Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á ÁRINU hóf Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin (WHO) að vinna að um- fangsmikilli framkvæmdaáætlun um bætta andlega heilsu á heims- vísu (Global Action Programme for Mental Health) og hefur komið á fót átta alþjóðlegum ráðum (Global Council for Mental Health) sem hafa ólíkar áherslur þótt mark- miðið sé eitt og hið sama. Þarna er m.a. að finna ráð eða hópa sem í sitja forystumenn lækna/ heilbrigð- ismála, þingmannaráð, hóp notenda geðheilbrigðisþjónustu, hóp með forsvarsmönnum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda, leiðtogum á sviði fjölmiðla o.s.fr.v. Boðið að starfa að verkefninu Héðinn Unnsteinsson, sem lengi hefur unnið að geðheilbrigð- ismálum hér á landi, starfar við verkefnið á vegum WHO. Héðinn var við nám í Bretlandi í fyrra í al- þjóðlegri stefnumótun og stefnu- greiningu og að hans sögn snerist lokaritgerðin mjög mikið um geð- heilbrigðismál. „Í náminu var boðið upp á starfsnám og ég fór til WHO síðastliðið sumar og var hjá þeim í tvo mánuði. Þar tók ég fram öll þau verkefni og handrit o.fl. sem ég hafði unnið að gegnum tíðina og þeir töldu sig geta notað starfs- krafta mína þar sem ég hefði svo mikinn áhuga og þekkingu á mál- efninu. Þeir sáu það einnig að ég var það sem við köllum notenda, þ.e. ég var sjálfur veikur fyrir um ártug. Þeir töldu það kost að ég væri bæði fyrrverandi notandi og svo með akademískan bakgrunn.“ Héðinn segir verkefnið marka ákveðin þáttaskil í vinnulagi WHO, löng hefð sé fyrir því að WHO starfi „ofan frá og niður“ t.d. með tilskipunum, sérstökum heilbrigð- isdögum o.s.fr.v. En í þessu verk- efni stefni WHO að því að virkja borgarlega hópa til þess að vinna að sameiginlegum markmiðum í geðheilbrigðismálum en sjálfur sit- ur Héðinn í hópi svokallaðra not- enda. „WHO-stofnunin er góð í tölulegum upplýsingum og öðru slíku en þegar kemur að aðgerðum eða framkvæmdum er hún oft veik- ari á svellinu,“ segir Héðinn. Þunglyndi veldur mestu vinnutapi og örorku WHO telur að geðsjúkdómar og tengdir sjúkdómar séu ein helsta ástæða örorku og tapaðrar fram- leiðslugetu í heiminum; gera megi ráð fyrir að þessir sjúkdómar hafi bein áhrif á um 450 milljónir manna. Þá gerir WHO ráð fyrir að hlutfall þeirra sem þjást af geð- eða heilasjúkdómum í heiminum muni hækka úr 11% í 15% árið 2020. Þunglyndissjúkdómar valda mestri örorku og vinnutapi en auk þess styttir sér um ein milljón manna aldur á hverju ári og meira en helmingurinn er ungt fólk. WHO telur að neikvæð áhrif af þunglyndi eigi eftir aukast enn frekar. Spurð- ur um þessar spár um vaxandi vanda vegna geðsjúkdóma segist Héðinn oft svara því þannig til að kapítalisminn sé líklega ekki góður fyrir heilsuna og sérstaklega ekki fyrir geðheilsuna. „En að slíkum vangaveltum slepptum er þetta ein- faldlega spá sérfræðinga WHO um þróunina. En þetta eru þegar orðn- ar háar tölur, t.d. þessi mikli fjöldi sem fremur sjálfsmorð og sér í lagi ungt fólk. Af tíu helstu örorkuvöld- um í heiminum eru fimm geðrask- anir og WHO horfir mjög til tap- aðrar framleiðni og áhrifa þessara sjúkdóma á mannauðinn og telur geðsjúkdóma vera gríðarlegt vandamál.“ Héðinn segir eitt helsta vanda- málið vera að utan Vesturlandanna séu mjög margir sem hafi ekki að- gang að geðheilbrigðisþjónustu eða geðlyfjum. „En til þess að brúa þetta bil hefur WHO ákveðið kalla til sín þessi átta alþjóðlegu ráð vegna þess að stofnunin getur þetta ekki ein. WHO er einfaldlega umboðsskrifstofa 190 landa í heim- inum og hendur stofnunarinnar geta oft verið mjög bundnar. Þess vegna er lögð áhersla á alþjóðlegu ráðin, en flestir í þeim eru úr borg- aralegu samfélagi, og að fá þau til þess að vinna að ákveðnum mark- miðum. WHO setur vanalega fram skýr og föst markmið en í þessari vinnu er aftur á móti gengið út frá því að þau verði mótanleg. En vinn- an er rétt að hefjast og þeir fundir sem ég hef setið er flokkaðir sem undirbúningsfundur. Hluti af verk- efninu er að móta þetta alþjóðlega ráð þannig að þetta er svolítið eins og að búa til barn; fóstrið er ekki til heldur má segja að við séum enn í tilhugalífinu. Þessi vinna hófst í ár en hugmyndin og undirbúningurinn hjá WHO hefur tekið talsvert lengri tíma.“ Nauðsynlegt fyrir WHO að leita til samfélagsins Héðinn segir að stjórnendur þeirrar deildar hjá WHO, sem stýr- ir verkefninu og hann vinni hjá, geri sér ljóst að til þess að ná ár- angri verði þeir að leita út í hið borgarlega samfélag og reyna að vinna með samfélaginu í stað þess að vera fyrir ofan það og senda til- skipanir niður til þess. „Mér finnst,“ segir Héðinn, „eins og WHO sé með þessi að stíga niður fólksins og lýsa því að hún vilji vinna með því. Og stjórnandi deild- arinnar er allur af vilja gerður til þess að ná fram þessu samstarfi sem nauðsynlega þarf að koma til.“ Héðinn segir verkefnið hugsað til lengri tíma og gert sé ráð þremur þrepum í því fram til ársins 2005 og þá verði alþjóðlegu ráðin, sem séu innbyrðis ólík, kölluð saman. „Það verður út af fyrir sig nokk- uð afrek því læknar og notendur hafa t.d. yfirleitt ekki talað mikið saman. Maður reynir oft að sjá fyr- ir hvað muni gerast þegar þessi ólíku ráð verða kölluð saman. Þetta verður væntanlega svolítið eins og að stjórna Fílharmoníuhljómsveit.“ Héðinn Unnsteinsson starfar við geðheilbrigðisáætlun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO stígur niður til fólksins Morgunblaðið/ Kristinn Héðinn Unnsteinsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur nýtir sér Barnahús í minna mæli en áður. Einungis tvær af þeim 29 skýrslum sem hafa ver- ið teknar af börnum á þessu ári vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi voru teknar í Barnahúsi. Þetta er umtalsverð minnkun frá því í fyrra þegar 17 af 37 skýrslum voru teknar í Barna- húsi. Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, segir enga sérstaka ástæðu vera fyrir því en að alltaf sé kallaður til kunnáttumaður til aðstoðar við skýrslutökur sem þessar. Vigdís Erlendsdóttir, forstöðumaður Barnahúss, segir skorta skil- greiningu í lögum á því hver teljist kunnáttumaður. Í Barnahúsi starfa þrír sér- fræðingar sem hafa sótt þjálfun í skýrslutöku af börnum og þar er jafnframt sérútbúin aðstaða til slíkrar skýrslutöku. Markmið Barnahúss er að barnið fái alla nauðsynlega þjónustu undir sama þaki en það er talið auðveldara fyrir barnið og forráðamenn. Þar get- ur barnið fengið sálfræðiþjón- ustu og læknisþjónustu og for- eldrar og systkini geta jafnframt fengið ráðgjöf. Engar reglur um kunnáttumenn Dómarar hafa sjálfdæmi um hvernig þeir standa að skýrslu- tökum af börnum undir 18 ára aldri en þeim er heimilt að kveða til kunnáttumann. Þeir geta ákveðið hvar skýrslutakan fer fram og það er jafnframt þeirra að skilgreina hver telst kunnáttumaður. Helgi I. Jóns- son segir kunnáttumann vera þann sem dómari meti hæfan til að taka skýrslur sem þessar en í flestum tilvikum er það rann- sóknarlögreglumaður sem hefur mikla reynslu af að tala við börn. Helgi segist ekki telja vera staðið verr að skýrslutökum í Héraðsdómi Reykjavíkur en í Barnahúsi enda séu aðstæður mjög góðar í Héraðsdómi. „Þá getur dómari líka skipulagt skýrslutöku með stuttum fyrir- vara.“ Hann segir engar reglur hafa verið mótaðar um kunn- áttumenn en að reglur um hvernig skuli standa að skýrslu- tökum af börnum séu skýrar. „Skýrslutökur hafa gengið mjög vel á þessu ári og við erum alls ekki að rýra gildi Barna- húss. Við höfum átt mjög gott samstarf við fagaðila þaðan,“ segir Helgi. Skýrslutökur samdægurs Vigdís Erlendsdóttir segir það vera jákvætt að hlutdeild Barnahúss í skýrslutökum á landsvísu hafi aukist en að það sé athyglisvert að á sama tíma hafi hlutdeild þeirra minnkað í skýrslutökum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hún segir að Barnahús framkvæmi skýrslu- tökur samdægurs og að engin bið sé eftir þeim. „Ég tel að umhverfi það sem Barnahús býður upp á sé vel til þess fallið að mæta þörfum barna. Starfsmenn Barnahúss hafa auk þess hlotið sérstaka þjálfun í skýrslutökum af börn- um sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðisofbeldi og hafa jafnframt beitt aðferðinni í við- tölum við hátt í 700 börn síðan Barnahús tók til starfa í nóv- ember 1998,“ segir Vigdís Er- lendsdóttir en hún telur það vera annmarka á lögunum að ekki sé nákvæmlega skilgreint hver teljist vera kunnáttumað- ur. Nauðsynlegt að þekkja þankagang barna „Aðferðin við skýrslutöku af börnum er stöðluð og hefur verið rannsökuð og þróuð í mörg ár. Hún er kennd sem fræði og það er mikilvægt að sá sem tileinkar sér þau fræði hafi forsendur til þess. Í þessu sambandi er uppeld- is- og sálfræðimenntun mikil- væg. Það er ekki einfalt að beita aðferðinni nema að hafa til þess sérstaka þjálfun og þekkingu. Það er t.d. nauðsyn- legt að vera vel að sér um þroska og þankagang barna og vita hvaða forsendur þau hafa til að skilja og nota hugtök,“ segir Vigdís. Héraðsdómur Reykjavíkur notar Barnahús minna en áður Engin skilgrein- ing á kunnáttu- manni í lögum 12:00-13:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.