Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 44
GUÐFINNUR Kristmannsson, fyrrverandi landsliðs-
maður í handknattleik, gengur til liðs við sína gömlu fé-
laga í ÍBV í byrjun janúar og leikur með því til loka
keppnistímabilsins í vor. Guðfinnur er búsettur í Gauta-
borg í Svíþjóð þar sem hann hefur verið undanfarin tvö
ár og leikið liði Wasaiterna og á síðustu leiktíð þjálfaði
hann jafnframt liðið.
Guðfinnur sagði við Morgunblaðið í gær að það væri
nánst full frágengið að hann kæmi til Eyjamanna eftir
áramótin og aðeins ætti eftir að ganga frá nokkrum
smáatriðum.
Guðfinnur sagði skilið við Wasaiterna í vor en bág
fjárhagsstaða félagsins gerði það að verkum að hann
fékk ekki greidd þjálfaralaun og í fyrradag bárust frétt-
ir í sænskum fjölmiðlum að félagið stefndi í gjaldþrot.
Guðfinnur var lykilmaður í liði Eyjamanna í mörg ár
og átti um tíma sæti í íslenska landsliðinu og lék með því
á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Hann æfir þessa
dagana með liði Heim sem leikur eins og Wasaiterna í
suðurriðli 1. deildar.
Guðfinnur á ný til
ÍBV um áramótin
Guðfinnur
ÍÞRÓTTIR
44 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BJARNI Skúla-
son, júdókappi, er
á leiðinni til Finn-
lands og Svíþjóð-
ar, þar sem hann
mun taka þátt í
tveimur alþjóð-
legum júdómótum
– jafnframt því að
vera í æfingabúð-
um. Bjarni, sem
hefur verið meiddur á öxl
og ekki getað æft í sex vik-
ur, fer ásamt þjálfara sín-
um, Sævari Sigsteinssyni.
„Við lítum á mótin í Finn-
landi og Svíþjóð sem und-
irbúning fyrir stærri verk-
efni, sem eru mót á
a-mótaröðinni í Evrópu eftir
áramót. Það eru mót
í Frakklandi, Ung-
verjalandi, Þýska-
landi, Hvíta-
Rússlandi og Hol-
landi, en síðan
verður Evrópumeist-
aramótið í Belgrad í
lok maí. Þetta eru
allt stigamót, sem
gefa stig til þátttöku
á Ólympíuleikum, en ég hef
sett stefnuna á Aþenu,“
sagði Bjarni, sem verður
ásamt Sævari úti í þrjár vik-
ur. „Við sjáum eftir það
hvernig ástandið verður, en
vonandi hef ég náð mér full-
komlega af meiðslunum í
öxl,“ sagði Bjarni.
Bjarni á mót í Finn-
landi og Svíþjóð
FÓLK
TONY Adams var í gær ráðinn
knattspyrnustjóri enska 2. deildar-
liðsins Wycombe í stað Lawrie
Sanchez, sem var leystur frá störf-
um hjá félaginu á dögunum. Adams
gerði garðinn frægan með Arsenal
þar sem hann lék um árabil, lengst
sem fyrirliði liðsins. Þessi mikli leið-
togi á velli ákvað að leggja knatt-
spyrnuskóna á hilluna eftir að Ars-
enal vann tvöfalt fyrir tveimur
árum.
ADAMS varð fjórum sinnum
enskur meistari með Arsenal, varð
þrívegis bikarmeistari með liðinu og
var í liði Arsenal sem varð Evrópu-
meistari bikarhafa fyrir níu árum.
Hann lék 504 leiki með liðinu frá
1983-2002 og skoraði 32 mörk og þá
lék hann 66 landsleiki fyrir Englend-
inga og skoraði 5 mörk. Adams bíð-
ur erfitt verkefni en Wycombe situr
á botni ensku 2. deildarinnar. Svo
skemmtilega vill til að heimavöllur
félagsins ber nafnið Adams Park.
ARSENE Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, sagðist hafa trú á því
að Adams nái langt sem knatt-
spyrnustjóri og gaf honum góð ráð í
starfi: „Vertu áfram þú sjálfur!“
JAVIER Clemente, þjálfara
Espanyol, var í gær sagt upp störf-
um sökum slaks árangurs liðsins á
Spáni. Luis Fernandez, fyrrverandi
þjálfari París SG, var ráðinn í stað-
inn.
ENSKA knattspyrnufélagið Read-
ing hefur farið fram á að Ívar
Ingimarsson leiki ekki með ís-
lenska landsliðinu gegn Mexíkó
eftir tvær vikur. KSÍ hefur fengið
sömu viðbrögð frá Charlton varð-
andi Hermann Hreiðarsson, eins
og áður hefur komið fram.
Ásgeir Sigurvinsson landsliðs-
þjálfari sagði við Morgunblaðið í
gær að stefnan væri óbreytt. „Við
ætlum að fara með okkar sterk-
asta lið til leiks gegn Mexíkó, sem
er í hópi hæst skrifuðu landsliða í
heimi. Okkur hefur tekist að fá
hagstætt flug til baka fyrir leik-
mennina frá San Francisco, strax
eftir leik, þannig að þeir verði
komnir aftur til London á fimmtu-
dagskvöldinu, þótt leikið sé klukk-
an 4 um nóttina að íslenskum
tíma. Það ætti því ekkert að vera
því til fyrirstöðu að fá leikmenn-
ina, þar sem leikurinn er á alþjóð-
legum leikdegi, og við höldum
stíft við þá stefnu okkar,“ sagði
Ásgeir.
Reading vill halda Ívari
Það var ljóst fyrir leikinn aðmargir höfðu beðið eftir slíkum
leik, íþróttahúsið var vel mannað á
áhorfendabekkjun-
um, boðið var upp á
ljósasýningu, ágæta
kynningu og Hera
mætti með gítarinn.
Falur Harðarson gaf tóninn með því
að skora þriggja stiga körfu, Gunnar
Einarsson tók við keflinu og setti
niður aðra og kom heimamönnum í
8:6 og Magnús Gunnarsson setti nið-
ur þá þriðju.
Það var ekki laust við að leikmenn
Ovarense vissu ekki hvernig þeir
ættu að bregðast við íslenska leik-
stílnum. Þegar þeir gengu út í skytt-
urnar losnaði um Nick Bradford og
Derrick Allen. Bradford lék sinn
besta leik í vetur, skoraði 30 stig og
var öflugur í fráköstunum. Samt sem
áður virðist sem hann hafi lítið fyrir
því sem hann er að gera. Allen límdi
vörnina saman og lék mjög vel, nýtti
skotin sín vel en á þeim köflum sem
heimamönnum brást bogalistin í
langskotunum hefði mátt leita meira
að þeim hávaxna í teignum – Allen.
Gunnar og Magnús skiptust á að
taka skorpur og í þriðja leikhluta
skoraði Magnús þrjár þriggja stiga
körfur af löngu færi – og hafði gam-
an af. Staðan í upphafi fjórða leik-
hluta var vænleg, 83:66, en þá vakn-
aði Wilson til lífsins en „mesti troðari
sögunnar“ var ekki líklegur til þess
að geta stokkið jafnfætis frá vítalínu
í gær. Hann virkaði latur í vörn og
svifaseinn í sókn – en hann skoraði
samt sem áður 30 stig.
Gestirnir náðu að breyta stöðunni
úr 94:77 í 94:88 og allt útlit fyrir að
íslenska liðið væri að brotna. En það
gerðist ekki og má þakka ágætum
varnarleik Keflvíkinga á þeim kafla
að þeir misstu ekki niður forskot sitt.
Keflvíkingar skemmtu sér kong-
unglega á vellinum í gær og sýndu að
það er ekki nóg að vera stór til þess
að geta eitthvað í körfubolta. Gunnar
Einarsson var án vafa besti leikmað-
ur liðsins, gaf tóninn í vörninni og
var áræðinn í sókn. Félagar hans
tóku upp sömu hugsun og fyrirliðinn
í kjölfarið. Eina áhyggjuefni Keflvík-
inga í gær var hve fáir komust á blað
í sókninni en auk byrjunarliðsins
skoraði aðeins Sverrir Þór Sverris-
son.
Jón Nordal Hafsteinsson barðist
vel að venju en lenti í vandræðum í
baráttunni við stærri og þyngri leik-
menn undir körfunni. Afraksturinn 5
villur og útilokun. Falur átti fína
spretti þrátt fyrir að gegnumbrotin
hans séu ekki eins öflug og áður. En
það má ekki líta af honum eitt augna-
blik fyrir utan þriggja stiga línuna.
Magnús lék eins og hann væri þrí-
tugur en ekki rétt rúmlega tvítugur.
Hann elskar líklega svona leiki – og
þrjár þriggja stiga körfur í þriðja
leikhluta kveiktu neistann. Það verð-
ur spennandi að fylgjast með Ís-
lands- og bikarmeistaraliðinu í
næstu leikjum. Ef það nær sér á
strik má allt eins búast við því að lið-
ið eigi eftir að koma fleiri liðum en
Ovarense í opna skjöldu.
„Sendum þá í skoðunarferð“
„Við ákváðum bara að keyra á þá.
Spila okkar leik og taka opin skot.
Ég held að við höfum sent þá í aðra
skoðunarferð dagsins hér í kvöld.
Þeir vissu varla hvort við vorum að
fara eða koma,“ sagði Gunnar Ein-
arsson, fyrirliði Keflvíkinga. Gunnar
var sammála því að slakur varnar-
leikur Ovarense hefði í raun komið
þeim á óvart. „Ég bjóst við að þeir
yrðu mun ákafari í vörninni. Vonandi
verða þeir í sama ham þegar við
mætum þeim á útivelli. Þetta er efsta
liðið í deildinni í Portúgal og þessi
sigur gefur okkur aukið sjálfstraust í
næstu verkefni. Núna vitum við hvar
við stöndum.“
Fyrirliðinn hefur ásamt félögum
sínum staðið í ströngu í sumar við
ýmsar fjáraflanir vegna þátttöku
liðsins í Evrópukeppninni og bætti
Gunnar því við að úrslit leiksins
hefðu gert það að verkum að öll sú
vinna væri gleymd og grafin.
„Það var oft og tíðum ekkert
skemmtilegt að selja klósettpappír
eða rækjur. En þegar við leikum
svona vel er það þess virði,“ sagði
Gunnar Einarsson.
Það vakti athygli að Guðjón Skúla-
son, þjálfari Keflavíkur, mætti í
jakkafötum til síðari hálfleiks en í
þeim fyrri var hann „borgaralega“
klæddur. Guðjón sagði að hann hefði
ekki vitað að það væri skylda að
þjálfarar væru í jakkafötum og lýsir
það kannski því best hve langt er síð-
an íslenskt félagslið hefur tekið þátt í
Evrópukeppni. Fötin skiluðu sér rétt
fyrir leik og gerðu sitt gagn en Guð-
jón sagði að slíkt skipti litlu máli því
hann væri stoltur af sínum mönnum.
„Við höfum ekki leikið neitt sér-
staklega vel það sem af er vetri. Það
hafa heyrst þær raddir að Banda-
ríkjamennirnir í okkar liði séu ekk-
ert sérstakir en við höfum samt sem
áður unnið að því að vera á toppnum
í þessum leikjum og að mínu mati
sýndum við það í kvöld hvað við get-
um,“ sagði Guðjón en fyrir leikinn
sagðist hann ekki vita mikið um and-
stæðinga sína.
„Við höfðum ekki á miklu að
byggja, en vissum aðeins hverjar
áherslur þeirra voru. Það sem kom
mér á óvart var hve slakur annar
Bandaríkjamaðurinn var í þeirra liði
en Wilson var okkur erfiður. Hins
vegar ætluðum við okkur að einblína
á okkar styrkleika og vera ekki að
velta því fyrir okkur hvað við hefðum
ekki. Hraði okkar og ákefð kom þeim
í opna skjöldu. Við vitum lítið sem
ekkert um næstu mótherja okkar en
það skiptir ekki öllu máli því þetta
var góður dagur fyrir okkar lið.“
KEFLVÍKINGAR riðu á vaðið í Evrópukeppni bikarhafa með því að
leggja Ovarense frá Portúgal að velli í gær, 113:99. Strax á upphafs-
mínútum leiksins var ljóst að heimamenn ætluðu sér að nota gam-
alkunna aðferð til þess að ná árangri, enda hafa þriggja stiga skotin
og hraðaupphlaup verið aðalsmerki liðsins undanfarin ár. Leik-
aðferð Íslandsmeistaranna gekk fullkomlega upp og átti byrjunarlið
dagsins góðan dag þar sem fjórir leikmenn skoruðu meira en 20
stig. Ovarense er efsta liðið í Portúgal og miðað við leik liðsins í gær
ætti Keflavíkurliðið að eiga ágæta möguleika í næstu verkefnum og
þá sérstaklega á heimavelli.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
Keflvíkingar sýndu
hvað í þeim býr
Bjarni
Morgunblaðið/Golli