Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Helgafell og Dettifoss
fara í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnust. og jóga, kl. 10
boccia, kl. 13 myndlist.
Árskógar 4. Kl. 9-12
handav., kl. 9-12.30
bókband, kl. 9.30
boccia, kl. 10.30-10.55
helgistund, kl. 11 leik-
fimi, kl. 13-16.30 smíð-
ar og handavinna, kl.
13.30 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9-9.45 leikfimi, kl. 9-12
myndl., kl. 9-16 hand-
av., kl. 13-16 bókband,
kl. 14 ball og fjölda-
söngur, kl. 16 frásögn
Önnu Þrúðar af ferð-
um hennar um Afríku.
Félagsstarfið, Dal-
braut 27. Kl. 8-16
handavinna.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18-20. Kl. 9
postulín, kl. 13 handa-
vinna, kl. 9-16.30 pútt-
völlurinn opinn þegar
veður leyfir.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9-16.30
glerskurður, kl. 10-11
leikfimi, kl. 13.30 söng-
hópur, kl. 15.15 dans.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 13 föndur og
handavinna, kl. 15.
bingó. Basar og kaffi-
sala verður föstud. 7.
nóv. og laugard. 8. nóv.
opið kl. 13-17.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Kl. 9.45 gler-
bræðsla, kl. 13. málun,
kl. 13.15 bútasaumur
og leikfimi karla, kl.
19.30 félagsvist í
Garðabergi, ekki á
Álftanesi eins og áður
var auglýst.
Félag eldri borgara,
Kópavogi, bingó í Gjá-
bakka kl. 14.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Opnað kl. 9, mynd-
bandakrókurinn opinn,
pútt í Hraunseli kl. 10-
11.30, leikfimi í Bjark-
arhúsi kl. 11.20, gler-
list kl 13, „Opið hús“
kl. 14.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Brids kl. 13. Frams. kl.
16.15. Félagsvist kl. 20.
Félagsstarf eldri
borgara, Mosfellssveit.
Kl. 13 bókband og tré-
skurður, kl. 13.30 les-
klúbbur, kl. 17 starf
kórs eldri borgara.
Félagsstarfið, Furu-
gerði 1. Kl. 9 smíðar og
útskurður, kl. 20 árleg
skemmtun Bandalags
kvenna í Reykjavík.
Söngur, grín, dans.
Gerðuberg. Kl. 10.30
helgistund, kl. 12.30
vinnustofur, kl. 13.15
félagsvist, í samstarfi
við Hólabrekkuskóla.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9-15 handavinnna,
kl. 9.05 og 9.55 leikfimi,
kl. 9.30 glerlist og ker-
amik, kl. 10.50 leikfimi,
kl. 13 gler- og postulín,
kl. 20 gömlu dansarnir,
kl. 21 línudans. Kl. 14-
19 handverksmark-
aður, til sölu m.a.
handunnir nytja- og
skrautmunir.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulín, kl.
10 ganga, kl. 13-16
handav., brids kl. 13.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, perlu-
saumur, kortagerð og
hjúkrunarfræðingur,
kl. 10 boccia, kl. 11
leikfimi, kl. 14 fé-
lagsvist. Laugard. 8.
nóv. kl. 13-17 basar,
margt fallegra muna.
Hvassaleiti 56-58. Kl.
9-13 bútasaumur, kl.
10-11 boccia, kl. 13-16
hannyrðir, kl.13.30-16
félagsvist. Sviðaveisla,
skemmtun og dans
föstudag 7. nóv. kl.
17.30.
Korpúlfar, Grafarvogi.
Sundleikfimi í Graf-
arvogslaug á morgun
kl. 9.30.
Norðurbrún 1. kl. 9-
16.45 opin vinnustofa,
kl. 10-11 samverustund
og leir.
Vesturgata. Kl. 9.15-
15.30, handavinna, kl.
9-10 boccia, kl. 10.15-
11.45 enska, kl.13-14
leikfimi, kl.13-16 kór-
æfing, kl.10.30 helgi-
stund.
Vitatorg. Kl.
8.45smíði, kl. 9.30 gler-
skurður, perlusaumur,
kl. 10 boccia, kl. 13
handmennt og brids.
Gullsmárabrids, í Gull-
smára 13, mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spila-
mennska hefst kl. 13.
Félag áhugamanna
um íþróttir aldraðra.
Leikfimi í Bláa salnum
kl. 11.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Sjálfsbjörg, Hátúni 12.
Kl. 19.30 tafl.
Kiwanisklúbburinn
Geysir, . Félagsvist í
kvöld kl. 20.30 í Kiw-
anishúsinu í Mos-
fellsbæ.
Hússtjórnarkenn-
arafélags Íslands Að-
alfundurinn verður
laugardag 8. nóv. kl. 10
í Hússtjórnarskóla
Reykjavíkur.
Kvenfélag Lágafells-
sóknar, fundur og opið
hús í Brúarlandi í
kvöld kl. 20.
Í dag er fimmtudagur 6. nóv-
ember, 310. dagur ársins 2003,
Leonardusmessa. Orð dagsins:
Vakið, standið stöðugir í trúnni,
verið karlmannlegir og styrkir.
Allt sé hjá yður í kærleika gjört.
(Kor. 16, 13-14.)
Björn Bjarnason skrifarum landsfund Sam-
fylkingarinnar og nýja
Gallup-könnun, sem sýndi
að Sjálfstæðisflokkurinn
væri með 39% en Sam-
fylkingin 29% fylgi.
Björn segir: „Þessi þró-un [í skoðanakönn-
unum] gengur auðvitað
þvert á væntingar Sam-
fylkingarinnar og verður
fróðlegt að sjá, hvort
tekst í krafti landsfund-
arins að snúa henni til
annarrar áttar. Greini-
legt er, að þau Össur
Skarphéðinsson formaður
og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, nýorðinn varafor-
maður, eru ekki samstiga
í því, hvernig tekið skuli á
málum gagnvart rík-
isstjórninni. Össur leggur
áherslu á hófsama, mál-
efnalega baráttu, en Ingi-
björg Sólrún sparar sjald-
an stóru orðin og vænir
andstæðinga sína meira
að segja um að brjóta
stjórnarskrána vísvitandi
og af einbeittum vilja.
Ef marka má setning-arræðu Össurar er
komið bakslag í þá stefnu
Samfylkingarinnar, að Ís-
land skuli ganga í Evr-
ópusambandið (ESB).
Með því að kasta því
stefnumiði til hliðar og
hefja umræður um mark-
aðsvæðingu heilbrigð-
iskerfisins er Össur
greinilega að stíga skref í
átt til Sjálfstæðisflokks-
ins. Hann skilur sig þar
með enn frá þeim
áherslum, sem hafa ein-
kennt málflutning Ingi-
bjargar Sólrúnar.
Hið sérkennilegasta á
fundinum var uppákoman
vegna umræðnanna um
hugsanlegt framboð Mar-
grétar Frímannsdóttur
gegn Stefáni Jóni Haf-
stein til formennsku í
framkvæmdastjórn Sam-
fylkingarinnar. Af því að í
fjölmiðlum var látið að
því liggja, að framboð
Margrétar og kosningar
vegna þess mundu leiða í
ljós styrkleika fylkinga á
bakvið Össur annars veg-
ar og Ingibjörgu Sólrúnu
hins vegar, ákvað Mar-
grét að gefa ekki kost á
sér. Endurspeglar þetta
betur en annað, hve
ástandið innan Samfylk-
ingarinnar er í raun brot-
hætt.
Þegar Samfylkinginkom til sögunnar og
Steingrímur J. Sigfússon
og félagar ákváðu að
skipa sér til vinstri við
flokkinn hefði mátt ætla,
að deilur vinstrisinna um
hve langt til vinstri þeir
ættu að skipa sér hefðu
bundist í flokka. Ágrein-
ingurinn innan Samfylk-
ingarinnar er að öðrum
þræði um það, hve langt
til vinstri skuli stefnt og
vill Ingibjörg Sólrún
greinilega halda lengra í
þá átt en Össur. Hún hef-
ur til dæmis beitt sér
gegn því innan borg-
arstjórnar Reykjavíkur
að einkaframtak og
markaðssjónarmið fái
notið sín í leikskóla- og
grunnskólarekstri í borg-
inni.“
STAKSTEINAR
Áherslumunur
hjá vinstri forystu-
mönnum
Víkverji skrifar...
IDOL stjörnuleit er einn vinsælastisjónvarpsþátturinn um þessar
mundir og vex spennan með hverj-
um þætti. Víkverji horfir alltaf á ef
hann mögulega getur, ef ekki á
föstudögum þá í endursýningu á
sunnudögum. Svo hefur það hent
hann að horfa bæði á frumsýningu
og endursýningu.
Þessir þættir eru ekki síst vinsæl-
ir vegna þess að venjulegu fólki er
gefið „tækifæri“ til að viðra sig í
sjónvarpi smástund. Gert er út á þrá
fólks eftir viðurkenningu af ein-
hverju tagi.
Sumir eru þarna kannski til að
fullnægja keppnisþörf sinni. Engu
að síður eru þessir þættir svolitlir
harmleikir, ekki bara í þeim tilvikum
þar sem stjörnunum litlu fipast og
þær verða vandræðalegar fyrir
framan dómnefndina, heldur að öllu
leyti. Dómnefndin, keppendur allir
með tölu; harmur. Fleiri hundruð
manns, flest ungt fólk, hafa látið
sjónvarpsstöð sannfæra sig um að
það sé í einhvers konar keppni, en er
í raun fallbyssufóður fyrir fyrirtæki í
harðri samkeppni. Það má græða á
fólki. Ótrúlega sniðugt og jafnframt
talsvert einfalt.
Og svo er þessi blessaða dóm-
nefnd óttalega skondin. Veltir vöng-
um, reynir að vera sanngjörn í dóm-
um, er stundum dálítið hvöss, en þó
sjaldan. Makalaust að dómararnir
skuli yfirhöfuð eyða tíma í að gefa
þessi endalausu „komment“. Svo
standa vesalings krakkarnir eins og
illa gerðir hlutir og hlusta á umsögn-
ina.
ÞESSIR þættir minna Víkverja áfegurðarsamkeppnir þar sem
ungar stúlkur eru látnar koma fram
hálfnaktar og klæddar til skiptis
undir því yfirskyni að þær séu að
„keppa“ í fegurð. Fegurðarsam-
keppni er auðvitað fyrirtæki sem
stefnir að því að reka sjálft sig, velta
fjármunum með því að fá hin og
þessi fyrirtæki til samstarfs. Stúlk-
unum er haldið við efnið með því að
ala á úreltum hugmyndum um hlut-
verk kynjanna. Ótrúlega gamaldags
en samt falla stelpurnar fyrir þess-
um rökum ár eftir ár. Óskiljanlegt.
Eyða tíma sínum í að líta vel út fyrir
karlmenn. Þeir sem mest leggja á
sig, stúlkurnar auðvitað, bera minnst
úr býtum, en eru gangandi auglýsing
fyrir fyrirtæki í margar vikur. Hvað
eru þær annars með á tímann þegar
tekið er tillit til vinnuframlags í þágu
keppninnar og vinnutaps á öðrum
vettvangi, í skóla eða vinnu?
Aftur að Idol. Hvernig stendur á
því að „keppendur“ mega bara vera
á aldrinum 18 til 25 ára eða hvað það
nú var? Jú, er ekki meiri markaður
fyrir söluvöru sem sýnir ungt fólk?
Idol: hvílík snilld. En harmrænt þó.
Kraft lýsi
ÉG hef í mörg ár notað
Kraft lýsi frá Djúpavogi og
ætlaði að kaupa meira í
Heilsuhúsinu á Selfossi. Af-
greiðslukona þar sagði mér
það væri ekki til og að þetta
fyrirtæki væri komið á
hausinn.
Er einhver sem getur
gefið mér upplýsingar um
hvar ég get fengið þetta
lýsi og/eða hvar þetta er
framleitt? Hægt er að hafa
samband í síma 482 2257
eða 691 2257.
Gott krem
ÉG vil koma á framfæri
ánægju minni með SDS-
smyrslið. Er þetta mjög
græðandi og gott krem, lík-
lega sérlega gott að bera á
auma vöðva.
Jensína.
Vantar síma
MIG vantar síma sem er
með númerabirti og sím-
svara, helst þráðlausan. Ef
einhver býr svo vel að eiga
slíkt tæki og geta látið það
þá vinsamlega hafið sam-
band í síma 551 8727.
Tapað/fundið
Kvenreiðhjól
týndist
KVENREIÐHJÓL týndist
á leiðinni frá Dugguvogi og
upp í Breiðholt. Það er
svart, vel með farið hjól
með slitna keðju. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 587-5510.
Dýrahald
Dúlla
er týnd
DÚLLA er grá og hvít
læða og týndist sl. laugar-
dag frá Frakkastíg. Hún er
með hvíta gaddaól en
ómerkt. Þeir sem hafa orð-
ið varir við hana hafi sam-
band í síma 663-3297 eða
897 1657.
Brandon
er týndur
HANN Brandon fór á flakk
frá heimili sínu, Ránargötu
14 í Reykjavík, miðviku-
daginn 29. október og hefur
ekki sést síðan. Brandon er
mjög fjörugur og gæfur
köttur sem er sárt saknað
af heimilisfólki. Hann er
bröndóttur með hvíta
bringu og hvítur á fram-
loppum með græna hálsól.
Ef einhver hefur séð til
Brandons væri gott ef haft
væri samband við eigendur
í síma 698 1513 eða
699 5980.
Kettlingur
fæst gefins
4 MÁNAÐA kassavaninn
grábröndóttur fressköttur
fæst gefins. Blíður og góð-
ur. Upplýsingar í síma
698 1387.
Mysa er týnd
MYSA týndist í Skerjafirð-
inum sl. sunnudag. Hún er
snögghærð og rauðbrún að
lit (abyssiniu-tegund) og er
með ól og merkt með síma-
númeri. Þeir sem gætu gef-
ið upplýsingar um Mysu
hafi samband í síma
695 3928 eða 695 1504.
Fundarlaun.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
LÁRÉTT
1 hljóðfæri, 8 úrkomu, 9
fiskar, 10 spil, 11 karl-
fugl, 13 magran, 15 fáni,
18 skott, 21 vafi, 22 setji í
óreiðu, 23 undirokun, 24
skráðu á skip.
LÓÐRÉTT
2 ekki gamlar, 3 matur, 4
ávinnur sér, 5 þráttar, 6
þróttur, 7 skegg, 12 ályg-
ar, 14 impra á, 15 gömul,
16 hamingju, 17 gímalds,
18 tvínónar, 19 tón-
verkið, 20 skrika til.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 smjör, 4 fegin, 7 illum, 8 útlæg, 9 múr, 11 afar,
13 angi, 14 eflir, 15 hólf, 17 Glám, 20 ota, 22 kútur, 23
nafar, 24 neita, 25 afræð.
Lóðrétt: 1 smita, 2 julla, 3 römm, 4 frúr, 5 gálan, 6 nagli,
10 útlát, 12 ref, 13 arg, 15 hokin, 16 létti, 18 lifur, 19
múruð, 20 orka, 21 ansa.
Krossgáta
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16