Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞORKELL Helgason orkumálastjóri skrifaði grein „Rangfærslur í virkj- anamálum“ í Mbl. 26. jan.sl. Hann sagði að við gætum framleitt sexfalt meira rafmagn en nú er gert og „Við hljótum að vilja nýta þessar endur- nýjanlegu auðlindir okkur til hags- bóta. Og okkur ber siðferðileg skylda til að gera það öllu mannkyni til góða“. Um líkt leyti kom óvænt í hendur mínar smárit Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands frá 2001 um Mósambík. Þar renna vatnsmikil fljót ofan af hásléttu. Við hliðina á þeim verða árnar okkar sem fjallalækir. Mósambík hefur það líka fram yfir Ís- land, að þar finnst í jörðu báxít, en úr því er álið unnið.Zambesi er stærst af fjórum skipgengum fljótum í Mósambík, 2.650 km langt. Vatnasvið þess er 1.300.000 ferkílómetrar. Lengd Jökulsár á Brú er 150 km og vatnasvið 3.700 ferkm þ.e. um 0,28% af vatnasviði Zambezi. Sýnist mér að „fengur“ hefði verið fyrir Mósambík, hefðum við vísað Alcoa þangað. Í riti ÞSSÍ segir um Cahora Bassa-virkj- unina í Zambesi-fljóti: „Áætluð fram- leiðslugeta, þegar virkjunin yrði fullfrágengin var um 4000 MW, sem er fjórföld framleiðslugeta allra vatnsaflstöðva á Íslandi.“ Ég veit að þetta er ekki einfalt mál eins og kem- ur fram á vefslóðinni www. rnt.org. Fjölþjóðafyrirtæki hasla sér ekki völl í þróunarlöndunum af mannúðar- ástæðum. Árið 2000 tók til starfa í Mósambík álverið Mozal, sem rekið er af fjöl- þjóðarisanum BHP-Billiton. Það nýt- ir ekki innlent rafmagn nema að hluta og ekki báxítnámur í Mósambík, en flytur inn súrál úr eigin námum í Ástralíu, þvert yfir Indlandshaf. Við svo búið má ekki standa. Til að verða okkur jafnfætis í álbræðslu miðað við fólksfjölda þyrfti að reisa í nánni framtíð ein 170 álver í Mósambík. Hér kemur til kasta almannatengsla og ráðgjafafyrirtækja Landsvirkjun- ar auk liðsinnis Halldórs Ásgrímsson- ar, sem nýkominn er frá Mosambík. Ég læt aðra um að reikna hvað þyrfti mörg álver til að auka landsfram- leiðslu þar í landi til að ná okkur. Landsframleiðsla var á mann $861 í Mósambík en 32 sinnum hærri á Ís- landi eða $27.835$ árið 1999 ( ÞSSÍ ). Gæti aukageta við hagvöxtinn í Mós- ambík bætt lífslíkur kornabarna? Þar deyja um 200 börn af þúsund fæddum á ári, en hér 4–5 á ári. Í Venesúela er verið að reisa 2.400 MW virkjun í Carinofljóti. Það er fjórða virkjunin af átta, sem fyrirhug- aðar eru í fljótinu. „Vatnsmagnið í Caroni er álíka mikið og í öllum vatns- föllum á Íslandi samanlagt“ (Mbl.18.8. 2002). Báxít finnst í jörðu í Venesúela, svo að ekki þarf að flytja það yfir hálfan hnöttinn til álbræðslu eins og hér á landi. Getur verið að skylda Íslendinga við mannkynið sé fólgin í álbræðslu? Er ekki mál til komið, að þessu virkjanaflani og blekkingaleik linni og virkjanir séu miðaðar við notkun þessarar örþjóðar, en ekki við að standa undir 1/25–26 eða 4% af ál- framleiðslu heimsins eins og stefnt er að? Hvað gerist þegar þróunarlöndin, sem eiga nýtanlegt ál í jörðu, fara af stað á fullu? Nú í október færði t.d. Mozal út kvíarnar. Ég held að skylda okkar við jörðina og mannkynið sé á æðra sviði en í hrunadansi kringum gullkálfinn. Eysteinn Jónsson sagði fyrir 26 árum; „Viðfangsefnið er að móta og framkvæma kröftuga fram- farastefnu í iðnaðarmálum, sem reist er á þeirri samfæringu, að við höfum ráð á því að búa í ómenguðu umhverfi og að eiga áfram dýrmæt náttúru- verðmæti.“ BERGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, læknir, Byggðarholti 24, Mosfellsbæ. Góðverk á heimsvísu Frá Bergþóru Sigurðardóttur lækni SATT að segja hélt ég að svör mín um daginn hefðu verið á hreinni íslensku. Ef Margrét á erfitt með að fá sam- hengi í lesturinn, þá ætti hún kannski að lesa bréfið eins og það er skrifað, en ekki að slíta orð og setningar úr samhengi. Fyrir það fyrsta, hef ég ekkert á móti kennarastéttinni, enda get ég endurtekið það hér að ég lít á Mar- gréti sem einstakt tilfelli. Ég ætlaði einungis að gagnrýna hugsunarhátt hennar gagnvart bændum í sauð- fjárbúskap, eins og hann kemur fyrir í skrifum hennar. Hún ætti að kynna sér betur skattbyrðar bænda, þeir borga flestir hverjir mikla eigna- skatta, þar sem fjárfestingin í at- vinnugreininni er mikil. Auk þess við- urkenna skattstjórar almennt ekki að bændur séu með lægri laun en 70– 80.000 þús. á mánuði. Þegar bændur tala um verð fyrir afurðir sínar, þ.e.a.s. eftir slátrun, tala þeir um kílóverð. Það er nefnilega sjaldnast slátrað heilu ærgildunum í einu. Þegar ég spurði hvort fólk þyrfti í háskóla nú til dags, til að láta svona rökleysur frá sér fara, var átt við skrif Margrétar almennt um sauðfjárrækt. En það má auðvitað slíta allt úr sam- hengi, ef fólk vill svo vera láta. Reyndar hélt ég að nógu margir væru búnir að reyna að útskýra fyrir Margréti ærgilda-útreikninga og beingreiðslur til bænda. Ég veit ekki betur en henni hafi líka borist bréf frá reiðu fólki út af skrifum hennar, en þau skrif og skeyti ekki verið send í fjölmiðla. Þögli meirihlutinn er varla allur á hennar veg. Að svo búnu læt ég lokið mínum skrifum og legg til að Margrét geri það líka, eða í það minnsta kynni sér málefni bænda og sauðfjárræktar í landinu betur. GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Sólheimum, Dalabyggð. Svar til Margrétar Jónsdóttur á Akranesi Frá Guðrúnu Jóhannsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.