Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 45 Íþ ró tt al æ kn is rá ð st ef n a ÍS Í verður haldin í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Reykjavík 13. – 15. nóvember 2003 Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Prof. Paul Wylleman sem starfar við Vrije háskólann í Brussell. (Psychology of Sport, Exercise and Leisure) Íþróttalæknisráðstefna ÍSÍ Ráðstefnan er ætluð læknum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, þjálfurum íþróttahreyfingarinnar og öðrum áhugasömum. Verð: 2.500 kr. Innifalið: Námskeiðsgögn, léttur kvöldverður, fimmtudag og föstudag og hádegisverður laugardag. Why Sport Psychology? Prof. Paul Wylleman Injuries in football – Risk factors and prevention Árni Árnason, sjúkraþjálfari Brottfall úr íþróttum Uppeldis- eða afreksstefna – andstæðir pólar? Kristján Erlendsson, læknir Heilsufar barna og áhrif þess á íþróttaiðkun þeirra. Dr. Erlingur Jóhannsson Nánari dagskrá er að finna á www.isisport.isTekið er við skráningum í síma 514-4000 og á netfangið kjr@isisport.is Meðal dagskrárliða ISTVAN Gyulai, framkvæmdastjóri Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF, segir að það komi vel til álita að IAAF taki á ný upp þá reglu að hægt verði að dæma frjáls- íþróttamenn í fjögurra ára keppn- isbann verði þeir uppvísir að notk- un steralyfja. Gyulai segir að í ljósi margra mála sem komið hafa upp á síðustu vikum, og tengjast hinum svokallaða THG-stera, sé nauðsyn- legt að senda skýr skilaboð til frjálsíþróttamanna um heim allan, þ.e. að IAAF líði ekki undir neinum kringumstæðum notkun ólöglegra lyfja. Lengsta mögulega keppnisbann var stytt úr fjórum árum niður í tvö fyrir sex árum vegna þess að nokkrir íþróttamenn sem dæmir voru í fjögurra ára bann höfðu unn- ið mál fyrir dómstólum í heima- löndum sínum. Höfðu dómstólar kveðið upp úr um að fjögurra ára keppnisbann væri of langur dómur og ekki væri forsvaranlegt að svipta menn at- vinnu sinni og lífsviðurværi í svo langan tíma þótt þeir hefðu gerst brotlegir við lög. Gyulai sagði að e.t.v. yrði ekki auðveldara fyrir IAAF standa fast á fjögurra ára keppnisbanni nú en fyrir nokkrum árum, en rétt væri að skoða málið til hlítar í mikill al- vöru. Alþjóðasundsambandið, FINA, hefur nýverið stytt þyngstu refs- ingu vegna lyfjanotakunar sund- manna úr fjórum árum í tvö. Kannaður möguleiki á að taka upp 4 ára bann á ný FÓLK  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, segir Roy Keane vera besta leikmanninn sem leikið hafi undir hans stjórn. „Það hafa margir frábærir leikmenn verið undir minni stjórn hjá Manchester United og Keane er án efa sá besti. Betri leiðtoga á velli veit ég ekki um og hann er stórkostlegur leikmaður í alla staði.“  MARTIN Andresen, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Stabæk, er líklegur til þess að vera kjörinn leikmaður ársins þar í landi og hafa erlend félög sýnt hinum 26 ára gamla miðvallarleikmanni áhuga. Andresen lék á sínum tíma með Wimbledon í ensku úrvalsdeildinni.  ANDRESEN er samningsbundinn Stabæk út næsta ár og er hann í við- ræðum við forsvarsmenn félagsins þessa dagana. Leikmaðurinn hefur sett fram óhefðbundna kröfu en hann vill að Stabæk flytji heimavöll sinn frá Nadderud í Bærum og á svæði sem áður var aðalflugvöllur landsins, Fornebu.  FORRÁÐAMENN liðsins hafa frá árinu 2000 verið með áætlanir þar sem reisa átti leikvang fyrir um 3 milljarða ísl. kr. en slæmur fjárhag- ur norska liðsis hefur gert það að verkum að ekkert hefur verið gert í þeim málum undanfarin þrjú ár.  MUSTAPHA Hadji hefur afþakk- að að vera lánaður til West Ham frá Aston Villa næstu tvo mánuði. Hadji hefur átt á brattann að sækja hjá Aston Villa en vill ekki gefa upp alla von um að komast í liðið, alltént kemur ekki greina að leika í 1. deild- inni.  ROBERTO Carlos, Brasilíumað- urinn snjalli hjá Real Madrid, verð- ur frá æfingum og keppni næstu vikurnar en hann meiddist í læri í leik gegn Partizan Belgrad í fyrra- kvöld. ALFREÐ Gíslason hefur fram- lengt samning sinn sem þjálf- ari þýska handknattleiksliðs- ins Magdeburg til ársins 2007. Þýski netmiðillinn Sport 1 skýrði frá þessu í gærkvöld en Alfreð sagði við Morgunblaðið fyrr í haust að samningurinn væri nánast frágenginn. Al- freð hefur þjálfað Magdeburg frá árinu 1999 með góðum ár- angri en undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari og EHF-meistari árið 2001 og Evrópumeistari árið 2002. Magdeburg er í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar, þremur stigum á eftir Flensburg en á leik til góða og stendur vel að vígi í Meistaradeild Evrópu. Alfreð semur til 2007 Morgunblaðið/Kristinn Falur Harðarson á fullri ferð framhjá Pafie Junas, leikmanni Ovarense. Mihajlovic hrækti m.a. á Adr-ian Mutu, framherja Chelsea, og að auki sparkaði hann í Mutu þar sem hann lá á vellinum. „Ég biðst afsökunar á framferði Mihajlovic,“ sagði Mancini, en vildi ekki meina að leikmaðurinn væri vanur að láta eins og hann gerði í leiknum. „Hann er vænsti piltur,“ bætti Mancini við. Dómari leiksins, Valentin Iv- anov, sá ekkert athugavert í þess- um tilvikum en í upphafi síðari hálfleiks var Mihajlovic sendur af leikvelli eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili. Þess má til gamans geta að Ivanov dæmdi landsleik Þjóðverja og Íslendinga í Hamborg á dögunum og þótti þá vægast sagt standa sig illa. UEFA skoðar málið nánar Mihajlovic gæti átt von á frekari refsingu hjá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, sem mun skoða atvikin á myndbandi. Það eru að- eins þrjú ár síðan að Mihajlovic var úrskurðaður í leikbann vegna kynþáttafordóma í garð Patrick Vieira, leikmanns Arsenal og franska landsliðsins. Mutu gæti einnig átt von á við- brögðum frá UEFA þar sem hann sló í andlit Mihajlovic með olnbog- anum rétt áður en Mihajlovic hrækti á rúmenska landsliðsmann- inn. Eiður Smári fékk átta í einkunn hjá Sky Eiður Smári Guðjohnsen, fyrir- liði íslenska landsliðsins, fékk 8 í einkunn hjá Sky-fréttastofunni fyrir framlag sitt í liði Chelsea gegn Lazio. Að mati Sky var Ver- on besti leikmaður vallarins og fær hann 9 í einkunn en annars fær Chelsea-liðið góða dóma í enskum fjölmiðlum eftir frægðarför til Ítal- íu. Carlo Cudicini 7, Glen Johnson 6, John Terry 7, William Gallas 7, Wayne Bridge 7, Juan Sebastian Veron 9, Claude Makelele 7, Dam- ien Duff 8, Frank Lampard 8, Adrian Mutu 7 /Jesper Gronkjær 7, Hernan Crespo 8 /Eiður Smári 8. Fyrstur Íslendinga til að skora Eiður Smári varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að kom- ast á blað í riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu, þegar hann skor- aði annað mark Chelsea. Eiður skoraði á móti Zilnia frá Slóvakíu í forkeppni Meistaradeildarinnar í ágúst þegar Chelsea vann útileik- inn, 2:0, en Lundúnaliðið vann sér sæti í riðlakeppninni með því að slá Zilnia út. Eiður hefur skorað 5 mörk fyrir Chelsea á leiktíðinni. Eitt á móti Zilnia, eitt gegn Middlesbrough í úrvalsdeildinni, tvö á móti Notts County í deildabikarkeppninni og það fimmta á móti Lazio. Mörkin sem Eiður hefur skorað fyrir Chelsea frá því hann gekk í raðir þess fyrir þremur árum eru orðin 51 í 139 leikjum. 35 þeirra hefur hann skorað í 103 leikjum í úrvalsdeildinni, 6 í fimmtán leikj- um í bikarkeppninni, 5 í níu leikj- um í deildabikarkeppninni og 5 í tólf leikjum Chelsea á Evrópumót- unum. Auk Eiðs Smára hafa tveir Ís- lendingar leikið í Meistaradeild- inni. Árni Gautur Arason fyrir Rosenborg og Eyjólfur Sverrisson fyrir Herthu Berlín. Mancini baðst afsökunar ROBERTO Mancini, þjálfari ítalska liðsins Lazio, sem tapaði 4:0 á heimavelli sínum gegn enska liðinu Chelsea í fyrra- kvöld í Meistaradeild Evrópu, hefur beðið afsökunar á fram- ferði Sinisa Mihajlovic, leik- manns liðsins. AP Roberto Mancini, þjálfari Lazio, stjórnar liði sínu í leiknum gegn Chelsea.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.