Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 41
Íslensk börn hafa verið mik-ið í umræðunni síðustudaga. Fermingarbörngengu að hvers manns dyr-um 4. nóvember og söfn-
uðu fyrir Hjálparstarf kirkj-
unnar, og á sama tíma var
landinn jafnframt að undirbúa að
setja Íslandsmet í gjafmildi, sem
kom í ljós 8. nóvember, þegar
Sjónarhóll varð formlega til,
helgaður sérstökum börnum. Og
enn hefur þessi aldurshópur ver-
ið í fjölmiðlum, og nú ekki af
góðu, því DV fór yfir um, og blað-
burðarbörn sátu eftir fátækust
allra; enginn í valdastöðu þar í
kring hafði, að því er virðist, átt-
að sig á tilvist þeirra, að gera
yrði upp við þau eins og aðra, eft-
ir ómælda vinnu, og illa borgaða
jafnan þar á ofan. Vonandi tekur
einhver á réttum stað upp hansk-
ann fyrir þessi grey, ekki seinna
en núna, og tuktar jafnframt
duglega þá aðila, sem ætluðu að
reyna að komast upp með að
snuða þau.
Víða í guðspjöllunum sést, að
Jesús var mikill barnavinur. Og
oftar en ekki lét hann þung orð
falla í garð manna, sem vildu eða
hugðu á annan veg. Í Matteusar-
guðspjalli, 18. kafla, segir t.d.:
Á þeirri stundu komu lærisveinarnir til
Jesú og spurðu: „Hver er mestur í himna-
ríki?“ Hann kallaði til sín lítið barn, setti
það meðal þeirra og sagði: „Sannlega segi
ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins
og börn, komist þér aldrei í himnaríki.
Hver sem auðmýkir sjálfan sig eins og
barn þetta, sá er mestur í himnaríki. Hver
sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni,
tekur við mér. En hverjum þeim, sem tælir
til falls einn af þessum smælingjum, sem á
mig trúa, væri betra að vera sökkt í sjáv-
ardjúp með mylnustein hengdan um háls.“
Einn af helstu kostum
barnanna, séu þau alin upp á
réttan hátt, við góða siðu, er
hjartalagið – einlægnin og sak-
leysið. Ef ekki er vel að því hlúð
og réttilega um búið, getur þó illa
farið. Þess vegna er foreldrum
nauðsynlegt að setja markið hátt
í upphafi, veita aðeins hinu besta
inn í uppeldið, því „lengi býr að
fyrstu gerð“, eins og segir í máls-
hættinum. Þetta vissi líka meist-
ari okkar og drottinn, og í því lá
áhersla hans.
Árið 1984 kom út lítil bók á
vegum Skálholtsútgáfunnar, og
bar hún yfirskriftina „Börn skrifa
Guði“. Þar er að finna margt af
því sem ég ýjaði að, og reyndar
ýmislegt fleira. Ég rakst á hana
uppi í bókahillu fyrir skemmstu
og langar að birta nokkur dæmi
úr henni, þó ekki væri nema bara
til að minna á eða ítreka, hvað
börnin geta verið stórkostleg í
hugsun, orðum og gjörðum. Eða
hversu líst fólki þetta?
Í staðin fyrir að láta menn
deyja svo þú getir búið til nýja,
hversvegna læturðu þá ekki
bara lifa sem þú hefur búið til.
JÓNa.
Góði Guð. Vertu svo góður að
búa til folald handa mér. Ég
hef aldrei beðið um neitt áður.
Þú getur bara gáð. Ella.
FrÁBÆri GUÐ fÖÐ-
UrBróÐir. GETUrðU
KENNT MÉR HverNiG Mað-
ur NÆr AF Sér MálNiNGar
KlessuM. NONNI.
KÆRi GUÐ. ÉG VIL AÐ ÞÚ
STOPPIR ALLA ASNALEGA
HLUTI SEM GERAST.
DÓRA.
Góði Guð. Mér finnt það frá-
bært að þú getir látið geymför-
in fara marga hringi í kringum
jörðina. En Guð, passaðu að
þau lendi ekki ofan á húsinu
okkar. Þín vinkona. Olga.
Góði Guð. Ég á fimm krónur
sem þú mátt gefa ein hverju
barni sem á ekki eins mikið og
ég á. Kveðjur frá Magga.
KÆRI GUÐ. PABBI MINN
ER OFSALEGA KLÁR.
HANN GETUR KANSKI
HJÁLPAÐ ÞÉR. KALLI.
KÆRI GUÐ. ÉG VAR Í
BRÚÐKAUPI ÞÚ VEIST OG
ÞAU KYSSTUST BEINT Á
MUNNINN Í MIÐRI KIRKJ-
UNNI. MÁ ÞAÐ? ÓLI.
Eitt skýið þitt var alveg eins
og framan í skrímsli. Ég var
obboslega hrædd. Aldrei gera
þetta aftur. Lofar þú. Vala.
Kæri Guð. Ertu til í alvörunni?
Sumir trúa því ekki. Ef þú ert
til í alvörunni þá verður þú að
gera eitthvað strax til að láta
þá vita strax. Hannella.
Góði Guð. Það var Hrólfur sem
braut skálina EKKI jeg. Nú
hefurðu það skriflegt. Dóra.
Góði Guð. Ég ætla verða upp-
findinga maður en ég veit bara
ekki hvað ég á að finna upp.
Karl.
Kæri Guð. Ég er búinn að lesa
allt sem skeði í gamla daga.
Þegar sólin stóð kjurr og um
Davíð og Golíat og um Davíð í
ljónagrifjunni og söguna um
Rut og þegar múrarnir í Jeríkó
hrundu. Það var sko mikið að
ske þegar þú varst ungur.
Hjartans kveðjur, Eysteinn.
KÆRI GUÐ. HVAÐAN
KEMUR ALLT FÓLKIÐ? ÉG
VONA AÐ ÞÚ VITIR ÞAÐ
BETUR EN PABBI. STEIN-
AR.
Kæri Guð. Ætlaðir þú að láta
gíraffann vera svona í laginu
eða var það kannski bara
óheppni. María.
Við lesum um það að Eddison
fann upp ljósið. Ég sem hélt að
það hafir verið þú. Anna María.
Góði Guð. Jólin eiga að koma
oftar af því að litlir krakkar
geta ekki verið góð svo lengi í
einni bunu. Berta.
Kæri Guð. Ég er einmitt að
lesa bókina eftir þig. Hún er
svolítið skemtileg. Hún heitir
Biblíjan. Bless. Maríja.
Ef svona gullkorn lífga ekki
upp á tilveruna, veit ég ekki hvað
ætti að gera það. Kappkostum nú
að rækta áfram hið góða í þeim
sem landið munu erfa. Þá er ekki
miklu að kvíða í framtíðinni.
Kæri Guð
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
„Nema þér verðið
eins og börn, komist
þér aldrei í himna-
ríki,“ sagði meist-
arinn, eftir að læri-
sveinarnir spurðu
hver væri mestur í
ríkinu bjarta. Sig-
urður Ægisson til-
einkar þessa hugvekju
vinunum litlu, sem gera
lífið margfalt gleðilegra
en það annars væri.
HUGVEKJA
Grensáskirkja. Unglingastarf 9. og 10.
bekkjar sunnudagskvöld kl. 19.30.
Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á
morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma
511 5405.
Neskirkja. Foreldramorgunn miðvikudag kl.
10-12.
Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl.
20-22 (fyrir 8.-10. bekk). Video og popp.
Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æskulýðs-
félag Árbæjarsafnaðar, með fundi í safnað-
arheimilinu.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið
er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-
17 í síma 587 9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10.
bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyr-
ir 8. bekk kl. 20.
Bessastaðasókn. Sunnudagaskólinn er í
sal Álftanesskóla kl. 11. umsjón með
sunnudagaskólanum hafa Kristjana og Ás-
geir Páll. Allir velkomnir.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag
kl. 19.30.
Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í
dag er samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdóttir
talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barna-
starf fyrir 1-6 ára og 7-12 ára börn á sam-
komutíma. Kaffi og samfélag eftir sam-
komu. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á
www.kefas.is
Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11:00,
eitthvað fyrir alla aldurshópa, létt máltíð á
vægu verði eftir samkomu, allir hjartanlega
velkomnir. Bænastund kl. 19:30. Almenn
samkoma kl. 20:00, Högni Valsson predik-
ar, vitnisburðir, lofgjörð og fyrirbænir, kaffi-
veitingar á vænu verði og samfélag á eftir í
kaffisal. Allir hjartanlega velkomnir. Sími
fyrir bænarefni 564 2355 eða vegurinn-
@vegurinn.is
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Brauðsbrotn-
ing kl. 11. Ræðumaður Vörður L.Trausta-
son. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðu-
maður Ólafur Zóphoníasson. Mikil lofgjörð í
umsjón lofgjörðarsveitar unglingastarfs
Fíladelfíu. Fyrirbænir. Allir hjartanlega vel-
komnir. Bænastundir alla virka morgna kl.
06:00. filadelfia@gospel.is - www.gospel.is
Safnaðarstarf
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson,
s. 588 4477 eða 822 8242.
Fjárfestar!
Eignir með langtímaleigusamningum
Til sölu í vesturbænum eign með 15 ára leigusamningi, traustur
leigutaki. Eignin skiptist í verslun 64,8 fm ásamt kjallara 33,3 fm,
samtals 96,9 fm. Leiga kr. 115.000 á mán.
Mögul. hagst. fjármögnun.
Til sölu á svæði 105 eign með 15 ára leigusamningi, traustur
leigutaki. Eignin er samtals 1.900 fm. Leiga kr. 2 millj.
Góðar tryggingar.
Til sölu í vesturbæ Kópavogs eign með leigusamningi til 2018,
traustur leigutaki. Eignin er samtals 370 fm. Leiga kr. 340.000
á mán. Mögul. hagst. fjármögnun.
Til sölu á svæði 105 - rétt við Höfða. Eignin er til sölu með 5 ára
leigusamningi, traustur leigutaki. Leiga kr. 700.000 á mán. Eignin er
ein sér og staðsett á mjög góðum stað með einstöku útsýni.
Eignin er á einni hæð, verið er að vinna að nýju deiliskipulagi fyrir
eignina og er þar gert ráð fyrir að byggja megi allt að 4 hæðir. Þetta
er tækifæri fyrir byggingaraðila, fjárfesta. Uppl. veitir Magnús á
skrifstofu.
FJÖLNISVEGUR - EINBÝISHÚS
Virðulegt og vandað einbýlishús á eftirsóttum
stað í Þingholtunum. Húsið er teiknað af Pétri
Ingimundarsyni árið 1929 og er 387 fm ásamt
20 fm bílskúr. Það er það í svokölluðum skip-
stjóravillustíl. Húsið er á þremur hæðum auk
rislofts og í kjallara er samþykkt íbúð með
sérinngangi. Lóðin er gríðarstór um 1020 fm
og snýr til suðurs og er aðkoma og ásýnd
hússins hin glæsilegasta. Nánari uppl. á skrif-
stofu. 2896
GENGI
GJALDMIÐLA mbl.is
Rangt föðurnafn
Föðurnafn Sveins Guðmundsonar,
forstöðumanns Blóðbankans, misrit-
aðist í frétt í blaðinu í gær. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
DREGIÐ hefur verið í spurn-
ingaleik Ferðamálaráðs Glas-
gow – Greater Glasgow and
Clyde Valley Tourist Board –
sem birtist í blaðinu „Glasgow –
uppskrift að fullkominni helg-
arferð“ sem fylgdi Morgun-
blaðinu 4. október sl.
Spurt var um nafn Glasgow-
arkitektsins sem hannaði Will-
ow Tea Rooms. Rétt svar er
Charles Rennie Mackintosh.
Dregið var úr réttum svörum
og er vinningshafi Linda M.
Stefánsdóttir, Hrísrima 33,
Reykjavík. Hún vinnur tvo
flugmiða fram og til baka til
Glasgow með Flugleiðum,
tveggja nátta gistingu og and-
virði 45.000 kr. til innkaupa að
eigin vali í verslunarmiðstöð-
inni Princes Square, segir í
fréttatilkynningu.
Vinnings-
hafi í
spurn-
ingaleik