Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 27
alþjóðleg leiksýning byggð á myndlist eftir Ilmi Maríu Stef- ánsdóttur. Leikstjóri: John Wright. Leikendur: Valur Freyr Ein- arsson, Stephen Harper, Ásta Sighvats og Ásgerður Júníus- dóttir. Leikmynd: Helga Stef- ánsdóttir. Búningar: Lotta Danfors. Lýsing: Johanna Salomaa. Danshöfundur: Peter And- erson. Tónlist: Davíð Þór Jónsson og Ásgerður Júníusdóttir. Textahöfundur: Sjón. Common- Nonsense AÐ LEIKSÝNINGUNNI Common- Nonsense (Almenn vitleysa) kemur listafólk frá Íslandi, Svíþjóð, Eng- landi og Finnlandi til að vinna spuna- sýningu út frá myndlist eftir Ilmi Maríu Stefánsdóttur. Leikstjóri sýn- ingarinnar er hinn breski John Wright sem getið hefur sér gott orð í heimalandi sínu fyrir vinnu með grímur og trúðaleik, en ekki hvað síst fyrir leiksýningar unnar í leik- smiðjum, eða svokallað „devised theatre“ (leiksmiðju-leikhús), meðal annars með leikhópnum sínum Told by an Idiot (Þulin af vitfirringi). Sýn- ingin sem frumsýnd er í kvöld var ein- mitt unnin í leiksmiðju og það liggur því beint við að forvitnast um hvað það er við þá vinnuaðferð sem heillar John svona. „Ég hef verið að vinna leiksmiðju- sýningar síðan á áttunda áratug síð- ustu aldar, en ástæðan fyrir því að ég byrjaði að skrifa og skapa minn eig- inn texta á sínum tíma var að sam- tímaleikverk veittu mér svo lítinn inn- blástur. Mér fannst eitthvað ferskt og spennandi vera að gerast í leikhúsinu sem ekki væri háð textanum heldur hvíldi alfarið á hópvinnunni. En það var þessi leit mín að hópnum sem kom mér í skilning um að í raun snýst þetta ekki bara um að allir vinni sam- an til að framkalla það sem mig sem leikstjóra langar til að ná fram, held- ur að við sem hópur finnum og virkj- um hið skapandi afl allra einstakling- anna í hópnum. Leiksmiðju-leikhús mætir enn töluverðri andstöðu hjá stóru leikhús- unum vegna þess að stjórnendum finnst þessi vinnuaðferð hljóma svo óljós. Ég viðurkenni það alveg að þetta er alls ekki auðveldasta leiðin til að skapa leiksýningar því hún krefts mikils aga. En að mínu mati er þessi aðferð mun fágaðri og fjölbreyttari. Og þegar upp er staðið er hún gíf- urlega gefandi. Í raun er ekki hægt að vinna leiksmiðju-sýningu eins og venjulegar uppfærslur, því hún krefst hreinlega annarrar vinnuaðferðar.“ Hvað áttu við með því? „Stór hluti þeirra sýninga sem ég hef unnið hafa orðið til úr nær engu. Oft hefur ekki verið um neitt handrit að ræða í upphafi, aðeins t.d. ljós- mynd, einhver ákveðin tónlist eða saga, en í grundvallaratriðum ertu að skapa sýninguna með hópi fólks og því sem það hefur til málanna að leggja. Og það krefst þess að allt ger- ist á aðeins annan hátt en í venjulegri leikhúsvinnu. Í vinnuferlinu er mjög mikilvægt að allt þróist samhliða, þ.e. búningar, leikmynd, tónlist og leikur. Sú hugmynd að hönnuðir leggi fram teikningar að hugmyndavinnu sinni í upphafi æfingatímabils sem ég eigi síðan að samþykkja eða hafna er að mínu mati ekki besta leiðin til að setja saman sýningu. Allt þarf að þróast á sama tíma og þú ert stöðugt að endur- skrifa og skapa nýja hluti allt fram á síðustu stundu.“ Samvinnan lykilatriði Hvernig sérðu þitt hlutverk sem leikstjóra? „Mitt hlutverk felst fyrst og fremst í að skapa vinnuumhverfi þar sem all- ir geta lagt sitt af mörkum og hug- myndaflæðið er frjálst. Í sjálfu sér er mér líka sama hvaðan góðar hug- myndir koma, aðalatriðið er að þær komi fram. Þegar við byrjuðum að æfa CommonNonsense fórum við í mikið af leikjum til þess að mynda góðan hóp vegna þess að samvinnan er algjört lykillatriði. Ég hef engan áhuga á að segja fólki fyrir verkum heldur vil ég veita því tækifæri til að leika sér með hlutina og hugmyndirnar. Þannig reyni ég að auðvelda því það að geta fylgt eigin innsæi og hvötum. Strax á fyrsta degi varð mér strax ljóst að ég var hér með frábæran og frjóan hóp í höndunum, enda hefur okkur tekist að skapa sýn- ingu á aðeins fjórum vikum. Auðvitað hafa leikararnir mismikla reynslu af því að vinna í leiksmiðju, en öll hafa þau samt haft jafnmikið til málanna að leggja á æfingaferlinu, svo ekki sé minnst á hina meðlimi hópsins, s.s. búninga-, ljósa- og leikmyndahönnuð- ina sem höfðu afgerandi áhrif á stefn- una sem við tókum á æfingaferlinu.“ Hvernig myndir þú lýsa sýning- unni? „Það er engin ein gegnumgangandi saga í verkinu, heldur níu mismun- andi sögur sem fléttast saman og skapa þannig myndasamsetningu sem skapar ákveðinn samhljóm eftir því sem á sýninguna líður. Sýningin er mjög sjónræn og lítill sem enginn texti, sem þýðir að það hvílir allt á hinu sjónræna, líkamlegri hæfni leik- aranna og næmi þeirra t.d. fyrir tón- listinni. Við höfðum ekkert í höndun- um nema myndir af skúlptúrum og uppfinningum Ilmar þegar við byrj- uðum, enga áætlun, tónlistin var ekki komin og engin leikmynd. Á síðustu fjórum vikum höfum við unnið að því að komast að einhvers konar niður- stöðu í ferlinu, sem er afar hollt þegar um svona stykki er að ræða. Það þýð- ir að taka hefur þurft djarfar ákvarð- anir í stað þess að rökræða allt niður í kjölinn.“ CommonNonsense verður sýnd í Borgarleikhúsinu fram til 22. nóvem- ber nk. Í mars á næsta ári verður hún sýnd í Teater Pero í Stokkhólmi og í maí á sama ári í Battersea Arts Centre í Lundúnum. Leiksýning inn- blásin af myndlist Morgunblaðið/Kristinn „Auðvitað er þetta ekki auðveldasta leiðin til að skapa sýningu, en hún er gífurlega gefandi,“ segir John Wright um sýninguna CommonNonsense. silja@mbl.is Alþjóðlega leiksýningin CommonNonsense verður frumsýnd á nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Silja Björk Huldudóttir brá sér á æfingu og tók John Wright, leikstjóra sýningarinnar, tali. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 27 Frönsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 #19 VI‹ FJÖRUBOR‹I‹ Á STOKKSEYRI ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR Fram til 24. nóvember vinna Og Vodafone og Ericsson að uppbyggingu GSM kerfis Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu. Við biðjumst velvirðingar á truflunum sem farsímanotendur okkar kunna að verða fyrir á meðan vinna stendur yfir. www.ogvodafone.is Við eflum GSM þjónustu okkar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 22 59 0 10 /2 00 3 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Dömumokkasínur Teg.: 2681110 St. 36-41 Litur: Svartur Verð áður 2.495 Verð nú 1.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.