Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 13 JÓHANN Róbertsson og Guðmundur Gunn- laugsson, handarskurðlæknar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, hafa sett fyrsta gerviliðinn í fingur sjúklings hér á landi. Jóhann segir þetta nýja aðferð sem hafi verið í þróun í Bandaríkj- unum síðan upp úr 1980. Virðist hún ætla að gefa góða raun og hafa tveir sjúklingar þegar fengið nýjan fingurlið hér á landi. „Ef þetta stendur undir væntingum á ég von á að þetta breyti verulegu fyrir þann sjúklingahóp sem þarf á þessu að halda,“ segir Jóhann. Búið sé að nota gerviliði í mjaðmir og hné í nokkuð langan tíma með góðum árangri. „Vandamálið með fingurliði er að þetta eru smá bein og það er lítil festa. Liðirnir eru vel hreyfanlegir og mikið álag á þeim. Það hefur því verið erfitt að þróa gervilið sem þolir þetta álag.“ Sesselja Gísladóttir var fyrst hér á landi til að fá nýjan gervilið í fingur. Tæplega hálfur mán- uður er liðinn frá aðgerðinni og nú getur hún hreyft fingurinn vel. Þetta kostar mikla þol- inmæði og þjálfar hún fingurinn með því að beygja hann á klukkustundar fresti. „Þetta kom þannig til að ég er með psoriasis- gigt og brjóskið í liðnum eyddist svo puttinn var eiginlega orðinn stífur,“ segir Sesselja, sem er nú með vinstri höndina í spelkum til að langa- töngin haldist rétt eftir aðgerðina. Sjúki liðurinn fjarlægður Jóhann segir að hingað til hafi verið notaðir sílikonliðir í fingur gigtarsjúklinga með langt genginn sjúkdóm. Þeir þoli lítið álag og séu yf- irleitt notaðir til að rétta stöðu og skekkjur í lið- um. Það henti ekki þeim sem þurfa að geta beitt hendinni í álagi. Hann segir nýju liðina gerða úr kolefnissamböndum. Sjúki fingurliðurinn er fjarlægður og nýr liður úr þessum kolefn- issamböndum settur í staðinn. Eru þeir byggðir upp með svipuðum hætti og náttúrulegu liðirnir. „Við vonumst til með þessu að geta boðið gerviliði sem draga úr verkjum, leyfa hreyfingu og þola álag,“ segir Jóhann. Þetta sé fyrst og fremst til að auka lífsgæði þessara einstaklinga. Sem dæmi nefnir hann ungt fólk sem lendir í slysi og fær gigt í fingurliðina í kjölfarið. Hingað til hafi eina úrræðið verið að gera liðinn stífan séu verkirnir miklir. Tók áhættuna Sesselja segir að aðgerðin komi til með að breyta mjög miklu fyrir sig nái hún að beygja liðinn. Hún sé handavinnukennari, vinni mikið með höndunum, og þetta hafi verið farið að há henni við það. Þótt hún sé rétthent þurfi hún að nota báðar hendurnar. „Það var annaðhvort fyr- ir mig að taka áhættu með þessari aðgerð eða láta gera puttann að staur. Auðvitað vildi ég frekar reyna og sjá hvað kæmi út úr þessu.“ „Ég lít þannig á það að ef engin sérstök vandamál koma upp þá förum við út í þetta í vaxandi mæli. Það eru nokkrir sjúklingar sem bíða,“ segir Jóhann. Eftirþjálfun eftir aðgerð- irnar sé mikil og þetta byggist mikið á samvinnu sjúklings, læknis, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfara. „Eftirmeðferðin er að minnsta kosti þrír mán- uðir.“ Saumarnir eftir aðgerðina voru fjarlægðir í fyrradag og segir hún að nokkurt bakslag hafi komið í batann. Það sé talið eðlilegt í kjölfar saumatöku. Hún reiknar með að vera sex vikur að jafna sig á aðgerðinni og þjálfa nýja liðinn. Tveir handarskurðlæknar LSH framkvæma liðaskipti í fingrum Tveir Íslendingar hafa þegar fengið nýjan fingurlið Morgunblaðið/Ásdís Sesselja Gísladóttir þjálfar fingurinn með gerviliðnum á klukkustundar fresti. NORSKA blaðakonan og stríðs- fréttaritarinn Åsne Seierstad, höf- undur bókarinnar Bóksalinn í Kab- úl sem kemur út í dag hjá Máli og menningu, er væntanleg hingað 8. desember til að fjalla um bók sína. Åsne dvaldi hjá Khan-fjölskyld- unni í Kabúl vor- ið eftir fall talib- ana í Afganistan. Bóksalinn í Kab- úl er lýsing henn- ar á lífi fjöl- skyldu sem leitar að tilveru í hinu nýja Afganistan, á togstreitunni milli hins nútíma- lega, vestræna og hins hefðbundna. Þetta er frá- sögn af landi í rústum, en líka af fólki að leita frelsis undan sögu sem er full af stríði og kúgun – í von um betra líf. Bókin hefur vakið athygli um heim allan og náð metsölu. „Þungbúinn febrúardag flutti ég heim til fjölskyldunnar. Það eina sem ég hafði meðferðis var fartölv- an mín, minnisblokkin, pennar, far- sími og fötin sem ég stóð í. Allt ann- að hafði horfið einhvers staðar í Úsbekistan. Mér var tekið opnum örmum og mér leið vel í afgönsku kjólunum sem ég fékk brátt að láni…“ Åsne Seierstad er nú einn þekkt- asti stríðsfréttaritari heims. Hún hefur sagt fréttir af vettvangi frá Kosovostríðinu, falli Kabúl og svo stríðinu í Bagdad, en Åsne var fréttamaður norrænna blaða og sjónvarpsstöðva í Bagdad og vöktu pistlar hennar frá stríðsátökunum mikla athygli. Åsne Seier- stad væntan- leg til Íslands Åsne Seierstad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.