Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 29 PETER Altmaier var að-alræðumaður á ráðstefnuum Evrópumál, sem hald-in var í Háskólanum í Reykjavík í liðinni viku, í boði fasta- nefndar framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg, Evrópurétt- arstofnunar HR og Euro-Info Centre. Þar var farið yfir fyrirhug- aða stækkun ESB til austurs og stjórnarskrársáttmálasmíðina, sem nú er í gangi á vettvangi ríkjaráð- stefnu sem stefnt er að því að ljúka í desember nk. Altmaier hefur setið fyrir Kristi- lega demókrataflokkinn (CDU) á þýzka Sambandsþinginu síðan árið 1994, er lögfræðingur að mennt, sér- hæfður í Evrópurétti og var emb- ættismaður í framkvæmdastjórn ESB þegar EES-viðræðurnar stóðu yfir á sínum tíma. Hann átti þátt bæði í að semja svonefndan borg- araréttindasáttmála ESB fyrir um þremur árum og var einn fulltrú- anna 105 sem skipuðu hina svo- nefndu Ráðstefnu um framtíð Evr- ópu, sem eftir um 15 mánaða starf skilaði í sumar sem leið af sér drög- um að nýjum stjórnarskrársáttmála sambandsins. Í erindi sínu sagði Altmaier meðal annars, að stjórnarskrársátt- máladrögin fælu í sér sögulega málamiðlun milli þeirra sem stutt hafa æ nánari samruna aðildarríkja ESB og hinna sem er umhugað um að standa vörð um valdsvið aðild- arríkjanna og að setja yfirþjóðlegu valdi ESB hömlur. „Við náðum því sem ég vil kalla sögulega málamiðlun milli hags- muna þjóðríkjanna annars vegar og hinnar raunsæju þarfar á nánara samstarfi Evrópuríkja hins vegar. Í fyrsta sinn í slíkum sáttmála er að þessu sinni ekki aðeins Evrópusam- starfið þróað áfram, heldur er hlut- verk þjóðríkisins [sem grundvall- areiningar samstarfsins] viðurkennt með skýrum hætti og við höfum séð fyrir vissum tryggingum fyrir áframhaldandi sjálfstæði og fullveldi þjóðríkjanna í sambandinu,“ sagði Altmaier. „Við höfum viðurkennt að aðildarríkin eru herrar ESB- samstarfsins, að öll völd stofnana sambandsins eru fengin frá aðild- arríkjunum og að í vafatilfellum skuli aðildarríkin ráða, ekki yf- irþjóðlega valdsviðið. Og við höfum viðurkennt þörfina á að styrkja og skýra nálægðarregluna … um að ESB skuli takmarka athafnir sínar við mál sem nauðsynlegt er að sé fundin samevrópsk [yfirþjóðleg] lausn á, en allt annað, sem hægt er að leysa á stjórnstigi þjóðríkjanna – eða héraðs- eða sveitarstjórna ef því er að skipta – skuli leyst þar.“ Tryggingar fyrir afgerandi hlutverki þjóðríkjanna Spurður nánar út í þessa „sögu- legu málamiðlun“ segir Altmaier í samtali við Morgunblaðið, að áður fyrr hafi samrunaþróunin í Evrópu gjarnan verið álitin eins konar ein- stefnugata, þ.e. stöðugt meira full- veldisvaldi aðildarríkjanna var afsal- að til Evrópusambandsins „og því var við hvern nýjan áfanga í sam- runaþróuninni uppi ótti um að þjóð- ríkjunum yrði fyrr eða síðar ógnað í tilvist sinni,“ að sögn Altmaiers. „Nú höfum við í fyrsta sinn yf- irgefið þessa einstefnubraut og gefið í þessari stjórnarskrá tryggingu fyr- ir því að fullveldi aðildarríkjanna verði virt, líka í framtíðinni,“ full- yrðir þingmaðurinn. Jafnframt sé í stjórnarskrársáttmálanum gert ráð fyrir leiðum sem gera aðildarríkj- unum betur kleift að verja sinn rétt gagnvart ESB. „Til dæmis reglan um skyldu [stofnana ESB] til að virða fjölbreytni þjóðríkjanna, þar með talið stjórnlagalega skipan þeirra.“ Þetta sé skráð í stjórn- arskrársáttmálann og undirstriki að sjálfstæði og fullveldi aðildarríkj- anna sé ekki ógnað af frekari þróun Evrópusamrunans. Spurður hvort þessar breytingar geri ESB meira aðlaðandi fyrir jað- arríki Evrópu eins og Ísland, að sín- um dómi, svarar Altmaier: „Það verða Íslendingar sjálfir að gera upp við sig.“ En hann segir ljóst að þessi væntanlega stjórn- arskrá ESB endurspegli að eftir stækkunina í 25 aðildarríki verði ekki hægt að stefna að jafn- víðtækum samrunamarkmiðum og stofnríki sambandsins vildu stefna að á sínum tíma, í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. Að þessu leyti verði mikilsverð breyting á sam- bandinu við stækkunina. „Engin þjóð sem gengur í ESB þarf að óttast að öllu verði miðstýrt frá Brussel, engin þjóð þarf að óttast að missa sjálfstæði sitt [við inn- göngu],“ fullyrðir Altmaier. En þetta sé auðvitað ekki svar við þeirri spurningu, hvort viðkomandi þjóð vilji eða eigi að verða aðili að Evr- ópusambandinu eða ekki. Svarið við henni sé líka komið undir því hvaða ávinning viðkomandi þjóð sér við að- ild, og því verði hver þjóð fyrir sig að finna svör við. En hvað þá með „Evrópuhugsjón- ina“, um að slíkt kalt hagsmunamat beri að víkja fyrir hugsjóninni um sameinaða Evrópu þar sem landa- mæri væru úrelt fyrirbrigði? Þessa göfugu hugsjón sem dreif Evrópu- samrunann áfram að minnsta kosti framan af, þegar hörmungar síðari heimsstyrjaldar voru fólki um alla álfuna í fersku minni, og þýzkir stjórnmálamenn eru þekktir fyrir að vera sérstakir talsmenn fyrir? „Ég tel að Evrópuhugsjónin sé enn á sínum stað, en hún hefur ekki jafnvíðtækar afleiðingar, eða hugs- anlegar afleiðingar og fyrir 50 ár- um,“ svarar Altmaier. „Við þurfum á meiri samstöðu Evrópuríkja að halda á sviði varnarmála og í utan- ríkismálum. Við höfum náð ótrúleg- um árangri á sviði efnahags- og myntsamstarfs og í Schengen- samstarfinu, svo dæmi séu nefnd. Þannig eru mörg þeirra markmiða sem ESB setti sér fyrir hálfri öld þegar orðin að veruleika. Það er líka þess vegna sem það er ekki nauð- synlegt að halda samrunaþróuninni áfram jafnákveðnum skrefum og til- fellið var á fyrstu árum ESB- samstarfsins,“ segir hann. Hann játar því að hér sé jarð- bundinnar nytjahyggju þörf. „Ég tel að pragmatismi sé lykilorð að því er varðar framtíð Evrópusamrunans. Um það var líka breið samstaða á Framtíðarráðstefnunni. Það þýðir reyndar líka, að maður verður að vera reiðubúinn að sætta sig við vissar sambandsríkislegar lausnir, því aðeins með þeirra hjálp er hægt að leysa sum vandamál með skilvirk- um hætti,“ segir Altmaier. Við lestur draganna að hinum nýja stjórnarskrársáttmála ESB vekur athygli, að í grein I.12, sem fjallar um þau svið sem stofnanir ESB skuli einar fara með ákvörð- unarvald („alger yfirráð“ eða „exclusive competence“ á ensku), eru tilgreind sérstaklega fjögur svið. Fyrstu þrjú eru viðurkennd kjarna- svið ESB-samstarfsins: Efnahags- og myntbandalagið, sameiginlega viðskiptastefnan og tollabandalagið. Fjórða atriðið er hins vegar þetta, orðrétt: „vernd lífríkis sjávar, innan sameiginlegu sjávaraútvegsstefn- unnar.“ Altmaier, sem átti sæti í vinnu- hópi Framtíðarráðstefnunnar sem m.a. ritstýrði þessari grein sátt- máladraganna, var spurður hverju þetta sætti. Hann tekur fram, að þetta þýði ekki að verið sé að færa meiri völd til stofnana ESB í Brussel en þegar er kveðið á um í gildandi sáttmálum og lögum þess. „Þetta þýðir að því sem nú þegar, samkvæmt gildandi reglum, er á valdsviði hinna yf- irþjóðlegu stofnana, má ekki grafa undan með ráðstöfunum af hálfu stjórnvalda í aðildarríkjunum,“ segir Altmaier. Nálægðarreglan gildir ekki Segir hann talsvert hafa verið rætt á vettvangi Framtíðarráðstefn- unnar um valdsvið ESB og hann hafi tekið virkan þátt í þeirri umræðu. „Þar var samstaða um að greinin um „alger yfirráð“ ætti aðeins að til- greina þau svið þar sem enginn vafi léki á því að [yfirþjóðlegar stofnanir] ESB væru þær einu sem hefðu vald til að taka ákvarðanir á viðkomandi sviði.“ Þetta þýði m.a. að nálægð- arreglan gildi ekki um þau svið sem þarna eru tilgreind. Altmaier leggur þó áherzlu á, að í þessari 12. grein sé aðeins gildandi löggjöf umskrifuð. „Við vildum hér ekki færa nein ný svið undir einokun hins yfirþjóðlega valds. Við vildum svo að segja færa í skýran lagabókstaf þær reglur sem þegar eru í gildi,“ útskýrir hann. Altmaier segist geta vottað að þegar fyrst var rætt hvað ætti að standa í þessari 12. grein var lagður fram langur listi yfir málefnasvið sem ættu að falla undir „alger yf- irráð“ ESB. Til dæmis var ýmislegt sem heyrir undir sameiginlegu land- búnaðarstefnuna á þeim lista. Og önnur svið einnig. „En í öllum þessum tilvikum kom- umst við að því, við nánari skoðun, að þar væri valdinu deilt milli hins yfirþjóðlega og þjóðlega valdsviðs. Hvers vegna þessi eina setning, varðandi vernd lífríkis sjávar, varð eftir, get ég bara skýrt þannig, að það hafi enginn getað eða viljað and- mæla því að samkvæmt gildandi ESB-rétti hefði hið yfirþjóðlega valdsvið alger yfirráð á þessu sviði, á hafsvæðum utan 12 mílna landhelgi aðildarríkjanna. Þar gildir sameig- inlega sjávarútvegsstefnan,“ segir Altmaier. Hann bætir við, að satt að segja muni hann ekki til þess að þetta atriði hafi hlotið neina sér- staka umfjöllun. „Alltaf komið til móts við sérstaka hagsmunastöðu“ Spurður hvort hann telji Íslend- inga ekki hafa ástæðu (m.t.t. hugs- anlegrar ESB-aðildar) til að hafa áhyggjur af því, að „alger yfirráð“ ESB yfir því hvernig staðið skuli að vernd lífríkis hafsins – fiskistofna og hvala þar á meðal – séu fastbundin á svo áberandi stað í stjórnarskránni væntanlegu, segist Altmaier ekki telja að þetta þurfi að gefa mönnum tilefni til að verða vantrúaðri á að Ís- lendingar geti samið þannig við ESB að þeir sjái sjávarútvegshags- munum sínum borgið innan þess. „Ef til þess kemur einn góðar veð- urdag að Ísland sæki um aðild verð- ur auðvitað samið um inngönguskil- yrðin. Allir aðildarsamningar hingað til hafa sýnt, að hægt hefur verið að koma til móts við sérstaka hags- munastöðu viðkomandi ríkis,“ bend- ir Altmaier á. „Að finna lausn á þessu sviði sem allir geta sætt sig við yrði að sjálfsögðu viðfangsefni tví- hliða samninga milli Íslands og Evr- ópusambandsins.“ „Höfum yfirgefið einstefnu- braut æ nánari samruna“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Peter Altmaier flutti erindi í HR um fyrirhugaða stjórnarskrá ESB. Þýzki þingmaðurinn Peter Altmaier átti sæti á svonefndri Framtíðarráðstefnu ESB, sem samdi drög að nýjum stjórnarskrár- sáttmála þess. Auðunn Arnórsson ræddi við hann og fékk hann til að útskýra hvers vegna ákvæði um alger yfirráð ESB á sviði verndunar lífríkis hafsins væri að finna á áberandi stað í stjórnarskrárdrögunum. auar@mbl.is ’ Engin þjóð semgengur í ESB þarf að óttast að öllu verði miðstýrt frá Brussel; engin þjóð þarf að óttast að missa sjálfstæði sitt. ‘ AÐ tilgreint skuli í drögunum að stjórnarskrársáttmála ESB að sam- bandið fari eitt með ákvörð- unarvald um verndun lífríkis hafs- ins í sameiginlegri lögsögu aðildarríkjanna, á sér rætur í aðild- arsamningunum frá 1972, þegar Bretland, Írland og Danmörk (og reyndar Noregur, þar sem aðildin var síðan felld í þjóðaratkvæða- greiðslu) sömdu um inngöngu í Evrópusambandið – eða Evrópu- bandalagið eins og það hét þá. Á grundvelli 102. greinar aðild- arsamninganna frá 1972, sem bætt- ust við sameiginlega löggjöf ESB, kærði árið 1979 framkvæmda- stjórn ESB brezk stjórnvöld fyrir að hafa sett reglur um möskva- stærð, lágmarksstærð landaðs fiskjar af vissum tegundum og ákvæði um hámarkshlutfall hlið- arafla í lönduðum afla úr togurum. Evrópudómstóllinn, dómstóll ESB, komst að þeirri niðurstöðu í dómi sínum í málinu, sem féll 5. maí 1981, að stofnanir ESB færu einar með reglusetningarvald um vernd- un fiskistofna og annarra auðlinda lífríkis hafsins í sameiginlegri lög- sögu aðildarríkjanna. Hún nær, samkvæmt núgildandi skilgrein- ingu, frá 12 mílna landhelg- ismörkum strandríkis að miðlínu eða 200 mílna efnahagslög- sögumörkum. Umrædd 102. grein aðildarsamn- inganna á rætur að rekja til þess, að áður en ákveðið var að hefja að- ildarviðræður við þáverandi um- sóknarríkin fjögur, sem öll ráku umfangsmikinn sjávarútveg enda strandríki að gjöfulum fiskimiðum, settu stofnríki ESB (Frakkland, Þýzkaland, Benelux-ríkin þrjú og Ítalía) það skilyrði að umsókn- arríkin kyngdu því að fiskimið að- ildarríkja ESB skyldu vera sameig- inleg og fiskveiðum stjórnað sameiginlega, þótt sú sameiginlega fiskveiðistefna hefði svo ekki verið útfærð fyrr en áratug síðar. Fram að því var hennar aðeins getið í undirgrein meðal ákvæða stofn- sáttmála ESB um sameiginlegu landbúnaðarstefnuna, og í fyrr- greindum aðildarsamningum frá 1972. „Alger yfirráð“ að rekja til 1972 búið væri n til þess sveitarfé- kjustofn- ngu ríkis nn hefðu ð stækka og þau - og þjón- ig öflugri nig megi ggðarlag- verði að efnum af framund- nni vegna hjá sveit- raði. Eitt af málum sem rædd verði sé fyr- irkomulag atkvæðagreiðslu vegna sameiningar, þ.e. hvort telja eigi í einu lagi á hverju kjörsvæði eða hvort haldið verði í núverandi fyr- irkomulag þar sem talið er í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Tók Vilhjálmur fram að engin ákvörð- un hefði enn verið tekin um þetta. Sveitarfélög fái fé til nauðsynlegra verkefna Vilhjálmur sagði nauðsynlegt að styrkja tekjuöflun sveitarfélag- anna svo þau gætu tekist á við nú- verandi verkefni. Þannig þyrfti að bæta þeim upp tekjutap vegna mikillar fjölgunar einkahluta- félaga, afnema undanþágur frá greiðslum fasteignaskatta og eins sé eðlilegt að áformaðir tekju- og eignaskattar renni til sveitarfé- laganna. Þá nefndi Vilhjálmur að tryggja yrði tekjur sveitarfélag- anna til að mæta kostnaði vegna aukinna krafna á sviði umhverf- ismála eins og varðandi fráveit- umál og sorpurðun. Þá sagði Vil- hjálmur sveitarfélögin gera kröfu um að allir skattar sem ríkið inn- heimti af almenningssamgöngum í þettbýli yrðu felldir niður, dag- gjöld dvalar- og hjúkrunarheimila verði í samræmi við kostnað og skoða þurfi hlutdeild sveitarfélaga í byggingarkostnaði við fram- haldsskóla. Vilhjálmur sagði sömuleiðis nauðsynlegt að efla Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna og endurskoða reglur hans. efnu sveitarfélaganna áður verið fleiri. Morgunblaðið/Þorkell áðherra hlýða á ræðu Vilhjálms Þ. on falin af löggjafanum og veitt þá þjónustu sem íbúar þeirra geri kröfu um. „Forsenda yf- irfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga er að sjálfsögðu að nægir tekjustofnar fylgi með. Það er hins vegar ekki nóg að tala bara um fjármuni. Við verðum líka að hafa í huga að hér erum við að tala um mikil verkefni og eins og staðan er í dag, þar sem helmingur sveitarfélaga hefur færri en 500 íbúa, er til lítils að ætla öllum sveitarfélögum að veita sömu þjónustuna. Og þá er bara tvennt til í stöðunni: Annaðhvort að stækka sveit- arfélögin eða að sætta okkur einfaldlega við það að hér séu tvær gerðir sveitarfélaga, sveitarfélög sem veita þjónustu og sveit- arfélög sem veita litla eða enga þjónustu eða þiggja hana af öðrum sveitarfélögum,“ sagði félagsmálaráðherra. eitarfélaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.