Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 17
CHANDRIKA Kumaratunga, for-
seti Sri Lanka, lýsti í gær yfir neyð-
arástandi í landinu en daginn áður
hafði hún leyst ráðherra varnar-
mála, upplýsingamála og innanrík-
ismála frá störfum. Stjórnarkreppa
er nú á Sri Lanka og óttast sumir að
hún verði til þess að spilla friðarvið-
ræðum milli stjórnvalda og Tamíl-
tígra, herskárra uppreisnarmanna
sem hafa barist fyrir sjálfstæði
Tamíla í norðausturhluta landsins.
Kumaratunga skipaði svo fyrir að
neyðarástand skyldi gilda í landinu í
tíu daga. Felur þetta m.a. í sér að
lögregla fær aukin völd til athafna,
til þess að framkvæma líkamsleit á
götum úti, skoða persónuskilríki
fólks, framkvæma húsleit án sér-
stakrar heimildar og þá verður
hægt að halda mönnum ótímabund-
ið í varðhaldi.
Lakshman Kadirgamar, helsti
ráðgjafi Kumaratunga, sagði á
fréttamannafundi að forsetinn hefði
beðið sig um að taka sérstaklega
fram að tilskipun um neyðarástand
hefði engin áhrif á það vopnahlé
sem í gildi er milli stjórnvalda og
tamílskra uppreisnarmanna. „For-
setinn hefur alls engin áform um að
hefja aftur hernaðarátök eða stuðla
að því að þau brjótist út á ný,“ sagði
hann.
„Stjórnarskrárlegt
valdarán“
Sumir stjórnmálaskýrendur kalla
aðgerðir Kumaratunga „stjórnar-
skrárlegt valdarán“ sem fyrst og
fremst beinist gegn pólitískum and-
stæðingi hennar, Ranil Wickremes-
inghe forsætisráðherra, en það var
hann sem undirritaði vopnahléssam-
komulagið við Tamíl-tígrana í febr-
úar í fyrra. Kumaratunga og
Wickremesinghe koma hvort úr sín-
um stjórnmálaflokknum og hefur
Kumaratunga átt í deilum við stjórn
Wickremesinghes um hvernig
standa skuli að friðarviðræðum við
Tamíla. Telur hún stjórnina hafa
gefið of mikið eftir í viðræðum við
Tamíla.
Wickremesinghe hefur dvalist í
Bandaríkjunum undanfarna daga. Í
gær ræddi hann við George Bush
forseta. Fregnir hermdu að for-
sætisráðherrann hygðist snúa heim
strax að fundi þeirra loknum en í
gær var frá því skýrt að ákveðið
hefði verið að breyta ekki dagskrá
hans. Er hann því væntanlegur til
Sri Lanka á morgun.
Neyðarástandi lýst
yfir á Sri Lanka
Kumaratunga
forseti segir að-
gerðirnar ekki
hafa áhrif á
vopnahlé milli
stjórnvalda og
Tamíl-tígra
AP
Hermenn á varðbergi í miðborg Colombo í gær eftir að forseti Sri Lanka
lýsti yfir neyðarástandi í landinu, lét hermenn taka sér stöðu við mik-
ilvægar byggingar, m.a. ríkisfjölmiðla, og frestaði störfum þingsins.
Colombo. AFP.
VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, sagðist í gær
vera á móti því að afturkölluð yrðu rannsóknar- og
olíuleitarleyfi sem rússneska olíufélagið Yukos hefur
fengið.
Verið er að rannsaka fjármál stærsta hluthafa fé-
lagsins og fyrrverandi forstjóra, Míkhaíls Khodork-
ovskís sem nú er í varðhaldi. Vítalí Artjúkhov, auð-
lindamálaráðherra Rússlands, hótaði því í
blaðaviðtali í gær að leyfin yrðu afturkölluð og sagði
það „nær óhjákvæmilegt“.
Pútín er nú í opinberri heimsókn á Ítalíu. Sagði
hann á blaðamannafundi í Róm með Silvio Berlusc-
oni, forsætisráðherra Ítalíu, að ef rannsóknar- og ol-
íuleitarleyfi Yukos yrðu afturkölluð myndi það verða
túlkað sem svo að rússneska ríkið væri að reyna að
loka olíufyrirtækinu.
„Efnahagsleg áhrif myndu verða neikvæð og að-
gerðirnar myndu ekki byggjast á neinum lagalegum
grunni. Ég vona að ríkisvaldið grípi ekki til slíkra
ráðstafana,“ sagði Pútín.
Leitarleyfi Yukos afturkölluð?
Róm. AFP.
Reuters
Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Silvio Berlusconi, for-
sætisráðherra Ítalíu, á blaðamannafundi í Róm í gær.