Morgunblaðið - 13.11.2003, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 13.11.2003, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ALLT stefnir í það að tveir stóðhestar muni ná því einstæða marki að fylja hvor um sig um eða yfir eitt hundrað hryssur á árinu. Eru það feðgarnir Orri frá Þúfu og sonur hans Þristur frá Feti en eftir því sem næst verður komist hafa stóðhestar ekki náð að fylja svo margar hryssur á einu ári. En þeir stóðu ekki einir að málum því báðir voru þeir á Sæðingastöðinni í Gunnarsholti fram í miðjan júlí en eftir það með hryssurnar í girðingum hjá sér. Alls voru sæddar 192 hryssur í Gunn- arsholti í vor og sumar og áttu þeir feðgar þar drjúgan hlut að máli. Eigendum Orra var heimilt að koma með 120 hryssur en Þristur þurfti að taka á móti 10 hryssum. Ekki nýttu allir eig- endur Orra sér rýmkaðar heimildir og er áætlað að rúmlega fimmtán tollar undir hestinn hafi ekki verið nýttir. Folatollar undir Orra hafa verið seldir á 350 þúsund krónur og má því ætla að verðmæti þess- ara ónotuðu tolla sé í kringum fimm til sex milljónir króna. Orri frá Þúfu er mikill yfirburðahestur í íslenskri hrossarækt, ekki einungis í erfð- um hæfileika og sköpulags heldur er hann frjósamur sjálfur og á það einnig við um marga syni hans. Tveir stóðhestar fylja yfir hundrað hryssur TVEIR Íslendingar voru með í för þegar Boeing 747-þota breska flug- félagsins British Airways nauðlenti í Las Vegas í gærmorgun. Þotunni var lent í skyndi eftir að reykur myndaðist í stjórnklefa hennar. Um borð í vélinni voru 251 farþegi og 15 manna áhöfn. Engan sakaði og ekki reyndist um neinn eld að ræða. Þotan var á leið frá Los Angeles til London er atvikið átti sér stað. Bandaríska flugmálastjórnin hóf þegar rann- sókn málsins. Íslendingarnir tveir, Sveinn Akerlie og Helgi Már Erlingsson, starfsmenn fyrirtækisins X-lausn- ir, segja áhöfn vélarinnar hafa stað- ið einkar vel að því að halda farþeg- um rólegum, sérstaklega hafi framkoma flugmannanna verið af- ar fagmannleg og laus við allt fát. Að sögn Sveins fór vélin í loftið frá alþjóðaflugvellinum í Los Ang- eles kl. níu í gærkvöld að staðar- tíma, kl. sex í morgun að ísl. tíma. Ráðgerður flugtími til Lundúna var rétt tæpar tíu klukkustundir. Þeg- ar flugvélin var komin í þrettán þúsund feta hæð hætti hún að hækka flugið en flugstjórinn til- kynnti að stefnunni hefði verið breytt og flogið yrði til Las Vegas en af öryggisástæðum ætluðu þeir að láta kanna þar einhver tæknileg vandamál um borð. Síðan var hringsólað í 30–45 mínútur yfir borginni og lent við mikinn viðbún- að slökkvi- og sjúkraliðs. Rétt fyrir lendingu sagði flugstjórinn farþeg- um hver ástæða breyttrar áætlun- ar væri. Kliður fór um vélina en flugliðar fengu fólk til að halda ró sinni. Sveinn segir að þeir félagar hafi fundið torkennilega lykt, líkt og af ofhitnuðum rafmagnsvírum, um það leyti sem flugvélin lenti en þeir voru aftarlega í henni, í fimmtug- ustu sætaröð. Eftir lendingu var þotunni ekið á afskekkt svæði á McCarran-flug- vellinum og farþegum hleypt frá borði. Skyndiskoðun leiddi í ljós að hvergi væri eldur laus en ákveðið var að grandskoða vélina. Þeir Sveinn og Helgi héldu áfram för sinni til London um sjö- leytið í gærkvöld að íslenskum tíma. Tveir Íslendingar um borð í þotu sem nauðlenti í Las Vegas Áhöfnin stóð sig vel í að halda farþegum rólegum HEIMSKAUTSNÓTTIN er svo löng í Grímsey að menn fundu upp langdreginn leik, sagði velgjörð- armaður Grímseyinga dr. Daníel Willard Fiske um tafláhuga eyjarskeggja. Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, vinur Gríms- eyjar, kom heldur betur færandi hendi á „annan í Fiske-afmæli“. Ekki hafði verið hægt að fljúga út á sjálfan Fiske-afmælisdaginn, 11. nóvember, sem er þjóðhátíðardagur Grímseyinga og fagnað árvisst með miklum glæsibrag og góðum veitingum. En Halldór lét það ekki aftra sér frá því að færa Gríms- eyingum – vinum sínum – stórmerka gjöf. Gjöfina skyldu þeir fá. Því þarna var komið eitt af taflborðum þeim er Fiske hafði sent til eyjarinnar um aldamótin 1900 og allir taflmennirnir með. Halldór sagði það gamalt fyrirheit þeirra Sveins Snorrasonar lögfræðings, eiganda Fiske-taflsins, frá því Halldór starfaði sem samgönguráðherra, að færa Grímseyingum taflið. Halldór sagði m.a. frá því að er Fiske hefði verið spurður um væntumþykju sína til Grímseyjar og Grímseyinga hefði hann svarað: „Mér þykir merkilegt, að svo vandasamur og flókinn leikur skuli leikinn af svo mikilli leikni, af svo fáum mönn- um, á svo afskekktum stað.“ Morgunblaðið/Helga Mattína Halldór Blöndal, forseti Alþingis, heilsar Gylfa Gunnarssyni, útgerðarmanni í Grímsey, yfir taflborðið. Fiske-taflborð komið í hald Grímsey. Morgunblaðið. MIÐAÐ við núverandi tækni er ekki pláss fyrir fleiri sjónvarpsstöðvar, sem dreifa dagskrá sinni hliðrænt um loftið, á suðvesturhorni landsins. Norðurljós ráða yfir flestum sjón- varps- og hljóðvarpstíðnum á þessu svæði, sem útdeilt er af Póst- og fjar- skiptastofnun að fengnu leyfi frá út- varpsréttarnefnd. Yfirmaður tækni- deildar Norðurljósa segir erfitt að taka þessar rásir af Norðurljósum nema bætur komi fyrir. Þær séu líka stoðirnar undir rekstri fyrirtækisins og nýtingarréttur hafi myndast með notkun rásanna undanfarin ár. Með tilkomu stafrænna útsend- inga fjölgar tíðnum til útsendinga á núverandi rásum. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar telur ekki tíma- bært að bjóða út nýjar nýtanlegar tíðnir. Hann vill ekki svara því hvort t.d. Norðurljós, sem hafi hingað til nýtt rásirnar, eigi tilkall til nýju tíðn- anna. Bendir hann á þá almennu reglu að enginn eigi þessar tíðnir heldur hafi heimild til að nota þær í ákveðinn tíma og í ákveðnum til- gangi. Sú heimild sé ekki framselj- anleg. Yfirmaður Norðurljósa segir fyrirtækið hafa áunnið sér rétt til að nota sjónvarpsrásirnar og ætlist til að fá viðbótarrásir til afnota verði gefið leyfi til stafrænna útsendinga. Erfitt að taka rásirn- ar af nema bætur komi í staðinn  Viðskipti/6 HAGNAÐUR samstæðu Landssíma Íslands hf. fyrstu níu mánuði ársins nam 1.615 milljónum króna saman- borið við 1.779 milljónir króna fyrir sama tímabil í fyrra. Helsti munur á milli ára er að fjármagnsliðir eru á tímabilinu neikvæðir um 170 millj- ónir en voru jákvæðir um 184 millj- ónir króna fyrir sama tímabil á síð- asta ári. Rekstrartekjur félagsins aukast um 212 milljónir, úr 13.511 milljón- um í 13.723 milljónir króna en rekstrargjöld aukast um 2 milljónir, úr 8.230 milljónum í 8.232 milljónir króna ef borið er saman við sama tímabil á síðasta ári. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir, fjármunaliði og skatta (EBITDA) eykst um 210 milljónir króna á tímabilinu, er 5.491 milljón króna samanborið við 5.281 milljón fyrir sama tímabil í fyrra, eða 40% af rekstrartekjum. Arðsemi eiginfjár er 14,6% en var 16,6% á sama tímabili í fyrra. Eig- infjárhlutfall félagsins er 54% sam- anborið við 51% í árslok 2002. Framkomin áhrif vegna auðgun- arbrots hjá félaginu, 261 milljón króna, hafa verið metin við gerð árs- hlutareikningsins, eins og fram kom í fréttatilkynningu félagsins frá 6 mánaða árshlutauppgjöri. Hagnaður Símans 1.615 milljónir ÓVENJUMIKIÐ var um innbrot í Reykjavík í gær, en á tímabilinu 7 til 13.30 höfðu átta innbrot verið til- kynnt til lögreglunnar. Samsvarar þessi fjöldi því að eitt innbrot hafi verið framið á klukkutíma fresti og ríflega það. Brotist hafði verið inn í bifreiðir og geymslur þar sem stolið var hljómflutningstækjum, geisla- diskum, verkfærum og öðrum verð- mætum. Málin eru í rannsókn hjá lögreglu. Innbrot á klukkutíma frestiHLUTFALL jákvæðra kamfýló-bakter-sýna hefur aukist um allt að helming síðan í fyrra, samkvæmt niðurstöðum í eftirlitsverkefni Um- hverfisstofnunar og heilbrigðis- eftirlits sveitarfélaga sem komu út í gær. Tekin voru 43 sýni af ferskum kjúklingum á markaði í ágúst og september og reyndust 14 sýni menguð af kamfýlóbakter, eða um 32,6%. Einungis eitt frosið sýni af þeim 17 sem tekin voru var kam- fýlóbakter-mengað, eða um 5,9%. Alls voru 15 sýni af 64 kamfýló- bakter-menguð, eða tæp 23%. Eng- in salmonella greindist í sýnunum. Þrjú af sex sýnum frá Íslands- fugli innihéldu kamfýlóbakter, fimm af 18 sýnum frá Ferskum kjúklingum og sjö af 20 sýnum frá Reykjagarði. Umhverfisstofnun segir að þótt hlutfall jákvæðra kamfýlóbakter- sýna á markaði aukist milli ára um allt að helming, sé það helmingi minna en árið 1999. Af 64 sýnum sem tekin voru voru 38 ýmist með rangt eða ekki með númer sem notað er til þess að rekja uppruna framleiðslunnar, segir ennfremur í skýrslu um verk- efnið. „Nauðsynlegt er að rekjanleika- númerið skili sér til þess að hægt sé að rekja kjúklinginn til framleið- andans. Með slíkum rekjanleika er hægt meðal annars að sjá hvort frystir kjúklingar séu seldir sem ferskir, hvort jákvæðir kjúklingar hafi greinst jákvæðir í slátrun og/ eða eldi og svo framvegis,“ segir Umhverfisstofnun. Helmings aukning á kamfýlóbakter milli ára  32% kjúklinga/24 ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.