Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 27 Þetta voru síðustu orðin, sem hún sagði við mig.“ Manni kemur til Amiens Fyrstu dagar ferðarinnar voru Nonna erfiðir en dönsku sjómenn- irnir voru honum góðir og eftir fimm vikna sjóferð steig Nonni á land í Kaupmannahöfn. Þar hitti hann vin sinn Gunnar Einarsson. Þeir félagar dvöldu saman í Kaupmannahöfn í eitt ár en för þeirra til Frakklands tafðist vegna stríðs sem þá geisaði milli Frakka og Þjóðverja. Þegar stríðinu slotaði og þeir áttu að halda ferðinni áfram sneri Gunnar aftur til Íslands, en Nonni hélt til Frakk- lands og hóf nám við kaþólskan menntaskóla í Amiens. Nokkrum árum síðar kom Ár- mann „Manni“ yngri bróðir Nonna til Amiens. Þeir bræður stunduðu nám saman og gengu báðir í jesúíta- regluna. Manni lést úr berklum að- eins 23 ára gamall, þá við nám í Belgíu. Nonni var þá við störf í Dan- mörku og fékk ekki leyfi reglunnar til að vera viðstaddur jarðarför bróður síns. Það kom í hlut Nonna að flytja móður sinni fréttirnar um andlát Manna. Sigríður var þá flutt til Vesturheims þar sem hún bjó allt til dauðadags. Sigríður reyndi af öll- um mætti að hugga Nonna eftir bróðurmissinn en sína eigin sorg nefndi hún ekki á nafn. Þau minnt- ust ekki á Manna í bréfum sem þeim fóru á milli fyrr en 20 árum eftir lát Manna. Þá fékk Nonni eftirfarandi línur í bréfi frá móður sinni: Kæri Nonni minn! Fyrst núna í dag hef ég lesið til enda bréfið þitt, sem þú skrifaðir mér um lát Manna fyrir tuttugu árum. Þegar ég opnaði bréfið þá og sá, hvað í því var, gat ég ekki haldið áfram lestrinum. Ég braut bréfið saman og hef geymt það ósnert, þar til nú. Þessi kona sem hafði þolað svo margt afbar ekki að lesa um lát son- ar síns. Tvö yngstu börn hennar bjuggu nú í Kanada og dóttir henn- ar Björg hafði dáið úr berklum í Kaupmannahöfn aðeins 28 ára. Nonni bjó henni svo fjarri að hana gat ekki dreymt um að sjá hann aft- ur í lifanda lífi. En Sigríður fylgdist vel með syni sínum og hafði ástæðu til að vera stolt af honum. Góður sögumaður en slakur kennari Að loknu stúdentsprófi hafði Nonni numið guðfræði, heimspeki og bókmenntir við háskóla í Frakk- land, Belgíu, Hollandi og í Englandi þar sem hann tók prestvígslu. Hann gerðist síðan kennari við kaþólskan skóla í Danmörku og vann þar í 20 ár. Hann hélt nemendum sínum hugföngnum með sögum frá Íslandi en þótti slakur kennari. Fyrir áeggj- an nemenda og vina fer Nonni að skrifa sögurnar niður og Nonna- bækurnar verða til. Nonni hafði skrifaði greinar og sögur sem birt- ust í dönskum blöðum en það er fyrst þegar bókin Nonni kom út í Þýskalandi 1913 að frægðarsól Jóns tók að skína. Alls urðu Nonnabæk- urnar 12 og hafa vinsælustu bæk- urnar verið þýddar á yfir 30 tungu- mál, m.a. á arabísku, kínversku, japönsku, baskamál og esperanto. Nonni hafði einstaka frásagnarhæfi- leika og var eftirsóttur fyrirlesari. Hann bjó yfir mikilli málakunnáttu sem gerði honum einnig kleift að halda fyrirlestra um allan heim og alls urðu fyrirlestrarnir um 5.000 talsins. Fáir Íslendingar gera sér grein fyrir hversu þekktur Nonni var er- lendis. Bækur hans voru gefnar út í milljónum eintaka og lesnar af börn- um víðsvegar um heiminn. Sjálfur var hann óþreytandi í að segja sögur og kynna þannig landið sitt. Árang- urinn af starfi hans er óumdeilan- legur, það sést m.a. ef skoðaðar eru gestabækur Nonnahúss en tugþús- undir erlendra gesta hafa heimsótt safnið frá opnun þess árið 1957. Þar má lesa að áhugi margra gestanna á Íslandi hafi einmitt kviknað við lest- ur Nonnabókanna. Heimildir Nonni eftir Jón Sveinsson Nonni og Manni eftir Jón Sveinsson Dagbók Sveins Þórarinssonar Nonni og Nonnahús eftir Jón Hjaltason Elsta myndin sem til er af Nonna (12 ára). Hér er hann á bekkjarmynd í St. Knudsskole í Kaupmannahöfn ásamt vini sín- um Gunnari Einarssyni. Nonni er annar til hægri í neðstu röð og Gunnar stendur fyrir miðju í öftustu röð. Nonni og Halldór Laxness fyrir miðri mynd. Höfundur er safnvörður. Spirulina Töflur og duft lífrænt ræktað FRÁ Nr. 1 í Ameríku -fyrir útlitið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.