Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 47 FÓLK  JÓNAS Leifur Sigursteinsson hefur verið ráðinn þjálfari kvenna- liðs Þórs/KA/KS í knattspyrnu fyrir næsta tímabil. Jónas tekur við af Valdimar Pálssyni sem hef- ur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Þór/KA/KS hafnaði í sjöunda sæti úrvalsdeildar í sumar en vann Sindra auðveldlega í leikjum um sæti í deildinni.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði 3 mörk í gærkvöld þegar lið hans, Essen, tapaði fyrir Flens- burg, 32:29, í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í hand- knattleik. Lars Christiansen var atkvæðamestur hjá Flensburg með 9 mörk.  NILS Johan Semb, landsliðs- þjálfari Noregs, valdi John Carew ekki í landsliðshóp sinn á þriðju- daginn – fyrir Evrópuleiki gegn Spáni. Umboðsmaður leikmanns- ins kom fram í sviðsljósið í fjöl- miðlum í Noregi í gær og sagði að Carew hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið. Menn velta því nú fyrir sér hver segir satt í málinu, sem er hið furðulegasta?  PAOLO Maldini, varnarmaður- inn sterki hjá AC Milan meiddist á læri í Evrópuleik gegn Club Brügge – og verður hann frá keppni í minnst fjórar vikur.  ARSENE Wenger knattspyrnu- stjóri Arsenal staðfesti í gær að Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, yrði ekki klár í slaginn fyrr en í desember. Meiðsli í læri hafa verið að plaga Vieira frá því í leik Ars- enal við Newcastle í lok septem- ber.  GERARD Houllier, knatt- spyrnustjóri Liverpool, sagði í gær í Búdapest í Rúmeníu, að völl- urinn sem hans menn leika á gegn Steaua í UEFA-keppninni, sé ekki mönnum bjóðandi. „Hann er ekki slæmur, hann er ónothæfur til að leika knattspyrnu,“ sagði Houllier. Liðið situr enn á botni B-riðilsMeistaradeildarinnar en nú er staðan orðin opin og tvísýn, ekki síst vegna þess að Inter og Lokomotiv Moskva skildu jöfn, 1:1. Arsenal er með 4 stig en Inter er efst með 7 stig. Arsenal á eftir heimaleik gegn Loko- motiv og útileik gegn Inter. „Ashley er baráttumaður sem aldr- ei gefst upp. Hann skoraði markið á laglegan hátt og ég er sérlega ánægð- ur með það því ég vil að bakverðir mínir séu sókndjarfir. Hann var kant- maður sem strákur og veit enn hvern- ig er að fara alla leið. Ashley er sterk- ur persónuleiki sem ávallt gefur allt sitt þar til flautað er til leiksloka. Við urðum að leggja allt í sölurnar í leikn- um og við skoruðum markið sem til þurfti. Þar með erum við enn með í keppninni, en nú er það í okkar hönd- um að snúa blaðinu endanlega við og komast áfram,“ sagði Arsene Wen- ger, knattspyrnustjóri Arsenal. Frönsku liðin Mónakó og Lyon gerðu það gott í gærkvöld og hafa nokkuð óvænt tekið forystuna í sínum riðlum. Lyon vann sérstaklega óvæntan sigur á Bayern í München, 2:1, þar sem Giovane Elber, fyrrum leikmaður Bayern, skoraði sigurmark franska liðsins. Það fyrra gerði Jun- inho Pernambucano með miklum þrumufleyg úr aukaspyrnu af 35 metra færi sem Oliver Kahn í marki Bayern réð ekkert við. Þá komst Celtic í annað sæti riðils- ins, uppfyrir Bayern, með öruggum sigri á Anderlecht, 3:1. Markamet hjá Mónakó og afmælisbarnið með fjögur Mónakó vann ótrúlegan sigur á De- portivo La Coruna, 8-3, en með þess- um ellefu mörkum settu liðin met í Meistaradeild Evrópu. Króatíski sóknarmaðurinn Dado Prso hjá Mónakó gleymir seint 29. afmælis- degi sínum, sem var í gær, því hann skoraði 4 markanna og það merkilega var að öll 11 mörkin voru komin þegar enn voru rúmar 20 mínútur eftir. Það var heldur ekki ljóst fyrr en á leikdegi að Prso yrði yfirleitt í liði Mónakó því hann leysti af hólmi Fernando Mori- entes, sem er meiddur. Juventus komið áfram Juventus varð annað liðið, á eftir Real Madrid, til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Juven- tus gerði markalaust jafntefli við Baskana í Real Sociedad á útivelli og þar sem Olympiakos vann Galatas- aray, 3:0, er ljóst að Juventus verður í öðru tveggja efstu sæta í D-riðils. Reuters Thierry Henry fagnar sigurmarki Ashleys Coles fyrir Arsenal gegn Dynamo Kiev í gærkvöld, beint fyrir framan Sergiy Fedorov sem gætti Henrys mjög vel allan leikinn. Bakvörð- ur bjarg- vættur BAKVÖRÐURINN Ashley Cole var bjargvættur Arsenal í gærkvöld og sá til þess að topplið ensku úrvalsdeildarinnar á enn von um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Sá möguleiki virtist smám saman veraað fjara út í gærkvöld þegar Dynamo Kiev var í heimsókn á Highbury en þrátt fyrir fjölda góðra tækifæra og þunga sókn megnið af leiknum náðu sóknarmenn Arsenal ekki að skora. Cole skoraði með skalla þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Arsenal sigur, 1:0.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.