Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sally Magnusson l‡sir fer›alagi sínu og fö›ur síns, Magnúsar Magnússonar sjónvarps- manns, á sló›ir forfe›ra fleirra. Skemmtileg bók flar sem Magnús stígur fram sem fræ›aflulur og sagnama›ur - og fa›ir sem reynir a› sk‡ra töfra Íslands fyrir dóttur sinni. edda.is Ísland fö›ur míns Þ að er laugardagskvöld í nóvember. Myrkrið mjúkt og ljósin mild. Bílarnir seytla eins og logandi kerti eftir götunum. Á næstu hellu við rappara í úlpu rappandi rímlaust rapp gengur blaðamaður á vit skemmtanalífs- ins vestan Lækjargötu. Á Borginni logar kerti á hverju borði. Öll borðin uppdekkuð nema eitt, og einmitt þar situr par í rómantískum hugleiðingum. Bólbeiturnar eru þöglar á Póstbarnum. Hlegið í borðið. Margar hendur á lofti og fingurnir tjá áherslurnar í svipbrigðunum. Parið í sófahorninu notar hendurnar undir annað en fingramál; það heldur á sígarettum og blæs orðum af vörunum inn í farsíma. – Ég sá ekki neitt. Ég rotaði bara ljósaperur, segir stúlka fyrir utan Supernova með gosbrunninn úr Tjörninni í hárinu. Hún var að koma af tískusýningu. Á Litla ljóta andarunganum er fuglabúrið tómt og klukkur sem sýna að tíminn er afstæður. Hattar fleiri en höfuð á Amigos. Hettuúlpur í tísku á Si Senor. Það eru karlmenn sem sýna tilþrif á dansgólfinu á Pravda, en bara í stutta stund. Í laginu I Love You. Síðan hegða þeir sér aft- ur karlmannlega. Hurðin er fyrir þegar blaðamað- ur ætlar út aftur. Aðeins eitt lítið gat á hurðinni og dyravörðurinn hinum megin er með fingurinn í gat- inu. Blaðamaður tekur varlega í fingurinn. Og dyrnar opnast. Skákmennirnir eru nýfarnir af Hressó. Það eru komin vaktaskipti. Unga fólkið tínist inn á staðinn og skákin nær út fyrir taflborðið. Á Apótekinu eru ungir menn nýkomnir af herrakvöldi Fram, þar sem veislustjórinn var í KR-búningi. Þeir eru enn að jafna sig. – Ég fékk líflátshótun fyrsta daginn, segir kunningi blaðamanns og er mikið niðri fyrir. Hann var að hefja störf sem dyravörður og líst ekki meira en svo á blikuna. Ekki blaðamanni heldur. – Ertu með, syngur Bítlavinafélagið á NASA. Það heyrist hring- ing og maður hleypur út til að geta verið einn með farsímanum. – Ég vil ekki vera kona, syngur stúlka á Thorvaldsen og gengur veginn á dansgólfið. Í hillu er bókin Road to Survival. Fylgir ekki sögunni í hvora áttina hann liggur. Leiktjöld á sviðinu á Vídalín. Karl og kona horfast í augu á Kaffi Viktor. Spurning á vör- unum. Hún er fyrri til: – Mamma þín heitir aftur? Lagið No Woman No Cry er spilað á efri hæð Dubliners. Mið- aldra maður í bláum jakkafötum leikur á bassa á dansgólfinu, þótt tónarnir berist frá sviðinu. Nóvembernóttin drukkin. Og geispað ofan í bjórglasið. Söngvarinn ýmist reykir eða drekkur á Gauknum, en uppi dett- ur svarta kúlan í horngatið og glas í gólfið – blaðamaður með glerbrot í hárinu. – Shut up, just shut up, shut up, syngja stúlkur á dansgólfinu á Glaumbar og barstúlka sveiflar pínupilsinu. Í búrinu er maður sem stjórnar hreyfingunum. – Þú hefur aldrei verið rifinn á dansgólfið, spyr blaðamaður. – Jú, jú, og síðan kláraðist lagið, en ég komst ekki inn aftur, segir hann og hlær. – Gengur ekki stundum svolítið mikið á? – Ég hef séð allt, svarar hann með sannfæringu og bætir við: Það ætti að vera mannfræðingur í þessu starfi. Í anddyrinu mætir blaðamaður stúlku, sem horfir vorkunn- araugum á þennan fullorðna mann með penna og skrifblokk, sem gerir ekkert annað en að rýna í mannlífið. – Ertu bara að þykjast til að tala við stelpur? spyr hún. – Ha? – Er þetta það eina sem er í fréttum? – Humm? – Á ég að detta niður tröppurnar fyrir þig? Það er Ibiza-stemmning á Opus 7. Blaðamaður mætir tveimur með glóðarauga í gættinni, annað nýútsprungið. Á pöllum við dansgólfið horfast strákur og stelpa í augu; dansa hvort við annað þótt dansgólfið sé á milli. Á Kapital teygir rauða leðrið í sófanum sig upp á vegg. Öðrum megin veggjarins faðmast par, en hinum megin öskrar stúlka á vin sinn og þeir sem hætta sér of nærri fá það líka óþvegið. Enn vekur það athygli blaðamanns að mikið er reykt og það logar í farsímum. Það er laugardagsnótt í Reykjavík. En farsímarnir sofna aldrei. Morgunblaðið/Kristinn Vegur á dansgólfið SKISSA Pétur Blön- dal fór á vit skemmtana- lífsins DEILDAR meiningar voru um ýmsa þætti vændisfrumvarpsins svonefnda á fjölmennu málþingi í Háskólanum í Reykjavík á föstudag en frumvarpið felur í sér að kaup á kynlífsþjónustu verði refsiverð. Það voru ELSA, félag evrópskra laganema, og Politica, fé- lag stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands (HÍ) sem stóðu fyrir mál- þinginu og buðu til sín fjórum fyrir- lesurum, Kolbrúnu Halldórsdóttur, þingkonu Vinstri grænna og einnar flutningskonu frumvarpsins, Ragn- heiði Bragadóttur, prófessor í refsi- rétti við lagadeild HÍ, Sólveigu Pét- ursdóttur, þingkonu Sjálfstæðis- flokksins og fyrrum dómsmála- ráðherra, og Svani Kristjánssyni, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Líkamar geta ekki verið söluvara Kolbrún Halldórsdóttir ræddi hug- myndafræðina sem liggur að baki frumvarpinu og lagði megináherslu á að nauðsynlegt væri að sporna gegn vændi. Hún benti á að vændi væri til- komið vegna félagslegrar neyðar. „Líkamar geta ekki verið söluvara. Þess vegna er ekki hægt að líkja því við sölu annars, s.s. fíkniefna. Ef við getum stemmt stigu við eftirspurn- inni erum við að vinna á raunveruleg- an hátt. Við viljum færa refsibyrðina af herðum þess sem selur líkama sinn og til þess sem kaupir því að það er kúnninn sem hefur val,“ sagði Kol- brún og benti á að lagafræðilega gæti reynst erfitt að refsa bæði kúnnanum og þeim sem selur líkama sinn því að þá verði nánast ógerlegt að ná til þriðja aðilans, vændismiðlarans. Hún sagði sænsku leiðina hafa gefist vel í Svíþjóð og að þar virtist eftirspurnin hafa dottið niður. „Mansal hefur minnkað og glæpahringir sem selja fólk milli landa eru farnir að snið- ganga Svíþjóð. Ef við ætlum að upp- ræta mansal verðum við að uppræta vændi. Til þess að sænska aðferðin virki þurfa fleiri lönd að taka leiðina upp,“ sagði Kolbrún. Eftirspurnin ekki minnkað Sólveig Pétursdóttir fagnaði um- ræðunni um málið en gagnrýndi kynningu þess og sagði skjóta skökku við að draga það í pólitíska dilka enda hafi íslensk stjórnvöld verið mjög ötul í baráttunni gegn mansali. „Mansal og þvingað vændi eru þau tvö vanda- mál sem breiðast hvað örast út um alla Evrópu og jafnvel út um allan heim. Ég tel að í þeim glæpum sem tengjast þessari þróun séu fólgin ein grófustu brotin á mannréttindum sem við er að glíma nú á dögum og ein ljótasta vísbendingin um misrétti kvenna og karla.“ Sólveig telur Svíþjóð ekki veita gott fordæmi þar sem enn hafi ekki dregið úr eftirspurn eftir vændi. „Nýjustu upplýsingar sýna okkur það að þvert á móti hefur vændi aukist, ofbeldi hef- ur einnig aukist að sama skapi og starfsemin hefur færst neðanjarðar,“ sagði Sólveig. Hún vísaði meðal ann- ars til mannfræðingsins Petru Öster- gren sem segir stöðuna verri nú en áður og að líf vændiskvenna sé orðið verra og hættulegra. Hræðslan og óróleikinn séu meiri, samstaða minni og þunglyndi hafi aukist. Sólveig sagði frumvarpið ekki nógu gott lagatæknilega séð og að m.a. séu refsiákvæðin ekki nógu skýr og hug- tök sem notuð eru of óljós. Sólveig ítrekaði að vændi væri hörmulegt og sorglegt en að það gerði þjóðfélagið ekki betra að þvinga það af götunum og inn í skúmaskot borganna. Þarf að finna orsök vandans Ragnheiður Bragadóttir ræddi frumvarpið út frá lögfræðilegu sjón- arhorni og benti meðal annars á fjóra möguleika varðandi löggjöf í kringum vændi. Í fyrsta lagi gætu kaupandi og seljandi talist sekir, í öðru lagi hvor- ugur, í þriðja lagi sá sem kaupir og í fjórða lagi sá sem selur. Hún sagði auðvelt að rökstyðja þá skoðun að af- nema beri þau ákvæði laga sem gera manneskju sem selur líkama sinn seka fyrir lögum. Aftur á móti sagði hún mikilvægt að fara varlega í allar breytingar á löggjöfinni. „Refsing hefur í sjálfu sér aldrei verið heppileg leið til að leysa félagslegan vanda. Það þarf að finna orsök vandans og reyna að koma í veg fyrir að fólk leiðist út í vændi,“ sagði Ragnheiður. Setja inn endurskoðunarákvæði Svanur Kristjánsson sagði að með frumvarpinu hafi þingmenn brugðist við sjónarmiðum æ fleira fólks sem gengst við því sem það veit í hjarta sínu að eru skynsamleg sjónarmið. Hann benti á að dómsmálaráðherra Finna hafi nýverið lýst því yfir að Finnar skyldu fara hina sænsku leið því að það væri engin önnur leið til að draga úr mansali en að minnka eft- irspurnina. Svanur kom jafnframt inn á þær efasemdarraddir sem heyrst hafa í Svíþjóð og nefndi meistararitgerð Petru Östergen í mannfræði. Svanur sagði að það væri erfitt að draga ályktanir um viðhorf vændiskvenna í Svíþjóð almennt þar sem Petra hafi beitt eigindlegum aðferðum og ein- ungis rætt við sænskar vændiskonur. „Ekkert er fjallað um erlendar vænd- iskonur eða verslun með konur en sænsku lögunum var fyrst og fremst ætlað að reyna að stemma stigu við því stórfellda mansali sem á sér stað í Evrópu um þessar mundir.“ Svanur benti jafnframt á að í þeim sveitar- félögum þar sem aukið fé hefur verið veitt til löggæslunnar hafi gengið mun betur í þessari baráttu og lagði hann til að það yrði tryggt þegar frumvarpið verði samþykkt. Að auki lagði Svanur til að sett yrði í frumvarpið endurskoðunarákvæði þannig að lögin verði endurskoðuðað einhverjum árum liðnum í ljósi reynslunnar. Fjölmenni á málþingi ELSA og Politica um vændi Mögulegt að setja inn endurskoðunar- ákvæði í frumvarpið Morgunblaðið/Ásdís Kolbrún Halldórsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Ragnheiður Bragadóttir og Svanur Kristjánsson voru fyrirlesarar á málþingi um vændi. TVEIR menn veittust að manni í austurborg Reykjavíkur um hálfsjö- leytið í gærmorgun og brutu rúðu í bíl hans. Maðurinn hlaut minnihátt- ar áverka en leitaði sjálfur aðhlynn- ingar. Árásarmannanna tveggja var leit- að í gær en lögregla hafði vitneskju um hver annar þeirra væri. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn kæri verknaðinn. Líkamsárás og bílrúða brotin ÞRÍR menn voru teknir af lögregl- unni í Hafnarfirði í fyrranótt grun- aðir um ölvunarakstur. Ekkert tjón hlaust af ölvunarakstrinum. Mikill erill var hjá lögreglunni um nóttina en allt gekk slysalaust fyrir sig þrátt fyrir nokkra hálku í Hafnarfirði sem og annars staðar. Þrír menn grunaðir um ölvunarakstur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.