Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 52
Í KVÖLD Lestarránið mikla eftir Edwin S. Porter (10 mín) Myndin er frá árinu 1903 og er ein af fyrstu kvikmyndum sögunn- ar. Í henni gellur við fyrsti byssu- hvellur kvikmyndasögunnar og fyrsta lestin kemur brunandi eftir hvíta tjaldinu, en áhorfendur greip svo mikil skelfing að þeir hlupu út úr kvikmyndasalnum þegar hún var sýnd fyrir 100 árum. Hershöfðinginn eftir Buster Keaton (72 mín) Myndin er frá árinu 1927 og er frægasta kvikmynd leikstjórans í fullri lengd. Hún gerist á tímum þrælastríðsins og segir frá verk- fræðingnum Johnny Gray og ást- inni hans, Annabelle, og lestinni hans, Hershöfðingjanum. Í henni skiptast á dramatískar senur og grínatriði og þykir kvikmyndatakan með miklum ágætum enn þann dag í dag. LAUGARDAGUR Járnsmiðurinn eftir Buster Keaton (20 mín) Myndin er frá árinu 1922 en hér segir frá ævintýrum Busters á járn- smíðaverkstæði þar sem hann járn- ar hesta og gerir við Rolls Royce bíla. Draugafár með Harold Lloyd (20 mín) Hlægileg drauga- og ástarsaga frá 1920 þar sem Lloyd leikur mann sem hittir lögfræðing sem er að leita að manni til að leika brúðguma. Ævintýramaðurinn eftir Charlie Chaplin (20 mín) Myndin er frá 1917 og segir hér frá ævintýrum litla flækingsins þeg- ar hann sleppur úr Sing-Sing-fang- elsinu. 52 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.30, 6.30, 8, 9, 10.30. B.i. 12. Empire Kvikmyndir.is SV MBL SG DV Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin! Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið! Allar sýning ar í Kring lunni eru PO WER- SÝNING AR! ll i í i l i I  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” „Ein besta gamanmynd ársins- fyrir fullorðna“ Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.50 og 10.15. Sýnd kl. 5.30, 6.30, 8, 9 og 10.30. B.i. 12. Helen Mirren og Julie Walters fara á kostum í nýrri og bráðskemmtilegri breskri gamanmynd í anda „Full Monty“. Mynd sem kemur skemmtilega á óvart enda ein stærsta mynd ársins í Bretlandi. Sýnd kl. 5.30. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómant- ísk gamanmynd sem bragð er að. 6 Edduverðlaunl Sýnd kl. 10.30. M.a. Besta mynd ársins SV MBL Tvímælalaust ein albesta mynd ársins sem slegið hefur rækilega í gegn í USA. Stórmynd sem engin má missa af. ATH!AUKASÝNINGKL. 6.30 og 9. SV MBL Radio X Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin! Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið! Playtime sýnd kl. 8. ÞRIÐJA og síðasta myndin í Matrix þríleiknum, Matrix- byltingarnar, var heimsfrum- sýnd samtímis í áttatíu lönd- um í gær klukkan 14 að ís- lenskum tíma. Hér á landi fór sýningin fram í Kringlubíói og mætti múgur og marg- menni til að berja verkið aug- um. „Hún var svolítið öðruvísi en ég bjóst við,“ sagði Vignir Hafsteinsson, tölvunarfræði- nemi í Háskólanum í Reykja- vík, en hann hafði brugðið sér yfir götuna eftir skóla í gær og kíkt á frumsýninguna í Kringlubíói ásamt félögum úr skólanum. Hann sagðist nokkuð ánægður með mynd- ina. „Það þarf að pæla dálítið í henni en þannig eru allar góðar myndir. Ég get ekki alveg sagt strax til um hvort hún var betri eða verri en hinar tvær myndirnar.“ Hann kvað bar- dagaatriðin og brellurnar vera tilþrifameiri en í fyrri myndunum og fólk í salnum hafi almennt virst sátt við myndina. Vignir Hafsteinsson skemmti sér á heimsfrumsýningu Matrix – Byltinganna. Hasar á heimsfrum- sýningu Matrix 3 Morgunblaðið/Þorkell GRÍNKÓNGAR þöglu myndanna verða í aðalhlutverki á kvikmynda- tónleikum Kvikmyndasafns Íslands og Sinfón- íuhljómsveitar Íslands sem haldnir verða í Háskólabíói í dag, fimmtudag, og á laugardag. Sérstök hátíð- arsýning á einni elstu kvikmynd sögunnar, Lestarráninu mikla, eftir Edwin S. Porter og Hershöfðingjanum eftir Buster Keaton verður í kvöld kl. 19.30 og á laugardaginn kl. 15 verða sýndar þrjár stuttmyndir eftir grínkóng- ana þrjá, Buster Keaton, Harold Lloyd og Charlie Chaplin. Þá mun Sjónvarpið sýna Einræðisherrann eftir Chaplin kl. 12.50 eftir hádegi á sunnudag. Kvikmyndasýningar við lifandi undirleik hafa verið haldnar á veg- um Kvikmyndasafns Íslands á hverju hausti síðan árið 1995 en samfellt samstarf með Sinfón- íuhljómsveit Íslands hófst árið 1998. Í þetta sinn verður upp- runaleg tónlist leikin við nánast all- ar myndirnar en hljómsveitarstjóri verður Rick Benjamin. Að nokkru leyti er verið að endurskapa stemn- inguna sem var í kvikmyndahúsum áður en talmyndir komu til sög- unnar, til dæmis verða leikin inn- og útgöngustef fyrir og eftir sýn- ingu, eins og gert var í gamla daga, að sögn Oddnýjar Sen kvikmynda- fræðings sem skipuleggur tón- leikana. Njóta sín vel við lifandi tónlist „Áður fyrr var spilað á bíóorgel eða píanó þegar kvikmyndir voru sýndar, var það til dæmis gert í Gamla bíói allt til loka þriðja ára- tugsins þegar talmyndirnar komu fyrst til sögunnar,“ útskýrir Oddný. Hún bendir á að í seinni tíð sé orðið vinsælt að stórar hljómsveitir sjái um lifandi undirleik, t.d. séu slíkar sýningar algengar í mörgum borg- um í Evrópu. Hingað til hefur áhorfendahóp- urinn verið afar blandaður, allt frá fjögurra ára börnum upp í fólk um nírætt sem öll skemmta sér hið besta, að sögn Oddnýjar. „Þessar þöglu myndir njóta sín ákaflega vel við lifandi tónlist. Fólki finnst þetta ákaflega sérstök upplifun því þetta er öðruvísi en að fara á venjulega kvikmyndasýningu eða sinfón- íutónleika.“ Þöglar myndir við lifandi tónlist Sinfóníunnar í Háskólabíói Bíóstemning eins og í gamla daga Oddný Sen Miðaverð fyrir fullorðna er 2.500 kr. á fimmtudag en 2.000 kr. á laugardag. Fyrir börn yngri en 12 ára kostar 1.000 kr. Miðapant- anir eru í síma 545-2500 og á www.sinfonia.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.