Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðaverð 2.000 kr. Miðasala í Japis, Laugavegi , sími 511 1185 og á midi.is Ath! Sæti eru númeruð. Fyrstir koma fyrstir fá. í Austurbæ kl. 21 fimmtudaginn 6. nóvember Á hljómleikunum mun Ríó ásamt úrvals hljóðfæraleikurum flytja lög af nýútkominni plötu sinni „Utan af landi“ auk þess að klæða mörg sín þekktustu lög í nýjan búning. Ómissandi tækifæri til að kynnast eða rifja upp óborganlega Austurbæjar- stemningu með Ríó. Martha Brooks djasssöngkona kem- ur fram ásamt tríói sínu á „heitum fimmtudegi“ sem Jazzklúbbur Ak- ureyrar efnir til í kvöld og hefst kl. 21.30. Þar mun hún flytja eigin lög og annarra, en lög af geisladiski hennar, Change of Heart, skipa þar verðugan sess, enda kosin besta djassplata ársins 2002 í Kanada. Dave Restivo leikur á píanó, Mike Downes á kontrabassa og Ted Warr- en á trommur. Martha Brooks er Kanadamaður af íslenskum ættum. Martha Brooks syngur í Deiglunni LÍTIL jeppabifreið gjör- eyðilagðist er eldur kom upp í farangursrými hennar á Hlíð- arfjallsvegi ofan Akureyrar skömmu eftir hádegi í gær. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp hann með skrekkinn. Hilmar Ágústsson, trillukarl frá Raufarhöfn, hafði verið að sækja efni til að búa til trefja- plast í bátasmiðjuna á Hlíðar- enda og hann telur að kviknað hafi í efnunum í farangursrým- inu. „Það kom smá hvellur og svo sá ég að það var kominn upp eldur afturí. Ég stöðvaði strax bílinn, fór aftur fyrir og dró efnin út úr bílnum á mott- unni. Þá var kominn eldur í innréttinguna og ég réð ekki við neitt. Ég var sem betur fer með gemsann í vasanum og hringdi strax í Neyðarlínuna,“ sagði Hilmar. Þegar Slökkvilið Akureyrar kom á vettvang var bíllinn alelda. Nokkuð greiðlega gekk að slökkva eldinn en þá var allt brunnið sem brunnið gat. „Þetta gerðist allt mjög hratt, við sáum strax mikinn reyk þarna upp frá þegar við lögð- um af stað frá stöðinni og þetta sýnir vel hvaða svona efni geta verið hættuleg,“ sagði Ingimar Eydal varaslökkviliðsstjóri. Jeppabifreið gjöreyðilagðist í eldi Morgunblaðið/Kristján Bíllinn gjörónýtur: Ég réð ekki við neitt, sagði Hilmar Ágústsson sem skoðar hér inn í bílinn eftir eldsvoðann. Ekki við neitt ráðið: Slökkviliðs- menn að störfum. „Þetta gerðist allt mjög hratt, við sáum strax mikinn reyk þarna upp frá þegar við lögðum af stað frá stöðinni og þetta sýnir vel hvað svona efni geta verið hættuleg,“ sagði Ingi- mar Eydal varaslökkviliðsstjóri. Forvarnateymi | Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt að fela starfs- manni sínum að hefja undirbúning að stofnun forvarnateymis og skal stefnt að fyrsta fundi í upphafi næsta árs. Þá hefur áfengis- og vímuvarnanefnd falið starfsmanni sínum að undirbúa fund með Svan- dísi Nínu Jónsdóttur og nefndinni í þessum mánuði, vegna ráðgjafar um stefnumótun í forvörnum. Hugbúnaðarþróun | Hugbún- aðarþróun fyrir heilbrigðisgeirann er yfirskrift málþings sem efnt verð- ur til á föstudag, 7. nóvember. DATA, félag stúdenta í upplýsinga- tæknideild Háskólans á Akureyri efnir til málþingsins sem fram fer í húsakynnum háskólans á Sólborg, stofu L201, og hefst kl. 17.       STJÓRN Lífeyrissjóðs Norðurlands hefur ákveðið að loka svæðisskrifstofum sínum fjórum á Norðurlandi. Skrifstofurnar eru á Húsavík, Siglufirði, Sauðárkróki og Blönduósi og er einn starfsmaður á hverri skrifstofu. Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs Norðurlands eru á Akureyri. Mikil óánægja er innan Verkalýðsfélags Húsavíkur vegna þessa og hefur stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins átalið þessa ákvörðun stjórnar lífeyrissjóðsins. „Með þessari samþykkt er stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um að skerða verulega þjónustu við sjóðsfélaga utan Akureyrar sem ekki er góð markaðssetning fyrir sjóðinn,“ segir í ályktun frá VH. Þar er minnt á að þegar líf- eyrissjóðir á Norðurlandi hafi sameinast í einn hafi jafnframt verið samþykkt stjórn- skipulag sem væri á þann veg, að sjóðurinn hefði net svæðisskrifstofa á Norðurlandi sem þjónustaði sjóðsfélaga á hverju svæði. Þessi samþykkt hafi ráðið miklu um að af sameiningu sjóðanna varð á sínum tíma. Mælast verkalýðsfélagar til þess að ákvörðun um lokun svæðisskrifstofanna verði endurskoðuð, en ef ekki segja þeir miklar líkur á að „ákvörðunin hafi í för með sér að samband sjóðsins við sjóðsfélaga ut- an Akureyrar minnki og skerði þar með samkeppnisstöðu sjóðsins í framtíðinni“. Eins mun VH taka til skoðunar kosti þess að félagið kanni möguleika á að gerast aðili að öðrum lífeyrissjóðum með hagsmuni fé- lagsmanna að leiðarljósi. Lífeyrissjóður Norðurlands Fyrirhugað er að loka svæðis- skrifstofum ÞRJÚ tilboð bárust í verkið „Fráveita og stígar við Glerá“ og voru þau öll undir kostnað- aráætlun, sem hljóðaði upp á 16 milljónir króna. Eftirtalin til- boð bárust: Bæjarverk ehf. bauð rúmar 9,7 milljónir króna, eða 61% af kostnaðaráætlun, G. Hjálmarsson hf. bauð rúmar 13 milljónir króna, eða 81,7 % og GV Gröfur ehf. buðu tæpar 14 milljónir króna eða 87,5 % af kostnaðaráætlun. Fram- kvæmdaráð Akureyrarbæjar samþykkti að ganga til samn- inga við lægstbjóðanda, Bæjar- verk ehf. Bærinn semur við Bæjarverk Kaldbakur selur | Í framhaldi af tilkynningu Kaldbaks hf. hinn 1. september sl. tilkynnist að Kaldbak- ur hf. hefur selt allt hlutafé sitt í Norðlenska matborðinu ehf. til Kaupfélags Eyfirðinga svf. Um er að ræða hlutafé að nafnverði 250 millj- ónir króna og eru það allir útgefnir hlutir í Norðlenska matborðinu ehf. Ekki er um söluhagnað eða sölutap að ræða vegna viðskiptanna, segir á heimasíðu félagsins.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.