Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 35 bara slegið saman afmælisveislum í framtíðinni, þú svaraðir „já það pass- ar, þegar hún verður fertug verð ég níutíu og fimm“ og við hlógum. Það var mun sennilegra en sú staðreynd að nú tæpum þremur mánuðum seinna ert þú dáinn. Þegar ég byrjaði í skólanum í ágúst varstu á leið í rannsókn, einhver ónot í þér sagð- irðu, sem reyndist svo vera krabbi. Síðan hefur tíminn liðið hratt, alltof hratt. Ég man líka fyrir sléttum tíu árum þegar ég byrjaði að vinna hjá þér, hvað mér leið strax vel. Það var eins og að vera kominn heim þar sem maður fær stuðninginn og hlýjuna. Þú varst svona eins og pabbi okkar allra – strákanna þinna. Mér líður a.m.k. eins og ég hafi nú misst pabba minn tvisvar. Ég skil hve mikill miss- irinn er fyrir fjölskyldu þína og ég mun aldrei gleyma þér. Þú reyndist mér rosalega vel og ég mun sakna þín að eilífu. Ég vil fá að þakka þér Steini minn fyrir alla dagana, sæta sem súra, er við áttum og mikið hefði ég viljað þú hefðir getað verið lengur. Ég vil senda öllum úr Víðilundi 7 ásamt ættingjum og öllum þeim sem hafa starfað hjá Gólf- & veggefnum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Aron N. Þorfinnsson. Það er stórt skarð komið í raðir dúklagningamanna. Félagi okkar og vinur, Steinþór Eyþórsson, er látinn, langt um aldur fram. Steinþór var iðulega innan okkar raða kallaður Steini stóri, þar kom tvennt til. Steini var óvenju hávaxinn og gerðarlegur maður auk þess sem hann var foringi og leiðtogi sem fremstur gekk. Mað- urinn sem hélt félaginu saman þegar brast í stoðum og almenn félagsleg deyfð tröllreið samfélaginu. Steini starfaði í stjórn félagsins í 24 ár, þar af formaður í 11 ár. Lítið félag sem okkar hefur ekki efni á launuð- um starfskröftum og því er álagið á stjórnarmenn þeim mun meira. Steini var allt í öllu, framkvæmdi allt af sömu fórnfúsu ljúfmennskunni. Hann stjórnaði mælingastofunni, sat í prófnefnd, stjórnaði samninga- nefndum, sinnti neytendamálum, sá um úthlutun sumarbústaða og svo mætti lengi telja. Steinþór lét sig málefni alls byggingageirans varða. Hann var mikill áhugamaður um samvinnu meistarafélaganna og átti sæti í stjórn Meistarasambands byggingamanna og síðan Meistara- og verktakasambands bygging- manna. Steinþór rak eitt stærsta fyrirtæk- ið á okkar sviði og stóð fyrir mörgum af stærstu verkunum í Reykjavík og nágrenni. Þar var fagmennskan alltaf í fyrirrúmi og aldrei heyrðum við af óánægju verkkaupa. Hann ávann sér mikið traust og viðskiptavinir leituðu til hans aftur. Starfsmenn voru flestir fyrrverandi lærlingar Steina sem héldu svo áfram að vinna hjá honum því þeir vildu hvergi annars staðar vera. Félag dúklagninga- og veggfóðr- arameistara er ekki samt og áður. Foringi er fallinn og það verður erfitt að fylla skarð hans. Þótt Steini hafi nýverið hætt sem formaður leituðum við stöðugt til hans og nutum leið- sagnar sem var ómetanleg. Steini stóri verður ávallt í minningu okkar og framganga hans verður okkur hvatning til að halda starfi félagsins áfram. Við vottum fjölskyldu Steinþórs okkar dýpstu samúð. Eiriku sem missir sína stoð og styttu, Þórarni sem er ekki aðeins að missa föður sinn heldur einnig samstarfsmann og læriföður, Margréti og Eiríki sem eru að missa svo óendanlega mikið. Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara. Fallinn er frá óvænt og um aldur fram einn af traustustu félögum Kiw- anisklúbbsins Setbergs, Steinþór Eyþórsson. Hann gekk til liðs við klúbbinn fyrir 24 árum þegar klúbb- urinn var ennþá á bernskuskeiði. Steinþór varð stax virkur og dugandi félagi, sem lét sig aldrei vanta þegar leysa þurfti verkefni á vegum klúbbs- ins eða þegar klúbbfélagar komu saman á góðri stundu. Steinþór var alla tíð studdur í þessum verkum sín- um af konu sinni Eiríku, sem er ein af stofnendum Sinawikklúbbs Garða- bæjar. Á starfsárum sínum í klúbbnum gegndi Steinþór öllum embættum í stjórnum og nefndum klúbbsins. Hann varð fyrst forseti 1987 til 1988 og síðan í annað sinni 2002 til 2003 og hafði alveg nýverið lokið því embætti þegar hann féll frá. Síðasti fundur sem Steinþór sat var stjórnarskipta- fundur í klúbbnum hinn 18. október síðastliðinn. Þá var hann af stjórn Ægissvæðis sæmdur heiðurstitlinum frábær for- seti fyrir störf sín í svæðinu á liðnu starfsári. Hann fékk einnig, við þetta tækifæri, sérstaka viðurkenningu frá félögum sínum í Setbergi fyrir frá- bær störf í þágu klúbbsins fyrr og síðar. Eitt af síðustu hugðarefnum Stein- þórs, varðandi starf klúbbsins, var að koma því til leiðar að umdæmisþing Kiwanis 2005 verði haldið í Garðabæ. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd bæði bæjarfélagsins og klúbbsins og sá fyrir sér að það gæti orðið báðum til vegsauka ef vel tækist til. Við félagar Steinþórs í Setbergi þökkum honum frábært samstarf og vináttu alla tíð. Fjölskyldu hans vott- um við okkar dýpstu samúð. Félagar í Kiwanisklúbbnum Setbergi. ,,Það syrtir að er sumir kveðja.“ Það syrti svo sannarlega að í hugum okkar þegar góðvinur og nágranni okkar, Steinþór Eyþórsson, kvaddi þetta jarðlíf langt um aldur fram, eft- ir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var sorglegt að sjá þennan stóra og sterka mann brotna niður á aðeins tveimur mánuðum. Fyrir nær þremur áratugum þeg- ar við fluttum í Garðabæinn, voru Steinþór og Eiríka kona hans fyrstu nágrannarnir sem við kynntumst. Aðeins var lágt trjáhekk á milli lóða okkar, sem í gegnum árin, myndaðist ævinlega geil í, vegna samgangs á milli húsanna. Fljótlega fékk Steinþór okkur til að ganga til liðs við Kiwanishreyf- inguna en hann var þá orðinn félagi í Kiwanisklúbbnum Setbergi hér í Garðabæ, sem hann alla tíð síðan var mikill áhugamaður fyrir. Í annað sinn gegndi hann embætti forseta klúbbsins síðastliðið ár með prýði. Það var auðséð að viljaþrekið hafði yfirhöndina að síðustu. Hann stóð meðan stætt var. Margar góðar og glaðar stundir höfum við átt saman í gegnum árin. Steinþór var vinsæll og skemmtileg- ur, hann var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum, jafnt innan lands sem utan. Þau hjón voru sérlega samrýnd, greiðvikin og veitul svo af bar. Ekki er hægt að hugsa sér betri nágranna. Það hefur verið gleðilegt að fylgjast með börnunum þeirra þremur verða að fulltíða fólki og stofna sínar fjölskyldur. Steinþór var hörkuduglegur at- hafnamaður í sinni starfsgrein og eft- irsóttur til starfa, ósérhlífinn, vinnu- samur og vandvirkur. Nú hin síðari ár var hann aðeins farinn að taka sér frí, þar sem fyrirtækið var í góðum höndum sonar hans. Hann var mikill og góður fjölskyldufaðir, sem vildi hjálpa börnunum sínum til uppbygg- inga sinna heimila. Okkur finnst það mikil forréttindi í lífinu að hafa kynnst Steinþóri og hafa öðlast hans vináttu, fyrir það viljum við þakka, ótaldar ánægju- stundir og greiðvikni. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir og vernda eiginkonuna Eiríku, sem hann virti mikið, börnin þeirra Mar- gréti, Þórarin og Eirík ásamt mökum þeirra og barnabörnin tvö Steinþór Örn og Helenu Sif. Fjölskyldan var honum alltaf efst í huga. Hann lagði mikið á sig til að byggja upp sitt fallega heimili og þar eignaðist hann bestu stundir sínar. Við hjónin þökkum honum góða kynningu á lífsleiðinni og minnumst hans með virðingu og þökk. Hrafnhildur og Sigurður Axelsson. Elsku vinir, þó að sorgin sé gleðinni yfirsterkari á stundu sem þessari gleðst ég yfir þeim tíma sem ég hef átt með ykkar góðu fjölskyldu í gegnum tíðina. Minningin um Steina mun alltaf dvelja hjá mér. Það er fögur minning um góðan mann sem hugsaði vel um fjölskyldu sína sem og aðra samferðamenn. Þrátt fyrir að ég nái ekki að vera með ykkur í dag sendi ég ykkur mína hlýjustu strauma og krafta. Í dag mun ég eiga rólega stund þar sem ég mun kveðja elsku Steina með mínum eigin hætti. Kæru Eiríka, Margrét, Þórarinn, Eiríkur og fjölskyldur, ég bið góðan Guð og alla hans fögru engla að vaka yfir ykkur og styðja. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, og blómaskreyttir gangstígar alla leið heim. Ég get ekki boðið þér gleði án sorgar, á göngunni með mér til himinsins borgar. En ég get lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf skín ljós þó að brautin sé myrk. Og leið að því hugann að lofað ég hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höfundur óþekktur.) Guð geymi ykkur. Ykkar Svanbjörg Helena. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRGVINS KRISTINS GUÐJÓNSSONAR frá Þorlákshöfn. Guð blessi ykkur öll. Hörður Björgvinsson, Guðbjörg K. Hjörleifsdóttir, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Magnús H. Sigurðsson, Ingibjörg E. Björgvinsdóttir, Katrín J. Björgvinsdóttir, Helga Dagbjartsdóttir, Guðjón Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GARÐARS JÓNSSONAR fv. skógarvarðar, Hlaðavöllum 8, Selfossi. Móeiður Helgadóttir, Anna Garðarsdóttir, Þorvarður Örnólfsson, Helgi Garðarsson, Kristín Ólafsdóttir, Haukur Garðarsson, Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir og barnabörnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hjaltabakka 28, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 7. nóvember kl. 15.00. Jörundur S. Guðmundsson, Anna Vigdís Jónsdóttir, Jón Guðmundsson, Kristjana Eiðsdóttir, Finnur Guðmundsson, Sigríður S. Guðmundsdóttir, Örn Steinar Sigurðsson, Gísli S. Guðmundsson, Þórdís Baldursdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir minn, tengda- faðir, afi og langafi, ANDRÉS HANNESSON frá Litlu Háeyri, Eyrarbakka, Setbergi 15, Þorlákshöfn, lést á Kumbaravogi mánudaginn 20. október sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Kumbaravogi. Guðleif Vigfúsdóttir, Vigfús Valur Andrésson, Charlotta Halldórsdóttir, afa- og langafabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FRIÐRIKA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Fremstafelli, verður jarðsungin frá Þorgeirskirkju, Ljósavatni, laugardaginn 8. nóvember kl. 13.30. Ásdís Jónsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir, Þórir Jónsson, Rósa Jónsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Tómas Agnarsson, Þorgeir Jónsson, Elfa Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.