Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 14
Bandaríski leikarinn James Brolin í
hlutverki Ronalds Reagans í sjón-
varpsmynd um Reagan-hjónin.
BANDARÍSKA sjónvarpið CBS
hefur hætt við að sýna umdeilda
sjónvarpsmynd, sem fjallar um Ron-
ald Reagan, fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna, og eiginkonu hans,
og ákveðið að láta kapalsjónvarpið
Showtime um að sýna hana.
Bandarískir íhaldsmenn, sem
höfðu mótmælt myndinni harðlega,
lýstu ákvörðuninni sem sigri fyrir
venjulega Bandaríkjamenn yfir
sjónvarpsjöfrum sem hefðu ætlað að
saurga mannorð ástsæls forseta sem
væri á dánarbeðnum, haldinn alz-
heimerssjúkdómnum á lokastigi.
Aðrir gagnrýndu hins vegar CBS
fyrir að láta undan pólitískum þrýst-
ingi. Neal Gabler, höfundur bókar-
innar „Life the Movie: How Enterta-
inment Conquered Reality“, sagði að
ákvörðun CBS væri slæm fyrir lýð-
ræðið. „Með því að hætta við að sýna
myndina ollu stjórnendur CBS ótrú-
legum skaða og miklu meiri en þeir
hefðu nokkurn tíma getað valdið
með því að sýna hana. Þeir hafa sagt
okkur að mjög fámennur hópur
manna hafi ritskoðunarvald yfir
stóru sjónvarpskeðjunum.“
Tom Daschle, leiðtogi demókrata í
öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði
að svo virtist sem CBS hefði verið
þvingað til að hætta við að sýna
myndina.
Stjórnendur CBS neituðu þessu
og sögðu að þeir hefðu sjálfir komist
að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa séð
myndina, að Reagan-hjónunum væri
þar ekki lýst á nógu sanngjarnan
hátt til að CBS gæti sýnt hana. Þess
vegna hefði verið ákveðið að kapal-
sjónvarpið Showtime, sem miklu
færri horfa á, sýndi myndina ein-
hvern tíma á næsta ári.
CBS hættir
við að sýna
Reagan-
myndina
New York, Hollywood. AP, LA Times.
AP
ERLENT
14 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Er dreift með
Morgunblaðinu
í dag!
KOSIÐ var um ríkisstjóra, borgar-
stjóra og þingmenn á ríkisþingin í
nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í
fyrradag og bar það helst til tíðinda,
að repúblikanar hrepptu tvö ný rík-
isstjóraembætti, í Kentucky og
Mississippi. Er það í samræmi við þá
þróun síðustu ára, að repúblikanar
hafa verið að styrkja sig á kostnað
demókrata í Suðurríkjunum.
Í Mississippi bar Haley Barbour,
fyrrverandi formaður landsnefndar
Repúblikanaflokksins, sigurorð af
Ronnie Musgrove, ríkisstjóra demó-
krata, og í Kentucky sigraði Ernie
Fletcher, fulltrúadeildarþingmaður
repúblikana, demókratann Ben
Chandler, dómsmálaráðherra í rík-
inu.
Treysta tökin
í suðrinu
Er Fletcher fyrsti ríkisstjóri repú-
blikana í Kentucky frá 1967. Á síð-
ustu árum hafa repúblikanar farið
sigurför um Suðurríkin, unnu ríkis-
stjórakosningar í Alabama, Georgíu
og Suður-Karólínu á síðasta ári, og
hafa nú alls 29 ríkisstjóra.
Í Mississippi héldu demókratar
meirihluta sínum í fulltrúadeildinni
en úrslit lágu ekki fyrir í kosning-
unum til öldungadeildarinnar. Í
Virginíu héldu repúblikanar meiri-
hluta sínum í báðum deildum þings-
ins en demókratar unnu meirihluta á
þinginu í New Jersey.
Í Fíladelfíu virtist lengi sem litlu
munaði á fylgi borgarstjórans,
demókratans John Streets, og
repúblikans Sam Katz og átti Street
undir högg að sækja vegna ásakana
um spillingu. Síðan komst upp, að
FBI, bandaríska alríkislögreglan,
hafði leynilega komið fyrir hlerunar-
tækjum á skrifstofu Streets og varð
það augljóslega til að auka honum
fylgi. Sigraði hann örugglega, með
58% atkvæða gegn 42%.
Önnur umferð
í San Francisco
Í San Francisco kemur til annarr-
ar umferðar í borgarstjórakosning-
unum 9. desember næstkomandi en
þar fékk enginn níu frambjóðenda
50% atkvæða eða meira. Næstur því
komst kaupsýslumaðurinn Gavin
Newsom, sem demókratar studdu,
en andstæðingur hans í annarri um-
ferðinni verður Matt Gonzalez, fram-
bjóðandi Græningjaflokksins, sem
þó fékk ekki nema 20,1% atkvæða.
Í þessari háborg frjálslyndisins í
Bandaríkjunum þótti Newsom
íhaldssamastur frambjóðendanna en
hann hefur harða afstöðu gegn hús-
næðisleysingjum og sérstök tillaga
hans um að uppræta betl var sam-
þykkt í kosningunum. Þá var einnig
samþykkt tillaga frá Gonzalez um að
hækka lágmarkslaun í 8,50 dollara
eða í rúmar 650 ísl. krónur.
Önnur umferð verður einnig í
borgarstjórakosningunum í Houston
í Texas milli demókratans Bill Whit-
es og repúblikans Orlando Sanchez.
Af einstökum tillögum, sem kosið
var um, má nefna, að kjósendur í
Maine höfnuðu hugmyndum um að
koma þar upp miklu spilavíti og í
Denver í Colorado var hafnað tillögu
um, að ríkið gengist fyrir sérstakri
áætlun um að minnka streitu.
Ríkisstjóra- og þingkosningar í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna
Repúblikanar eflast
enn í Suðurríkjunum
Úrslitin gefa litlar vísbendingar um
forsetakosningar á næsta ári
AP
John Street, borgarstjóri í Fíladelfíu, fagnar endurkjöri í kosningunum.
New York, San Francisco. AP, AFP.
LÍKUR eru nú á, að danski
ásatrúarsöfnuðurinn Forn siðr
fái opinbera viðurkenningu í
Danmörku sem trúfélag, að
sögn Kristeligt Dagblad.
Yfirvöld kirkjumála í Dan-
mörku hafa árum saman neitað
félaginu Fornum sið um opin-
bera blessun en nú hefur
skyndilega verið gefið grænt
ljós á síðustu umsókn safnaðar-
ins. Það eru því horfur á, að
hinir gömlu æsir fái að koma
inn úr kuldanum eftir meira en
1000 ár en fullt nafn safnaðar-
ins er: Forn siðr – ása- og vana-
trúfélagið.
Opinber viðurkenning þýðir
m.a, að trúfélagið getur annast
hjónavígslur og aðrar athafnir.
Óðinn og
Þór viður-
kenndir
YFIRMAÐUR sérsveita þýzka
hersins (KSK) var rekinn á þriðju-
dag eftir að það fréttist að hann hefði
lýst stuðningi við umdeild ummæli
sem þingmaður úr röðum Kristilega
demókrataflokksins (CDU) lét falla í
ræðu 3. október sl., þjóðhátíðardegi
Þýzkalands, þegar sameiningar
landsins árið 1990 er minnzt. Margir
túlka ummælin sem andgyðinglegan
áróður.
Í opinberri tilkynningu um brott-
rekstur hershöfðingjans Reinhards
Günzel segir varnarmálaráðherrann
Peter Struck, sem er í Jafnaðar-
mannaflokknum SPD, hann vera
„stakan, ráðvillt-
an hershöfðingja“
og að brottrekst-
urinn tæki tafar-
laust gildi. Á
blaðamanna-
fundi, sem Struck
boðaði til í skyndi,
sagði hann reiði-
lega að Günzel
hefði skaðað
ímynd hersins með „rugluðum“ skoð-
unum sínum.
Það sem hershöfðinginn hafði sér
til saka unnið var að senda þingmann-
inum Martin Hohmann bréf, þar sem
hann þakkaði honum fyrir þann dug
og þor sem hann sýndi með ræðu
sinni á þjóðhátíðardaginn, en í henni
hafði þingmaðurinn látið þau um-
deildu ummæli falla, að halda mætti
því fram að gyðingar væru „illvirkja-
þjóð“ („Tätervolk“ á þýzku) vegna
þess hve margir óbreyttir borgarar
létu lífið fyrir hendi sérsveita bolsév-
íka í rússnesku byltingunni árið
1917, en margir gyðingar voru í
þessum sérsveitum og í forystuliði
byltingarmanna.
Að halda slíku fram væri, að sögn
Hohmanns, að minnsta kosti ekki
fjær lagi en að stimpla Þjóðverja ei-
líflega „illvirkjaþjóð“ vegna glæpa
nazista.
Eftir því sem fram kom í frétta-
skýringarþætti á sjónvarpsstöðinni
ZDF segir Günzel í bréfinu að Hoh-
mann geti verið þess fullviss, að í
ræðunni hefði hann „örugglega orð-
að hugsanir meirihluta þjóðarinnar“.
Fyrir ummælin hlaut þingmaður-
inn skammir forystumanna CDU og
sviptur sæti í mikilvægri þingnefnd.
Vinstrisinnaðir þingmenn sögðu að
reka bæri Hohmann úr þingflokkn-
um, en því höfnuðu flokksfélagar
hans, enda hefði Hohmann beðizt af-
sökunar á ummælum sínum.
Hneyksli vegna meintra andgyðinglegra ummæla í Þýzkalandi
Þýzkur hershöfðingi rekinn
Berlín. AFP.
Reinhard Günzel
TVEIR af hverjum þremur ísr-
aelskum gyðingum óttast, að haldi
hernám Palestínu áfram muni það
leiða til þess, að gyðingar verði
minnihlutahópur.
Í könnuninni, sem birt var í gær,
sögðust 67% óttast að verða minni-
hlutahópur en 24% ekki. 78% sögð-
ust styðja stofnun palestínsks ríkis
en aðeins 6% vildu halda Palestínu til
frambúðar.
Mannfjöldaspár gera ráð fyrir, að
2005 verði gyðingar og arabar jafn-
margir í Ísrael og á hernumdu svæð-
unum, en um 2010 verði gyðingar
orðnir í minnihluta.
Gyðingar í
minnihluta?
Jerúsalem. AFP.
♦ ♦ ♦