Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 311. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Tímarit Morgunblaðsins NÝTT TÍMARIT FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG AÐ MINNSTA kosti 17 manns biðu bana og um það bil 150 særð- ust í tveimur sprengjutilræðum sem beindust að samkunduhúsum gyðinga í miðborg Istanbúl í gær- morgun. Abdullah Gul, utanríkis- ráðherra Tyrklands, kvaðst telja að alþjóðleg hryðjuverkasamtök, hugsanlega al-Qaeda, væru viðrið- in tilræðin. Mannfallið var mest við stærsta samkunduhús gyðinga í Tyrklandi, Neve Shalom, þar sem gyðingar voru á bæn þegar sprengingin varð. Framhlið hússins eyðilagðist og stór gígur myndaðist fyrir framan það. Um sama leyti varð sprenging nálægt öðru samkunduhúsi gyð- inga í nálægu hverfi. Al-Qaeda að verki? Fréttastofan Anatolia sagði að óþekktur maður hefði hringt og sagt að hreyfingin IBDA-C, „Ísl- ömsk fylking árásarmanna hinna miklu Austurlanda“, hefði staðið fyrir tilræðunum. „Markmið okkar er að stöðva kúgunina á múslím- um,“ sagði hann. „Við ætlum að halda baráttunni áfram.“ Hreyfingin hefur staðið fyrir árásum á bari, dansstaði og kirkjur í Tyrklandi frá 1993. Abdulkadir Aksu, innanríkisráð- herra Tyrklands, tók þó ekki mark á þeim sem hringdi og sagði að engin hreyfing hefði lýst tilræðun- um á hendur sér. „Við útilokum enga möguleika, meðal annars þann að al-Qaeda hafi verið að verki,“ sagði hann. Abdullah Gul utanríkisráðherra tók í sama streng og kvaðst telja að árásarmennirnir tengdust alþjóð- legum hryðjuverkasamtökum á borð við al-Qaeda. Silvan Shalom, utanríkisráð- herra Ísraels, sagði að hryðjuverk- in í miðborg Istanbúl sýndu að þjóðir heims yrðu að taka höndum saman og berjast gegn „öflum hins illa“. Tyrkneskar sjónvarpsstöðvar sýndu myndir af fólki sem missti hendur og fætur í tilræðunum, brunnum bílum og blóðpollum á götunum. Rúður brotnuðu í tugum nálægra bygginga og tyrkneskt fréttasjónvarp CNN sagði að nokkrir íbúar í byggingum í allt að 30 metra fjarlægð frá stærra sam- kunduhúsinu hefðu látið lífið eða særst. „Við heyrðum ærandi spreng- ingu. Rafmagnið fór síðan af og al- gjör glundroði var á götunum,“ sagði einn íbúanna. Sprengjuárás var gerð á stærra samkunduhúsið, Neve Shalom, ár- ið 1986 og 22 manns létu þá lífið. Herskáum Palestínumönnum var kennt um árásina. Mannskæðar árásir á samkunduhús gyðinga Talið að alþjóð- leg hryðjuverka- samtök séu við- riðin tilræðin í Istanbúl Reuters Lögreglu- og björgunarmenn að störfum við samkunduhús gyðinga í Istanbúl eftir að bíll var þar sprengdur í loft upp í gær. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið og um 150 særðust í tveimur sprengjutilræðum í borginni. Istanbúl. AFP.UM 60 af hundraði hunda í dönskum borg- um og bæjum eru of feitir og þess vegna hefur verið komið upp líkamsræktarstöð fyrir þá á dýrasjúkrahúsi í Kaupmanna- höfn, að sögn danska dagblaðsins Berl- ingske Tidende í gær. Eftir stutt steypibað eru hundarnir sett- ir í tóman glertank með hlaupabretti á botninum. Brettið færist hægt í fyrstu meðan dælt er 28 gráða heitu vatni í tank- inn. Hægt er að stilla hlaupabrettið á allt að 30 km hraða á klst. en gert er ráð fyrir því að hraðinn verði yfirleitt um 15 km á klst. með vaxandi mótstöðu frá vatninu. Eftir allt að tíu mínútna hlaup eru hund- arnir þurrkaðir og látnir gera teygjuæf- ingar. Líkamsrækt- arstöð fyrir feita hunda STJÓRN George W. Bush Bandaríkjafor- seta hefur samþykkt að írösk bráðabirgða- ríkisstjórn taki við völdunum í Írak næsta sumar, áður en ný stjórnarskrá tekur gildi, að sögn bandarískra fjölmiðla í gær. Paul Bremer, æðsti embættismaður Bandaríkjastjórnar í Írak, er sagður hafa skýrt forystumönnum íraska framkvæmda- ráðsins í Bagdad frá þessu í fyrrakvöld. Bandaríkjastjórn hafði áður sagt að írösk stjórn gæti ekki tekið við völdunum fyrr en ný stjórnarskrá tæki gildi og efnt yrði til kosninga. Írakar taki við næsta ár New York, Bagdad. AFP. ♦ ♦ ♦ MARGEIR Pétursson, stjórn- arformaður MP-fjárfestingar- banka, segir að það geti vissu- lega orkað nokkuð tvímælis þegar bankar fjárfesti í áhættu- sömum hlutabréfum á verð- bréfamarkaði fyrir innláns- peninga. Telur hann að þetta sé verst fyrir þá sjálfa því þeir geti misst hlutleysið sem sé svo mik- ilvægt í viðskiptabankastarf- seminni og að þeir muni sjá eftir nokkur ár að far- sælast sé að halda sig við sína hefðbundnu starfsemi. Þetta kom fram í ávarpi Margeirs þegar því var fagnað að MP-verðbréf hlaut leyfi sem fjár- festingarbanki og lánafyrirtæki. Gerði hann sam- einingar á fjármálamarkaðnum að undanförnu að umtalsefni og þær miklu umræður sem skapast hefðu um ókosti þess að vera með viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi í sama fyrirtækinu. „Það hefur m.a. verið rifjað upp að lagt var blátt bann við þessu árið 1933 í Bandaríkjunum. Hlut- verk viðskiptabanka er að taka við innlánum frá við- skiptamönnum, ábyrgjast endurgreiðslu þeirra með vöxtum og ávaxta þau með útlánum. Fjárfest- ingarbankar eru hins vegar virkir á verðbréfamark- aði, bæði fyrir eigin reikning og hönd viðskiptavina og taka samkvæmt eðli sínu talsvert meiri áhættu en viðskiptabankar. Það getur vissulega orkað nokkuð tvímælis þegar bankar eru að fjárfesta í áhættusömum hlutabréfum á verðbréfamarkaði fyrir innlánspeninga. Held ég að þetta geti verið verst fyrir þá sjálfa, því þeir geta misst hlutleysið sem er svo mikilvægt í viðskiptabankastarfseminni. Eftir nokkur ár tel ég að bankarnir muni sjá að far- sælast sé að stunda sín hefðbundnu bankaviðskipti og lifa á sínum hefðbundna vaxtamun í rólegheitum, en leita til sérhæfðra fjárfestingarbanka á borð við okkur um erfiðari málin,“ sagði Margeir meðal ann- ars. Þá kom það fram í máli Sigurðar Valtýssonar framkvæmdastjóra við þetta tækifæri að hagnaður MP-fjárfestingarbanka fyrstu níu mánuði ársins var 125 milljónir kr. og að eigið fé fjárfestingar- bankans væri rúmlega 900 milljónir króna. Stjórnarformaður MP-fjárfestingarbanka um viðskiptabanka Farsælast að stunda hefð- bundna bankastarfsemi Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.