Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 23 HJÓN frá Síberíu komu hingað til lands snemma á árinu til að taka þátt í undirbúningi ráðstefnu um upplýsinga- og samgöngutækni á norðurslóðum, sem fram fór á Ak- ureyri seint í október. Þau segja margt sameiginlegt með Íslend- ingum og íbúum á sínum heimaslóð- um. Dr. Vladimir Vasiliec og Yana Alexandrova eru frá Sakha- lýðveldinu í Jakútíu í Rússlandi, þar sem þau vinna fyrir Alþjóðasamtök fylkja og landsvæða á norðurhveli (the Northern Forum). Þeim var boðið að koma hingað til lands til að vinna með Íslendingum, sem fara með formennsku í Norðurskauts- ráðinu um þessar mundir, til að vinna að undirbúningi ráðstefnu um upplýsinga- og samskiptatækni í tengslum við nám og læknisstörf á norðurslóðum. „Við komum til landsins snemma í febrúar á þessu ári og höfum verið að vinna að undirbúningi ráðstefn- unnar á Akureyri. Starfið fólst mikið í því að finna ræðumenn fyrir ráð- stefnuna, sem var mikið verk. Við þurftum að hafa samband við sér- fræðinga frá norðlægum háskólum í þeim málum sem átti að ræða á ráð- stefnunni,“ segir Yana. Ráðstefnan fjallaði um fjarlækn- ingar og fjarnám, en hvort tveggja er mjög mikilvægt fyrir afskekktar byggðir á norðurslóðum. „Þarna getur tæknin tengt litla heilsugæslu- stöð við stór sjúkrahús sem hafa allt til alls, þá geta sérfræðingar að- stoðað lækna á landsbyggðinni ef upp koma tilvik sem þeir þekkja ekki nógu vel, og jafnvel er hægt að gera aðgerðir með aðstoð þessarar tækni.“ Yana nefnir sem dæmi að það sé sex tíma flug frá heimabæ sínum í Sakha-lýðveldinu til Moskvu svo það spari mikinn tíma og peninga ef það er hægt að veita sjúklingum meðferð á heimaslóðum í stað þess að senda þá til Moskvu. Sterkar hefðir Yana og Vladimir ferðuðust tals- vert um Ísland yfir sumarmánuðina. „Við vorum stórhrifin af landslaginu. Landið er lítið en landslagið er mjög mismunandi eftir landshlutum. Svo vorum við svo heppin að sjá hvali. Við fórum í hvalaskoðun frá Ólafsvík og sáum háhyrninga, hnúfubaka, höfrunga og hrefnur,“ segir Yana. Þó að þau viðurkenni að margt sé mismunandi í menningu Íslands og í Sakha-lýðveldinu eru Yana og Vlad- imir sammála um að það sé einnig margt sem þjóðirnar eiga sameig- inlegt. „Hér eru mjög sterkar hefðir, alveg eins og heima, við höldum mik- ið í fortíðina, en á meðan þið gerið það í gegnum gömlu sögurnar ger- um við það í gegnum munnlega geymd, okkar sögur hafa bara ný- lega komist á prent,“ segir Vladimir. Svo er líka mikill munur á lönd- unum, segir Yana, og bendir á að Ís- land sé lengra komið í notkun tækni, og segir það hafa komið sér á óvart hversu mikið var hægt að gera frá skrifborðinu hér á Íslandi sem þurfti að ganga á milli manna til að koma í verk í Sakha-lýðveldinu. Yana og Vladimir segjast mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna hér á landi, og segjast ekki hafa mætt neinu nema hlýhug og hjálpsemi. Einnig kváðust þau þakklát fyrir stuðninginn sem héðan barst fyrir tveimur árum þegar mik- il flóð dundu yfir í heimahéraði þeirra. Margt sameiginlegt með Ís- lendingum og íbúum Síberíu Morgunblaðið/Þorkell Yana og Vladimir segja það mikla lífsreynslu að vinna hér á landi. UM hundrað manns, heimamenn og fjöldi aðkomumanna, mætti til kynn- ingarfundar Landsvirkjunar og RARIK um Skaftárveitu og virkj- anahugmyndir í Skaftá og Hólmsá sem haldinn var í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri á þriðjudagskvöld, að því er fram kem- ur á heimasíðu Skaftárhrepps. Þar kemur fram að forsvarsmenn rannsókna á svæðinu hafi skýrt fyrir fundarmönnum framgang rann- sókna og helstu niðurstöður sem fyr- ir liggja. Svavar Jónatansson, verk- fræðingur hjá Almennu verkfræði- stofunni, fór yfir rannsóknir á virkjanakostum á svæðinu milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls. Snorri P. Snorrason, jarðfræðingur, sagði frá jarðfræði á svæðinu og áhrifum aurburðar í Eldhrauni. Sig- mundur Einarsson, jarðfræðingur, skýrði frá umhverfisáhrifaþáttum hugsanlegra virkjanaframkvæmda í Skaftárhreppi. Að síðustu kynnti Sigurður Lárus Hólm, verkfræðing- ur hjá verkfræðistofunni Vatnaskil- um, rennslislíkan af Skaftá og Hverfisfljóti. Fjölmenni á kynningar- fundi um Skaftárveitu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.