Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ N ýlega birtist auglýs- ing í dagblaði um foreldramorgna í tiltekinni kirkju. Textinn var á þessa leið (þegar nöfnum hefur verið kippt út): „Í dag heimsækir okkur X, snyrtifræðingur frá Snyrtistofu Y. Mun hún meðal annars kynna nýju haustlitina frá NN og sýna létta förðun. Verum duglegar að mæta og njóta þess að hittast og fá fræðslu í leiðinni. – Allir foreldrar velkomnir.“ Foreldrar í þessu tilfelli eru svo augljóslega eingöngu mæður að höfundur auglýsingarinnar gleymir feðrunum strax í þriðju línu: „Verum duglegar að mæta“. Þessi útilokun minnir mig á ljóð eftir Vi- cente Hui- dobro sem Bragi Ólafsson skáld birtir í bók sinni: „Ansjósur“ (Forlagið 1991): „Höfuðáttirnar fjórar eru þrjár: Suður og Norður.“ Draga mætti þá ályktun út frá þessu að auglýsingin merki að all- ir foreldrar séu mæður. Aðgreining kynjanna er sterk á ýmsum sviðum og oft algjörlega óþörf. Gljúfrið milli kynjanna var áberandi og djúpt fyrr á öldum bæði á heimilum og í vinnu. Yfir það liggja nú kláfar og brýr. Kyn- in hafa þó fjarlægst á öðrum svið- um, t.d. í frístundum sínum. Frístundir kynjanna skil- greinast hér sem þær stundir sem eftir eru þegar par hefur notið samverustunda með fjöl- skyldu sinni. Sá tími er dýr- mætur eins og allur annar tími og áhugavert að kanna hvernig hann er notaður. Tómstundaheimur kynjanna er verðugt rannsóknarefni og hann virðist greinast æ meira í sundur. Fólk með viðskiptavit hefur num- ið hann og býður upp á kynskipta afþreyingu. Eitt birtingarformið er svokölluð „Stelpuztöð“ sem finna í auglýsingum Stöðvar 2. Sýn auglýsir sig hins vegar, t.d. í Morgunblaðinu í gær með ellefu stráka (karla) í forgrunni. Kona sagði mér nýlega frá uppgötvun sem hún gerði í brúð- kaupsveislu vinkonu sinnar. Í veislunni var stór vinkvenn- ahópur með mökum sínum. Kon- an uppgötvaði að hún kannaðist varla við karla vinkvenna sinna, suma hafði hún aldrei séð. Þessi vinkvennahópur skemmtir sér oft og vel saman – án karlanna eða makanna. Hver kona er í mörgum kvennahópum. Með sumum fara þær í ferðalög, með öðrum eru þær í sauma- klúbb, matarklúbb, rauðvíns- klúbb, spilaklúbb, leshring, heilsurækt og með enn öðrum fara þær í helgarferðir til er- lendra borga: „Við stelpurnar ætlum til London um helgina, sjáumst á mánudaginn,“ gæti verið raunsönn setning. Kon- urnar eru einnig saman á nám- skeiðum, eins og kvöldnám- skeiðum í bókmenntum eða heimspeki – eða einhverjum list- um. Framboðið er fyrir hendi. Líklega skara konur fram úr körlunum í sameiginlegum frí- stundum sínum. Ekki er óalgengt að mæta konu sem er ef til vill í tveimur virkum matar- eða saumaklúbbum, og einum rauð- vínsklúbb, einungis skipuðum konum. Frístundir kynjanna eru al- gjörlega frjálst val og það er ekk- ert rétt eða rangt við þessa þróun – en það er ef til vill ómaksins vert að velta henni lítillega fyrir sér. Karlarnir eru auðvitað virkir líka og stunda sínar karllægu íþróttir, veiðiferðir, jeppa- ferðalög, fótboltagláp og heim- spekilegar umræður. Vissulega geta þeir sökkt sér í þessi áhuga- mál en sennilega er heildarvirkni þeirra minni, þrjátíu á móti sjö- tíu, 30:70. Þannig er hlutfall kynjanna í endurmenntun. Ef til vill er ég á hálum ís í þessum fræðum, því ég get ekki flett upp í neinum heimildum. Hef því reifað þessa tilgátu um vaxandi aðskilnað kynjanna í frí- stundum – við gesti og gangandi. Viðmælendur mínir hafa tekið sterklega undir þetta og nefna sérstaklega að konur hafi steypt sér af krafti út í að eyða frístund- unum saman. Tilgátan er að eftir því sem líð- ur á þennan áratug 21. aldarinnar munu kynin þokast nær í at- vinnulífinu og á heimilum, en fjær í tómstundum sínum. Ferðaskrif- stofur munu skipuleggja kvenna- og karlaferðalög og öll alvöruaf- þreying verða merkt kynjunum; kvenna- og karlaleiksýningar, kvenna- og karlafæði, kvenna- og karlabifreiðar. Loks verður hætt að streitast við að merkja auglýs- ingar „Foreldramorgnar“ og að allir foreldrar séu velkomnir eins og í ofangreindri auglýsingu. Mæðramorgnar var það heillin – og allar mæður duglegar að mæta. Áhugavert er að spegla þessa almennu tilhneigingu í aðgrein- ingu kynjanna í ljósi barnaupp- eldis. Áhersla hefur verið í upp- eldi síðustu áratuga að gera ekki greinarmun á strákum og stúlk- um hvað varðar væntanleg hlut- verk í lífinu. Eða hvernig við- brögð eða áhugamál séu hvoru kyni viðeigandi. Mikilvægt er tal- ið að draga úr þessum kynjamun í uppeldi til að skapa báðum kynj- um jafna möguleika í lífi og starfi. Aðgreining kynjanna í frí- stundum á fullorðinsárum skýtur því nokkuð skökku við. Skilaboðin til barnanna verða hálfundarleg. Mamman notar tímann sem henni gefst utan heimilis til að vera með vinkonum sínum, og pabbinn með sínum félögum eða að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Frístundir kynjanna varða ekki réttlæti eða jafnrétti og þær flokkast ekki undir brýnustu mál. En ef þetta er vaxandi tilhneiging getur hún fyrr eða síðar tengst öðrum og stærri málum eins og jafnrétti kynjanna. Ég ætla ekki að gera tilraun til að giska á ástæðuna fyrir þessari þróun, heldur læt nægja að lýsa henni hér. Lesendur geta svo bætt um betur með því að segja sögur af „stelpunum“ og „strák- unum“. Frístundir kynjanna Konur eru með öðrum konum í sauma- klúbb, matarklúbb, rauðvínsklúbb, spilaklúbb, leshring, heilsurækt og með enn öðrum konum fara þær í helg- arferðir til erlendra borga – án karla. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is NÆSTKOMANDI mánudag verður haldin áhugaverð ráðstefna sem ber yfirskriftina Samræming vinnu og einkalífs: Verðugt verkefni – varanlegur ávinn- ingur. Á dagskrá ráð- stefnunnar verða fróðleg og spenn- andi erindi einkum ætluð þeim sem starfs síns vegna geta stuðlað að bættu starfsumhverfi, auknum sveigjanleika og samræmingu vinnu og einkalífs á íslenskum vinnumarkaði s.s. starfsmanna- stjórum, jafnréttisráðgjöfum og stjórnendum með mannaforráð. Erindin veita innsýn í að það er fyrirtækjum til hagsbóta og starfsmönnum til aukinna lífsgæða að gera starfsfólki kleift að sam- ræma vinnu og einkalíf. Fjallað verður um þær leiðir sem eru fær- ar til að draga úr togstreitu á milli vinnu og einkalífs, gerð grein fyrir úrræðum sem einstaklingarnir sjálfir beita sem og vinnustaðir. Lögð verður áhersla á hlutverk stjórnenda í þessu sambandi þar sem þeir hafa mikil áhrif á hvern- ig starfsandi og vinnuumhverfi mótast innan fyrirtækis. Í broddi fylkingar verður dr. Stewart Friedman, prófessor við Wharton, viðskiptadeild háskólans í Pennsylvaníu. Hann er þekktur frumkvöðull á sviði jafnvægis á milli vinnu og einkalífs, auk þró- unar forystuhæfileika yfirmanna og hefur doktorsgráðu í vinnusál- fræði frá University of Michigan. Dr. Friedman á að baki ald- arfjórðungsstarf sem sálfræðingur og greinahöfundur. Greinar eftir hann hafa birst í fjölmörgum blöð- um og tímaritum s.s. New York Times, Wall Street Journal og Human Resource Management. Hann er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim og hefur auk þess gefið út bækur um ofangreint efni. Dr. Friedman hefur einnig tekið að sér ráðgjöf á þessu sviði fyrir fjölmörg þekkt fyrirtæki, s.s. Ford Motor Company og Hewlett- Packard, og tímarit eins og Fin- ancial Times og Business Week hafa margoft vitnað í störf hans og greinar. Að ráðstefnunni standa 17 sam- tök, stofnanir og fyrirtæki: Al- þýðusamband Íslands, félagsmála- ráðuneytið, Hugsmiðjan, IMG Gallup, Íslandsbanki, Jafnrétt- isráð, Jafnréttisstofa, Landsbanki Íslands, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Samtök atvinnulífsins, Efling stéttarfélag, Vinnueftirlit ríkisins, Vinnumálastofnun, Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar og Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur. Þessir aðilar tóku höndum sam- an undir heitinu Hollvinir hins gullna jafnvægis og hafa frá jan- úar 2003 fylgt eftir verkefninu Hið gullna jafnvægi, sem Reykjavík- urborg og Gallup stóðu að á ár- unum 2000–2001. Hollvinir starfrækja m.a. vef- svæðið hgj.is í þeim tilgangi að styrkja umræðu um sveigjanleika á vinnustöðum og samræmingu vinnu og einkalífs og miðla nýjum fróðleik um það efni. Jafnframt munu þeir standa fyrir árlegri við- urkenningu til einstaklings, fé- lagasamtaka eða vinnustaðar sem skarað hefur framúr á þessu sviði eða lagt þýðingarmikinn skerf til umræðunnar. Viðurkenningin, sem ber heitið Lóð á vogarskálarnar, verður afhent í fyrsta skipti á ráð- stefnu hollvina nk. mánudag. Auk hollvina hafa Morgunblaðið og Flugleiðir lagt sitt af mörkum svo að ráðstefnan gæti orðið eins vegleg og raun ber vitni. Fyrir hönd hollvina vil ég þakka for- svarsmönnum þessara fyrirtækja veittan stuðning. Ráðstefnan verður haldin mánu- daginn 10. nóvember á Nordica hótel frá kl. 13–17.30. Tekið er á móti skráningum á ráðstefnuna á vefsvæðinu hgj.is. Samræming vinnu og einkalífs Verðugt verkefni – varanlegur ávinningur Eftir Lindu Rut Benediktsdóttur Höfundur er ritstjóri hgj.is. Í LEIÐARA 4. nóvember sl. gerir Morgunblaðið að umfjöllunarefni þá samþykkt landsfundar Samfylking- arinnar sem fjallar um afnám tekjutengingar af barna- bótum. Greinilegt er að leiðarahöfundi gremst þessi samþykkt og spyr hvort Samfylkingin sé búin að gleyma upp- runa sínum og hvort það sé sérstakt markmið hennar að auka efnamun í þessu þjóðfélagi. Mér þykir ástæða til að staldra aðeins við þetta. Það sem fyrst vekur athygli mína er að þessi framsetning er sú sama og forsætisráð- herra hefur beitt til þess að vekja upp tortryggni gagn- vart öryrkjum þ.e að þeir dómar sem hafa fallið ör- yrkjum til hagsbóta hafi eingöngu nýst þeim sem best eru staddir. Samfylkingin ætli sem sagt sömu leið til að ná fram bótum, allir fái bætur, bæði fátækir og ríkir. Eðli bóta Skv. mínum skilningi eru bætur greiddar vegna tiltek- ins ástands þ.e aldaðir fá greiðslur vegna aldurs, fatl- aðir vegna fötlunar, barnafólk vegna aukaútgjalda sem skapast við að ala upp börn o.s.frv. Það má velta því upp, hvort skerðing innan bótakerfisins sé ekki mismunun og einnig hvort tekjujöfnum innan bóta- kerfis sé sértæk og því ólögleg. Er hægt að halda því fram að fatlaður einstaklingur sem á einhverja mögu- leika á að afla sér tekna eigi minni rétt til bóta vegna fötlunar sinnar en annar? Þetta tel ég vera grundvall- arspurningu sem Morgunblaðið og fleiri eigi að fjalla um. Getur það talist eðlilegt að bótakerfið sé notað til tekjujöfnunar? Kemur einhver eðlileg tekjujöfnun út úr því? Tekjujöfnun Þær þjóðir í kringum okkur sem við helst lítum til, nota ekki bótakerfið til tekjujöfnunar, heldur skatt- kerfið. Með því að nota bótakerfið til slíks, er eingöngu verið að jafna tekjur milli einstaklinga innan hvers bótaflokks. Ef skattkerfið væri notað til tekjujöfnunar eins og víðast annars staðar, þá fyrst gætum við verið að tala um almenna tekjujöfnun. Fyrir utan persónu- afslátt hefur íslenska skattkerfið verið notað til mis- mununar. Er það réttlátt að uppruni tekna skuli ráða því hversu háir skattar eru greiddir? Er það réttlátt að sumar stéttir skuli njóta skattaafsláttar umfram aðrar? Hafi þeir leiðarahöfundar Moggans einhvern áhuga á tekjujöfnun er nauðsynlegt það fari fram umræða um grundvallarspurningar. Annars verður að líta svo á að svona leiðari sé eingöngu skrifaður í pólitískum til- gangi. Tekjutengingar Eftir Guðbrand Einarsson Höfundur er formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. ÞEGAR þjónustumiðstöð Sjón- arhóll fyrir foreldra barna með sérþarfir knýr dyra hjá okkur og biður um liðsinni hljótum við öll að leggja við hlustir og bregðast við. Svo sterkan sess eiga börn með langvinnan sjúk- dóm og varanlega fötlun eða þroska- frávik í hjarta okk- ar. Fregnir um áfangasigra í bar- áttu þessara barna, framfarir í lækningum og meðferð vekja vonir. Í mínum huga tengist stofnun Sjónarhóls ævintýri raunverulegr- ar uppbyggingar í þágu sérstakra barna til betra lífs. Sjónarhóll mun í krafti sérþekkingar sinnar verða ráðgjafamiðstöð aðstand- enda barna sem stríða við lang- varandi veikindi, fatlanir, athygl- isbrest með eða án ofvirkni, misþroska eða annarra frávika. Mikill tími fer í að fá yfirsýn yfir þann stuðning sem tiltækur er víðsvegar í kerfinu. Oft vita að- standendur ekki hvernig og hvar á að leita hjálpar og þjónustu. Margir hafa mætt lokuðum dyrum eða verið vísað frá einni stofnun til annarrar og jafnvel gefist upp á leiðinni og eftir sitja börnin. Þessu fylgja oft félagsleg og sálræn vandamál. Illu heilli bætast oft of- an á þetta fjárhagsleg vandamál. Þjónustumiðstöðinni er ætlað að vera leiðsögumaður um „kerfið“. Ætla má að hérlendis séu um 4000–5000 börn með sérþarfir. Málefnið snertir því með einum eða öðrum hætti fjölmargar fjöl- skyldur í landinu. Nú er leitað til okkar um hjálp. Caritas á Íslandi (hjálparstofnun kaþólsku kirkj- unnar) vill með gleði leggja þessu málefni lið með því að beina sínum árlegu styrktartónleikum í þágu sérstakra barna til betra lífs. Vertu með! Ég er þakklát vegna þess árangurs sem ég hef séð af starfi þessara félaga sem standa að baki Sjónarhóli og þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu æv- intýri. Styrktartónleikar Caritas verða í Kristskirkju við Landakot, sunnudaginn 9. nóvember kl. 16– 17 þar sem landskunnir listamenn koma fram og gefa vinnu sínu í þágu þessa málaflokks. Má þar nefna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, söngkonu, stúlknakór Rvk undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Guðnýju Guðmundsdóttur, kons- ertmeistara, Áshildi Haralds- dóttur, flauta, Gunnar Kvaran, selló, og Ulrik Ólason, orgel. Styrktartónleikar Caritas á Íslandi – sérstök börn til betra lífs Eftir Sigríði Ingvarsdóttur Höfundur er formaður Caritas á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.