Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 21
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Sértilboð á glæsilegu 4 stjörnu hóteli.
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslend-
inga sem fara nú þangað í þúsundatali á
hverju ári með Heimsferðum. Í október er
yndislegt veður í Prag enda vinsælasti tími
ferðamanna til að heimsækja borgina. Far-
arstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og
kynna þér sögu hennar og heillandi menn-
ingu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veit-
inga- og skemmtistaðir.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 29.950
Flugsæti til Prag á mann.
Verð kr. 39.950
Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð
13. nóv. M.v. 2 í herbergi á Pyramida,
glæsilegt 4 stjörnu hótel.
Skattar innifaldir.
Síðasta ferðin í haust
Helgarferð til
Prag
13. nóv.
frá kr. 29.950
Grindavík | Leikskólinn Krókur
hefur aðlagað starfsemi sína
þannig að hann uppfylli viðmið
heilsuleikskóla. Var Heilsu-
leikskólinn Krókur opnaður form-
lega við athöfn í fyrradag að við-
stöddum Jóni Kristjánssyni,
heilbrigðisráðherra, fulltrúa
menntamálaráðherra og fleiri
gestum.
Heilsuleikskólinn var opnaður
með því að börnin hrópuðu ferfalt
húrra. Að athöfn lokinni var boðið
upp á grænmeti og ávexti og
kunnu börnin vel að meta.
Heilsuleikskólinn er afsprengi
verkefnisins heilsuefling í skólum
sem menntamálaráðuneytið, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið og landlæknisembættið
stóðu saman að. Heilsuleikskólinn
Urðarhóll í Kópavogi reið á vaðið
en Krókur er annar leikskólinn
sem tekur upp þessa stefnu.
Í leikskólanum er lögð áhersla á
hollt og gott mataræði og hreyf-
ingu í leik undir faglegri umsjá.
Þeim börnum sem þess þurfa er
boðið upp á sjúkraþjálfun í skól-
anum og góð samvinna er við
heilsugæsluna, meðal annars um
þroskamat í skólanum.
Góð reynsla af breytingunum
Hulda Jóhannsdóttir, leik-
skólastjóri, sagði við opnunar-
athöfnina að skólinn hefði fyrir
ári keypt afnotarétt af Heilsubók
barnsins sem leikskólakennarar á
Urðarhóli sömdu. Í hana eru
skráðar ýmsar upplýsingar um
barnið, svo sem heilsufar, nær-
ingu og svefn, félagslega færni,
hreyfifærni og færni í listsköpun.
Út frá þessum upplýsingum er
staða barnsins metin og foreldrum
gerð grein fyrir niðurstöðunum.
Byrjað var að vinna eftir heilsu-
stefnunni 1. október sl. Öll börn
frá tveggja ára aldri fá skipu-
lagða íþrótta- og listsköp-
unartíma. Um leið var tekið upp
valkerfi þar sem frjálsi leikurinn
er í hávegum hafður.
Reynslan eftir þennan mánuð er
mjög góð, að mati Huldu. „Ég á
bágt með að trúa því þegar ég
horfi yfir barnahópinn eftir svo
stuttan tíma, að það hafi haft jafn
jákvæð áhrif á börnin og raun ber
vitni,“ sagði hún og bætti því við
að börnin blómstruðu í þessu nýja
kerfi.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hollt og gott: Börnin röðuðu sér á grænmetisbakkana til að sýna að opnun heilsuleikskólans væri ekki orðin tóm.
Börnin blómstra í heilsu-
leikskólanum við Krók
Samstarf | Reynir Sveinsson,
forseti bæjarstjórnar í Sandgerði,
hefur verið kjör-
inn formaður
stjórnar Sam-
bands sveitarfé-
laga á Suður-
nesjum. Hann er
eini nýi fulltrú-
inn í stjórn sam-
bandsins sem
kjörin var til
eins árs á aðal-
fundinum í síð-
asta mánuði. Stjórnin hefur nú
skipt með sér verkum. Fráfarandi
formaður, Böðvar Jónsson, for-
maður bæjarráðs Reykjanesbæjar,
er nú varaformaður, Jón Gunn-
arsson, oddviti Vatnsleysustrand-
arhrepps, er ritari eins og hann
var á nýliðnu starfsári og með-
stjórnendur eru þeir sömu, Hörður
Guðbrandsson, forseti bæjar-
stjórnar í Grindavík, og Sigurður
Jónsson, sveitarstjóri í Garði. Guð-
jón Guðmundsson er fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfé-
laga á Suðurnesjum.
Reynir Sveinsson
Kæruleysi í notkun bílbelta |
Aðeins 67% ökumanna á Suður-
nesjum nota bílbelti í þéttbýli og
85% utan þéttbýlis. Kemur þetta
fram í niðurstöðum könnunar lög-
reglunnar í Keflavík á bílbelt-
anotkun.
Lögreglan segir í dagbók sinni
að þetta kæruleysi ökumanna sé
með öllu óviðunandi. Boðar lög-
reglan hert eftirlit með því að belt-
in séu notuð og hyggst kæra þá
sem ekki standa sig.
Reykjanesbæ | Bæjarstjórn Reykja-
nesbæjar samþykkti samhljóða bók-
un á síðasta bæjarstjórnarfundi þar
sem áhyggjum er lýst vegna upp-
sagna hjá varnarliðinu og óskað við-
ræðna við ríkisvaldið um viðbrögð við
þeim.
Ályktunin er svohljóðandi: „Bæjar-
stjórn Reykjanesbæjar lýsir áhyggj-
um af fjöldauppsögnum varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli enda er hér
gengið mun lengra en í eðlilegum
hagræðingaraðgerðum. Þá virðist
vinnubrögðum við uppsagnir vera
verulega ábótavant og óviðunandi sú
óvissa sem áfram er sköpuð þrátt fyr-
ir fyrirliggjandi uppsagnir. Mikilvægt
er að leita allra leiða til að draga úr
þeim tilfinningalegu og félagslegu
erfiðleikum sem atvinnuuppsögn við
þessar aðstæður veldur. Bæjarstjórn
telur brýnt að flýta niðurstöðu í við-
ræðum við íslensk stjórnvöld um at-
vinnumál á svæðinu. Jafnframt er
nauðsynlegt að formlegar viðræður
verði teknar upp við ríkisstjórn Ís-
lands um viðbrögð við þeim uppsögn-
um sem nú þegar hafa komið fram.“
Áhyggjur vegna
fjöldauppsagna