Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 26
LISTIR
26 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Súfistinn, Laugavegi 18 Árni
Óskarsson les úr þýðingu sinni á
bókinni Miðnæturbörn eftir Salman
Rushdie sem gerist á Indlandi og
lesið verður úr þýðingu Árna Snæv-
arr á bókinni Lifandi brennd eftir
Souad. Þá les Eiríkur Örn Nordal
úr þýðingu sinni á Heimskir hvítir
karlar eftir Michael Moore og að
lokum les Tómas R. Einarsson úr
þýðingu sinni á bókinni Dansarinn
á efri hæðinni eftir Nicholas Shake-
speare. Tómas R. leikur lög af ný-
útkominni hljómplötu sinni Havana.
Súfistinn, Hafnarfirði kl. 12.10
Þjóðlagahljómsveitin Bardukha
leikur af fingrum fram balzamik
gleðitónlist. Hljómsveitin leikur
alla fimmtudaga fram að jólum á
Súfistanum, ýmist á Laugaveginum
eða í Hafnarfirði.
Gallerí-fiskur, Nethyl Elva Hreið-
arsdóttir sýnir grafíkmyndir af
fiskum í veitingahúsinu.
Opið alla daga, nema sunnudaga,
kl. 11-15, kl. 18-22.
Sænsk menningarvika
Borgarbókasafnið, Tryggva-
götu kl. 15 Tveir fyrirlestrar um
almenningsbókasöfn og hlutverk
þeirra og opnun sýningar á teikni-
myndum. Fyrirlestrarnir eru
haldnir á sænsku. Þeir eru í sam-
starfi við Stokkhólmsborg.
Alireza Afshari nefnir fyrirlestur
sinn „Mislyckad integration? Satsa
på folkebibliotek!“ Hann telur al-
menningsbókasöfn geta gengt lyk-
ilhlutverki sem fræðslu- og upplýs-
ingamiðstöðvar í sífellt flóknara
samfélagi okkar, enda engin stofn-
un „lýðsræðislegri“ en almennings-
bókasafnið.
Fyrirlesturinn er á sænsku.
Kl. 17 Kristiina Kolehamainen-
bókasafnsfræðingur fjallar um
starf sitt hjá Serieteket og gerir
grein fyrir því hvers vegna hún tel-
ur að teikni-
myndasögur eigi
að vera hluti af
gagnagrunni
bókasafna.
Hún hefur ver-
ið forstöðumaður
Serieteket í
Stokkhólmi frá
opnun þess árið
1996. Serieteket
fær nú um
100.000 gesti ár-
lega og þar eru settar upp sýningar
þar sem teiknimyndasagan sem
listform er kynnt frá sem flestum
hliðum. Fyrirlesturinn er á sænsku
og er haldinn í samstarfi við Stokk-
hólmsborg.
Sýningin Passion er hingað kom-
in frá Serieteket og er ætlað að
kynna það nýjasta í gerð teikni-
myndasagna í Svíþjóð. Fjórtán
listamenn sýna verk sín.
Sýningin stendur til loka nóv-
ember.
Í DAG
Kristiina
Kolehamainen
ReykjavíkurAkademían,
Hringbraut 121
Ljósmyndasýningu Öldu Sverris-
dóttur lýkur í dag. Þar gefur að líta
myndröðina Landslag og saman-
stendur hún af svarthvítum ljós-
myndum þar sem ástralskt landslag
er kannað.
Sýningin er opin alla daga kl. 13 og
17.
Sýningu lýkur
SEX aukasýningar verða á leikritinu
Fjóla á Ströndinni sem leikfélagið
Brynjólfur stendur að. Fimm sýn-
ingar verða í Möguleikhúsinu við
Hlemm og ein í Hlöðunni við Litla
Garð á Akureyri. Í Möguleikhúsinu
verða sýningar í dag, á miðvikudag í
næstu viku, sunnudaginn 16. nóvem-
ber, fimmtudaginn 20. nóvember og
sunnudaginn 23. nóvember. Á Akur-
eyri verður sýning fimmtudaginn 13.
nóvember. Allar hefjast þær kl. 20.
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
leikkona fer með hlutverk Fjólu.
Aukasýningar
á Fjólu
ÍSLENSKT handverk er áberandi
í sýningarsölum borgarinnar um
þessar mundir og má því segja að
handverkið, sem venjulega ber meira
á í hinum svonefndum sölugalleríium
en almennum sýningarsölum, hljóti
uppreisn æru þetta haustið. Annars
vegar á yfirlitssýningu á munum leir-
listarkonunnar Koggu í Gerðubergi
og hins vegar á afmælissýningu gall-
erísins Meistara Jakobs, sem er
fimm ára um þessar mundir. Frá-
bærar viðtökur við samkeppni Hand-
verks og hönnunar um töskugerð tala
einnig sínu máli, en á þriðja hundrað
töskur bárust inn og því lítil ástæða
til að efast um áhuga íslensks al-
mennings á handverki.
Úr viðjum markaðarins
Sölugalleríið Meistari Jakob var
stofnað fyrir tilstilli 10 listamanna
sem, haustið 1998, settu galleríið á fót
til að koma verkum sínum milliliða-
laust á framfæri. Frá þeim tíma hafa
listamennirnir boðið varning sinn til
sölu í húsakynnum sínum við Skóla-
vörðustíg, þar sem m.a. má finna
grafíkverk, listvefnað, leirlist, mál-
verk og lágmyndir svo dæmi séu tek-
in. Öll eiga þessi listform sína fulltrúa
á ágætlega uppsettri afmælissýn-
ingu, sem vekur þó vissulega spurn-
ingar um sýningarstefnu Norræna
hússins. Án þess að hnýtt sé í lista-
mennina eða verk þeirra má nefni-
lega spyrja sig hvort fimm ára afmæli
sé nægilega veigamikill áfangi til að
efnt sé til sýningar í húsakynnum
Norræna hússins, sem langt er síðan
hýst hefur sýningu á verkum ís-
lenskra listamanna?
Þessi spurning snýr hins vegar
eingöngu að sýningarstefnu Nor-
ræna hússins og er, líkt og áður
sagði, ekki áfellisdómur um verk
listafólksins sem augljóslega nýtur
þess að vinna í stærra rými en hin
hefðbundnu húsakynni Meistara
Jakobs bjóða upp á. Í Norræna hús-
inu má nefnilega sjá verk í yfirstærð-
um, líkt og Vetrarþræðir og Jökul-
kápa Kristínar Geirsdóttur eru gott
dæmi um. Ekki er ofsögum sagt að
listakonan vefi í raun myndverkin
með pensli sínum og virðast mynd-
irnar búa bæði yfir hreyfanleika og
snertanleika. Hin bláfjóluleita Vetr-
arþræðir er sterkari Jökulkápunni,
þó að hvor mynd fyrir sig hefði að
ósekju notið sín betur á einum striga-
fleka í stað tveggja. Séu verkin svo
borin saman við smáverkin Haust-
bylgjur í anddyri sést vel hve mun
kraftmeiri listsköpun Kristínar verð-
ur á stærri skala. Stórar barnslegar
portrettmyndir Magdalenu M. Kjart-
ansdóttur, sem nýlega slóst í hóp að-
standenda Meistara Jakobs, njóta sín
ekki síður vel og áhrifamiklar trérist-
urnar búa ekki yfir síðri styrk en
mannhæðarhá myndverk Magdalenu
gerðu á einkasýningu í Gerðarsafni
1998. Sami sakleysislegi óhugnaður-
inn býr þá einnig undir yfirborðinu
hér líkt og verkið Stríðstrengd er
gott dæmi um.
Það er gaman að sjá hvernig lista-
mennirnir njóta þess að breiða úr sér
í Norræna húsinu lausir úr viðjum
markaðslögmálanna og á það jafnt
við um textílmyndir, málverk sem og
keramikmuni er öðlast hér nægilegt
rými til að njóta sín fyllilega á eigin
forsendum.
Skúlptúrar og nytjalist
Þótt leirlistin njóti sín í bland við
annað handverk á sýningu Meistara
Jakobs er hún þar ekki í sama aðal-
hlutverki og á yfirlitssýningu á verk-
um Kolbrúnar Björgólfsdóttur, betur
þekktri sem Koggu, sem nú stendur
yfir í Gerðubergi. Kogga á um þrjátíu
ára farsælan feril að baki og þeim
tíma hefur listakonan náð að skapa
sér sinn sérstaka en jafnframt sí-
breytilega stíl án þess að staðna.
Henni hefur líka tekist glettilega vel
að feta hina þröngu stigu milli skúlpt-
úrs og nytjalistar og á það efalítið
sinn þátt í þeirri stöðu sem hún skip-
ar í íslensku listalífi. Verk Koggu,
Egg snjófuglsins, hefur til að mynda
selst í um 15 þúsundum eintaka í há-
loftaverslunum Flugleiða á sama
tíma og hún hefur ótrauð haldið
áfram að þróa list sína í aðrar áttir.
Það átta sig kannski ekki allir á
þeim breytingum sem orðið hafa á
verkum Koggu í gegnum tíðina og er
yfirlitssýningin því kærkomin áminn-
ing, sem velheppnuð tímaniðurröðun
verkanna í fjóra glerskápa dregur
skemmtilega fram. Skápur með verk-
um frá námsárum listakonunnar, hér
heima og erlendis, á áttunda áratugn-
um ber þannig merki allt að því lotn-
ingafullri virðingu fyrir efniviðnum
sem endurspeglast í hefbundnum,
einföldum formum og munsturgerð.
Gáski og sérstæð formskynjun lista-
konunnar gerir hins vegar vart við
sig strax á níunda áratugnum líkt og
verk nr. 21, kúluvasi með göddum, er
skemmtilegt dæmi um. Smágerðir
nytjamunir, á borð við vínsett – verk
nr. 34, skreyttir kynjaverum Magn-
úsar Kjartanssonar eru þá ekki síður
húmorískir og einkennandi fyrir list
Koggu sem hefur haldið áfram að
sinna þessum hagnýta hluta listsköp-
unar sinnar í bland við frekari þróun.
Það er húmor og hæfileg virðing
fyrir sjálfri sér og efniviðnum sem
liggur eins og rauður þráður í gegn-
um verk Koggu sl. áratugi. Kynjaver-
ur, göddum lagðir vasar, sérstæð
formyndun og bútakennd mynstur-
gerð postulíns á steinleir talar sínu
máli í þessum efnum og nýjustu verk
Koggu eru engin undantekning.
Formmyndunin á flöskum hennar
kann að vera hefðbundnari en oft áð-
ur en gáskafullt viðhorf gagnvart
sköpunarverkinu er enn á sínum stað
og skýtur að þessu sinni upp kollinum
í skemmtilegu og fjölbreytilegu úr-
vali flöskutappa úr raksápubursta,
fatahanka og skrúfum af ýmsum
stærðum sem bera þess augljós
merki að fjörlegu ímyndunarafli
listakonunar eru lítil takmörk sett.
Töskur eða töskur
Það er nytjalistin sem ræður ríkj-
um á sýningunni Töskur sem nú
stendur yfir í húsakynnum Hand-
verks og hönnunar, en á þriðja
hundrað töskur af öllum stærðum og
gerðum bárust í samkeppni sem efnt
var til vegna sýningarinnar. Rúmlega
fjörutíu töskur voru valdar til sýning-
ar og eru þær verk 35 kvenna, en at-
hygli vekur að eingöngu er að finna
verk kvenna á sýningunni.
Töskurnar eru hins vegar af öllum
stærðum og gerðum og virðist hugar-
flugi sýnenda lítil sem engin takmörk
sett, en einungis um helmingur
þeirra á að baki menntun í hönnun
eða handverki. Aðrir eru ýmist sjálf-
menntaðir eða hafa sótt námskeið og
ber sýningin því ekki hvað síst með
sér mikinn áhuga almennings á hand-
verki og listiðnaði.
Plast, garn, pappír, bast, ull, leður,
skinn og músarmottur. Allt reynist
þetta töskugerðarfólkinu efniviður í
bæði hefðbundið og frumlegt hand-
verk þar sem hefðir og notagildi
skipa misháan sess. Ullartöskur bæði
þæfðar, líkt og í taska Ásdísar Birg-
isdóttur, og prjónaðar, líkt og taska
Önnu Elsu Jónsdóttur, eru þannig
gott dæmi um hefðbundið handverk
þar sem notagildi er haft í hávegum,
og má hið sama segja um glæsilega
steinbítsroðstösku Arndísar Jó-
hannsdóttur. Uppreisn gegn slíkri
nytjastefnu má svo finna í keramik-
töskum þeirra Ragnheiðar I. Ágústs-
dóttur og Helgu K. Unnarsdóttur
sem báðar leika sér með töskuformið.
Ragnheiður í hinum skemmtilega
nefnda Leirburði – skálarlaga ker-
amiktösku, og Helga með keramikút-
færslu af hinum hefðbundna bak-
boka. Trefjaplast- og hænsnanets-
taska Magdalenu S. Þórisdóttur er
þá ekki síður skemmtilegt dæmi upp-
reisnarandans.
Flestir reyna hins vegar að feta bil
beggja líkt töskur Margrétar Guðna-
dóttur, úr pappírsreimum og -borð-
um, og kanínuskinnsveskið Dís eftir
þær Ingibjörgu Sigurðardóttur og
Öddu Gerði Árnadóttur eru góð
dæmi um. Það er hins vegar í þeim
tilfellum þar sem notagildi, frumleiki
og þjóðlegir þættir eru tvinnaðir
saman sem áhugaverðustu töskurnar
er að finna. Þess vegna eru líka pla-
staðar prjóntöskur Ragnheiðar Guð-
mundsdóttur og Þorbjargar Valdi-
marsdóttur og steinum prýdd
plasttaska Bjargeyjar Ingólfsdóttur,
Fjörusteinar í farteskinu, vonandi
aðeins skemmtilegur vísir að því sem
koma skal.
Íslenskt handverk
og hönnun
MYNDLIST
Norræna húsið
MEISTARI JAKOB – AFMÆLISSÝNING
Sýningin stendur til 16. nóvember. Hún
er opin alla daga nema mánudaga frá kl.
12-17.
Menningarmiðstöðin Gerðubergi
TÖSKUR
Sýningin stendur til 16. nóvember. Hún
er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 11-
19 og laugardaga og sunnudaga frá kl.
13-17.
Handverk og hönnun
KOGGA
Sýningin stendur til 16. nóvember. Hún
er opin alla daga nema mánudaga frá kl.
13-17.
Anna Sigríður Einarsdóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Taska Margrétar Guðnadóttur.
Morgunblaðið/Sverrir
Flöskur með töppum eftir Koggu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jökulkápa eftir Kristínu Geirsdóttur.
FLÄSKKVARTETTEN frá Gauta-
borg heldur tónleika í Íslensku óper-
unni kl. 20.30 í kvöld. Hljómsveitin er
skipuð hámenntuðum tónlistarmönn-
um frá Gautaborg sem áttu það sam-
eiginlegt að hafa ekki fundið sig í
hefðbundinni tónlistariðkun og
mynduðu saman strengjakvartett
sem að viðbættum trommuleikara
fremur bræðing af djasstónlist, klass-
ík, slagverkstónlist, rokki og blús.
Hljómsveitina skipa Mattias Helldén
á selló, Örjan Högberg á lágfiðlu,
Sebastian Öberg á selló, Jonas Lind-
gren á fiðlu og Christian Olsson á
trommur og annað slagverk. Þá notar
hópurinn margs konar stafræn auka-
hljóð og hljóðsmölun (sampling).
Sveitin hóf að spila saman á
miðjum níunda áratugnum og má
einna helst líkja þeim við tónlistar-
menn eins og Tom Waits, Charles
Mingus, Joni Mitchell, Marilyn Man-
son og Nine Inch Nails, sem og klass-
ísk tónskáld á borð við Mauricio Kag-
el og Luciano Berio.
Fyrsta plata hljómsveitarinnar,
Köttbit, kom út árið 1987 og ávann
henni strax fastan hóp fylgismanna í
Svíþjóð. Í kjölfarið komu What’s Your
Pleasure? árið 1988 og Goodbye
Sweden árið 1990, og hljómsveitin
haslaði sér auk þess völl í kvikmynda-
gerð. Á plötunni FLOW árið 1993
komu margir af vinsælustu lista-
mönnum Svíþjóðar fram sem gesta-
listamenn og á þeirri plötu gerði
sveitin enn fremur tilraunir með
rapptónlist og þróaði enn frekar
hljóðsmölunartækni (sampling) sína.
Hljómsveitin hefur undanfarið m.a.
fengist við að semja tónlist fyrir Par-
ísaróperuna, leikhópinn DV8 Phys-
ical Theatre Ensemble í Englandi og
gefið út plötuna Love Go.
Tónleikarnir eru haldnir í
tengslum við Sænska menningarviku
sem nú stendur yfir.
Sænskir hljóð-
smalar á ferð
Fläskkvartetten frá Gautaborg heldur tónleika í Íslensku óperunni.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦