Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 19
23 4 53 (
!
78 &
!
3 / 3 9
: 8
67
" #
3/3 (
!
!
6
6
!
#
$%
&! '
() * & !
!
" #
8( $))9 & 2 %& ( ' $ :;
$$$!!
WWW.HOLT.IS
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700
Komið í heimsókn
á www.holt.is
Skoðið verðið á
gistingu og veitingum
Kópavogi | Íbúar í Kópavogi sem
mættu á fjölsóttan íbúafund um
skipulag Lundarsvæðisins á þriðju-
dag voru hvattir til að nýta sér
mótmælarétt sinn og jafnframt að
gera fyrirvara um skaðabótaskyldu
ef verðmæti húsa þeirra rýrist
verði átta háreistir íbúðarturnar
reistir á svæðinu.
Elín Sigurgeirsdóttir, einn íbúa
sem til máls tóku á fundinum, sagði
að húseigendur sem sæju fram á að
fasteignir þeirra gætu rýrnað í
verði ættu að áskilja sér rétt á að
krefjast skaðabóta vegna þessa.
Hún segir húseigendur geta orðið
fyrir umtalsverðum skaða vegna
m.a. aukins skuggavarps, skerts
útsýnis og lakara skólakerfis.
Fyrirhugaðar byggingar á Lund-
arsvæðinu voru harðlega gagn-
rýndar af fundarmönnum, en alls
mættu rúmlega 300 manns á fund-
inn. „Fyrirliggjandi eru ekki bara
skipulagstillögur, heldur er hér
verið að ráðast á lífshætti okkar og
lífsgæði,“ sagði Hannes Þor-
steinsson, einn fulltrúi íbúa. „Að
því er virðist af algeru tillitsleysi er
verið að troða heilu sveitarfélagi
inn í hverfið okkar. Það er hins
vegar hvorki verið að búa til nýtt
samfélag né heldur verið að aðlaga
fyrirhugaða byggð að því samfélagi
sem þar er fyrir. Það liggur við að
manni fallist hendur þegar stærð-
irnar eru skoðaðar. Átta turnar,
allt upp í 14 hæðir, rísandi 55
metra upp í loftið. Rétt eins og allir
íbúar á Siglufirði á einu bretti.“
Hannes sagðist hlynntur þétt-
ingu byggðar, en segir þessa hug-
mynd í algeru ósamræmi við byggð
í hverfinu. „Eðlilegast væri að
skipuleggja byggð í samræmi við
þá byggð sem fyrir er, það er sér-
býli, raðhús og lítil fjölbýli,“ sagði
Hannes. Heppilegast hefði verið að
efna til hugmyndasamkeppni meðal
sérfræðinga í skipulagsmálum. „Ef
þeim hefðu verið gefnar ákveðnar
forsendur, sem eru að skipuleggja
byggð mitt í grónu hverfi, með úti-
vistarsvæði í eina átt, skógrækt í
aðra átt og ylströnd skammt undan
er ég alveg sannfærður um að nið-
urstaðan hefði verið frumlegri og
manneskjulegri en sú sem fyrir er,
að hrúga niður turnaþyrpingu. Það
er í manneskjulegu umhverfi sem
við völdum að búa þegar við flutt-
um í þetta hverfi og í þannig um-
hverfi viljum við búa áfram.“
Á fundinum ræddu arkitektar,
skipulagsfræðingur og landslags-
arkitekt fyrirliggjandi tillögur og
fóru yfir aðra möguleika við þétt-
ingu byggðar. Sigurður Harðarson,
arkitekt, ræddi um áhrif vinds á
háhýsi. Hann sagði ljóst að vindur
muni hafa mikil áhrif á fyrirhugaða
byggð og benti á að vindurinn stýr-
ist niður með háum húsum, myndi
vindsveipi og endurkastist á milli
húsana.
Grænu svæðin í skugga
Einar Ólafsson, arkitekt, vann
úttekt á skuggamyndun á svæðinu.
Hann sagði ljóst að turnarnir muni
skyggja verulega á nærliggjandi
hús, jafnvel að sumri til. Einnig
bendir hann á, að þó að gert sé ráð
fyrir grænum svæðum á Lund-
arlóðinni sé ljóst að þau verði
meira og minna í skugga.
„Það er mikilvægt að hafa í huga
að þéttleiki byggðar er aðeins
mælieining á landnýtingu. Hug-
takið felur ekki í sér ákveðna hug-
mynd um hvernig byggð lítur út.
Þetta þýðir t.d. að þétt byggð þarf
ekki endilega að þýða háreist
byggð,“ sagði Pétur Ármannsson,
arkitekt. Hann sýndi máli sínu til
skýringar þrjár myndir sem allar
eru með sama þéttleika byggðar,
eina með háhýsi, aðra með þéttum
raðhúsum og aðra með misháum
blokkum og grænum svæðum inn á
milli. Hann segir því ljóst að ekki
þurfi að byggja háreista íbúð-
arturna til að þétta byggð.
„Reynslan af einsleitri háhýsa-
byggð er misjöfn. Slík byggð þykir
mörgum vera fráhrindandi. Það
þýðir ekki að háhýsi eigi ekki rétt á
sér líka, þau eru búsetuform sem
hentar ákveðnum hópum sam-
félagsins vel, en öðrum alls ekki,
t.d. barnafjölskyldum,“ segir Pét-
ur. Hann segir miklu máli skipta að
vanda vel til hönnunar slíkra há-
hýsa og gæta þurfi þess að þau
skerði ekki sameiginlega hagsmuni
annarra íbúa á svæðinu.
„Verið að troða heilu sveitarfélagi inn í hverfið“
Morgunblaðið/Þorkell
Gáfu fundarmönnum álit sitt: Pétur Ármannsson, arkitekt (t.v.), Einar Ólafsson, arkitekt, Sigríður Kristjánsdóttir,
land- og skipulagsfræðingur, og Sigðurður Harðarson, arkitekt.
Kópavogi | Kópavogsbær gæti verið
að skapa sér háa skaðabótaábygð
með því að samþykkja byggingu
turnanna á Lundarsvæðinu, að mati
tveggja lögfræðinga sem eru í sam-
tökum áhugafólks um betri Lund.
Stefán Gunnlaugsson lögfræðing-
ur benti fundarmönnum á íbúafundi
á þriðjudag á að þau rök Sigurðar
Geirdal bæjarstjóra, að með því að
nota hugmyndir erfðafesturétthafa
og byggja turnana átta sé bærinn að
spara fé þar sem hann þurfi ekki að
hanna byggðina sjálfur, séu villandi.
Stefán segir bæinn ekki vera að fá
þetta ókeypis, heldur sé líklegt að
hann lendi í háum skaðabótakröfum
frá eigendum húsa í næsta nágrenni.
Hann tók sem dæmi að ef 100 hús-
eigendum yrðu dæmdar 3 milljónir í
bætur hverjum yrði kostnaður bæj-
arins 300 milljónir, og það væri bær-
inn sem yrði krafinn um það, ekki
þeir sem byggja á lóð Lundar.
Land Lundar er í eigu Kópavogs-
bæjar, en erfðaréttur til að nýta
landið til landbúnaðar er í höndum
einkaaðila, sem hafa nú komið fram
með hugmyndirnar að byggingu
íbúðarturna á svæðinu. Erfðafestu-
rétturinn sem er til staðar á landinu
er eingöngu til landbúnaðar, sagði
Stefán.
Stefán skýrði fundinum frá því að
nýverið gekk dómur í Héraðsdómi
Reykjaness þar sem Hafnarfjarðar-
bær ákvað að taka land erfðafestu-
hafa, sem ætlað var til landbúnaðar,
eignarnámi til að skipuleggja íbúð-
arbyggð. Dómurinn komst að þeirri
niðurstöðu að í erfðafestunni fælist
ekki annað en það að handhöfum
hennar hafi verið heimilt að reisa
þau mannvirki á landinu sem tengd-
ust ræktun á því svæði, svo sem
íbúðarhús og gripahús. Dómurinn
féllst ekki á að í erfðafesturéttinum
fælist heimild til að búta landið niður
í lóðir undir íbúðarhús.
Brýtur gegn aðalskipulagi
Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur,
segir það standa skýrum stöfum í að-
alskipulagi Kópavogs og víðar að það
sjónarmið skuli ríkja við skipulag
nýrrar byggðar að laga hana sem
best að þeirri byggð sem fyrir er.
Hann segir háhýsin sem áætlað er að
reisa á Lundarsvæðinu standist ekki
þau meginsjónarmið sem ganga á
útfrá við skipulagningu á svæðinu og
séu því ólögleg. „Ég vil meina að það
sé verið að brjóta gegn grundvall-
aratriðum í meginskipulaginu og það
megi ekki. Lögin segja að deiliskipu-
lag eigi að vera í samræmi við að-
alskipulag og það samræmi sýnist
mér alls ekki vera fyrir hendi.“
Ketill segir að úrræði sem íbúar
hafi, telji þeir að lög séu brotin, séu
að setja fram kröfu um að ákvörð-
unin verði tekin til baka, senda
stjórnsýslukæru til ráðherra, eða
höfða mál. Til að stöðva framkvæmd-
ir á meðan á þessu ferli standi þurfi
að krefjast lögbanns á framkvæmd-
irnar, og þá þurfi sá sem þess krefst
að leggja fram háa tryggingu.
„Það er auðvitað erfitt fyrir ein-
staklinga að vera í þannig baráttu
við sveitarfélagið. Sveitarfélagið á að
sjálfsögðu að gæta þess að fara að
lögum. Það væri afskaplega erfitt
fyrir einstaklinga að reka það mál,
en kannski ekki ómögulegt.“
Gæti skapað bænum
skaðabótaábyrgð