Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 36
KIRKJUSTARF/MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna SigurveigSveinsdóttir fæddist á Eyvindará í Eiðaþinghá í S-Múl. hinn 7. mars 1909. Hún lést á Akureyri hinn 17. október síð- astliðinn á 95. ald- ursári. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Árnason bóndi á Eyvindará, f. 20. 3. 1866 á Finns- stöðum í sömu sveit, d. 14. 2. 1924, og Guðný Einarsdóttir, f. 2. 9. 1877 á Refs- mýri í Fellahreppi, d. 5. 2. 1924. Systkini Önnu eru: 1) Guðný, ljós- móðir, f. 9. 4. 1903, d. 6. 4. 1990. Hún var seinni kona Magnúsar heitins Sveinssonar kennara, ekkjumanns, er átti eina dóttur. 2) Björn, bóndi á Eyvindará, f. 9. 4. 1904, d. 14. 4. 1992. Kona hans var Dagmar Hallgrímsdóttir. Þau áttu kjörson. 3) Einhildur, matráðs- og kaupkona á Akureyri, f. 6. 8. 1912, var gift Marteini Sigurðssyni sýsluskrifara. 4) Unnur, húsmóðir í Reykjavík, f. 7. 3. 1923. Hennar maður var Baldur Kristjánsson lögreglumaður. Þau áttu þrjá syni. Anna giftist hinn 31. ágúst 1935 Eiríki Vigfúsi Guðmundssyni kjöt- iðnaðarmeistara, sem var fæddur 12. 1. 1908 á Hróastöðum í Öxar- Ellen Svavarsdóttir kennari. Þeirra börn: a) Anna Sigurveig, b) Freyr, í sambúð m. Halldóru Skarphéðinsdóttur. Maki II: Sig- rún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðing- ur. Þeirra börn: a) Eiríkur, b) Starkaður, í sambúð með Noemi Alvarez. c) Styrmir, í sambúð með Marsibil Lillý Guðlaugsdóttur. 5) Karen, hjúkrunarfræðingur, f. 27. 12. 1950. Maki I: Sigvaldi Júlíusson útvarpsmaður. Dóttir þeirra: Ragnheiður. Maki II: Haraldur Helgason arkitekt. Þeirra börn: a) Hólmsteinn, b) Hólmfríður. Að loknu tveggja vetra námi við Alþýðuskólann á Eiðum hélt Anna til náms við Kvennaskólann Ósk á Ísafirði veturinn 1929 - 30. Við tóku ýmis störf: kaupavinna í Mið- dal, hótelstörf á Þingvöllum, vinna á „betri heimilum“, svo sem siður var margra ungra stúlkna á þess- um árum. Einnig var hún matráðs- kona í danska sendiráðinu. Flest- um sumrum eyddi hún hins vegar heima á Eyvindará við bústörf hjá eldri systkinum sínum. Er börn Önnu og Eiríks tóku að vaxa úr grasi og fullorðnast ráku þau hjónin matsölu fyrir mennta- skólanemendur í um tuttugu ára skeið og leigðu út herbergi, þar sem sumir dvöldust alla sína skóla- tíð. Eftir lát Eiríks, 1983, bjó Anna enn um sinn í húsi sínu, allt þar til 1989, er hún flutti í eigin þjón- ustuíbúð í Víðilundi 24 þar sem hún bjó þar til hún flutti á Dval- arheimilið Hlíð fyrir rúmu ári. Útför Önnu fór fram frá Höfða- kapellu á Akureyri hinn 27. októ- ber, í kyrrþey að hennar eigin ósk. fjarðarhreppi. Hann lést 27. 5. 1983 á Ak- ureyri. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Jónasson bóndi á Hróastöðum og Gunnólfsvík á Langanesi, f. 1. 9. 1866 á Sporðshúsum í V- Hún., d. 6. 6. 1918, og Sigmunda Katrín Jónsdóttir, f. 4. 6. 1880 á Vestara-Landi í Öx- arfirði, d. 26. 5. 1950. Anna og Eiríkur fluttu til Akureyrar, hófu þar sinn búskap og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau eignuðust fjóra syni og eina dótt- ur: 1) Sveinn, flugmaður, f. 23. 10. 1936, fórst í flugslysi 12. 2. 1956. 2) Svavar, skrifstofustjóri, f. 12. 2. 1939, kvæntur Birnu Sigurbjörns- dóttur hjúkrunarfræðingi. Þeirra börn: a) Berglind, gift Friðfinni Hermannssyni. b) Hildigunnur, gift Ögmundi Knútssyni. c) Anna Margrét, gift Örvari Jónssyni. d) Sveinn, í sambúð með Sigyn Sig- varðardóttur. 3) Svanur, arkitekt, f. 26. 5. 1943, kvæntur Erlu Hólm- steinsdóttur skrifstofumanni. Þeirra börn: a) Hólmar, kvæntur Eyrúnu S. Ingvadóttur. b) Sunna, c) Eiríkur, í sambúð með Írisi Vöggsdóttur. 4) Börkur, skrif- stofustjóri, f. 19. 5. 1944. Maki I: Anna Sigurveig Sveinsdóttir var góður fulltrúi þeirra kynslóðar, sem ólst upp við þröng kjör í sveit. Tengdamóðir mín lifði mikið breyt- ingaskeið þjóðar, sem á ævi hennar braust úr sárri almennri fátækt en er nú í þeim hópi, þar sem lífskjör eru bezt. Anna var barn að aldri, þegar for- eldrar hennar féllu frá, og tóku þá tvö elztu systkinin við búinu á Ey- vindará, skammt frá Egilsstöðum. Hjá þeim ólust upp yngri systur þeirra þrjár, og þeirra elzt var Anna. Vináttan í systkinahópnum var mikil og náið samband á milli þeirra alla tíð. Öll bjuggu þau yfir gríðarlegum dugnaði og fróðleiksfýsn og höfðu skilning á því að nauðsynlegt væri að að ganga menntaveginn til að afla sér staðgóðrar undirstöðu fyrir framtíðina. Fram kom hjá Önnu að hefði hún fengið til þess tækifæri, mundi hún gjarnan hafa lært meira í íslenzku og sögu í skóla. Ég dáist að því hve tengdamóðir mín fylgdist alltaf vel með öllu því sem hún taldi einhverju máli skipta og það var sannarlega fjölmargt og margvíslegt. Hún las mikið og var víða heima. Umræðuefnin voru óþrjótandi og hún var sífellt reiðubúin að fá tækifæri til að skoða fleiri hliðar á hverju máli. Mjög sjaldan var tekin afgerandi afstaða með eða á móti mönnum eða mál- efnum, heldur voru kostir og gallar vegnir og metnir hávaðalaust. Minn- ið var aðdáunarvert og fram í and- látið vissi hún til dæmis um ferðir af- komenda sinna á hinum ýmsu stöðum í útlöndum og gladdist yfir tækifærunum, sem nú bjóðast svo mörgum. Ég náði aðeins lítillega að kynnast tendaföður mínum, en augljóst var að hjónaband þeirra var byggt á mikilli tryggð og gagnkvæmri vænt- umþykju. Þau stóðu einnig þétt við bakið á börnunum fimm og studdu þau vel til mennta. Greinilegt var að missir elzta sonarins, sem fórst í flugslysi á Holtavörðuheiði aðeins 19 ára að aldri, var Önnu gífurlegt áfall og minningin um hann var henni ávallt mjög ofarlega í huga. Þau Ei- ríkur bjuggu allan sinn búskap á Ak- ureyri og byggðu þau sér sitt eigið hús í Möðruvallastræti 9, skammt frá Menntaskólanum. Anna helgaði líf sitt heimilinu og uppeldi barna sinna, en um margra ára skeið létti hún undir heimilishaldinu með því að selja skólanemum fæði. Á þeim tímum var ekki aðeins um morgun- mat og kvöldmat að ræða, heldur einnig hádegisverð og síðdegiskaffi og auk þess kvöldhressingu fyrir þá, sem leigðu herbergi hjá þeim hjón- um. Lítið var keypt inn af tilbúnum matvörum, heldur var margt góð- gætið útbúið af mikilli útsjónarsemi á þessum árum. Hef ég fyrir satt að margur kostgangarinn minnist þess ennþá þegar hann endasentist í Möðruvallastrætið eftir skóla í heit- ar kleinur, lummur eða annað góð- gæti með kaffinu. Ekkert var um frí um helgar, heldur þurfti að veita kostgöngurum sambærilega þjón- ustu og virka daga, auk hátíðlegs, þrírétta sunnudagsmatar. Frítímar voru fáir, en vel nýttir, m.a. til lestr- ar. Aldrei heyrði maður að Anna kvartaði, en hún hafði þann sið til fjölda ára að fleygja sér út af í smá- tíma eftir hádegið og halda síðan endurnærð áfram langt fram á kvöld. Eiríkur lézt fyrir rúmum tuttugu árum og skömmu síðar veiktist Anna alvarlega af sjúkdómi, sem flestir héldu að mundu draga hana til dauða, enda hékk líf hennar á blá- þræði. En Anna sýndi þá, eins og svo oft áður, ótrúlega seiglu og kjark. Dáðist hún mikið að Gauta Arnþórs- son lækni fyrir að hafa komið sér út í samfélagið á ný þó svo að hún hefði sjálfsagt líka verið sátt við að kom- ast þá til ástkærs eiginmanns og sonar hjá góðum guði. Um nokkurra ára skeið dvaldi hún áfram ein í Möðruvallastræti, en ákvað síðan að festa kaup á fallegri íbúð í fyrsta fjöleignarhúsinu, sem byggt var fyr- ir aldraða á Akureyri. Þar bjó hún síðustu ár ævinnar og sá um sig sjálf af miklum myndarskap. Hún tók á móti góðum gestum með mikilli gleði og fræddist um það sem efst var á baugi. Þetta voru um margt mjög góð ár, en sjálfsagt hefur tilveran verið nokkuð einmanaleg á köflum. Sambandið við börn og fjölskyldur þeirra var alltaf náið, og minning- arnar góðu geymdi Anna vel í huga sér. Fyrir hálfu öðru ári varð hún fyrir því að detta og mjaðmagrind- arbrotna og fór eftir það ekki aftur í íbúðina sína. Hún dvaldi fyrst á Kristnesspítala og síðan á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð. Mátturinn í líkamanum var að vísu orðinn lítill undir lokin, en hugsunin skýr og ótrúlegt hve vel hún þekkti fólk, sem hún hafði ekki séð árum saman. Ég þakka þér, kæra tengdamóðir, fyrir mörg ánægjuleg samtöl og in- dælar samverustundir. Stundum barst talið að því, sem við tekur eftir þessa jarðvist. Nú hefurðu reynt síðustu ferðina og móttökur á nýjum stað. Um þá reynslu hefðum við sannarlega haft gaman af að ræða. Minningin um þig mun lengi lifa. Haraldur Helgason. ANNA SIGURVEIG SVEINSDÓTTIR Erindi og umræður í Neskirkju Í DAG, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 12.15, flytur dr. Stefán Erlends- son siðfræðingur stutt erindi í safn- aðarheimili Neskirkju um siðfræði í viðskiptum. Tekur hann dæmi af máli sem upp kom innan Landsím- ans fyrir nokkrum misserum og kennt var við „litla landsímamann- inn“ og einnig af samráði olíufélag- anna um verð á vöru og þjónustu. Þá verður borin fram létt máltíð, súpa, brauð og síld, og umræður hafnar sem standa munu til um kl. 13.15. Haldnar voru sambærilegar mál- stofur í Neskirkju á liðnu ári og nú er þráðurinn tekinn upp að nýju og fólk leitt saman til umræðu og íhug- unar um hin gömlu gildi trúar og þjóðfélags. Að viku liðinni kemur dr. Sólveig Anna Bóasdóttir siðfræðingur og ræðir efnið: Er heimskulegt að vera heiðarlegur? Þau, sem áhuga hafa á málefnum trúar og samfélags og standa vilja vörð um hin gömlu gildi, eru sér- staklega hvött til þátttöku. Foreldramorgnar í Háteigskirkju Á FIMMTUDAGSMORGUNUM frá kl. 10 til 12 hittast foreldrar ungra barna á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju til skrafs og ráða- gerða. Hér er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast foreldrum með börn á sama reki. Mikil áhersla er lögð á að foreldrar hafi nægan tíma til þess að spjalla saman, hvort held- ur börnin sofa úti í vagni eða leika sér. Fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði er boðið upp á 20 mínútna fræðsluerindi eða breytt út af vana- legri dagskrá með föndri eða öðru. Næstu fræðsluerindi verða sem hér segir: Í dag, 6. nóvember: „Hvað á að gera ef barnið er veikt?“ Anna Björg Eyjólfsdóttir hjúkrunarfræð- ingur frá Heilsugæslu Hlíðasvæðis. 20. nóvember: „Uppbygging sjálfstrauts frá unga aldri.“ Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi á fræðslusviði Bisk- upsstofu. 4. desember: „Að týna ekki börn- unum í jólastressinu“. Pétur Björg- vin Þorsteinsson fræðslufulltrúi Há- teigskirkju. 18. desember: „Málþroski, mál- örvun og áhrif erlendra tungu- mála.“ Ásta Snorradóttir talmeina- fræðingur. Fastur liður í dagskrá for- eldramorgnanna er helgistund í kirkjunni í umsjá sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Foreldramorgnar í Háteigskirkju eru alla fimmtudagsmorgna allt ár- ið. Á fimmtudögum sem ber upp á almenna frídaga er þó ekki for- eldramorgunn. Umsjón með for- eldramorgnum í Háteigskirkju hef- ur Þórdís Ásgeirsdóttir og gefur hún nánari upplýsingar í síma 511 5405. Námskeið í Fella- og Hólakirkju um efri árin ANNAÐ námskeiðskvöldið um efri árin verður í kvöld, fimmtudags- kvöld, í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 20. Að þessu sinni mun Kristjana Sig- mundsdóttir félagsráðgjafi hjá Landspítalanum fjalla um þjónustu ríkis og sveitarfélaga við eldri borg- ara. Hún mun einnig fjalla um lög er varða eldri borgara og vistunarmat. Kristjana hefur mikla reynslu á þessu sviði og því fróðlegt að heyra um þessi mál frá henni. Á eftir verð- ur boðið upp á kaffi og samverunni lýkur með kvöldandakt um kl. 21.15. Þess má geta að námskeiðs- kvöldin fjögur eru í raun sjálfstæð hvert fyrir sig þannig að hverjum er frjálst að koma öll kvöldin eða velja sér það erindi sem það hefur mestan áhuga á. Þátttaka í þessum námskeiðum er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þeir sem óska eftir að verða sóttir heim eða vilja far að loknu nám- skeiðinu eru beðnir að hringja í kirkjuna í síma 557 3280 milli kl. 13 og 16 í dag. Hátíðahöld í Landakoti UM þessar mundir eru 100 ár liðin frá því að Montfortreglan hóf störf fyrir kaþólsku kirkjuna á Íslandi. Í tilefni af því verða hátíðahöld laug- ardaginn 8. nóv. í Landakoti í Reykjavík. Aðgangur er öllum heimill. Dagskrá hátíðahaldanna: Kl. 10.30: Biskupsmessa í Kristskirkju í Landakoti. Að henni lokinni eru kaffiveitingar í Landakotsskóla. Kl. 12-17: Hátíðahöld í tilefni af aldarafmæli starfs montfortreglu- manna á Íslandi í Landakotsskóla. Kl. 12: Fyrirlestur fulltrúa Mont- fortreglunnar, dr. Charles Voncken SMM: „Heilagur Louis-Maria Grignon de Montfort (1673-1716) og Montfortreglan. Störf hennar, eink- um á Íslandi, á 20. öld.“ Fyrirlest- urinn er haldinn á ensku en íslensk þýðing liggur frammi. Kl. 13: Hádegisverður. Kl. 14.30: Fyrirlestur um hundrað ára starf montfortreglumanna á Íslandi. Fyrirlesturinn samdi Jóhannes Gij- sen Reykjavíkurbiskup á grundvelli greinar eftir hollenska sagnfræð- inginn Vefi Poels. Gunnar Örn Ólafsson flytur á íslensku. Kl. 15.30: Kaffihlé. Kl. 16.00: Ræða Torfa Ólafssonar: „Fyrstu kynni mín af montfort- prestum.“ Kl. 16.45: Samkomunni slitið. Hátíðahöldunum stýrir Gunnar Örn Ólafsson. Þátttaka í samkomunni er ókeyp- is en mælst er til þess vinsamlega að samkomugestir láti nokkra fjárhæð af hendi rakna fyrir kostnaði. Vonandi nota margir tækifærið með þátttöku sinni í messunni og hátíðarsamkomunni til að votta þakklæti sitt og virðingu við ald- arlangt starf montfortreglumanna á Íslandi. Áskirkja. Opið hús kl. 14-17 í neðri safn- aðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Ás- kirkju leiðir söng. Allir velkomnir. Fræðslu- kvöld kl. 20 í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur fjallar um sorg og trú. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10- 12. Umsjón Lovísa Guðmundsdóttir. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. For- eldramorgnar frá kl. 10-12. Vinafundir frá kl. 13-15. Landspítali Háskólasjúkrahús. Arnarholt. Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Birgir Ásgeirs- son. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á há- degi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið frá kl. 12. Þjónustu annast Sigurbjörn Þor- kelsson. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Alfafundur kl. 19. Umsjón hefur Nína Pétursdóttir og með henni hópur sjálfboðaliða, sem lang- ar að kynna gestum grundvallaratriði krist- innar trúar. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ ung- lingaklúbburinn. 8. bekkur kl. 17. Matar- fundur. 9. bekkur og eldri kl. 19.30. Ímyndafundur. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 8. nóv. kl. 14. Heimsókn til ríkislögrelgustjóra. Fræðsla um starfsemi embættisins. Kaffi- veitingar. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10-13 fram á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN – starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar í samvinnu leikmannaskólans og Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra kl. 20-22. Kennari dr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30-19. Starf barna 6-9 ára kl. 17- 18.30. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Stelpustarf fyrir stelpur í 3., 4. og 5. bekk kl. 16.30. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30-12 í umsjá Lilju djákna. Fimmtudaginn 30. okt. hófst fjögurra kvölda námskeið í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju kl. 20 „Um efri árin“. Í kvöld fjallar Kristjana Sigmundsdóttir, fé- lagsráðgjafi á Landspítalanum, um þjón- ustu sveitarfélaga við aldraða. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á Safnaðarstarf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kaþólska dómkirkjan í Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.