Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA Þórðardóttir og Jón Reykdal eru nú staðarlistamenn í Skálholtsskóla. Verkin eru víða í húsakynnum skólans og verða þar fram á byrjun næsta árs. Jóhanna Þórðardóttir sýnir átta mynd- ir málaðar með olíulitum á tré. Hún hefur fjölþætt listnám að baki, hér heima, Bandaríkjunum, Hollandi og Svíþjóð, bæði sem myndhöggvari og málari. Jó- hanna hefur tekið þátt í mörgum samsýn- ingum auk einkasýninga sinna og þátt- töku í samkeppnum enda eru verk hennar í opinberri eigu víða um land. Hún hefur ítrekað hlotið starfslaun listamanna. Hún hefur unnið mikið að myndlistarkennslu, bæði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og í Kennaraháskóla Íslands þar sem hún er lektor. Jón Reykdal sýnir þrettán myndir, bæði olíumyndir málaðar á striga og vatnslitamyndir. Hann hefur margþætta reynslu sem myndlistarmaður, hefur unn- ið að margskonar hönnun og myndskreyt- ingum sem og gerð veggspjalda, um langt skeið vann hann aðallega grafíkverk en upp á síðkastið eru það vatnslitir og olía. Einkasýningar hans eru 16 og hann hefur tekið þátt í 65 samsýningum víða um heim. Hann hefur unnið ýmis stjórn- unarstörf innan myndlistargeirans, hlotið margvíslegar viðurkenningar sem lista- maður , fengist við myndlistarkennslu og er nú lektor við Kennaraháskólann. Staðarlistamenn í Skálholti sýna verk sín í fjóra mánuði. Í sumar var þar Björg Þorsteinsdóttir, eftir áramót kemur Val- garður Gunnarsson og næsta sumar verða sýnd verk Þórðar Hall. Fyrrverandi staðarlistamenn mynda síðan ráðgjaf- arhóp sem gerir tillögur um eftirmenn sína sem staðarlistamenn í Skálholts- skóla. Nýir staðarlista- menn í Skálholti Verk eftir staðarlistamennina. Maríufiskur er eftir Jón Reykdal (til vinstri) og Líf er eftir Jóhönnu Þórðardóttur. SÍÐAN umræðuna um póstmód- ernismann og endalok módernism- ans bar sem hæst fyrir um 20 árum hefur þróunin verið í átt að meira og meira jafnræði í myndlistinni. Eng- inn tjáningarmiðill ræður ríkjum, engin afstaða gnæfir yfir og eflaust eru flestir bara nokkuð sáttir við að fá að skapa sína list án þess að þurfa að rökstyðja það með fræðisetning- um og stefnuyfirlýsingum. Það er vissulega frelsi fyrir listamanninn að geta gengið í hvaða myndmál sem er. En það er spurning hvort þetta jafn- ræði leiðir ekki til vöntunar á gagn- rýnni afstöðu til myndlistar eins og Donald Judd sagði fyrir um í sögu- legri grein sem birtist eftir hann í Art in America árið 1984 undir yfirskrift- inni „Not about master-pieces but why there are so few of them“ eða „Ekki um meistaraverk heldur hvers vegna þau eru svo fá“. „Listamenn stóðu áður fyrir einhverju málefni,“ sagði Judd, „en núna eigum við bara að vera að gera okkar hluti.“ Þannig hefur þróunin einmitt verið, lista- menn eru bara að gera sína hluti. Eitt af mörgu sem skildi að póst- módernisma og módernisma var að módernisminn gerðist að mörgu leyti sem stökkbreyting. Abstraksjónin var stökkbreyting, Dadaisminn var stökkbreyting o.s.frv. Margir sem aðhylltust hugmyndir um póstmód- ernisma álitu módernismann þá hálf- gerðan misskilning og vildu horfa til baka, halda áfram línunni í stað þess að gangast við stökkbreytingu eða hliðarspori ef svo má að orði komast. Þeir sem ekki gengust við póstmód- ernísku viðhorfi litu á póstmódern- ismann sem afturhald og enn líta margir á mínimalismann sem síðasta skref áfram í þróun myndlistar og að síðan hafi lítið annað gerst en end- urtekningar og eða endurskoðanir. Póstmódern-módern-umræðan var annars margþætt en sem slík til- heyrir hún fortíðinni. Ástæðan fyrir því að ég rifja upp þennan hluta um- ræðunnar eru þrjár sýningar sem ég skoðaði í vikunni sem leið, þ.e. sýn- ingar Stephens McKenna í Galleríi Gangi, Nini Tang í Galleríi Sævars Karls og Adams Barkers-Mills í Safni. Sá síðastnefndi sækir í mínim- alískt myndmál, en þau fyrrnefndu, McKenna og Tang, eru kyndilberar nýja málverksins, þó af ólíkum kyn- slóðum. Tang kemur í seinna holli nýja málverksins, en McKenna má heita einn af þeim sem snemma vöktu athygli fyrir að sækja í sígilt mál- verk. Klárað og óklárað Stephen McKenna er fæddur í Englandi árið 1939 en hefur til langs tíma dvalið á Ítalíu. Hann var fyrstu ár listferils síns undir áhrifum Flúx- usstefnunnar og átti í samstarfi við belgíska myndlistarmanninn Marcel Broedhearst sem var á meðal þekkt- ustu Flúxuslistamanna Evrópu. McKenna var þó ávallt heillaður af málverkinu og sneri sér alfarið að klassísku málverki á áttunda ára- tugnum einmitt til þess að halda áfram með þráð listamanna eins og de Chirico, Balthus o.fl. Nini Tang er hollensk listakona sem nam við Jan Van Eycke-lista- akademíuna í Maastricht, en þó- nokkrir íslenskir myndlistarmenn námu þar á níunda áratugnum. Mér finnst rétt að geta þess að nýja mál- verkið í Hollandi var/er talsvert frá- brugðið því enska eða ítalska. Hið ag- aða handverk sem einkennir Bretana og þar á meðal McKenna var ekki að finna hjá brautryðjendum nýja mál- verksins í Hollandi, s.s. Rene Daniels og Marlene Dumas. Þar er handverk- ið lauslegt og allt að því sjálfsprottið, álíka mun er að finna hjá Whistler og Van Gogh eða þá Bacon og Cobra. Algeng mótíf hjá McKenna hafa verið gluggar og opnar dyr sem sýna rými inn í myndflötinn og vísar til hugmyndar um að málverk sé „gluggi“, þ.e. mynd. Hann er jafn- framt þekktur fyrir að hafa göðsögu- legar tilvísanir. Man ég t.d. eftir um- fjöllun um uppstillingar eftir listamanninn sem gagnrýnandi kall- aði „goðsagnakenndar uppstillingar“ sökum táknfræðinnar sem hlutirnir höfðu í för með sér. Nokkur verk Ninu Tang hjá Sæv- ari Karli hafa líka goðsögulega tilvís- un, t.d. verk eins og „Engill“ og „Vængjaður hestur“, en yfirgnæf- andi meirihlutinn af verkunum er hlutir, s.s. blóm, blómavasar og kjól- ar sem eru hlutlausir á myndfletin- um, þ.e. þeir forma myndflötinn án nokkurra sérstakra frásagna og ekki er að sjá neina sérstaka táknfræði hlutanna nema þá að hún sé persónu- legs eðlis fyrir listakonuna. Einkenn- andi áhrif sem Daniels og Dumas hafa haft á sér yngri málara í Hol- landi eru að litir eru jafnan gegnsæir og málverkið er eins og óklárað, þ.e. að maður hefur á tilfinningunni að þau byrji hvert málverk sem beint áframhald af því síðasta. Þannig eru einmitt verk Nini Tang. Alls eru þetta 45 málverk, unnin á hráan striga sem er svo negldur beint á vegginn án blindramma og stillt sam- an með tilliti til sýningarrýmisins. Saman skapa málverkin svo ágæta heildarmynd. Verk Stephens McKenna í Galleríi Gangi eru átta talsins og er hvert þeirra einstakur myndheimur út af fyrir sig, gluggi, eins og áður sagði, hvort sem um olíu- mynd, vatnslitamynd eða kolteikn- ingu er að ræða. Lithvörf Það hefði vissulega verið ánægju- legra að sjá stærri sýningu á verkum McKenna en í Galleríi Gangi, en það er þannig með ganginn að smæðin auðveldar umsjónarmanni gallerís- ins, Helga Þorgils Friðjónssyni list- málara, að fá erlenda listamenn til að sýna og að senda verk án tilkostn- aðar. Helgi hefur kynnt mikið af al- þjóðlegum myndlistarmönnum í sínu litla heimagalleríi og þar á meðal sýndi breski listamaðurinn Adam Barker-Mill í fyrsta sinn á Íslandi í ganginum árið 1987, fjórum árum eftir að hann hóf myndlistarferil sinn, en hann starfaði áður sem ljósamað- ur í kvikmyndum. Um þetta leyti var athygli myndlistarheimsins að hverfa frá nýja málverkinu og beinast að nýrri geómetrískri og mínimalískri list, svokölluðu „Neo geo“, og þá listamönnum eins og John Armleder, Helmut Federle og Gerwald Roc- kenschaub, allt listamenn sem hafa sýnt í Galleríi Gangi. Þessi bylgja féll undir póstmóderníska umræðu, en munurinn sem listspekúlantar fundu á verkum þessara listamanna og þeirra sem eldri voru, eins og með- lima de Stijl-hópsins og Bauhaus, var að neo geo-listamenn gengu í smiðju fyrirrennara sinna en litu á eigin verk sem skreytilist (ornament) á meðan de Stijl- og Bauhaus-meðlimir höfðu háleitar og útópískar hug- myndir um myndlistina. Hún stóð fyrir samfélagslegar breytingar og þarna er kannski einn munur á að standa fyrir málefni eða ekki, eins og segir í áðurnefndri grein Donalds Judds. Pétur Arason, forstöðumaður Safns, komst í kynni við Adam Bar- ker-Mill þegar hann sýndi í Galleríi Gangi 1987 og keypti verk á sýning- unni sem hefur verið til sýnis í Safni síðan það var opnað í vor. Nú hefur hann boðið Barker-Mill að sýna ný verk í Safni. Sýningin nefnist „Litir“ og byggist á samspili ljóss og rýmis. Annars vegar eru það nokkrir smá- skúlptúrar sem stillt er upp á ólíkum stöðum í húsinu og taka inn ytra ljós og breytist þá grátónaskali eftir birt- umagninu. Hins vegar er það rým- isverk á annarri hæð safnsins þar sem herbergi er skipt í tvennt með fölskum vegg með hringlaga gati í miðjunni og sitt hvorum megin við vegginn lýsa tölvustýrðir litkastarar sem breyta litrófinu hægt og bítandi. Það má vel tengja verkið við margt innan mínimalismans, en ég sé hvað mestan skyldleika við verk Josef Al- bers, sem var einn af Bauhaus-lista- mönnunum í Þýskalandi. Albers flutti til Bandaríkjanna eftir yfirtöku nasista og hóf rannsóknir á samspili lita og forms í verkum sem hann nefndi „Virðingarvottur til fernings- ins“ (Homage to the Squair). Geta gestir Safns skoðað nokkur þrykk eftir Albers einmitt við stigaganginn áður en gengið er upp á aðra hæðina þar sem rýmisverk Barker-Mills er til sýnis. Albers nálgaðist myndverk sín á vísindalegan hátt og gekk út frá Gestalt-fræðum þar sem fegurð er ekki tjáning tilfinninga heldur er hún til staðar í grunnformunum. Í þess- um verkum rannsakaði Albers hinar sjónrænu skynvillur sem ólíkir litir skapa saman. Rýmisverk Barkers- Mills er að mörgu leyti framhald af þessum rannsóknum Albers þar sem áhorfandi situr í rýminu og horfir á litrófið og skynjun sína breytast, allt eftir því hvaða litir lenda saman. Í sumum tilfellum virðist hringformið vera efniskennt eins og flauel, í öðr- um tilfellum virðist það svífa frá veggnum. Þetta er reglulega vel út- fært hjá listamanninum og áhrifin jafn breytileg og sjálft litrófið. YNDLIST Gallerí Gangur MÁLVERK OG TEIKNINGAR STEPHEN MCKENNA Opið eftir samkomulagi. Sýningu lýkur 16. nóvember. Gallerí Sævars Karls MÁLVERK NINI TANG Opið á verslunartíma. Sýningu lýkur 20. nóvember. Safn RÝMISINNSETNING OG SKÚLPTÚRAR ADAM BARKER-MILL Opið miðvikudaga–föstudaga frá 14–18, laugardaga og sunnudaga frá 14–17. Sýningin stendur til mars 2004. Skynvillur og goðsögulegar vísanir „Kjóll“ eftir Nini Tang á sýning- unni í Galleríi Sævars Karls. Teikning eftir Stephen McKenna í Galleríi Gangi. Jón B.K. Ransu „Litir“ Adams Barkers-Mills í Safni. GUÐRÚN Kristjánsdóttir hef- ur verið ráðin í starf kynning- arstjóra Listahátíðar í Reykja- vík. Guðrún er með BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Ís- lands. Hún hefur verið ritstjóri Helgarpóstsins og Mannlífs, að- stoðarritstjóri Pressunnar og starfað sem blaðamaður á Dag- blaðinu Vísi, Alþýðublaðinu og Pressunni. Síðustu þrjú ár hefur Guðrún verið framkvæmda- stjóri Hafnarfjarðarleikhússins og jafnframt hefur hún verið framkvæmda- og kynningar- stjóri Sellófon-sýningar Bjarkar Jakobsdóttur. Nýr kynn- ingarstjóri Listahátíðar Guðrún Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.