Morgunblaðið - 13.11.2003, Page 22

Morgunblaðið - 13.11.2003, Page 22
AUSTURLAND 22 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ #26 LOPASOKKAR ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR Eskifjörður | Bæjarráð Fjarða- byggðar hafnar því að hin gamla kirkja Eskfirðinga, sem byggð var árið 1900 og stendur nú nær lóð- arlaus í miðju íbúðarhverfi, verði varðveitt. Ný kirkja var reist fyrir örfáum árum í jaðri bæjarins á Eskifirði og þjónar hún einnig sem menningarmiðstöð. Bæjarráð Fjarðabyggðar tók á þriðjudag fyrir erindi Húsafriðun- arnefndar ríkisins, þar sem farið er fram á að sveitarfélagið finni Eskifjarðarkirkju veglegt hlutverk til framtíðar. Sóknarnefnd kirkj- unnar hafði þá þegar sótt um leyfi fyrir því að láta rífa hana, þar sem hún væri ónýt, jafnframt því að umhverfisnefnd sveitarfélagsins hafði með sérstakri bókun bent á takmarkaða notkunarmöguleika og erfiða aðkomu að húsinu. Kirkjan fjarri því að teljast ónýt Að mati bæjarráðs eru ekki for- sendur fyrir því að húsið verði varðveitt og eru helstu röksemdir ráðsins fyrir þeirri afstöðu lélegt ástand kirkjunnar til nokkurra ára, lóðarleysi og staða hennar í miðju íbúðarhverfi. Að mati húsafriðunarnefndar er kirkjan fjarri því að teljast ónýt, þrátt fyrir að austurgafl sé mjög fúinn. Kirkjan sé einnig merkileg og eigi aðeins eina sína líka í land- inu; Tálknafjarðarkirkju. 204 kirkjur víðs vegar á landinu njóta nú húsafriðunar og myndi húsfriðunarsjóður styrkja viðgerð- ir á Eskifjarðarkirkju. Magnús Skúlason hjá húsafriðunarnefnd segir nefndina einarða í þeirri af- stöðu að vernda beri kirkjuna og að áður hafi þurft að berjast fyrir áframhaldandi tilvist gamalla kirkna á landinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær rífa á kirkjuna og lík- legt að húsafriðunarnefnd láti ekki við svo búið standa. Bæjarráð hafnar varðveislu Eski- fjarðarkirkju Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Gamla Eskifjarðarkirkjan er orðin bitbein nútímans: Sumir vilja rífa hana og segja ónýta, aðrir telja hana fagurt merki um reisulega kirkjubyggingu. Húsafriðunarnefnd segir kirkjuna merkilega og varðveisluskylda Öryggi | Fjarðabyggð hefur samið við öryggisvörslufyrirtækið Sec- uritas um gæslu í öllum grunn- skólum, leikskólum og söfnum sveit- arfélagsins um nætur og helgar. Fyrirtækið ætlar að opna útibú í Fjarðabyggð í kjölfarið og bjóða íbú- unum upp á þjónustu sína. Ljósmyndasýning | Helgi Garð- arsson ljósmyndari hefur opnað sýn- ingu í Kirkju- og menningarmiðstöð- inni á Eskifirði. Á sýningunni eru landslags-, portrett- og mannlífs- myndir frá Eskifirði og nærliggjandi byggðarlögum. Sýningin er opin virka daga kl. 17 til 19 og á laug- ardögum frá kl. 13 til 16. Hún stend- ur til 28. nóvember.    Snæfell | Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur, í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á Austurlandi, sett upp tvo fjarskiptaendurvarpa fyrir björgunarsveitir og ferða- þjónustu á Snæfelli. Endurvarparnir eru settir upp í kjölfar framkvæmdanna á Kára- hnjúkasvæðinu, en skv. upplýs- ingum frá Landsvirkjun voru í lok október um 900 manns við störf á virkjunarsvæðinu, auk fjölda ferðamanna sem fara um svæðið. Var í kjölfar þess talin þörf á meira fjarskiptaöryggi og var endurvörpunum valinn staður á Snæfelli, þar sem það stendur hátt yfir landinu og tryggir gott fjarskiptasamband. 49 fjarskiptaendurvarpar um land allt Slysavarnafélagið Landsbjörg rekur nú sjálfstætt fjarskiptakerfi sem byggist á VHF tíðni og eru 49 fjarskiptaendurvarpar dreifðir um landið til að tryggja fjar- skiptasamband björgunarsveita. Endurvarparnir á Snæfelli eru með björgunarsveitarrás 3 og rás ferðaþjónustuaðila er 42, en björgunarsveitir geta einnig not- að þá rás ef nauðsyn krefur.    Betra fjarskipta- samband á fjöllum Egilsstaðir | Ný hestamiðstöð verður byggð upp á jörðinni Fossgerði skammt norðan Egilsstaða og núver- andi aðstöðu hestamanna í útjaðri Egilsstaðabæjar lokað um mitt næsta ár. Hestamenn á Egilsstöðum hafa fram að þessu flestir haft aðstöðu í Votahvammi í útjaðri bæjarins á bökkum Eyvindarár og svæðið verið kallað Truntubakkar, enda til skamms tíma heldur óásjálegt. Hafa deilur um aðstöðu hestamanna á svæðinu staðið í fjöldamörg ár og hagsmunaaðilar og sveitarfélagið ítrekað reynt að leysa þær deilur með ýmsum tillögum. Nýlega þurftu rekstraraðilar og eigendur Fossgerðisbúsins, kjúk- linga- og eggjabús skammt frá Egils- stöðum, að leggja af rekstur sinn vegna samkeppnisörðugleika og bentu hestamenn á þann möguleika að jörðin yrði keypt og nýtt fyrir hestamenn. Austur-Hérað hefur nú keypt um 90% jarðarinnar og hestamenn hluta húseigna. Jafnframt hefur verið undirritaður samstarfs- og uppbyggingarsamn- ingur til 25 ára milli sveitarfélagsins og Hesteigendafélagsins Fossgerðis. Markmið samningsins er að koma upp á jörðinni Fossgerði framtíð- araðstöðu fyrir hestamennsku. Stíur fyrir unga hestamenn niðurgreiddar „Samningurinn tekur á föstum upphæðum,“ segir Eiríkur Bj. Björg- vinsson, bæjarstjóri Austur-Héraðs. „Sveitarfélagið mun leggja til átta milljónir króna sérstaklega vegna kaupa á húseignum. Samningurinn tekur líka til þess að við munum kaupa 99,72 ha af Fossgerðisjörðinni á fimm milljónir króna. Síðan er í samningnum kveðið á um að sveitar- félagið muni leggja hestamannafélag- inu til 800 þúsund krónur árlega, vísi- tölutengt, vegna æskulýðsstarfs, sem er í raun rekstrarstyrkur í aðstöðu fyrir börn og unglinga. Átta millj- ónirnar eru einnig skilyrtar á þann veg að börn og unglingar í sveitarfé- laginu eigi ákveðin pláss í þessum hesthúsum og við erum þannig að kaupa um tíu stíur fyrir tuttugu hesta þeim til handa.“ Eiríkur segir að sveitarfélagið muni afhenda hestamönnum um sex- tíu hektara lands til afnota í byrjun og ætlunin sé einnig að styrkja félag- ið næstu fimm árin sem nemur op- inberum gjöldum. Eiríkur leggur áherslu á að und- irbúningsvinna sú, sem innt hefur verið af hendi síðustu áratugina við leit að hentugu svæði fyrir hesta- menn, hafi skilað sér í þessari far- sælu lausn og bæjarstjórn og for- svarsmenn hestamanna hafi lagt mikið af mörkum til að leysa málið. Austur-Hérað mun í framhaldinu deiliskipuleggja beitarland og nýja hesthúsabyggð í Fossgerði, sem hestamenn fá til afnota. Austur- Hérað mun einnig tryggja að lagðar verða reiðleiðir að og frá hest- húsabyggðinni og mun sveitarfélagið, í samráði við Vegagerð ríkisins, ganga frá samningum við nærliggj- andi jarðeigendur og tryggja fjár- magn til lagningar og viðhalds reið- leiða. Stefnt er að því að upplýstar reiðleiðir verið komnar frá hesthús- unum í Egilsstaði eigi síðar en haust- ið 2005. Ekki liggur enn fyrir hver kostnaður verður við að innrétta hesthús og félagsaðstöðu. Gert er ráð fyrir að í upphafi verði settar upp rúmlega fjörutíu stíur og að þrír fjórðu hlutar þeirra verði seldir á um 750 þúsund krónur hver, en í stíunni rúmast tvö hross. „Það er stór stund fyrir hestamenn hér á svæðinu að þeir skulu loksins vera búnir að eignast samastað eftir 30-40 ára baráttu,“ segir Ástráður Magnússon, formaður Hesteigenda- félagsins Fossgerðis. „Nú eignumst við félagsaðstöðu og getum byggt upp hringvelli og æfingavöll fyrir unglingana, auk þess sem hluti af stí- um í húsunum verður gagngert fyrir hesta unglinganna, styrktar af bæn- um. Þetta mál er allt mjög jákvætt og eykur möguleika á að auka unglinga- starfið til muna. Síðan er það draum- ur okkar að geta í framhaldinu byggt reiðhöll á þessu svæði,“ segir Ástráð- ur. Hestamenn byggja upp á jörðinni Fossgerði Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þrjátíu ára deilur leiddar til lykta með samningi um uppbyggingu hestaað- stöðu í Fossgerði: F.v. Eiríkur Bj. Björgvinsson, sveitarstjóri Austur-Hér- aðs, Ástráður Magnússon, formaður hestaeigendafélagsins Fossgerðis, og Guðríður Guðmundsdóttir og Örn Stefánsson, seljendur Fossgerðis. Þrjátíu ára römm- um deilum vegna aðstöðu hestamanna við Egilsstaði lokið Egilsstaðir | Undirritaður hefur verið samningur um að Íslenskir að- alverktakar byggi verslunarmiðstöð á Egilsstöðum fyrir fasteignafélagið Þyrpingu hf. Byggingin verður 1.800 fermetra stálgrindarhús og staðsett að Mið- vangi 13 á Egilsstöðum. Liggur lóðin samhliða þjóðvegi 1 um Egilsstaða- nes. Bónus, BT og Office 1 eru meðal aðila sem verða í verslunarmiðstöð- inni og hefur verið samið við ÍAV um innréttingu þeirra rýma. Verslun Bónuss mun verða í rúmlega helm- ingi hússins. Þá er skv. skipulagi gert ráð fyrir sjálfsafgreiðslubensín- stöð við annan enda byggingarinnar. Ýmsir aðilar í verslun og þjónustu á Austurlandi hafa sýnt því mikinn áhuga að fá inni í húsinu, en að svo komnu máli er hluta hússins enn óráðstafað. Áætluð verklok eru 1. maí n.k. Íslenskir aðalverktakar hafa fleiri járn í eldinum á Egilsstöð- um. Þeir undirbúa nú byggingu tveggja nýrra hverfa; í Selbrekku og Votahvammslandi. Nú skal byggt á Egilsstöðum: Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV, og Skarp- héðinn S. Steinarsson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, handsala samning um byggingu 1.800 fm verslunarhúsnæðis á Egilsstöðum. ÍAV byggja yfir Bónus og BT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.