Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HROLLS-gamanmyndaröðin (eða
Scary Movie) er á góðri leið með að
verða nokkurs konar annáll eða
skaup yfir Hollywood-framleiðslu
ársins, en nú er komin út sú þriðja í
röðinni og framleiðsla fjórðu mynd-
arinnar þegar hafin. Þar sem Holly-
wood-kvikmyndir lúta í grunnatrið-
um lögmálum afmarkaðra
kvikmyndagreina er tilverugrund-
völlur gamanmynda á borð við þess-
ar sterkur, en þar er skopast að fyr-
irsjáanleika kvikmyndanna, þeim
snúið á haus og væntingar áhorfenda
sveigðar og beygðar. Á meðan fyrsta
Hræðslumynd varð til sem gaman-
samur útúrsnúningur á unglinga-
hrollvekjutegundinni sem Öskur
(Scream) færði með sér (en sú kvik-
mynd var sjálf útúrsnúningur á
hrollvekjuhefðinni) fer Hræðslu-
mynd 3 yfir víðari völl og tekur fyrir
nokkrar af rishærri kvikmyndum
síðasta árs, s.s. Táknin (Signs), Mat-
rix endurhlaðið, Hringurinn (The
Ring) og 8 mílur (8 Miles). Leikstjór-
inn David Zukcer er hér jafnframt
tekinn við leikstjórnartaumunum og
vel sniðinn í starfið, enda stóð hann
fyrir fyrstu gamanmyndunum af
þessu tagi sem margar hverjar eru
klassískar gamanmyndir, s.s. Air-
plane!, Naked Gun og Top Secret.
Í Hræðslumynd 3 sýnir David
Zucker víða ágætis gamantakta, út-
úrsnúningurinn á hinni hástemmdu
og „listrænu“ hrollvekju Signs er t.d.
bráðskemmtilegur og er það ekki
síst í smáatriðunum og leiknum með
áhrifahljóð og andrúmsloft sem hann
nær flugi. Hin óhugnanlegu star-
andi, skyggnu börn sem sótt eru í
kvikmyndir á borð við Sjötta skiln-
ingarvitið (The Sixth Sense) eru einn
af fyndnustu punktunum. Þar ná
leikstjórinn og handrithöfundurinn
að draga fram hinar fáránlegu hliðar
kvikmynda á borð við Signs og Mat-
rix endurhlaðið, en báðar eru myndir
sem taka sig allt of alvarlega miðað
við hversu meingallaðar þær eru á
köflum. Þá er gantast með hina óör-
uggu aðalpersónu rappmyndarinnar
8 mílur á hnyttin hátt og snúið út úr
sigurför hans sem hvítingja meðal
svartra. Á heildina litið er handritið
að Hræðslumynd 3 hins vegar alls
ekki nógu þétt og er jafn mikið af
flötum gamanatriðum, eins og
fyndnum. Reyndar hallar frekar á
fyndnu stundirnar, sérstaklega þeg-
ar á líður. Þeir sem hafa séð mynd-
irnar sem grínleikurinn er soðinn
uppúr gætu þó alveg haft gaman af
þessu Hollywood-skaupi, en aðrir
ættu kannski að reyna að sjá eitt-
hvað af fyrirmyndunum fyrst.
Útúrsnúningur
á útúrsnúningi
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn, Laug-
arásbíó, Borgarbíó Akureyri
SCARY MOVIE 3 / HRÆÐSLUMYND 3
Leikstjórn: David Zucker. Handrit: Pat
Proft. Aðalhlutverk: Anna Faris, Charlie
Sheen, Regina Hall, Leslie Nielsen og
D.L. Hughley. Lengd: 80 mín. Bandaríkin.
Dimension Films, 2003.
Heiða Jóhannsdóttir
erling
Lau 08.11. kl. 20 UPPSELT
Fös 14.11 kl. 20 UPPSELT
Lau 22.11. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fös 28.11. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Ósóttar pantanir seldar daglega
Miðasala í síma 552 3000
Miðasala opin 15-18 virka daga
Ósóttar pantanir seldar daglega
loftkastalinn@simnet.is
Einnig sýnt í Freyvangi
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Lau 8/11 kl 14 - UPPSELT
Su 9/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 15/11 kl 14 - UPPSELT
Su 16/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 22/11 kl 14 - UPPSELT
Su 23/11 kl 14 -UPPSELT, Su 23/11 kl 17 AUKASÝNING
Lau 29/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 29/11 kl 17 - UPPSELT,
Su 30/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 14 - UPPSELT,
Lau 6/12 kl 17 - UPPSELT, Su 7/12 kl 14 - UPPSELT,
Lau 13/12 kl 14, Su 14/12 kl 14, Lau 27/12 kl 14,
Su 28/12 kl 14
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
NÝJUNG - GLEÐISTUND Í FORSALNUM
Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu
Girnileg smábrauð og léttar veitingar á tilboðsverði
Njótið þess að gefa ykkur góðan tíma í leikhúsinu
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR:
THE MATCH eftir Lonneke Van Leth -heimsfrums.
SYMBIOSIS eftir Itzik Galili
PARTY eftir Guðmund Helgason
Fö 7/11 kl 20,
Su 16/11 kl 20
Ath: Síðustu sýningar
COMMONNONSENSE e. CommonNonsense
byggt á myndlist Ilmar Stefánsdóttur
Frumsýning í kvöld kl 20,
Su 9/11 kl 20, ,Mi 12/11 kl 20,
Fi 13/11 kl 20, Lau 15/11 kl 20
ATH. Takmarkaður sýnngafjöldi
KVETCH e. Steven Berkoff
í samstarfi við á SENUNNI
Fö 7/11 kl 20 - UPPSELT, Lau 8/11 kl 20 - UPPSELT
Fö 14/11 kl 20, - UPPSELT, Su 16/11 kl 20,
Su 23/11 kl 20
Ath: Aðeins örfáar sýningar
15:15 TÓNLEIKAR - Camerarctica
Messiaen: Kvartett fyrir endalok tímans
Lau 8/11 kl 15:15
ANDARTAK - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
Margrét Eir - hljómsveit - gestasöngvarar
Mi 12/11 kl 22 - kr. 2.000
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
Meira (en) leikhús!
PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
Su 9/11 kl 20, Lau 15/11 kl 20
Síðustu sýningar
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Lau 8/11 kl 20,
Fö 14/11 kl 20,
Lau 22/11 kl 20
Fö 28/11 kl 20
Miðasala í síma 562 9700
www.idno.is
Edda Björgvinsdóttir
tekur á móti gestum og losar um
hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45.
Tenórinn
Lau. 8. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti
Sun. 16. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti
Lau. 22. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti
Lau. 29. nóv. kl. 20.00.
Lau. 6. des. kl. 20.00.
Sellófon
Gríman 2003: „Besta leiksýningin“
að mati áhorfenda
150 sýning
Fös. 14. nóv. kl. 21.00. UPPSELT
Lau. 15. nóv. kl. 21.00. UPPSELT
Mið. 19. nóv. kl. 21.00. Nokkur sæti
Fös. 21. nóv. kl. 21.00. Örfá sæti
Kiwanishúsið Vestmannaeyjum.
Fös. 07. nóv. kl. 21.00. UPPSELT
Lau. 08. nóv. kl. 21.00. UPPSELT
Sun. 09. nóv. kl. 21.00. aukasýning
WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is
Bíótónleikar
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Hljómsveitarstjóri ::: Rick Benjamin FIMMTUDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 19:30
Edwin S. Porter ::: Lestarránið mikla
Buster Keaton ::: Hershöfðinginn
LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 15:00
Amerískar gamanmyndir eftir Charlie Chaplin,
Harold Lloyd og Buster Keaton
Tónleikar í samvinnu
við Kvikmyndasafn ÍslandsFIMMTUDAGINN 6/11 - KL. 19 UPPSELT
MIÐVIKUDAGUIRNN 12/11 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS
FIMMTUDAGURINN 13/11 - KL. 18 LAUS SÆTI
ATH! SÝNINGUM FER FÆKKANDI
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
BLÚSTÓNLISTIN hefur verið við
góða heilsu það sem af er ári og nú
hefur verið ákveðið að ramma þá
starfsemi inn með stofnun Blús-
félags Reykjavíkur. Verður stofn-
fundurinn haldinn í risinu á Kaffi
Reykjavík í kvöld og hefst dagskráin
kl. 21.00. Tónlistin verður að sjálf-
sögðu í forgrunni en haldið verður
allsherjar blúsdjamm þar sem fram
koma Maggi Eiríks og KK, Vinir
Dóra, Blúsþrjótarnir, Blúsmenn
Andreu og Páll Rósinkranz.
Talsmaður félagsins er Halldór
Bragason sem leiðir Vini Dóra.
„Á þessu ári hefur verið nokkur
uppsveifla í blúsnum. Mikið af tón-
leikum sem vel hefur verið mætt á,“
segir hann. „Það var því ákveðið að
efla samstöðuna og búa til félag þar
sem fólk gæti nýtt krafta og reynslu
hvort annars.“
Halldór, eða Dóri, segir að nokkr-
ir Norðmenn hafi komið hingað til að
taka þátt í Viking Blue North-
hátíðinni sem haldin var í Reykjavík,
á Stykkishólmi og í Ólafsvík í sumar.
Þar hafi hann komist að því að það
væru 170 blúsklúbbar starfandi í
Noregi. „Við sáum að það yrði því að
gera eitthvað í þessa veru hérlendis.
Og við höfum beitt okkur dálítið
undanfarið í að breiða út boðskap-
inn. T.d. höfum við heimsótt skóla
þar sem við kynnum blúsformið og
vinnum um leið á móti kynþátta-
fordómum. En góðir hlutir gerast
hægt og þetta á ekki að vera þungt í
vöfum. Mikilvægast er bara að það
sé einhver skipulögð starfsemi í
kringum þennan blúsáhuga.“
Kvöldið í kvöld mun hefjast með
stuttu ávarpi þar sem undirbúnings-
nefnd verður kosin. Hugmynda-
banki og póstlisti verða líka kynntir
auk þess sem heiðursfélagi nr. 1
verður útnefndur.
Stofnfundur Blúsfélags Reykjavíkur
Blúsinn er eilífur
Kvöldið hefst kl. 21.00 og er að-
gangur ókeypis.