Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 41
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is
NOKKUR umræða hefur undan-
farið verið í fjölmiðlum vegna fyr-
irhugaðra byggingarframkvæmda á
landi Lundar í Kópavogi.
Síðustu ár hefur Kópavogur
byggst upp með hraða sem á sér fá-
ar hliðstæður í íslenskri bygging-
arsögu. En framkvæmdagleði
þeirra bæjarráðsmanna hefur ekki
einskorðast við uppbyggingu á
íbúðarhúsnæði og nýjum íbúðar-
hverfum því að auki hafa risið
glæsilegar menningarhallir þ.e.a.s.
Gerðarsafn og Salurinn ásamt
verslunarhöllinni í Smáralind. Öll
þessi uppbygging hefur breytt
ásýnd bæjarfélagsins mikið til hins
betra og gefið ungum sem öldnum
kost á að flytjast í bæjarfélagið
ásamt því að opna möguleika fyrir
eldri Kópavogsbúa að finna hús-
næði í bæjarfélaginu sem hentar
aðstæðum þeirra á hverju ævi-
skeiði.
Í síðustu bæjarstjórnarkosning-
um tapaði Samfylkingin manni,
sjálfsagt vegna þess að Samfylking-
armenn brugðust trausti þeirra sem
lakari hafa kjörin, ungs fólks sem
nýkomið er út á atvinnumarkaðinn
og er á því skeiði lífsins að koma sér
upp fjölskyldu og húsnæði ásamt
rödd þeirra sem eldri eru og sjá
fram á að innan skamms verði
þeirra eina innkoma greiðslur úr líf-
eyris- og bóta sjóðum. Þrátt fyrir
þetta tap virðast aðgerðir og skoð-
anir Samfylkingarmana sem nú er
haldið á lofti vegna uppbyggingar á
Lundarjörðinni á engan hátt hags-
munir framangreindra hópa. Enn
ætlar Samfylkingin að vernda hags-
muni fámenns hóps einbýlishúsa-
eigenda sem hafa búið við þann
munað að uppbygging á landi
Lundar varð hægari en uppbygging
þeirra eigin hverfa og hafa því get-
að búið við óskert útsýni nú á þriðja
áratug. En burt séð frá öllum sér-
hagsmunum lítilla hópa gremst mér
mest sá málflutningur að háhýsi séu
verri mannabústaðir en aðrar bygg-
ingar og að börn og fullorðnir verði
nánast fyrir heilsutjóni að byggja
sér heimahaga í slíkum mannvirkj-
um. Stór hluti Kópavogsbúa sem og
aðrir höfuðborgarbúar una hag sýn-
um vel í háreistum fjölbýlishúsum
enda hefur fjöldi slíkra húsa risið á
síðustu árum, að því að ég best veit
hafa íbúðir í þessum húsum notið
vinsælda hjá kaupendum. Er þessu
fólki þá hætta búin?
Víða í bæjarfélaginu standa há-
hýsi í nálægð við einbýlishús og
aðrar húsagerðir sem haft hefur
þau áhrif að fólk hefur kynnst og
átt samleið óháð efnahag einstakra
fjölskylda. Sjálfsagt hefur þessi ná-
lægð stuðlað að betri skilningi á að-
stæðum fólks, ungra og gamalla og
unnið á móti fordómum og kyn-
slóðabili.
Því fagna ég þeim tilögum sem
fram eru komnar um uppbyggingu í
landi Lundar en harma að ekki hafi
verið gengið skrefi lengra í nýtingu
landsins þar sem stórt svæði næst
Birkigrund á að vera óbyggt en þar
má auðveldlega koma fyrir eini eða
tveimur götum, lágum húsum næst
Birkigrund en hækkandi byggð nær
hinum nýju háhýsum. Opið svæði
þjónar litlum tilgangi á þessum stað
og myndu hinir nýju íbúar sjálfsagt
nota sér Fossvogsdalinn með sama
hætti og þeir íbúar sem fyrir eru.
Einhvers staðar fór Samfylkingin
út af sporinu og í stað þess að
stuðla að og mæla með að nægt
framboð yrði af húsnæði fyrir
manneskjur með venjulegar tekjur
sem eru nú bróðurpartur Kópa-
vogsbúa virðist stefna Samfylking-
arinnar í þessu Lundarmáli vera að
taka hagsmunni hinna fáu einbýlis-
húsaeigenda fram yfir hagsmuni
fjöldans. Betra hefði mér þótt ef
Samfylkingin hefði sótt þetta mál
með hagsmunni sinna kjósenda að
leiðarljósi og notað undanfarin 2–3
ár sem liðin eru síðan fyrstu hug-
myndir um skipulag á þessu svæði
voru kynntar til þess að koma fram
með heildstæðar skipulagstillögur á
undan meirihlutanum í stað þess að
tala nú máli fámennra sérhags-
munahópa.
ÓTTARR GUÐLAUGSSON,
Æsufelli 4,
111 Reykjavík.
Um Lund í Kópavogi
Frá Óttari Guðlaugssyni
ÉG er maður á áttræðisaldri og
var bóndi í rúmlega hálfa öld. Mér
lagðist það til að vera í stjórn
Landssambands veiðifélaga um
tuttugu ára skeið og auk þess var
ég formaður veiðimálanefnda og
stjórnar Fiskræktarsjóðs í átta ár.
Af þessum sökum er ég nokkuð
kunnugur málefnum lax- og sil-
ungsveiðibænda og veit að lax- og
silungsveiði er ein styrkasta stoðin
undir hinum dreifðu byggðu lands-
ins.
Mér virðist sem núverandi land-
búnaðarráðherra geri sér þessa
staðreynd tæpast ljósa og hafi sýnt
málefnum lax- og silungsveiði-
bænda fullmikið tómlæti. Til dæm-
is hefur hann ekki mætt mér vit-
andi á aðalfundi Landssambands
veiðifélaga þótt hann hafi verið
boðaður. Ljóst er að ráðherrann
hefur hliðstæðum skyldum að gegn
við lax- og silungsveiðibændur eins
og hrossabændur og aðra sem hin-
ar ýmsu landbúnaðargreinar
stunda. Ég vil því að gefnu tilefni
vinsamlegast mælast til þess að
landbúnaðarráðherra veiti málefn-
um lax- og silungsveiðibænda
meiri athygli héðan í frá en hingað
til.
Gróðahyggjumenn hafa reynt að
sannfæra fólk um að enginn lax af
hinum erlendu stofnum muni
sleppa úr sjókvíum og hinum villtu
laxastofnum stafi ekki af þeim
nokkur hætta. Mér sýnist því svo
að minkaævintýrið geti veri að
endurtakast í annarri mynd. Mink-
arnir áttu bara að vera í sínum
búrum, en staðreyndin er allt önn-
ur. Þeir sluppu út í hina íslensku
náttúru og hafa valdið henni svo
voðalegu tjóni að aldrei verður
bætt. Engar líkur eru til þess að
minkum verði útrýmt hér á Íslandi
þótt margir vildu svo kjósa.
Í þessu sambandi má gjarnan
minnast þess að fjárkláði, bráða-
pest, riða, garnaveiki og mæðu-
veiki bárust hingað til lands með
erlendum sauðkindum og ollu ís-
lenskum bændum ómetanlegu
tekjutjóni um áratugi og jafnvel
aldir svo ekki sé talað um erfiðleik-
ana í því sambandi. Ég hlýt því að
spyrja hver gróðinn sé af því að
flytja inn lífverur erlendisfrá.
Ég efast ekki um að núverandi
landbúnaðarráðherra vill styrkja
hinar dreifðu byggðir landsins og
því finnst mér að hann ætti að
stíga mjög varlega niður í sam-
bandi við sjókvíaeldi við Íslands-
strendur og hlusta vel á aðvör-
unarorð góðra manna þar að
lútandi.
VIGFÚS B. JÓNSSON,
Laxamýri.
Er verið að endurtaka
minkaævintýrið?
Frá Vigfúsi B. Jónssyni
Kringlan 8-12, sími 568 6211
Skóhöllin, Firði, sími 555 4420
Glerártorgi, Akureyri, sími 461 3322
NÝJAR VÖRUR
FRÁBÆRT VERÐ
4.990
St. 36-41
drappaðir
4.990
St. 36-41
drappaðir
4.990
St. 36-41
svartir
4.990
St. 36-41
drappaðir
OPIÐ HÚS
HÁHOLT 4 - MOSFELLSBÆ
Gott 382 fm atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum,
191 fm hvor hæð. Góð aðkoma og fjöldi bíla-
stæða. Eignin gæti hentað vel undir verslun,
þjónustu, skrifstofur, félagsstarfsemi, listamann
eða heildsölur. Húsnæðið er laust nú þegar og
verður til sýnis í dag, fimmtudaginn 6. nóv., frá
kl. 16-18. V. 20,9 m. 3727
GIMLI HVERAGERÐI
Allar upplýsingar um eignir í Hveragerði veitir Kristinn, sölumaður
okkar í síma 483 5900. GSM eftir lokun skrifstofu 892 9330.
Kambahraun 35 - Hveragerði
Byggingarár 1976
Stærð íbúðar 142,5 fm
Bílskúr 43,3 tvöfaldur
Svefnherb. 3
Eldhús með góðri viðarinnréttingu, gott
þvottahús innaf eldhúsi með bakdyrainn-
gangi, flísalögð forstofa með góðum skáp-
um. Upptekin viðarklædd loft í stofu og
skála. Parket á skála og gangi, baðher-
bergi flísalagt. Arinn í skála. Garðskáli áfastur bílskúr, heitur pottur í garði sem er vel ræktað-
ur og með miklum gróðri. Eignin er snyrtileg og vel umgengin. Verð 15,5 millj.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur lögg.fasteignasali