Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 39 FÓLKIÐ ...á hæðina ...á breiddina ...á lengdina ...á dýptina á föstudögum! AÐALFUNDUR Framsóknarfélags Vestmannaeyja var haldinn laugar- daginn 31. október sl. Nokkrar breyt- ingar urðu á stjórn félagsins, þar sem Sigurður E. Vilhelmsson tók við for- mennsku í félaginu af Víkingi Smára- syni. Auk Sigurðar voru kjörin í stjórn Skæringur Georgsson, Hall- grímur Rögnvaldsson, Guðmundur I. Kristmundsson, Sigrún Gísladóttir, Þórunn Engilbertsdóttir og Eygló Harðardóttir. Varamenn voru kjörnir Ómar Reynisson og Þuríður Freys- dóttir. „Samþykktar voru tvær ályktanir um sjávarútvegsmál og ein ályktun um samgöngumál. Tekið var undir ályktun bæjarstjórnar Vestmanna- eyja um að gæta skuli fyllsta jafnræð- is í úthlutun aflaheimilda þannig að núverandi hlutdeild svæða raskist sem minnst. Einnig var samþykkt ályktun þess efnis að hvetja til að leit- að yrði allra leiða til að jafna starfs- skilyrði land- og sjóvinnslu. Í álykt- unni um samgöngumál var áhersla lögð á að bæta samgöngur við Vest- mannaeyjar hið fyrsta; til skemmri tíma litið með fjölgun ferða Herjólfs og til lengri tíma með undirbúningi jarðgangagerðar, segir í frétt frá Framsóknarfélagi Vestmannaeyja. Ný stjórn Framsóknarfélags Vestmannaeyja BERGMÁL – líknar- og vinafélag býður félögum sínum og velunn- urum jólakort til kaups. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til starf- semi félagsins sem vinnur í þágu fólks með krabbamein eða þjáist af langvinnum sjúkdómum. Kortin eru seld tíu saman í pakka og kostar pakkinn ásamt umslögum 800 kr. Kortin eru til sölu hjá fé- lagsmönnum um allt land. Einnig má panta kortin með tölvupósti: reyhel@simnet.is og verða þau send heim til viðtakanda. Bergmál verður með opið hús í blindraheimilinu við Hamrahlíð sunnudaginn 9. nóvember kl. 16 og verða kortin til sölu þar. Jólakort Bergmáls Tónlist úr öllum áttum í Alþjóða- húsi. Í kvöld, 6. nóvember kl. 21, verður opið tónlistarkvöld í Alþjóða- húsi. Spilað verður á hljóðfæri frá Afríku, Ástralíu og Asíu. Auk þess að spila á hljóðfærin munu lista- mennirnir kynna tónlistarhefð og menningu síns lands. Sem dæmi má nefna Djembe trommur frá Vestur- Afríku og Digeridoo frá Ástralíu. Þá er fólki frjálst að mæta með hljóð- færi eða diska og kynna menningu sína áheyrendum. Allir eru velkomn- ir og aðgangur er ókeypis. Tourette-samtökin verða með op- ið hús í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. nóvember, kl.20:30 í Hátúni 10b (austasta ÖBÍ blokkin), í kaffiterí- unni á jarðhæðinni. Í DAG Meistaraprófsfyrirlestur í Há- skóla Íslands. Meistaraprófsfyr- irlestur Bergs Sigfússonar um veðr- un og þróun jarðvegs í nágrenni Grundartanga í Hvalfirði fer fram í Odda, stofu 101, á morgun, föstudag- inn 7. nóvember, kl. 14.30. Verslunarráð Íslands verður með morgunverðarfund í Hvammi á Grand hóteli Reykjavík, á morgun, föstudaginn 7. nóvember, kl. 8–9.45. Birgir Ísleifur Gunnarsson, banka- stjóri Seðlabankans, kynnir haust- skýrslu bankans. Þá verða hring- borðsumræður að lokinni framsögu Seðlabankastjóra. Þátttakendur í hringborði verða: Björn Rúnar Guð- mundsson Landsbanka, Ingólfur Bender Íslandsbanka, Þórður Páls- son Kaupþingi-Búnaðarbanka og Hörður Arnarson, forstjóri Marels hf. Umræðum stjórnar Guðrún Hálf- dánardóttir, fréttastjóri Við- skiptablaðs Morgunblaðsins. Fund- urinn er öllum opinn. Fundargjald (morgunverður innifalinn) er kr. 2000. Tilkynna þarf þátttöku fyr- irfram í síma eða á olof@chamber.is. Málþing um hlutverk íslenskra háskóla í breyttu rannsókn- arumhverfi verður haldið í Háskól- anum í Reykjavík föstudaginn 7. nóvember kl. 13–6. Erindi halda: Merle Jacob, prófessor við Copen- hagen Business School, Magnús Karl Magnússon, sérfræðingur við Blóðmeinafræðideild og Erfða- og sameindalæknisdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, Jakob Krist- jánsson, forstjóri Prokaria ehf., Hans K. Guðmundsson, for- stöðumaður Rannís, og Ágúst H. Ingþórsson, vísindafulltrúi mennta- málaráðuneytisins í Brussel. Mál- þingið fer fram á ensku og er öllum opið. Á MORGUN STJÓRN ungra framsóknarmanna í Reykjavík norður hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Stjórn ungra framsóknarmanna í Reykjavík norður vill hvetja menntamálaráðherra til að hraða allri vinnu varðandi endurskoðun á lánareglum LÍN og þá ekki síst ábyrgðamannakerfi lánasjóðsins. Það er okkar skilningur að ályktanir og stefnumótanir beggja ríkisstjórn- arflokkanna eigi mikla samleið hvað þetta mál varðar og ætti því ekki vanta upp á aðgerðir. Við teljum að fyrirkomulag lánakerfisins í dag sé óviðunandi og tryggi ekki jafnrétti til náms þar sem nemendur eiga mis- jafnan aðgang að hugsanlegum ábyrgðarmönnum. “ Lánareglur LÍN verði endurskoðaðar ♦ ♦ ♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.