Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Klappað og klárt Réttindi blaðbera Morgunblaðsins voru staðfest í apríl 2003 milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Samningurinn felur í sér launakjör, þungaálag, veikindarétt, orlofsrétt og uppsagnarfrest. Meðallaun blaðbera Morgunblaðsins eru 21.054 kr. á mánuði (miðað við 55 blaða hverfi). Því til viðbótar kemur þungaálag og orlof. Í hiphopinu eru margir straumarog óteljandi stefnur. Reyndarmá fullyrða að margt af þvísem þar þrífst sé alls ekki hip- hop, eða hvað á að kalla músíkanta sem rappa en graffa ekki, breika ekki og spila músík sem er ekki með neinum takti, eða í það minnsta ekki takti sem hægt er að hreyfa sig eft- ir? Þessi lýsing á ágætlega við nýja skífu Jonathans Wolfs sem kallar sig why? Hann er einna þekktastur fyr- ir starf sitt með Anticon-samsteyp- unni og frægur fyrir að reyna sífellt á þanþol formsins. Erfitt hefur verið að komast yfir Anticon-skífur hér á landi, en því hefur verið kippt í lið- inn; Skífan flytur nú inn plötur frá fyrirtækinu og hafa fengist víða. why? heitir Jonathan Avram Wolf, fæddur og uppalinn í Cinc- innati, faðir hans rabbíni og móðir listakona. Þar gekk hann í skóla, reykti gras og spilaði með bílskúrs- sveitum. Sumarið áður en hann byrjaði í menntaskóla fann hann fjögurra rása upptökutæki í kjallara sýnagógu föður síns og fór í kjölfarið að gera upptökutilraunir og að rappa. Meðfram rappinu spilaði hann á trommur í ýmsum hljóm- sveitum, teiknaði sem mest hann mátti, graffaði og orti ljóð. Þess má geta að listamannsnafnið why? er fengið úr grafftaginu hans, Whyoner. 1997 var why? kominn í listahá- skóla og kynntist þar Doseone, sem verið hefur einn helsti samstarfs- maður hans upp frá því. Þeir stofn- uðu spunasveitina Apogee með bróður why? og Mr. Dibbs, en why? hélt líka áfram að vinna einn og tók upp sína fyrstu spólu sem hann gaf út. Haustið 1998 byrjuðu þeir why? og doseone að vinna saman undir nafninu Greenthink, tóku upp og seldu frumstæðar spólur með hand- gerðum umslögum undir því nafni á Netinu. Ekki leið á löngu að Odd Nosdam slóst í hópinn og þremenn- ingarnir tóku upp tíutommurnar byltingarkenndu sem gefnar voru út undir nafninu cLOUDDEAD, sex 10" alls sem síðar voru gefnar út all- ar á einum geisladiski, lykilskífa í nútíma hiphopi. Þeir félagar hættu námi um líkt leyti og 10" komu út og why? og Odd Nosdam tóku að vinna saman sem Reaching Quiet, gáfu út plötuna In the Shadow of the Living Room und- ir því nafni, en í kjölfarið fluttist why? til Oakland í Kaliforníu, þar sem hann gekk til liðs við Anticon- gengið, þar sem hann hefur ekki síst unnið sér gott orð sem upp- tökustjóri. Líkt og fleiri Anticon-félagar seg- ist why? snemma hafa fengið sig fullsaddan á sölu- og yfirborðs- mennskunni sem einkennir rapp- útgáfu ekki síður en popp og rokk, en eins og nafn félagsskaparins og útgáfunnar bendir til, Anti-Con, and-prettir, er það einmitt helsta hlutverk hennar að berjast gegn slíku, hafa einlægni og heiðarleika að leiðarljósi. why? hefur tekið upp með ýmsum tónlistarmönnum, Hood, Fog, Boom Bip, Jel og Sole, aukinheldur sem hann hefur sent frá sér plötur undir eigin nafni, gaf út stuttskífuna Miss Ohio’s Nameless fyrr á árinu og átti helming af plötu á móti Odd Nosdam, Split EP. Eftir að hafa hlustað á þær skífur mátti svo sem búast við að fyrsta stóra sólóplatan yrði nýstárleg, en fæstir hafa þó væntanlega búist við öðru eins og er að finna á Oaklanda- zulasylum. Á plötunni leikur why? sér með ótrúlegustu form, sönglar og syngur, raular og rappar en tón- listin er ekki eiginleg lög, bútasaum- ur úr efnivið sem á annars ekki sam- an, raftónlist rennur saman við rokk, við popp, við hiphop, við óhljóð – plata sem stenst samanburð við cLOUDDEAD sem verður að teljast býsna vel af sér vikið. Ekki fer á milli mála að mikið er lagt í upptök- urnar, það sem hljómar eins og hræðilegt slys í hljóðverinu er út- pælt og fínpússað, enda tók það hann tvö ár að taka plötuna upp, reyndar jafnan unnið í hjáverkum. Why? kallar tónlistina ekki hip- hop sjálfur, segir að þetta sé einfald- lega heiðarleg tónlist, en þeir fé- lagar hans sem taka þátt í að flytja lögin á tónleikum hafa sinn merki- miða yfir músíkina: folk-hop, sem er ekki galin lýsing. Eins og getið er í upphafi fást Anticon-skífur nú hér á landi og ástæða til að vekja athygli manna á nýjum plötum frá útgáfunni til við- bótar við Oaklandazulasylum, stutt- skífunum Split EP með why? og Odd Nosdam og The Early Whitey, stuttskífu með einu besta laginu af Oaklandazulasylum og fimm nýjum lögum í kaupbæti. Til viðbótar við það má nefna nýja tólftommu/stuttskífu með Sole, Plut- onium, en á henni er eitt ágætasta lagið af þeirri frábæru plötu Sole Selling Live Water endurgert af Alias, Odd Nosdam vélar um titillag stóru plötunnar, Selling Live Water, og nýtt Sole-lag, The Surface, er einnig á skífunni. Til viðbótar er svo undirleikurinn úr endurgerðunum af Plutonium og Selling Live Water og eitt lag til sem taktasafn af Selling Live Water. Einnig var Bottle of Humans, fyrsta breiðskífa Sole sem kom út 2000, endurútgefin, en það hefur verið erfitt að komast yfir hana. Þeir Doseone og Jel hana unnið saman undir nafninu Themselves og sendu frá sér skemmtilega skífu, The No Music, fyrir ári. Í sumar endurunnu þeira hana svo með tólf gestum, tálguðu burt allan óþarfa og tættu niður í frumhljóð áður en lögin voru sett saman aftur. Endurgerðin kallast The No Music of Aiffs, en meðal gesta á henni eru Hrvatski, why?, Hood, alias, A Grape Dope, Fog, odd nosdam og The Notwist, en Themselves eiga eitt nýtt lag á plötunni. Einnig er vert að geta um nýja sólóskífu Martins Dosh, trommu- og hljómborðsleikara Fog, sem hann kallar einfaldlega Dosh og að lokum má tína til sólóskífu Ocd Nosdam, No More Wig for Ohio, prýðisplata. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Heiðarleg tónlist Why? og félagar hans í Anticon-genginu eru að finna upp nýjar gerðir tónlistar, brjóta upp við- urkennd form og skapa eitthvað nýtt. Dæmi um það er á Oaklandazuolasylum, nýrri plötu why? sem kom út fyrir stuttu. SAGAN um stúlkuna Elínu, sem sögð er í þessari áferðarfallegu kvik- mynd, er saga hversdagshetjunnar. Elína litla er að vaxa úr grasi í litlum bæ í Norður-Svíþjóð um miðja öldina og má glíma við fátækt og fordóma, enda tilheyrir hún minnihlutahópi finnskumælandi fólks í Svíþjóð. Í skólanum finnur hún einkum fyrir þessum fordómum, en ólíkt systur sinni neitar hún að leiða slíkt rang- læti hjá sér. Er það einkum yfir- kennslukonan Hólm sem lætur finnskumælandi börnin finna að þau séu ekki vel liðin, og gengur hart fram í að kenna þeim sænsku og inn- prenta í nemendur aga og hlýðni. Kvikmyndin lýsir síðan viðureign Elínu við ofríki kennslukonunnar, þar sem stúlkan smám saman sýnir þeim sem í kringum hana eru að for- dómar og mismunun eru aldrei rétt- lætanleg. Þessi einfalda saga fær aukinn styrk í gegnum frammistöðu leikaranna, einkum hinnar ungu Natalie Minnevik sem leikur Elínu og Bibi Andersson sem fer með hlut- verk hinnar stífu en þó ekki alslæmu kennslukonu. Næm kvikmyndatak- an kallast síðan á við tilfinningalega undiröldu sögunnar, en í gegnum erfiðleikana í samskiptum við yfir- boðara sína glímir Elína jafnframt við sorg og flóknar tilfinningar eftir að hafa misst föður sinn. Elína er sterk og eftirminnileg þroskasaga. Uppreisn Elínu KVIKMYNDIR Regnboginn – sænsk kvik- myndahátíð Leikstjórn: Klaus Harö. Aðalhlutverk: Natalie Minnevik, Bibi Andersson, Marjaana Maijala. Lengd: 77 mín. Svíþjóð, 2002. Elína – eins og ég væri ekki til / Elina – som om jag inte fanns  Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.