Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 33 rausnarlegar gjafir Microsoft á hugbúnaði til frjálsra félagasamtaka í Bandaríkjunum þjón- uðu í raun ekki sízt því hlutverki að styrkja enn markaðshlutdeild fyrirtækisins og murka lífið úr keppinautunum. Gagnrýni úr tveimur áttum Gagnrýni á áherzluna á félagslega ábyrgð fyrirtækja hefur eink- um komið úr tveimur áttum. Annars vegar eru þeir, sem segja að öll háleitu markmiðin og fallegu stefnuplöggin um umhverfisvernd, atvinnusköpun o.s.frv. séu að- allega yfirvarp – eftir sem áður sé það hagn- aðarsjónarmiðið, sem eitt ráði för. Þannig hafa efasemdamenn bent á að Enron hafi virzt alveg prýðilega ábyrgt fyrirtæki. Þrisvar sinnum komst fyrirtækið á listann yfir þau 100 fyr- irtæki, sem bezt þótti að vinna hjá í Bandaríkj- unum. Árið 2000 vann það sex umhverfisverð- laun. Það gaf út skýrslu um þrefalda rekstrarútkomu. Enron hafði stefnu varðandi losun gróðurhúsalofttegunda, mannréttindi og meira að segja heiðarlega viðskiptahætti. For- stjórinn hélt ræður á fundum um viðskiptasið- ferði og fyrirtækið gaf út að á meðal grundvall- argilda þess væru „samskipti, virðing og heilindi“. Margir af fjárfestingarsjóðunum vest- an hafs, sem kaupa eingöngu í fyrirtækjum sem þeir telja samfélagslega ábyrg, áttu hlut í Enron þegar flett var ofan af svikum forráðamanna þess og fyrirtækið varð gjaldþrota. Úr annarri átt kemur gagnrýni þess efnis að í raun sé bara verið að flækja málin með öllu tal- inu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Fyr- irtækin hafi enga aðra beina samfélagslega skyldu en þá, sem þau voru stofnuð til að sinna; að hagnast. Sú stefna muni til lengri tíma litið gagnast öllu samfélaginu bezt, því að þannig verði til verðmæti, sem auki velmegun, skapi störf og skapi grundvöll fyrir því að hægt sé að hjálpa þeim, sem minnst mega sín með því að aðrir verði aflögufærir. Auknar kröfur með meiri völd- um og um- svifum Sjálfsagt er talsvert til í báðum þessum sjónarmiðum. Alltént eru umræðurnar þarfar og eiga erindi á Íslandi eins og ann- ars staðar. Það er rétt hjá Halldóri Grönvold, að fyrirtæki hafa stækk- að á Íslandi og völd þeirra aukizt. Það er eðlilegt að almenningur og samtök hans fylgist með stórfyrirtækjum og fyrirtækjasamsteypum, eins og öðrum sem hafa mikil völd, og geri kröfu til þess að völdunum sé beitt af sanngirni og ábyrgð; að meðferð þeirra sé gagnsæ og vinnu- brögð stjórnenda fyrirtækjanna einkennist af heilindum. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er meðal annars metin út frá þessu, en ekki ein- göngu hversu mikið þau leggja t.d. til góðra mál- efna. Færa má rök fyrir því að þrátt fyrir að íslenzk fyrirtæki fari stækkandi, séu þau enn svo smá á alþjóðlegan mælikvarða, að þau finni ekki hjá sér sömu þörf og stóru fjölþjóðafyrirtækin fyrir að setja sér t.d. stefnu gegn spillingu og mútu- starfsemi, um aðstæður starfsfólks í erlendum dótturfyrirtækjum sínum, um kröfur til birgja o.s.frv. Hins vegar fer ekki hjá því, með vaxandi alþjóðavæðingu og auknum erlendum fjárfest- ingum íslenzkra fyrirtækja, í einhverjum til- fellum í þriðja heiminum en þó einkum á lág- launasvæðum í Austur-Evrópu, að íslenzkur almenningur vilji fá fullvissu þess að viðkomandi fyrirtæki komi jafnvel fram við starfsmenn sína í þessum löndum og við starfsfólk sitt á Íslandi og stundi þar jafnábyrga og -heiðarlega við- skiptahætti. Halldór Grönvold nefnir einnig umræður um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja innan Evrópu- sambandsins. Hér á þessum stað hefur áður ver- ið gerð að umtalsefni sú togstreita, sem er á milli tveggja markmiða leiðtogafundar ESB í Lissabon árið 2000; annars vegar að gera Evr- ópusambandið að samkeppnisfærasta hagkerfi í heimi og hins vegar að efla hina „félagslegu Evrópu“, ekki sízt með því að hvetja til alls kon- ar reglna, sem eiga að stuðla að því að auka at- vinnu með því að gera fyrirtækjum erfiðara fyr- ir að segja upp starfsfólki ef illa gengur. Þörfin fyrir sveigjanleika Morgunblaðið hefur eins og ýmsir aðrir fært þau rök gegn síðarnefndu stefnunni að hún hafi í raun þau áhrif, að þegar uppsveifla hefst í efnahagslífinu, hiki fyrirtækin við að bæta við sig fólki vegna þess að þau óttist að hafa ekki verkefni fyrir það ef hagkerfið tekur aftur dýfu niður á við. Þannig verður góð við- leitni til þess að koma í veg fyrir að fólki sé sagt upp vinnu, til þess að það er alls ekki ráðið í vinnu og ýtir undir atvinnuleysi, í stað þess að draga úr því. Samanburður á vinnumarkaðnum, annars vegar í Evrópusambandsríkjunum og hins vegar í Bandaríkjunum, þar sem hann er miklu sveigjanlegri, sýnir svo ekki verður um villzt að Bandaríkin eru jafnframt miklu sam- keppnisfærari og fljótari að ná sér á strik eftir efnahagslægð en ESB-ríkin. Íslenzki vinnu- markaðurinn líkist fremur þeim bandaríska en þeim evrópska og það væri mjög misráðið að ætla að innleiða hér þann frumskóg reglna um vinnumarkaðinn, sem ræktaður hefur verið í ESB á undanförnum árum, eins og Ari Edwald bendir á í þeim ummælum, sem vitnað var til hér að framan. Vonandi þýðir áherzla ASÍ á fé- lagslega ábyrgð fyrirtækja ekki að sambandið vilji koma á kvöðum af þessu tagi. Til þessa hef- ur íslenzka verkalýðshreyfingin einmitt sýnt nauðsyn sveigjanleika á vinnumarkaðnum meiri skilning en systurhreyfingar hennar í ESB. Hitt er svo annað mál, að visst öryggi er nauð- synlegt, eins og Halldór Grönvold bendir á. Flest fyrirtæki reyna að skapa starfsfólki sínu öryggi í starfi, enda líta þau mörg núorðið á starfsfólkið sem sína mikilvægustu auðlind. Markviss starfsmannastefna, þar sem t.d. er lögð áherzla á jafnréttismál, heilsuvernd, vinnu- vernd og símenntun, hefur verið tekin upp í æ fleiri íslenzkum fyrirtækjum á síðastliðnum ár- um og er jafnt einkenni á harðnandi samkeppni um hæft starfsfólk og ein birtingarmynd sam- félagslegrar ábyrgðar fyrirtækjanna. Hins veg- ar er nauðsynlegt að fyrirtækin hafi áfram svig- rúm til að fækka eða fjölga starfsfólki eftir því hvernig gengur í rekstrinum. Atvinnuöryggi þýðir ekki lengur að fólk geti gengið að sama starfinu vísu, hjá sama fyrirtækinu á sama staðnum, um aldur og ævi, heldur að íslenzkt at- vinnulíf geti boðið upp á störf fyrir alla. Ein ástæða þess að fyrirtæki í nágrannalönd- unum hafa sjálf tekið frumkvæðið að því að marka sér stefnu um samfélagslega ábyrgð, er að þau hafa talið að þannig mætti forðast að sett yrðu lög og reglur af hálfu ríkisvaldsins til að knýja þau til að sinna ákveðnum verkefnum eða haga sér með tilteknum hætti. Það er líka æski- legast að þannig sé það; að fyrirtækin taki sjálf ábyrgð gagnvart almenningi en hafi svigrúm til að samræma sjálf markmið sín um hagnað ann- ars vegar og hvernig þau ræki samfélagslega ábyrgð sína að öðru leyti hins vegar. Frum- kvæði Alþýðusambandsins að umræðum um þetta mál er þarft og ætla má að það hvetji jafn- framt fyrirtækin og samtök þeirra til stefnu- mörkunar og umræðna. Morgunblaðið/Ásdís Á leið heim úr Langholtsskóla í skammdeginu. „Það er eðlilegt að almenningur og samtök hans fylgist með stórfyrirtækj- um og fyrirtækja- samsteypum, eins og öðrum sem hafa mikil völd, og geri kröfu til þess að völdunum sé beitt af sanngirni og ábyrgð; að meðferð þeirra sé gagnsæ og vinnubrögð stjórn- enda fyrirtækjanna einkennist af heil- indum. Samfélags- leg ábyrgð fyr- irtækja er meðal annars metin út frá þessu, en ekki ein- göngu hversu mikið þau leggja t.d. til góðra málefna.“ Laugardagur 15. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.