Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VIÐ UPPHAF fjármála-ráðstefnu sveitarfélag-anna, sem nú stenduryfir, sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, þröngan fjáhag sveitarfélaganna og aukningu skulda margra sveit- arsjóða vera mönnum efst í huga. Ráðstefnan er sú fjölsóttasta frá upphafi og sitja hana 420–430 þátttakendur víðs vegar af land- inu. Síauknar kröfur um þjónustu sveitarfélaganna Vilhjálmur benti á helstu ástæður fyrir erfiðari fjárhag sveitarfélaganna og benti á sí- auknar kröfur um þjónustu af hálfu sveitarfélaganna. „Við hljót- um að spyrja okkur í dag, þegar við stöndum frammi fyrir veruleg- um fjárhagsörðugleikum, þurfum við að hugsa forgangsröðun verk- efna upp á nýtt. Getum við sinnt óskum allra nánast eins og menn heimta og krefjast? Hvort sem þar er um að ræða lögbundin eða ólögbundin verkefni. Það er alls staðar þrýstingur á sveitarfélögin að bæta og efla þjónustuna.“ Vihjálmur sagði að mun fleiri lögskyld verkefni hefðu bæst við án þess að þeim verkefnum fylgdu endilega nægir fjármunir til sveit- arfélaganna. Þarna mætti nefna einsetningu grunnskólans, húsa- leigubætur og hertar kröfur til sveitarfélaganna vegna fráveitu-, sorp- og urðunarmála. Á sama tíma hefðu skattalagabreytingar sem auðvelduðu mönnum að færa einkarekstur í hlutafélagsform orðið til þess að rýra útsvarstekj- ur sveitarfélaganna. Vilhjálmur sagði þannig mega ætla að fjölgun einkahlutafélaga á hefði skert út- svarstekjur sveitarfélaganna um á annan millljarð króna á ári. Vil- hjálmur benti og á að á sama tíma og íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefði fjölgað úr tæpum 110 þús- und árið 1990 í nær 180 þúsund íbúa í fyrra, eða um 23% hefði íbú- um á landsbyggðinni fækkað úr tæplega 110 þúsundum í liðlega 108 þúsund. Þetta þýddi samdrátt í tekjum hjá mörgum sveitarfélög- um á landsbyggðinni en eðli máls- ins samkvæmt reyndist mörgum þeirra erfitt að lækka rekstrar- kostnað á móti. Að síðustu nefndi Vilhjálmur minnkandi framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna, m.a. vegna þess að sjóðurinn hafi fengið sérstakt 700 milljóna króna framlag árin 2000–2002 en ekki lengur. Vilhjálmur sagði ábyrgð ríkis- valdsins mikla varðandi þessa þróun mála og sagðist raunar stundum efast um að skilningur ráðherra, alþingismanna og emb- ættismanna á þessum málum væri nægilegur. „Það er algert grund- vallaratriði að menn átti sig á því að þarf sífellt að vera að ræða málin, að semja um málin og gera það af gagnkvæmu trausti. Ég geri kröfu til þess að þessi tvö stjórnsýslustig í landinu, ríki og sveitarfélög, vinni vel saman og að það sé gagnkvæmt traust og skilningur milli þeirra.“ Nær hálft hundrað sveitarfé- laga með færri en 400 íbúa Vilhjálmur ræddi einnig um sameiningu sveitarfélaganna og sagði að nú væru 104 sveitarfélög í landinu og þar af væru 49 með 400 íbúa eða færri. „Því nefni ég 400 íbúa? Jú, vegna þess að í lög- bók þjóðveldisins frá 12. öld og nefnd hefur verið Grágás er að finna ákvæði um sveitarstjórnir og þar segir að það sé löglegt ef tuttugu búendur eru í því eða fleiri. Samkvæmt því hefur lág- marksíbúafjöldi í sveitarfélagi á 12. öld verið nálægt 400 manns. Enn í dag, nokkrum árum síðar, eru 49 sveitarfélög með færri en 400 íbúa.“ Vilhjálmur sagði að b að skipa verkefnisstjórn að vinna að sameiningu s laga og endurskoðun á te um þeirra og verkaskipti og sveitarfélaganna. Men sett sér það markmið að og efla sveitarfélögin myndi heildstæð atvinnu- ustusvæði og verði þanni stjórnsýslueiningar. Þann treysta sjálfsforræði byg anna og sveitarfélögin geta tekið við fleiri verk ríkinu. Mikil vinna væri f an á hjá verkefnisstjórnin þessara mála og eins h arfélögunum heima í hér Rætt um erfiða fjárhagsstöðu á fjármálaráðste Þrýstingur á að bæta og efla þjónustu Þátttakendur á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna hafa aldrei á Félagsmála- og fjármálará Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsso FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H.Haarde, gerði hagstjórnina á næstuárum að umtalsefni í ávarpi sínu áfjármálaráðstefnu sveitarfélag- anna. Sagði hann miklu skipta hvernig hið opinbera, þ.e. bæði ríki og sveitarfélög, næðu að hafa taumhald á útgjöldum þegar fram- kvæmdir á Austurlandi stæðu sem hæst. Geir lagði áherslu á að sveitarfélögin öxluðu ábyrgð í þessu sambandi með því að draga þá úr eða fresta framkvæmdum til síðari tíma. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði verkefnisstjórn vegna breyttrar verkaskipt- ingar ríkis og sveitarfélaga myndi leggja áherslu á að hafa náið samráð við sveit- arfélögin og samtök þeirra, þingmenn og fleiri áður en farið verði að vinna að tillögum um sameiningu einstakra sveitarfélaga. Árni sagði sér kunnugt að tillaga sem samþykkt hafi verið á fulltrúaráðsfundi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um stækkun sveitarfé- laga hefði sætt talsverðri gagnrýni en í til- lögunni sé gert ráð fyrir að meirihluti atkvæða á öllu því svæði þar sem kosning fer fram ráði úrslitum um það hvort sameining telst samþykkt. „Ég vil taka það fram,“ sagði Árni, „að þessi mál eru enn til skoðunar og að engin ákvörðun liggur fyrir um að vikið verði frá því fyrirkomulagi sem nú tíðkast sem er að niðurstaða í hverju sveitarfélagi fyrir sig ráði úrslitum.“ Árni tók þó fram að það væri skýr afstaða Alþingis, ríkisstjórnarinnar og mikils meiri- hluta sveitarstjórnarmanna að efla og stækka sveitarfélögin þannig að þau geti bet- ur sinnt auknum verkefnum sem þeim séu f í i a m u a e s l s s a þ s a þ f Stækkun eða tvær gerðir sve BRAUTRYÐJENDUR Í BISKUPAKIRKJU Klofningur virðist standa fyrirdyrum, bæði innan biskupa-kirkjunnar í Bandaríkjunum og í Sambandi anglíkanskra kirkna á heimsvísu, eftir að Gene Robinson var vígður biskup í New Hampshire síð- astliðinn sunnudag. Robinson er fyrsti maðurinn, er lýst hefur því yfir opinberlega að hann sé samkyn- hneigður, sem vígður er til biskups- embættis í einni af helztu deildum kristinnar kirkju. Robinson var áður kvæntur og á börn, en hefur um 14 ára skeið búið með karlmanni og ekki far- ið í felur með kynhneigð sína. Leiðtog- ar biskupakirkjunnar í Bandaríkjun- um samþykktu í ágúst síðastliðnum með 62 atkvæðum gegn 42 að Robin- son fengi biskupsembætti, eftir að hann hafði verið kjörinn í biskups- dæmi sínu. Strax í sumar hótuðu 24 biskupar í Bandaríkjunum að segja af sér, yrði Robinson valinn. Um það er nú rætt meðal íhaldssamari anglíkana í Bandaríkjunum að kljúfa sig frá bisk- upakirkjunni. Um skeið þurfti Gene Robinson lögregluvernd vegna margra morðhótana og við íþrótta- leikvanginn, þar sem hann var vígður biskup, safnaðist saman hópur mót- mælenda, sem báru t.d. skilti með áletruninni „guð hatar homma“. Víða um heim, ekki sízt í Afríku, hafa anglíkanskir biskupar jafnframt hótað að slíta öllu sambandi við bisk- upakirkjuna bandarísku. „Djöfullinn hefur augljóslega komizt inn í kirkju okkar,“ sagði Benjamin Nzimbi, erki- biskup í Kenýa. Peter Jensen, erki- biskup í Sydney í Ástralíu, sagði: „Þetta er mjög dapurlegur dagur fyrir kirkjuna … að mínu áliti er hann ekki biskup.“ Biskupakirkjan í Bandaríkjunum stóð frammi fyrir þeirri spurningu, sem gerist áleitnari innan ýmissa kristinna kirkjudeilda, ekki sízt meðal mótmælendakirkna á Vesturlöndum, hvort eigi að vega þyngra; þeir ritn- ingarstaðir þar sem samkynhneigð er vissulega fordæmd sem syndsamlegt athæfi, eða megininntak kristinnar kenningar um kærleika og umburðar- lyndi, manngildi og mikilvægi sér- hvers einstaklings. Svar meirihlutans innan biskupakirkjunnar er að síðar- nefnd atriði ritningarinnar ráði meiru. Ýmsir prestar biskupakirkj- unnar hafa blessað sambúð samkyn- hneigðra og a.m.k. í einu biskups- dæmi, í höfuðborginni Washington, er í undirbúningi að semja sérstakt blessunar- eða vígsluritúal til þeirra nota. Af hálfu gagnrýnenda biskups- vígslu Robinsons hefur því verið hald- ið fram að fólk geti ekki bara valið úr kenningunni það sem því hentar; ritn- ingin sé skýr hvað það varðar að sam- kynhneigð sé syndsamleg. Á móti er ekki úr vegi að benda á að í biblíunni má líka finna réttlætingu á þræla- haldi; engu að síður voru það ekki sízt ýmsir kirkjunnar menn, sem börðust fyrir afnámi þess á Vesturlöndum, á þeirri forsendu að það stríddi gegn kenningu Krists. Í Nýja testamentinu er líka auðvelt að finna réttlætingu þess að kynin eigi að vera ójöfn og konur eiginmönnum sínum undirgefn- ar, ef leitað er með því hugarfari. Engu að síður hafa margar kirkju- deildir mótmælenda vígt konur til prests- og biskupsembætta og pré- dika jafnrétti kynjanna. Raunar er það svo að innan Sambands anglík- anskra kirkna vígja sumar kirkjur konur til prests og aðrar ekki, án þess að það hafi leitt til klofnings innan sambandsins. Og auðvitað hafa samkynhneigðir menn áður verið vígðir til biskups- embættis – það hefur bara ekki verið opinbert. Dómprófasturinn við dóm- kirkjuna í Southwark í Englandi, Col- in Slee, sagði á mánudag að anglík- anar ættu að fagna því að „loksins hefur opinská og heiðarleg vígsla samkynhneigðs biskups átt sér stað. Þær hafa verið margar áður, en engin þeirra opinská eða heiðarleg“. Hér er komið að þeim kjarna máls- ins, sem gjarnan mætti verða fleiri kristnum mönnum en bara anglíkön- um í Bandaríkjunum umhugsunar- efni. Við vitum öll að samkynhneigð er til, hefur alltaf verið til og mun alltaf verða til. Á undanförnum árum og áratugum hafa fræðsla og umræður um samkynhneigð farið mjög vaxandi á Vesturlöndum og þar af leiðandi dregið úr þeim fordómum, sem alla jafna spretta af þögn og fáfræði. Engu að síður eru enn mjög margir samkyn- hneigðir, sem þora ekki að opinbera kynhneigð sína, leggja ekki í að segja frá tilfinningum, sem eru þó jafnsann- ar og -einlægar og tilfinningar gagn- kynhneigðra, af ótta við fordæmingu samfélagsins. Kristið fólk hlýtur að spyrja sjálft sig hvort það vilji heldur; ýta undir það að samkynhneigt fólk lifi í lygi, jafnvel allt sitt líf, fremur en að „koma út úr skápnum“ og öðlast það frelsi, sem kristin kenning lofar okkur að sannleikurinn muni veita. Hvort er mikilvægara, að halda fast við nokkra ritningarstaði, þar sem samkynhneigð er fordæmd, eða sú frumskylda allra kristinna manna að sýna náunganum skilyrðislausan kær- leika, sem breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt og umber allt, svo vitnað sé til Páls postula? Fremur en að hóta klofningi á grundvelli bókstafstrúar ættu anglík- anar og aðrir kristnir menn, í Banda- ríkjunum og annars staðar, að velta fyrir sér svörunum við þessum grund- vallarspurningum. Gene Robinson hefur sýnt mikið hugrekki með því að viðurkenna sam- kynhneigð sína og sýna kirkju sinni jafnframt áfram þá hollustu, þrátt fyr- ir margvíslegan mótbyr, að biskupa- kirkjufólk í New Hampshire og meiri- hluti leiðtoga kirkjunnar í Bandaríkjunum treystir honum fyrir biskupsembættinu. Biskupakirkju- menn vestra eru brautryðjendur í þessu efni og ákvörðun þeirra verður vonandi til þess að vekja aðra kristna menn víða um lönd til umhugsunar um eigin framkomu við hinn samkyn- hneigða minnihluta. Það er mikið til í orðum Douglas Theuner, forvera Rob- insons í embætti, sem sagði við bisk- upsvígsuna á sunnudag: „Þú, Gene, ert það einingartákn innan kirkjunn- ar, sem við hinir gátum ekki verið. Vígsla þín sem biskups mun kalla til okkar stóran hóp kristinna manna, sem við vildum ekki kannast við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.