Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 39
FÓLKIÐ
...á hæðina
...á breiddina
...á lengdina
...á dýptina
á föstudögum!
AÐALFUNDUR Framsóknarfélags
Vestmannaeyja var haldinn laugar-
daginn 31. október sl. Nokkrar breyt-
ingar urðu á stjórn félagsins, þar sem
Sigurður E. Vilhelmsson tók við for-
mennsku í félaginu af Víkingi Smára-
syni. Auk Sigurðar voru kjörin í
stjórn Skæringur Georgsson, Hall-
grímur Rögnvaldsson, Guðmundur I.
Kristmundsson, Sigrún Gísladóttir,
Þórunn Engilbertsdóttir og Eygló
Harðardóttir. Varamenn voru kjörnir
Ómar Reynisson og Þuríður Freys-
dóttir.
„Samþykktar voru tvær ályktanir
um sjávarútvegsmál og ein ályktun
um samgöngumál. Tekið var undir
ályktun bæjarstjórnar Vestmanna-
eyja um að gæta skuli fyllsta jafnræð-
is í úthlutun aflaheimilda þannig að
núverandi hlutdeild svæða raskist
sem minnst. Einnig var samþykkt
ályktun þess efnis að hvetja til að leit-
að yrði allra leiða til að jafna starfs-
skilyrði land- og sjóvinnslu. Í álykt-
unni um samgöngumál var áhersla
lögð á að bæta samgöngur við Vest-
mannaeyjar hið fyrsta; til skemmri
tíma litið með fjölgun ferða Herjólfs
og til lengri tíma með undirbúningi
jarðgangagerðar, segir í frétt frá
Framsóknarfélagi Vestmannaeyja.
Ný stjórn
Framsóknarfélags
Vestmannaeyja
BERGMÁL – líknar- og vinafélag
býður félögum sínum og velunn-
urum jólakort til kaups. Allur ágóði
af sölu kortanna rennur til starf-
semi félagsins sem vinnur í þágu
fólks með krabbamein eða þjáist af
langvinnum sjúkdómum.
Kortin eru seld tíu saman í pakka
og kostar pakkinn ásamt umslögum
800 kr. Kortin eru til sölu hjá fé-
lagsmönnum um allt land. Einnig
má panta kortin með tölvupósti:
reyhel@simnet.is og verða þau
send heim til viðtakanda.
Bergmál verður með opið hús í
blindraheimilinu við Hamrahlíð
sunnudaginn 9. nóvember kl. 16 og
verða kortin til sölu þar.
Jólakort Bergmáls
Tónlist úr öllum áttum í Alþjóða-
húsi. Í kvöld, 6. nóvember kl. 21,
verður opið tónlistarkvöld í Alþjóða-
húsi. Spilað verður á hljóðfæri frá
Afríku, Ástralíu og Asíu. Auk þess
að spila á hljóðfærin munu lista-
mennirnir kynna tónlistarhefð og
menningu síns lands. Sem dæmi má
nefna Djembe trommur frá Vestur-
Afríku og Digeridoo frá Ástralíu. Þá
er fólki frjálst að mæta með hljóð-
færi eða diska og kynna menningu
sína áheyrendum. Allir eru velkomn-
ir og aðgangur er ókeypis.
Tourette-samtökin verða með op-
ið hús í kvöld, fimmtudagskvöldið
6. nóvember, kl.20:30 í Hátúni 10b
(austasta ÖBÍ blokkin), í kaffiterí-
unni á jarðhæðinni.
Í DAG
Meistaraprófsfyrirlestur í Há-
skóla Íslands. Meistaraprófsfyr-
irlestur Bergs Sigfússonar um veðr-
un og þróun jarðvegs í nágrenni
Grundartanga í Hvalfirði fer fram í
Odda, stofu 101, á morgun, föstudag-
inn 7. nóvember, kl. 14.30.
Verslunarráð Íslands verður með
morgunverðarfund í Hvammi á
Grand hóteli Reykjavík, á morgun,
föstudaginn 7. nóvember, kl. 8–9.45.
Birgir Ísleifur Gunnarsson, banka-
stjóri Seðlabankans, kynnir haust-
skýrslu bankans. Þá verða hring-
borðsumræður að lokinni framsögu
Seðlabankastjóra. Þátttakendur í
hringborði verða: Björn Rúnar Guð-
mundsson Landsbanka, Ingólfur
Bender Íslandsbanka, Þórður Páls-
son Kaupþingi-Búnaðarbanka og
Hörður Arnarson, forstjóri Marels
hf. Umræðum stjórnar Guðrún Hálf-
dánardóttir, fréttastjóri Við-
skiptablaðs Morgunblaðsins. Fund-
urinn er öllum opinn. Fundargjald
(morgunverður innifalinn) er kr.
2000. Tilkynna þarf þátttöku fyr-
irfram í síma eða á olof@chamber.is.
Málþing um hlutverk íslenskra
háskóla í breyttu rannsókn-
arumhverfi verður haldið í Háskól-
anum í Reykjavík föstudaginn 7.
nóvember kl. 13–6. Erindi halda:
Merle Jacob, prófessor við Copen-
hagen Business School, Magnús
Karl Magnússon, sérfræðingur við
Blóðmeinafræðideild og Erfða- og
sameindalæknisdeild Landspítala
Háskólasjúkrahúss, Jakob Krist-
jánsson, forstjóri Prokaria ehf.,
Hans K. Guðmundsson, for-
stöðumaður Rannís, og Ágúst H.
Ingþórsson, vísindafulltrúi mennta-
málaráðuneytisins í Brussel. Mál-
þingið fer fram á ensku og er öllum
opið.
Á MORGUN
STJÓRN ungra framsóknarmanna í
Reykjavík norður hefur sent frá sér
eftirfarandi ályktun:
„Stjórn ungra framsóknarmanna í
Reykjavík norður vill hvetja
menntamálaráðherra til að hraða
allri vinnu varðandi endurskoðun á
lánareglum LÍN og þá ekki síst
ábyrgðamannakerfi lánasjóðsins.
Það er okkar skilningur að ályktanir
og stefnumótanir beggja ríkisstjórn-
arflokkanna eigi mikla samleið hvað
þetta mál varðar og ætti því ekki
vanta upp á aðgerðir. Við teljum að
fyrirkomulag lánakerfisins í dag sé
óviðunandi og tryggi ekki jafnrétti
til náms þar sem nemendur eiga mis-
jafnan aðgang að hugsanlegum
ábyrgðarmönnum. “
Lánareglur
LÍN verði
endurskoðaðar
♦ ♦ ♦
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111