Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 49 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / si a .i s / N M 0 8 5 1 6 Tölum saman fia› er ód‡rara en flú heldur! flegar flú hringir úr heimilissímanum. 15 mínútna símtal innanlands á kvöldin og um helgar kostar innan vi› 20 krónur 15 20/ kr.mín - á kvöldin og um helgar Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Vaxandi iðnfyrirtæki í plastframleiðslu óskar eftir meðeiganda og fram- kvæmdasjóra. Leitað er að manni með reynslu og hæfileikum til að stýra góðu fyrirtæki í miklum vexti. Þarf að geta lagt fram 10 m. kr. í aukið hlutafé.  Lítil verslun með raftæki o.fl. Tilvalið fyrir rafeindavirkja sem vill fara í eigin rekstur. Mikil jólavertíð framundan.  Rótgróið byggingafyrirtæki á Austurlandi í góðum rekstri. Mikil verkefni. Skipti á fasteignum koma til greina  Þekkt heildverslun með 70 m. kr. ársveltu. Mikil sérstaða.  Veitingahús í miðbænum. 120 sæti. Fullkomið eldhús og góðar innrétt- ingar.  Þekkt smurbrauðsstofa með góðum búnaði. Auðveld kaup.  Gömul og þekkt bátasmiðja með 6 starfsmenn. Mikil verkefni og góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings hvert á land sem er.  Þekkt barnafataverslun í Kringlunni. Mjög góður rekstur.  Veitinga- og skemmtistaður í miðbænum til sölu eða leigu. Gæti verið hentugt fyrir veisluþjónustur.  Lítið rótgróið iðnfyrirtæki sem framleiðir plastglugga, hurðir og sólstofur. Góð verkefnastaða. Gæti hentað til flutnings út á land.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Tveir tælenskir skyndibitastaðir ásamt ísbúð. Mikil velta og ört vaxandi.  Foldaskáli, Grafarvogi. Söluturn í sérflokki með myndbönd, grill og ís. Stöðug velta og góð afkoma  Raftækjaverslunin Suðurveri auk heildverslunar. Rótgróið fyrirtæki með ágæt umboð. Miklir framtíðarmöguleikar.  Lítil sérverslun með fatnað í mjög góðu húsnæði við Laugaveg. Þekkt umboð.  Ein besta lúgusjoppa landsins. Mikil sala í grilli. Góður hagnaður.  Tveir pizza „take-out“-staðir úr stórri keðju. Vel staðsettir með öllum búnaði.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  L.A Café Laugavegi. Góður matsölu- og skemmtistaður með 100 sæt- um. Löng og góð rekstrarsaga.  Bílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað.  Glæsileg tískuvöruverslun í stórri verslunarmiðstöð. Góð viðskiptasam- bönd. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 #29 SVARTAR STRENDUR ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR Skrifstofuskilrúm Til sölu notuð Vista skrifstofuskilrúm frá Pennanum. Litur blár, hæð einingar 175 cm og breidd 80 cm. Upplýsingar í síma 575 1838. Í Túnis bíða þín ekki aðeins góðir golfvellir og þægilegt loftslag. Saga landsins, menning og staðsetning við Miðjarðarhafsströndina, gera Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar Brottför 20. febrúar: Verð kr. 135.500 á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus Brottför 23. apríl: Verð kr. 144.500 á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum, ein skoðunarferð. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is GUÐRÚN Jóhannsdóttir, Sólheim- um, Dalabyggð, ásakar mig í bréfi til mín 6.11. fyrir að slíta orð og setningar úr samhengi í bréfi henn- ar til mín, frá 25.10. Hafi ég gert það er það vegna þess hvernig það var uppsett og hvernig bréfritari fór samhengislaust úr einu í annað. Vegna plássleysis get ég ekki end- urtekið þessi dæmi en bendi á bréf mitt frá 30.10. Þess í stað sný ég mér beint að því að koma nokkrum athugasemdum á framfæri úr þessu nýja bréfi G.J. til mín. 1. Hvar segi ég að bréfritari sé á móti kennarastéttinni? Hvergi. Ég nefndi bara að þeir ynnu hjá ríki eða bæ og þess vegna fengju þeir kaup þaðan. En bændur væru ekki í vinnu þar á bæjum og þess vegna ættu þeir ekki að fá kaup í formi styrkja, að mínu áliti. Hvorki kúa- né fjárbændur. 2. Allar upplýsingar um tekjur fjár- bænda hef ég beint úr fjölmiðlum eða úr samtölum við þá sjálfa, og af þeim upplýsingum má ætla að þeir séu undir skattleysismörk- um. Það er lélegt kaup sem staf- ar kannski af því að aðrir pen- ingar sem renna til búsins breytast í eignir og rétt er það að stóreignamenn borga mikla eignaskatta. Það er reglan. 3. 25.10. segist bréfritari fá „um það bil“, eins og hann tekur til orða um tölu sem er mjög nákvæm, 3.263 kr. fyrir „skrokkinn“. Hvað er sá skrokkur þungur? Þó ekki eitt ærgildi sem er 18,6 kg? 4. Hvernig í ósköpunum átti ég að taka til mín „háskólaskensið“ þar sem ég er ekki einu sinni há- skólagengin? Eru allar upplýs- ingar bréfritara svona áreiðan- legar? 5. Hver hefur sagt bréfritara að ég hafi fengið reiðibréf? Eru allar hans upplýsingar svona áreiðan- legar? 6. Hvað kemur bréfritara til að halda að „nógu margir“ séu búnir að útskýra fyrir mér „ærgilda- útreikningana“? Hvaðan hefur hann þær upplýsingar? Og hvaða máli skipta þessir útreikningar í því sambandi að losa okkur, þegna landsins, við beingreiðsl- urnar sem miðast við þessi ær- gildi? Mér finnst það hárrétt ákvörðun hjá bréfritara að hætta þessum skrifum, þar sem hann hefur ná- kvæmlega ekkert til málanna að leggja annað en vafasamar athuga- semdir. Hann tekur ekkert á vanda- málunum. Sjálf á ég margt eftir ósagt varðandi umgengnina við landið og læt hvorki ósk bréfritara um að hætta að tjá skoðanir mínar, né hótanir annarra, aftra mér frá því. Ég á t.d. eftir að ræða um alfrið- un á öllu kjarri á Íslandi fyrir beit; alla þessa opnu skurði um tún, engi og meðfram vegum; veiðileyfi á roll- ur í vegköntum, á friðuðum svæðum og á ógirtum svæðum í byggð; nið- urníddar og viðhaldslausar girðing- ar og margt, margt fleira. En öll þessi atriði bíða betri tíma, fyrst eru það beingreiðslur, ofbeit, of- framleiðsla á kjöti og friðun hins villta gróðurs. Finnst bréfritara réttlátt að við, þegnar þessa lands, borgum með offramleiðslu á kjöti, borgum það svo aftur við búðarborðið og tökum þar með þátt í því, meðvitað eða ómeðvitað, að viðhalda þessum forna rétti búfénaðar að éta hinn villta gróður landsins, sem veldur síðan af- og ofbeit, gróðureyðingu og stuðlar að lokum að jarðvegseyð- ingu með aðstoð veðurs og vinda? Er eitthvert vit í þessu lengur? Er ekki tími beitarhólfa löngu kominn og það með miklu, miklu færri skepnum en nú tíðkast? Ég ráðlegg bréfritara að vanmeta ekki þögn „hins þögla meirihluta“. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi, melteigur@simnet.is Guðrúnu í Sólheimum svarað Frá Margréti Jónsdóttur á Akranesi Skottunum sem skríða að skelfum öllum þeim, upp er stillt á sama stað allt stóðið komið heim. Það skeði víst einhverntímann að svo mikill draugagangur var á bóndabæ einum á Axafjarðarheið- inni að til vandræða horfði. Þó voru húsbændur ekki tilbúnir að yfirgefa staðinn, og þar sem bærinn var þeg- ar orðinn of lítill fyrir heimafólk, þá ákvað bóndinn um leið og þurfti að stækka hvort sem var að byggja yfir draugsa. Og það er ekki að orð- lengja, draugurinn fékk herbergi út af fyrir sig sem ekkert annað var notað. Þá brá svo við að ekkert varð vart við hann, enginn heyrði neitt til hans allann tímann meðan hann hafði sitt eigið kames. En svo stækk- aði fjölskyldan og herbergið var tek- ið í notkun, þá fór allt aftur í sama farið og ekki var vært í bænum fyrir reimleikum. Hvort það var ástæðan fyrir að nú er allt þarna komið í eyði veit ekki sögumaður, og veltir ekki mikið fyrir sér, hitt er kannski áhugaverðara hvort aðstandendur draugaseturs á Stokkseyri vita eitt- hvað meira um þessa atburði og hafa þess vegna séð ástæðu til eftir grúsk að gera húsnæði þannig úr garði að villuráfandi geti átt þar athvarf, og útaf fyrir sig er það mikil kunnátta og viska að vita hvað mikið pláss hentar öllu þessu dóti, svo að ekki sé hætta að það fari allt í hár saman, ef hægt er að komast þannig að orði. Kannski var prestur hafður með til öryggis. GRÉTAR HARALDSSON, Hvolsvelli. Musteri óttans Frá Grétari Haraldssyni, Hvolsvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.