir hermdu að for- sætisráðherrann hygðist snúa heim strax að fundi þeirra loknum en í gær var frá því skýrt að ákveðið hefði verið að breyta ekki dagskrá hans. Er hann því væntanlegur til Sri Lanka á morgun. Neyðarástandi lýst yfir á Sri Lanka Kumaratunga forseti segir að- gerðirnar ekki hafa áhrif á vopnahlé milli stjórnvalda og Tamíl-tígra AP Hermenn á varðbergi í miðborg Colombo í gær eftir að forseti Sri Lanka lýsti yfir neyðarástandi í landinu, lét hermenn taka sér stöðu við mik- ilvægar byggingar, m.a. ríkisfjölmiðla, og frestaði störfum þingsins. Colombo. AFP. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, sagðist í gær vera á móti því að afturkölluð yrðu rannsóknar- og olíuleitarleyfi sem rússneska olíufélagið Yukos hefur fengið. Verið er að rannsaka fjármál stærsta hluthafa fé- lagsins og fyrrverandi forstjóra, Míkhaíls Khodork- ovskís sem nú er í varðhaldi. Vítalí Artjúkhov, auð- lindamálaráðherra Rússlands, hótaði því í blaðaviðtali í gær að leyfin yrðu afturkölluð og sagði það „nær óhjákvæmilegt“. Pútín er nú í opinberri heimsókn á Ítalíu. Sagði hann á blaðamannafundi í Róm með Silvio Berlusc- oni, forsætisráðherra Ítalíu, að ef rannsóknar- og ol- íuleitarleyfi Yukos yrðu afturkölluð myndi það verða túlkað sem svo að rússneska ríkið væri að reyna að loka olíufyrirtækinu. „Efnahagsleg áhrif myndu verða neikvæð og að- gerðirnar myndu ekki byggjast á neinum lagalegum grunni. Ég vona að ríkisvaldið grípi ekki til slíkra ráðstafana,“ sagði Pútín. Leitarleyfi Yukos afturkölluð? Róm. AFP. Reuters Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, á blaðamannafundi í Róm í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.