Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 21 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Sértilboð á glæsilegu 4 stjörnu hóteli. Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslend- inga sem fara nú þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Í október er yndislegt veður í Prag enda vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Far- arstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menn- ingu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veit- inga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.950 Flugsæti til Prag á mann. Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 13. nóv. M.v. 2 í herbergi á Pyramida, glæsilegt 4 stjörnu hótel. Skattar innifaldir. Síðasta ferðin í haust Helgarferð til Prag 13. nóv. frá kr. 29.950 Grindavík | Leikskólinn Krókur hefur aðlagað starfsemi sína þannig að hann uppfylli viðmið heilsuleikskóla. Var Heilsu- leikskólinn Krókur opnaður form- lega við athöfn í fyrradag að við- stöddum Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra, fulltrúa menntamálaráðherra og fleiri gestum. Heilsuleikskólinn var opnaður með því að börnin hrópuðu ferfalt húrra. Að athöfn lokinni var boðið upp á grænmeti og ávexti og kunnu börnin vel að meta. Heilsuleikskólinn er afsprengi verkefnisins heilsuefling í skólum sem menntamálaráðuneytið, heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið og landlæknisembættið stóðu saman að. Heilsuleikskólinn Urðarhóll í Kópavogi reið á vaðið en Krókur er annar leikskólinn sem tekur upp þessa stefnu. Í leikskólanum er lögð áhersla á hollt og gott mataræði og hreyf- ingu í leik undir faglegri umsjá. Þeim börnum sem þess þurfa er boðið upp á sjúkraþjálfun í skól- anum og góð samvinna er við heilsugæsluna, meðal annars um þroskamat í skólanum. Góð reynsla af breytingunum Hulda Jóhannsdóttir, leik- skólastjóri, sagði við opnunar- athöfnina að skólinn hefði fyrir ári keypt afnotarétt af Heilsubók barnsins sem leikskólakennarar á Urðarhóli sömdu. Í hana eru skráðar ýmsar upplýsingar um barnið, svo sem heilsufar, nær- ingu og svefn, félagslega færni, hreyfifærni og færni í listsköpun. Út frá þessum upplýsingum er staða barnsins metin og foreldrum gerð grein fyrir niðurstöðunum. Byrjað var að vinna eftir heilsu- stefnunni 1. október sl. Öll börn frá tveggja ára aldri fá skipu- lagða íþrótta- og listsköp- unartíma. Um leið var tekið upp valkerfi þar sem frjálsi leikurinn er í hávegum hafður. Reynslan eftir þennan mánuð er mjög góð, að mati Huldu. „Ég á bágt með að trúa því þegar ég horfi yfir barnahópinn eftir svo stuttan tíma, að það hafi haft jafn jákvæð áhrif á börnin og raun ber vitni,“ sagði hún og bætti því við að börnin blómstruðu í þessu nýja kerfi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hollt og gott: Börnin röðuðu sér á grænmetisbakkana til að sýna að opnun heilsuleikskólans væri ekki orðin tóm. Börnin blómstra í heilsu- leikskólanum við Krók Samstarf | Reynir Sveinsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, hefur verið kjör- inn formaður stjórnar Sam- bands sveitarfé- laga á Suður- nesjum. Hann er eini nýi fulltrú- inn í stjórn sam- bandsins sem kjörin var til eins árs á aðal- fundinum í síð- asta mánuði. Stjórnin hefur nú skipt með sér verkum. Fráfarandi formaður, Böðvar Jónsson, for- maður bæjarráðs Reykjanesbæjar, er nú varaformaður, Jón Gunn- arsson, oddviti Vatnsleysustrand- arhrepps, er ritari eins og hann var á nýliðnu starfsári og með- stjórnendur eru þeir sömu, Hörður Guðbrandsson, forseti bæjar- stjórnar í Grindavík, og Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Garði. Guð- jón Guðmundsson er fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum.    Reynir Sveinsson Kæruleysi í notkun bílbelta | Aðeins 67% ökumanna á Suður- nesjum nota bílbelti í þéttbýli og 85% utan þéttbýlis. Kemur þetta fram í niðurstöðum könnunar lög- reglunnar í Keflavík á bílbelt- anotkun. Lögreglan segir í dagbók sinni að þetta kæruleysi ökumanna sé með öllu óviðunandi. Boðar lög- reglan hert eftirlit með því að belt- in séu notuð og hyggst kæra þá sem ekki standa sig. Reykjanesbæ | Bæjarstjórn Reykja- nesbæjar samþykkti samhljóða bók- un á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem áhyggjum er lýst vegna upp- sagna hjá varnarliðinu og óskað við- ræðna við ríkisvaldið um viðbrögð við þeim. Ályktunin er svohljóðandi: „Bæjar- stjórn Reykjanesbæjar lýsir áhyggj- um af fjöldauppsögnum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli enda er hér gengið mun lengra en í eðlilegum hagræðingaraðgerðum. Þá virðist vinnubrögðum við uppsagnir vera verulega ábótavant og óviðunandi sú óvissa sem áfram er sköpuð þrátt fyr- ir fyrirliggjandi uppsagnir. Mikilvægt er að leita allra leiða til að draga úr þeim tilfinningalegu og félagslegu erfiðleikum sem atvinnuuppsögn við þessar aðstæður veldur. Bæjarstjórn telur brýnt að flýta niðurstöðu í við- ræðum við íslensk stjórnvöld um at- vinnumál á svæðinu. Jafnframt er nauðsynlegt að formlegar viðræður verði teknar upp við ríkisstjórn Ís- lands um viðbrögð við þeim uppsögn- um sem nú þegar hafa komið fram.“ Áhyggjur vegna fjöldauppsagna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.