Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 49 Wijnen/Winter/Thor Tríó Þetta er hollenskt/íslenskt tríó. Gítaristinn Andrés Þór Gunnlaugsson nam i Hollandi og kynntist þar meðleikurum sínum Bob Wijnen orgelleikara og Rene Winter trommara. Þeir leika hammondjazz með dúndrandi sveiflu. NASA kl. 20:30. - kr. 1.500 Nordic Heart Kristjana Stefánsdóttir og Birgitte Lyregaard syngja með Agnari Má Magnússyni á píanó, Claus Kaarsgaard bassa, Jakob Frandsen gítar og Eric Qvick á trommur. Þau flytja ljúfa, norræna tóna sem höfða til hjartans. NASA kl. 22:00. - kr. 1.800 BET Jazz Channel tekur báða þessa tónleika upp á myndband til útsendinga vestra. Viltu lenda í sjónvarpinu? 4. - 9. nóvember 2003 Í kvöld Forsala aðgöngumiða í JAPIS Laugavegi og Uppplýsingmiðstöð Ferðamanna, Aðalstræti 2. www.ReykjavikJazz.com/ Sýningar í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12: Frumsýning 6. nóvember - uppselt Sunnud. 16. nóvember kl. 14:00 Sunnud. 23. nóvember kl. 14:00 Laugard. 29. nóvember kl. 14:00 Miðasala í síma 866 0011 ÞEGAR ég renn í hlaðiðhjá Ólafi Þórðarsyni íÞingholtunum heilsarmér þar í tröppunum Helgi P. Þekkir mig greinilega frá því að ég spjallaði við þá síðast. Það sem átti að vera fremur hefð- bundið „spurt og svarað“ viðtal vegna nýju plötunnar snýst óðar upp í stemningslýsingu. Því fljót- lega fann ég að ég var kominn á miðja æfingu, Ríóliðar og aðstoð- armenn þeirra hálfpartinn búnir að umkringja mig í stofunni með hljóðfærunum sínum. Eftir að hafa spilað fyrir mig eitt lag þar sem ég sat makindalega í stofusófanum þvarr mér allur viðtalskraftur. Þetta var eiginlega of notalegt svona í enda dags. „Við tökum þetta bara „fluga á vegg“,“ segi ég við Óla og hann nikkar brosandi til mín. „Þú fylgist þá bara með!“ „Lífræn“ plata Utan af landi inniheldur fjórtán ný lög, öll eftir Gunnar Þórðarson sem situr skáhallt á móti mér á sokkaleistunum og mundar gít- arinn. Einnig eru þarna þeir Björn Thoroddsen gítarleikari, Matthías Stefánsson, sem í þetta sinnið leik- ur á fiðlu, og Gunnar Reynir Þor- steinsson sem leikur á slagverk. Þeir eru álíka afslappaðir og Gunn- ar, sérstaklega Matthías sem er í forláta afainniskóm og í grænum lopasokkum. Lagið sem dýrkaði upp téða flugu er fyrsta lag plötunnar, „Alltaf einn“ þar sem Helgi syngur eins og engill. Þeir Óli og Gústi radda fumlaust með og þó það sé klisjukennt að segja það þá virðast þeir ekki hafa gleymt neinu þessir þremenningar. A.m.k. er allt mögulegt ryð fyrir löngu fokið burt eins og landið forðum daga. „Við ætluðum ekki að gera svona plötu í upphafi,“ tjáir Ólafur mér. „Síðan leituðum við til Gunna og hann snaraði út lögunum eins og hendi væri veifað.“ Næst er það „Af stað“, lag með kántríbrag. Björn Thoroddsen leikur hressilegt inngangsstef og svo er ... farið af stað! Æfingin er ekki stíf, menn kallast á milli, hvísla með sér textana og það er stoppað ef farið er of hægt – eða of hratt – í gang. Óli syngur að- alröddina. „Við ákváðum að gera plötu með lögum sem hægt væri að flytja hvar og hvenær sem er,“ segir Óli og skýrir þar með spekina á bak við þessa „lífrænu“ plötu. Hljóm- urinn er opinn og „stofulegur“, raf- magnið í lágmarki en spilagleðin í hámarki. Og þá kemur ljósmyndarinn. Ólafur húrrar öllu liðinu út á götu og hljóðfærunum líka og íbúar Þingholts verða vitni að alvöru götuspileríi í síðdeginu. Gleðisveitin Ríó Næst er það „Víkurnar“ og blaðamaður er farinn að syngja ósjálfrátt með. „Þið verðið svo að vera með í gömlu lögunum,“ segir Ólafur þeg- ar lagið er búið og bendir til þeirra Matthíasar og Gunnars Reynis. „Það gengur ekki að vera að skipta ykkur alltaf útaf á tónleikum.“ Björn spyr þá hvort að hvert mannsbarn kunni ekki öll Ríólög- in? Matthías brosir. „Við reynum þetta.“ Næst er það „Lilla símamær“ glettið lag sem Ágúst syngur. Ólaf- ur bregður á leik í viðlaginu og Helgi brosir. Það er sannarlega létt yfir mannskapnum. Ríó er hreinræktuð gleðisveit, það mega þeir skuldlaust eiga. Nú er tekið til við hið sígilda „Eitthvað undarlegt“, fyrsta gamla lagið á þessari æfingu. Ágúst syng- ur það með sinni mjúku, viðkvæmu tenórrödd og nú skal Matthías fylgja með á fiðlunni! Blaðamaður kveður hins vegar með kurt í lok lagsins. Hann er bú- inn að vera tæpa klukkustund á æfingunni og „dauðalínan“ færist óðfluga nær. Þegar hann hverfur út um dyrn- ar heyrir hann Ólaf tala óðamála um hvort þeir eigi nú að renna sér í gegnum rokksyrpuna. . . Ríó kynnir nýja plötu í Austurbæ …og af stað Utan af landi er fyrsta plata Ríó með nýju efni í heil sjö ár. Arnar Eggert Thoroddsen kíkti á æfingu og gerðist „fluga á vegg“. Morgunblaðið/Jim Smart Stórsveitin Ríó tríó lætur gamminn geisa. Útgáfutónleikar Ríó verða í kvöld í Austurbæ. Þeir hefjast kl. 21.00 og er miðaverð 2000 kr. Utan af landi er komin í búðir. arnart@mbl.is Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.