Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 0 0 3 BILUN varð í CANTAT3-sæ- strengnum um klukkan 1.30 að- faranótt miðvikudags og lá allt samband við útlönd í gegnum strenginn niðri í um þrjár klukkustundir. Bilunin varð í legg frá Vestmannaeyjum sem liggur í aðalstrenginn suður af eyjunum. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum kom fyrirtækið þegar á sambandi við Bretland og Banda- ríkin í gegnum gervihnött og lá því talsamband Símans við útlönd aldrei alveg niðri. Hins vegar lá netsamband við útlönd niðri í um eina og hálfa klukkustund hjá Símanum. Samkvæmt upplýsingum frá Og Vodafone varð hvorki vart við sambandsleysi í símtölum til út- landa né netsambandi fyrirtæk- isins þegar bilunin kom upp í sæ- strengnum, en fyrirtækið er með stöðugt varasamband við útlönd um gervihnött. Símasamband lá því aldrei niðri og netumferð færðist sjálfkrafa um varaleiðina þegar bilunarinnar varð vart. Þegar netsamband rofnar við útlönd getur fólk lent í erfiðleik- um með að nota greiðslukort er- lendis en samkvæmt upplýsing- um frá Visa Ísland er ekki vitað til þess að fólk hafi lent í vand- ræðum að þessu sinni. Lendi fólk hins vegar í vandræðum er hægt að hringja allan sólarhringinn í vaktþjónustu fyrirtæksins og fá heimildarnúmer í gegnum síma. Yfirleitt lendir fólk ekki í vand- ræðum ef samband rofnar í stutt- an tíma þar sem staðgengill tek- ur við í London. Hann nær þó ekki að sinna öllum ef sambandið rofnar til lengri tíma. Bilun varð í CANT- AT3-sæstrengnum SKIPULAGS- og byggingarnefnd Reykjavíkur samþykkti í gær um- sögn um fyrirhugaða uppbyggingu Kópavogsbæjar á Lundarreitnum, þar sem kemur fram andstaða nefndarinnar við háreistar bygg- ingar sem bæjaryfirvöld hafa kynnt íbúum. Fyrir fundinum lágu undir- skriftir 600 Reykvíkinga þar sem lagst er gegn hugmyndunum. Í umsögninni segir m.a.: „Lundur íbúðarhverfi er í vesturjaðri Foss- vogsdals en dalurinn er eitt eftir- sóknarverðasta útivistarsvæði höf- uðborgarsvæðisins og hefur tillaga að íbúðarhverfi á Lundarsvæðinu mikil áhrif á ásýnd dalsins og um- hverfi hans. Lágreist byggð umlyk- ur dalinn og hefur Reykjavík- urborg lagt áherslu á að viðhalda því byggðarmynstri þegar byggð við Fossvogsdal hefur verið til um- fjöllunar í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar.“ Tillagan er sögð úr tengslum við náttúru og nærliggjandi byggðir, og segir að þó jákvætt sé að þétta byggð þurfi að laga nýja byggð að þeirri sem fyrir er. „Sökum ofan- greindra þátta er mikilvægt að skoða fleiri möguleika á uppbygg- ingu svæðisins sem tækju mið af forsendum þeirrar byggðar sem fyrir er,“ segir þar enn fremur. Andstaða við Lundar- tillögur í Reykjavík DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagðist á Alþingi í gær reiðubúinn til samstarfs við formenn annarra stjórnmálaflokka um að hefja end- urskoðun af- markaðra þátta í stjórnarskránni. Í þeirri endur- skoðun mætti m.a. athuga hvort ástæða væri til að taka í stjórnar- skrána einhver nýmæli, s.s. hvort rétt væri að festa í sessi ýmsar venjuhelgaðar reglur, sem ætla mætti að þegar hefðu öðlast stjórn- arskrárvarða stöðu, s.s. þingræðis- regluna. Kom þetta fram í svari hans við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússon- ar, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Steingrímur spurði ráðherra hvort hann hefði í hyggju að skipa stjórnarskrárnefnd á kjörtímabilinu og ennfremur hvað væri brýnast að hans mati að endur- skoða í stjórnarskránni. Davíð Oddsson svaraði því til að svo virtist að ósekju sem færa mætti ýmis atriði í I. og II. kafla stjórn- arskrárinnar til nútímalegs horfs. Þar væri fjallað um stjórnarformið og grundvallarreglur stjórnskipun- arinnar, um forsetakjör, lögkjör for- seta og störf hans og ráðherra. Forsætisráðherra sagði að al- mennt mætti í þessum köflum draga upp skýrari mynd af ríkjandi stjórn- arfari og færa ákvæði um það nær því sem það væri í raun. Hann sagði að mörg þessara ákvæða væru orðuð þannig að þau dragi ekki upp rétta mynd af raunveruleikanum nema þau væru lesin í samhengi hvert við annað og skýrð í ljósi ýmissa venju- helgaðra reglna, sem í raun hefðu öðlast stjórnarskrárvarða stöðu, s.s. þingræðisreglan sem þó væri ekki nefnd. Þetta ætti til að mynda við valdheimildir forseta og ráðherra. Sumt ekki verið endurskoðað „Bent hefur verið á að ýmis af þeim störfum sem forseta eru falin samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár hafi komið til og þótt eðlilegur þáttur í störfum hans meðan þingið átti að kjósa í embættið,“ sagði ráðherra. „Þau hafa hins vegar ekki verið end- urskoðuð þegar þjóðkjör hans var ákveðið. Almennt gerir stjórnskipun okkar ráð fyrir að valdheimildir for- seta séu bundnar atbeina ráðherra. Stjórnarskráin getur hins vegar í engu þeirra einu starfa hans sem stjórnskipunin gerir ráð fyrir að for- seti sinni án atbeina ráðherra, þ.e. hlutverks hans við stjórnarmynd- arnir. Ég sé fyrir mér að ákvæði um það gæti átt heima í stjórnarskrá og þá tengjast því að þingræðisreglan væri fest í sessi, s.s. gagnvart skil- yrðum um það í hvaða tilvikum sé hægt að mynda utanþingsstjórn og boða til kosninga undir ákveðnum kringumstæðum, og þar fram eftir götum.“ Davíð sagði einnig að stjórnskipun okkar gerði ráð fyrir að ráðherrar færu með æðsta framkvæmdavald á sínu sviði. „Til greina kæmi að árétta þá skipan berum orðum, þ.á m. að ráðherrar fari með völd forseta og tengja það ábyrgð þeirra á stjórn- arframkvæmdum. Með því móti væri alveg augljóst að ábyrgðin hvíli á þeim, nema hún sé sérstaklega frá þeim tekin með lögum.“ Hann sagði ennfremur að stjórn- arskráin væri fáorð um hlutverk rík- isstjórnarinnar. „Æskilegt væri að af stjórnarskrá mætti ráða hvert hlutverk ríkisstjórnarfunda eigi að vera. Eiga þeir eingöngu að vera pólitískur samráðsvettvangur eða má jafnframt fela þeim stjórnsýslu? Ætti að styrkja agavald ríkisstjórn- ar og ráðherrafunda yfir einstökum athöfnum ráðherra, t.a.m. þannig að þeir fari ekki fram með önnur þing- mál en þau sem ríkisstjórnin stendur öll að, staðfesting milliríkjasamn- inga sé undirorpin samþykki ríkis- stjórnar og svo framvegis.“ Endurskoðun eða nýmæli Davíð sagði að síðustu að hann sæi þannig fyrir sér að endurskoðun stjórnarskrárinnar gæti bæði falist í athugun á gildandi ákvæðum sem og á því hvort ástæða væri til í að taka í hana nýmæli. „Með nýmælum í stjórnarskrá á ég þá bæði við hvort ástæða sé til að festa í sessi ýmsar venjuhelgaðar reglur sem ætla má að hafi nú þegar öðlast stjórnar- skrárvarða stöðu, s.s. þingræðisregl- an, sem og aðrar reglur sem ekki hafa slíka stöðu en einhugur ríkir engu að síður um, s.s. um auðlindir okkar til lands og sjávar, þ.e. að þær séu sameign þjóðarinnar.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra í umræðum um stjórnarskrána á Alþingi Reiðubúinn að hefja samstarf um endurskoðun Athugað verði hvort taka eigi þing- ræðisregluna í stjórnarskrá Davíð Oddsson Á meðan þessi mál skýrast telja Hömlur ráðlegt og skynsamlegt að hætta ekki frekari fjármunum við útgáfu DV og mun gera hlé á út- gáfu blaðsins næstu daga. Standa vonir til að í byrjun næstu viku hefjist útgáfa DV að nýju í höndum nýrra útgefenda.“ ÞORSTEINN Einarsson, skipaður skiptastjóri útgáfufélags DV, sem óskaði gjaldþrotaskipta í fyrradag, segir hlutverk sitt að koma eignum þrotabúsins í verð. Dótturfélag Landsbankans, Hömlur, hafi sýnt áhuga á að leysa þessar eignir til sín sem hann segir eðlilegt þar sem félagið sé að gæta hagsmuna sinna sem stærsti veðhafinn. DV kom út í gær en kemur ekki út næstu daga. Í tilkynningu, sem Landsbankinn og skiptastjóri þrotabúsins sendu frá sér í gær, kemur fram að Landsbankinn leggi áherslu á að DV komi áfram út, þar sem það þjóni best hagsmunum allra, sem að málinu komi. Áhugasamir aðilar hafa gefið sig fram „Á meðan viðræður skiptastjóra og Hamla eiga sér stað er ekki talið rétt að ræða um með hvaða hætti verði staðið að áframhaldandi út- gáfu, eða hverjir komi þar að mál- um,“ segir í yfirlýsingunni. „Ljóst er þó að áhugasamir aðilar um út- gáfu félagsins hafa gefið sig fram. „Þegar eign er veðsett kemur tvennt til; selja eignina á uppboði til fullnustu veðkrafna eða reyna að forða því og leysa málið án þess að til uppboðs komi,“ segir Þorsteinn Einarson. „Það er ljóst að ef þessi verðmæti verða seld á uppboði, sem dæmi, þá tekur það langan tíma og ljóst að þau verðmæti verða að engu orðin eftir einhverj- ar vikur og mánuði þegar að upp- boði kemur. Þannig að það er lagt kapp á að losa um þessi verðmæti hið fyrsta og gera raunveruleg verðmæti úr þessu. Vonandi verður blaðið rekið áfram og starfsmenn fái áfram vinnu,“ segir Þorsteinn. Miklir hagsmunir starfsmanna Starfsfólk DV ætlar að hittast um hádegi í dag og bera saman bækur sínar. Það eru miklir hags- munir í húfi fyrir starfsmenn og mikilvægt fyrir þá eins og aðra að þetta fari vel, segir Erlingur Krist- ensson, trúnaðarmaður á DV. Erlingur segist ekki hafa heyrt annað en starfsfólk hafi viljað halda áfram að koma blaðinu út, og sé ósátt við hlé á útgáfu blaðsins. „Ég held að fæstir telji að það sé blaðinu til góða að stoppa. Maður sér fyrir sér að það verði erfitt að koma því í gang aftur,“ segir hann, og bendir á að stöðvunin sé hvorki góð varðandi áskrifendur né aug- lýsendur. Vonast til að DV komi út á ný Morgunblaðið/Sverrir SOKOLOV vann dýrmæt stig á Mjólkurskákmótinu á Selfossi í gær þegar hann sigraði í skák sinni við Bologan. Sokolov og Nikolic eru efstir og jafnir á mótinu eftir 7. um- ferð. Staða efstu manna í meistara- flokki er því þannig að Nikolic og Sokolov eru efstir með 5½ vinning, og Malakhov í þriðja sæti með 5 vinninga. Í áskorendaflokki eykur Oral við forskot sitt með 6 vinninga, en í 2.–3. sæti eru Danielsen og Ga- lego. Önnur úrslit 7. umferðar urðu þau að Pons sigraði Hannes Hlífar, Þröstur gerði jafntefli við Fress- inet, Rowson vann de Firmian og Malakhov gerði jafntefli við Nikolic. Í hópi áskorenda vann Ingvar Þór Pokorna, Danielsen og Votava gerðu jafntefli, Oral vann Jón Árna, Róbert vann Tómas og Galego vann Stefán. 8. umferð fer fram í dag. Sokolov og Nicolic efstir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.