Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sumar fjárfestingar eru lengi að ná fullum þroska. En þær mikilvægustu vaxa miklu hraðar en þú vildir. ÍSLANDSBANKI Hvar sem þú ert Er kólesterólið of hátt? Mælingar í síma 564 5600 BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi eru tilbúin að gera breytingar á skipu- lagi Lundarhverfisins, en mikill styr hefur staðið um tillögu landeigenda, kynnta af bæjaryfirvöldum, um að reisa átta íbúðaturna, allt að 14 hæð- ir, á svæðinu Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir tillöguna ekki endanlega, heldur sé þetta til- laga sem er lögð fram að ósk leigu- taka lóðarinnar. „Við létum hana fara lítið breytta af því það var búið að tjá okkur að henni mundi verða vel tekið. Henni er greinilega ekki vel tekið og þá verða menn að raða upp á nýtt. En miðað við þessar at- hugasemdir sem komið hafa fram er alveg ljóst að bæjarstjórnarmeiri- hlutinn er tilbúinn að gera breyting- ar á þessu skipulagi.“ Gunnar segir leigutaka lóðarinnar hafa verið bjartsýna, og þeir hafi tal- ið sig hafa góð orð um áform sín eftir viðræður við íbúa. „Auðvitað getur maður hugsað sér breytingar á þessu,“ segir Gunnar, en segir ekki eðlilegt að tjá sig meira um málið áð- ur en umsagnarfresturinn rennur út á mánudag. Eftir að fresturinn renn- ur út hafa bæjaryfirvöld átta vikur til að svara athugasemdum og hugs- anlega kynna breytingar eða aðrar tillögur að nýtingu landsins.  Verið að/19 Íhuga breytingar í Lundi HÖFÐAÐ hefur verið mál gegn Hraðfrysti- stöð Þórshafnar, HÞ, og Samherja þar sem þess er krafist að kaup Hraðfrystistöðvar- innar á fiskiskipinu Þorsteini EA af Sam- herja verði látin ganga til baka. Þeir sem höfða málið eru 34 hluthafar sem eiga samanlagt tæplega 15% hlutafjár og telja þeir að Samherji, sem á tæplega helm- ingshlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar, hafi nýtt stöðu sína í félaginu til að selja því Þor- stein EA á yfirverði. Samherji hafi því hagn- ast á ólögmætan hátt á kostnað annarra hluthafa í Hraðfrystistöðinni. Samkvæmt mati skipamiðlara frá því í október var verðmæti skipsins 350 milljónir króna, en Hraðfrystistöðin greiddi 680 millj- ónir króna fyrir það. Höfða mál gegn Samherja og HÞ  Mál höfðað/B1 ÚTFLUTNINGUR á ferskum fiskflökum og hnakkastykkjum í kæligámum til Bretlands fer stöðugt vaxandi. Tilraunir Samskipa með kæl- ingu á flökunum hafa leitt í ljós að gæði þeirra standa ekki að baki gæðum flaka sem flutt eru utan með flugi. Þá hafa tilraunir Samskipa leitt í ljós að ekkert virðist því til fyrirstöðu að flytja ferskan heilan lax í gámum til Bandaríkjanna. Hvort tveggja opnar mikilvægar leiðir fyrir ferskan fisk héðan frá Íslandi inn á þessa mik- ilvægu markaði vestan hafs og austan. Kostnaður við flutning á flökum í gámum til Evrópu er 30 til 40 krónur á hvert kíló flakanna en í flugi er kostnaðurinn 100 til 120 krónur. Svo- kallaður sölutími flaka sem sendur er utan með gámum er 5 dagar, en sölutími flaka sem send eru með flugi eru 6 til 7 dagar. Tilraunirnar hafa verið sérstakt verkefni hjá Samskipum undir stjórn Hinriks Ö. Bjarnason- ar, deildarstjóra flutningadeildar, og Mikaels Tal Grétarssonar verkefnisstjóra. Grundvallararat- riði í flutningunum er að ná svokallaðri undirkæl- ingu, það er að kæla fiskinn niður í 0 til mínus tvær gráður til að halda gæðum. Hægt er að ná kælingunni með ýmsum hætti, með frystigám- um, ískrapa eða koltvísýringi. „Við höfum prófað að nota koltvísýring í send- ingu af ferskum laxi til Bandaríkjanna. Eftir 16 daga í gámnum var hann nánast eins og glænýr. Þessi aðferð gæti opnað markaðinn á austur- strönd Bandaríkjanna fyrir eldislax frá Íslandi og skapað íslenzkum framleiðendum ákveðið for- skot þar á helztu keppinautana, Noreg og Chile, vegna meiri nálægðar við markaðinn. Við teljum okkur hafa sýnt fram á að útflutningur á flökum, flakastykkjum og heilum fiski með þessum hætti gengur upp. Nú er annarra að taka við og vinna nýja markaði,“ segja þeir Samskipamenn.  Sparnaður/C1 Æ meira er unnið af ferskum hnakkastykkjum og flökum í frystihúsi Samherja á Dalvík. Útflutningur ferskra fisk- flaka í gámum vex stöðugt FJÖLGUN hringtorga var Mos- fellingum áhyggjuefni á borg- arafundi um tvöföldun Vest- urlandsvegar sem haldinn var í gærkvöld í bænum. Jónas Snæ- björnsson, umdæmisstjóri Vega- gerðarinnar, kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir og Sigurður Ás- björnsson, frá Skipulagsstofnun, útskýrði það umhverfismat sem er nauðsynlegt við undirbúninginn. Vesturlandsvegurinn verður tvöfaldaður frá gatnamótum Vík- urvegar í Reykjavík að Skarhóla- braut í Mosfellsbæ en nú fara um 17.000 bílar þar um daglega. Frá Víkurvegi og yfir Úlfarsá verður vegurinn nokkurn veginn í núver- andi veglínu en verður svo færður fjær ánni, til austurs á um 1,6 km kafla. Brúin yfir Úlfarsá verður rifin og tvær nýjar byggðar í stað- inn, ein fyrir hvora akbraut. Þær verða talsvert sunnar og farvegur árinnar verður jafnframt færður til suðurs sem nemur því. Tvö hringtorg verða sett upp til bráðabirgða á vegkaflanum en gert er ráð fyrir mislægum gatna- mótum á báðum stöðum á árunum 2007 til 2014. Eina leiðin fyrir sjúkrabíla Þrátt fyrir nokkuð almenna ánægju með að nú ætti loks að ráð- ast í tvöföldun Vesturlandsvegar spunnust heitar umræður um kostnað við framkvæmdirnar og yfir áhyggjum af skógræktarsvæði Mosfellinga í Hamrahlíð. „Það er sárt að það verði sett hringtorg eða mislæg gatnamót beint við þetta frábæra útivistarsvæði. Nú og svo hefur ekki verið hugað að neinum tengingum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur við útivistarsvæðið,“ sagði Ursula. þetta mjög flatt upp á mann. Öll þessi hringtorg eru orðin veruleg hindrun. Að kvöldlagi verður mað- ur mikið lengur að fara veginn en áður. Við verðum líka að gæta að því að þetta er eina leiðin fyrir sjúkrabíla, slökkviliðsbíla og ann- að,“ sagði Már. Ursula Junemann kennari lýsti fjölgun hringtorga. Már Karlsson, verkfræðingur og nefndarmaður í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar, benti meðal annars á að í fyrri skýrslu Vegagerðarinnar segi að Vesturlandsvegurinn tilheyri veg- flokki A1 og að í þeim vegflokki verði allar þveræðar að vera mis- læg gatnamót. „Þess vegna kemur Áhyggjur af fjölgun hringtorga Morgunblaðið/Jim Smart Mosfellingar voru áhugasamir um fyrirhugaðar framkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar. „ÞETTA þýðir mun lægri flutningskostnað en með fluginu og varan er ekki verri. Því opnar þessi flutningsleið okkur nýja og meiri mögu- leika inn á vaxandi ferskfiskmarkaði í Evrópu og léttir okkur samkeppnina við Kínverja,“ segir Gunnar Aðalbjörnsson, rekstrarstjóri frystihúss Samherja á Dalvík. Landvinnsla Samherja á Dalvík hefur um það bil tvöfaldazt á þremur árum og hlutfall ferskfiskvinnslu eykst stöðugt. Fyrir þremur árum var hún engin, í hitteðfyrra voru flutt ut- an 250 tonn af ferskum flökum og hnakka- stykkjum, 500 tonn í fyrra og tæplega 1.000 tonn verða flutt utan í ár. „Þessi útflutningur á flökum í gámum er lykilatriði í því að auka hlutdeild okkar og lækka um leið kostnaðinn. Með þessu móti getum við keppt við Norðmenn í verði á ferskfiskmörkuðunum, en gátum það ekki með flugfiskinum,“ segir Gunnar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir að þessi flutningatækni opni Íslendingum leið fyrir ferskan lax til Bandaríkjanna og geti það skipt miklu máli fyrir laxeldið í landinu. Nýir möguleikar „ÞAÐ er ekki ásættanlegt að einn einasti lax sleppi og ég ver þær reglur sem ég hef sett,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra á fundi Stangaveiðifélags Íslands í gærkvöld, þar sem tekist var á um spurninguna hvort sjókvíaeldi væri ógn við villta laxinn. „Laxinn hefur ekki verið settur út um allt land, heldur í örfáa langa mjóa firði,“ sagði Guðni. Vigfús Jóhannsson, formaður Landssam- bands fiskeldisstöðva, og einn framsögu- manna á fundinum, sagði engar sannanir fyr- ir áhrifum erfðablöndunar eldislaxins og þess villta. Hann sagði enga atvinnugrein vera undir eins ströngu eftirliti og laxeldið og lýsti eftir samvinnu með stjórnvöldum og laxeldi undir ströngum skilyrðum. Óðinn Sigþórsson, formaður Landssam- bands veiðifélaga, taldi ekki unnt að sætta ólík sjónarmið laxeldismanna og veiðimanna. Hann sagði að fara ætti varlega hvað laxeldið snerti þegar málin væru ekki fullrannsökuð. Það þætti honum hins vegar ekki varlega farið, þegar gefið væri út leyfi fyrir jafnstór- ar laxeldisstöðvar og 8 þúsund tonna stöðv- ar, sem jafnvel dýralæknar teldu í stærra lagi. Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun og einn framsögumanna, sagði að rannsóknir bentu til þess að eldislaxinn væri vanhæfari en villti laxinn til að lifa í ánum. Enginn eldislax má sleppa ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.