Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 33 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Heilbrigðisþing 2003 - Háskólasjúkrahús á Íslandi - Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð - Dagsetning: 7. nóvember 2003. Tími: Kl. 8:00-17:00. Þingstaður: Salurinn Tónlistarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6. Ráðstefnustjóri: Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri. Fundarstjórar: Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, Helgi Már Arthúrsson, upplýsingafulltrúi. Dagskrá: 8:00-8:40 Skráning. 8:40-8:50 Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra. I. Hvernig verður háskólasjúkrahús framtíðarinnar? 8:50-9:10 Háskólasjúkrahús í alþjóðlegu samhengi, Runólfur Pálsson, lektor og sérfræðingur á LSH. 9:10-9:30 Reynsla af faglegri stjórnun á háskólasjúkrahúsi í Noregi, Hulda Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri við Ullevålsjúkrahúsið í Osló. 9:30-9:50 Markmið og stjórnun háskólasjúkrahúss á Íslandi, Magnús Pétursson, forstjóri LSH. 9:50- 10:10 Stefna og stjórnun háskólasjúkrahúss - Nýjar áskoranir á nýrri öld, Sigrún Gunnarsdóttir, verkefnastjóri á LSH. 10:10-10:40 Kaffihlé. II. Hvaða kröfur gerum við til háskólasjúkrahúss? 10:40-10:50 Háskólasjúkrahús sem miðstöð upplýsinga- og hátækni, Margrét Oddsdóttir, skurðlæknir og prófessor við HÍ. 10:50-11:00 Heilsugæslan og háskólasjúkrahús, Alma Eir Svavarsdóttir, aðjúnkt og heilsugæslulæknir. 11:00-11:10 Sjúkrastofnanir landsins og háskólasjúkrahús, Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri. 11:10-11:20 Sjálfstætt starfandi sérfræðingar og háskólasjúkrahús, Gizur Gottskálksson, sérfræðingur í lyflækningum. 11:20-11:30 Sjálfstætt starfandi aðilar og háskólasjúkrahús, Ásta Möller, hjúkrunarfræðingur. 11:30-12:00 Pallborðsumræður undir stjórn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. 12:00-13:00 Hádegisverður í Salnum. III. Hvernig verða kennsla, rannsóknir og þjónusta á háskólasjúkrahúsi í framtíðinni? 13:00-13:20 Kennsla heilbrigðisstétta, Kristján Erlendsson, varadeildarforseti, kennslustjóri og dósent. 13:20-13:40 Rannsóknir og þróun þekkingar, Guðmundur Þorgeirsson, sviðsstjóri og prófessor við HÍ. 13:40-14:00 Kennsla, rannsóknir og þróunarstarf á sviði hjúkrunar, Hrund Scheving Thorsteinsson, sviðsstjóri á LSH og lektor við HÍ. 14:00-14:20 Þjónusta við sjúklinga og starfsumhverfi, Guðrún Sigurjónsdóttir, sviðsstjóri endurhæfingar á LSH. IV. Hver eru sjónarmið fagaðila, samtaka sjúklinga, aðstandenda og nemenda? 14:20-14:30 Kennsla, rannsóknir og þróunarstarf á landsbyggðinni, Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri FSA. 14:30-14:40 Mikilvægi og hlutverk rannsóknarstarfsemi, Hans Guðmundsson, forstöðumaður hjá Rannís. 14:40-14:50 Rödd samtaka sjúklinga, Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Landssamtaka hjartasjúklinga. 14:50-15:00 Sjónarmið aðstandenda sjúklinga, María Gísladóttir, aðstandandi sjúklings. 15:00-15:10 Viðhorf nemenda til náms og rannsókna, Kolbrún Pálsdóttir, læknanemi. V. Þinglok 15:10-15:30 Kaffihlé. 15:30-16:00 Pallborðsumræður undir stjórn Elsu Friðfinnsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 16:00 Þingslit og verðlaunaafhending. 16:00-17:00 Heilbrigðisráðherra býður þingfulltrúum til móttöku í Salnum. Á LAUGARDAGINN var, 1. nóv- ember, birtist afar athyglisverð grein um viðhorf núverandi eigenda Aust- urbæjarbíós til húss- ins. Þar kom fram að þeir hefðu keypt það til þess að rífa það og reisa íbúðir á reitn- um. Jafnframt var farið mörgum orðum um hversu dýrt væri að gera við húsið og koma því í sæmi- legt stand. Fleira var sagt húsinu til óþurftar, en skal ekki rakið hér. Þegar hætt var að starfrækja kvik- myndasýningahús í austurbæjarbíói tók Óttar Felix Hauksson sig til og fór að starfrækja þar tónleika- og fundahús. Það er skemmst frá því að segja að flestar uppákomur í Austur- bæjarbíói hafa verið vel heppnaðar. Tónleikagestir lofa hljómburð í hús- inu og menn komast ekki yfir hversu vel húsið hentar til tónlistarflutnings og margs konar annarrar lista- starfsemi. Þá virðast menn á einu máli um að stærð hússins og salarins sé afar góð. Hér á síðum Morg- unblaðsins hefur verið rækilega farið yfir þá tónleika, leiksýningar og margs konar viðburði, sem verið hafa í húsinu. Byggingastíl þess hefur ver- ið lýst og sagt hversu vel það falli inn í heildarmynd þess svæðis, sem það stendur á. R- og D-listi sameinast gegn bíóinu En upp úr stendur að þrátt fyrir áköf mótmæli, þá munu R- og D- listar sameinast um að rífa húsið og smygla þeirri ákvörðun í gegnum kerfið. Svo verður einn daginn auðn og tóm og ekkert Austurbæjarbíó. Þá fara menn í óða önn að naga sig í handabökin og neglurnar upp í kviku. En af hverju eru ýmsar byggingar merkilegar? Það er margt sem kem- ur til: byggingarstíll, sá tími, sem við- komandi hús var byggt á og alls kyns tilfinningalegar ástæður um ýmsar uppákomur, sem áttu sér stað þar. Ég leyfi mér t.d. að efast um að Menntaskólinn í Reykjavík væri eins merkilegur, hefðu ekki menn eins og t.d. Jón Sigurðsson forseti stigið þar fæti niður. Aðeins F-listinn á móti niðurrifi Það virðist hafa tekist ákaflega vel til með byggingu Austurbæjarbíós sem tónlistarhúss og stærð þess er notadrjúg. Auðvitað er óskadraum- urinn stórt og vandað tónlistarhús, en alhliða tónlistarhús verður seint byggt. Það er upplífgandi fyrir and- ann að halda tónleika í húsi svipaðrar stærðar og Austurbæjarbíó og þar sem hljómurinn nýtur sín. Nú hefur verið skrúfað fyrir Stein- unni Birnu Ragnarsdóttur, sem ein- arðlega vakti athygli á þessu ágæta húsi, en Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans í borgarstjórn, hefur hamr- að á því að húsið skuli fá að standa og þjóna því menningarhlutverki, sem því er ætlað. Það var einmitt þegar Ólafur F. flutti tillögu í borgarstjórn gegn niðurrifi Austurbæjarbíós, 4. september sl., sem R-listinn þaggaði niður í Steinunni Birnu. Ég hef alvarlega velt fyrir mér hvort það sé raunverulegur vilji stjórnenda borgarinnar að láta rífa Austurbæjarbíó. Það væri fróðlegt að vita hvort raunverulega ástæðan sé fyrst og fremst sú að menn ofarlega í stjórnpýramída borgarinnar séu að hygla lóðakaupendum og áhugafólki um nýbyggingar um lóð, þar sem hægt væri að byggja fjölbýlishús og hagnast verulega á þeim. Ég vona að stundarhagsmunir og græðgi muni ekki tröllríða dómgreind þess ágæta fólks, sem nú ræður ferðinni í Reykjavíkurborg og sjálfstæðismenn láta kyrrt liggja, enda deru þeir frem- ur þekktir af því að vernda verð- mætasköpun í formi peningagróða en andlegra afurða. Nokkrar vangaveltur um Austurbæjarbíó Eftir Gísla Helgason Höfundur er tónlistarmaður. NÚ UM þessar mundir stendur yfir landssöfnun til stuðnings Sjónarhóli, fyrstu ráðgjafarmiðstöð Íslendinga fyrir aðstandendur langveikra, fatlaðra og þroskaheftra barna. Stofnun Sjónarhóls er svo sannarlega mikilvægt verkefni sem mun valda straumhvörfum í réttindabaráttu þeirra fjölmörgu barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða. Hingað til hefur kerfið reynst óhemju flókið aðkomu fyrir aðstandendur þessara barna og ný og ókunn veröld í baráttu við kerfið hefur síst verið til að létta það gríðarlega álag sem fylgir því að eignast veikt eða fatlað barn. Mörgum foreldrum barna með sérþarfir hefur reynst ofviða að leita réttar síns og barna sinna og hreinlega gefist upp á þeirri vegferð, jafnvel þótt oft sé um sjálfsagða og lögbundna þjónustu að ræða. Til viðbótar er réttur foreldra til fjarveru vegna veikinda barna sinna afar takmarkaður hér á landi og þegar Norðurlönd eru skoðuð í þessu samhengi kemur í ljós að Ísland sker sig verulega úr. Foreldrar íslenskra barna hafa nánast engan rétt til fjarveru vegna veikinda barna sinna sam- anborið við foreldri á öðrum Norðurlöndum. Þessi vitnisburður er ekki til sóma og þarf svo sannarlega að taka duglega á í þessum málaflokki, eigi vel- ferðarþjóðfélagið að standa undir nafni. Stjórnvöld þurfa þar að líta í eigin barm og leita leiða til úrbóta fyrir langveik og fötluð börn en mikið vantar á að þar sé viðunandi árangri náð þrátt fyrir fögur fyrirheit. Þá er nauðsyn- legt að samræma þjónustu og gefa skýrari leiðsögn um réttarstöðu og úr- ræði og má svo sannarlega segja að stofnun Sjónarhóls sé áfangi á þeirri braut. Þá eignast fjölskyldur barna með sérþarfir umboðsmann, þeirra leið- sögumann um kerfið. Sjónarhóli er ætlað að verða ráðgjafarmiðstöð þar sem fólki er leiðbeint um völundarhús velferðarkerfisins, þar sem saman verður safnað á einn stað upplýsingum ásamt því að miðlað verður af reynslu ann- arra sem hafa lent í viðlíka aðstöðu. Að miðstöðinni standa öll helstu félög og samtök sem unnið hafa að hagsmunum barna með sérþarfir og er Sjónarhóll fyrsta samstarfsverkefni þeirra og vonandi upphaf að frekari samvinnu sem orðið getur til þess að bæta hag slíkra barna. Foreldrafélag barna með AD/ HD, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Um- hyggja eru þar á meðal. Ég vil fagna þessu samstarfi og því framtaki sem sýnt hefur verið með stofnun Sjónarhóls um leið og ég hvet alla landsmenn til að leggja sitt af mörkum til að láta drauminn um öfluga ráðgjafarmiðstöð fyrir sérstök börn til betra lífs verða að veruleika. Styðjum sérstök börn til betra lífs Eftir Bryndísi Hlöðversdóttur Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.