Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Chev. Blazer S10 árg '91. 4ra
dyra, sjálfskiptur. Ek. 150 þús.
Einn eigandi frá upphafi. Mjög vel
með farinn. V. 500 þús.
Upplýsingar í síma 893 8111.
Ford Focus 1,6 11/2002 ek. 8 þ.
km. 5 gíra, hituð sæti, sumar/-
vetrard. CD, rafdr. rúður og
speglar, reyklaus. Verð 1.550 þús.
Uppl. s. 892 5587.
HPI Savage ásamt fjölda auka-
hluta, fæst á netverslun
www.tomstundahusid.is
Nýja Pick-Up línan frá Ford. Ford
Explorer-Sport Trac 2002. Ek. 20
þ., vél 4.0, cc. 210 HP, 4ra dyra,
sóllúga, álf. Bíll m. öllu. Verð kr.
3.400 þús. Uppl. í s. 896 5838.
Opel Corsa árg. '00 skoðaður
'05, blár, keyrður 72 þús., góður
bíll á góðu verði. Upplýsingar í
síma 698 8548.
Toyota Hilux Extra Cab 2.4
bensín Árg. '91. 38" breyttur á 35".
Verð 550 þús. Sími 698 6160.
FORD FIESTA 1300 ÁRG. '99
Ekinn 40 þús., skoðaður '04, ný
vél frá verksmiðju, nagladekk
fylgja.
Áhv. 400 þús. Verð 620 þús.
Sími 567 3140 eftir kl. 19.00.
Jeppapartasala Þórðar,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
sérhæfum okkur með varahluti
í jeppa og Subaru.
Ford F350 XL CrewCap 05/
2003. 4x4 - 35" dekk. Ek. 13 þús.
km. 6,0 LV8 TD 325hp. Lúxus-
trukkur með öllu. Verð 4.850 þús.
kr. Uppl. í s. 898 0030.
Andleg leiðsögn, miðlun, tarot,
spilaspá, draumaráðningar og
huglækningar. Er við frá hádegi
til kl. 2.00 eftir miðnætti.
Hanna, s. 908 6040.
Brúnku—tilboð! Sunfx - er
100% náttúruefni. Það tekur að-
eins 5 mín. að verða brúnn. Fal-
legur og eðlilegur litur. Endist í
7 daga eða lengur. Snyrtisetrið
ehf. S. 533 3100.
Heilsuhringurinn.
Áskriftarsími 568 9933.
Viltu léttast hratt og örugglega?
Anna Heiða léttist um 30 kg,
Ægir um 7,5 kg. á 6 vikum.
Ég um 25 kg og Dóra um 15 kg.
www.diet.is Hringdu núna!
Margrét, s. 699 1060.
Óska eftir ísskáp með frysti.
Hæð 165-175 cm, örbylgjuofni,
sjónvarpstæki og lítilli hillusam-
stæðu. Sími 862 8460.
Nýkomnar vandaðar byrjenda-
fiðlur með kassa og boga kr.
12.500.ISO gæðastimpill.
Konsert- og sólófiðlur, lág-
marksverð. Ný glæsileg Selló frá
kr. 45.000. S. 661 4153.
www.hljomaroglist.com
Skápahurðir. Margar tegundir.
Allar stærðir. Fljót og góð af-
greiðsla.
Spónasalan ehf., Smiðjuvegi 40,
s. 567 5550, fax 567 5554.
Tölvupóstur: sponn@islandia.is
Netfang: islandia.is/sponn
Skápur með glerhurðum og
tveimur skúffum með útskornum
topp, antik-útlit. B. 90, D. 36, H.
200. Uppl. í síma 691 9730.
Til sölu dökk hillusamstæða. 3
einingar x 90 cm. Kr. 15.000.
Eikarskrifborð kr. 10.000.
Sími 862 8460.
Til sölu hvít barna- eða
unglingahúsgögn (hilla, tölvuborð
og skrifborð með hillum og skúff-
um). Selst ódýrt.
Sími 616 1564 og 553 0777.
Til sölu þetta fallega bjálkahús
42 fm. Uppl. í síma 691 8282.
GÍTARINN EHF.
KLASSÍSKIR
GÍTARAR
FRÁ KR. 9.900
Stórhöfða 27, sími 552 2125
Opið virka daga 10-18
Laugardaga 11-14
www.gitarinn.is
Viltu létta þér lífið?
Tek að mér þrif í heimahúsum
Snyrtileg - heiðarleg og vandvirk
Upplýsingar í síma 662 5817
Mikil og góð reynsla
Klapparstíg 35 • 101 Reykjavík
Sími 511 1925 • 898 9475 • www.gvendur.is
Kaupi og sel
gamla muni
s.s. bækur, bókasöfn, myndir,
skrautmuni, málverk, silfur,
silfurborðbúnað,
jólaskeiðar.
Subaru Legacy árg. '99, beinsk.,
vínrauður, álfelgur, ek. 78 þ., verð
1.390 þús. Ath. skipti á ódýrari.
Uppl. í síma 891 8984.
Musso 602, nýskr. '98, ekinn
90.000. Ný dekk, pústkerfi, demp-
arar o.fl. Bíll í toppstandi, krókur
fylgir. Verð 950.000. Áhvílandi
250.000. Uppl. 822 0203.
Stórútsala - 50% afsláttur Til
sölu Mazda 323F 1,5 árg. 1996,
beinskiptur, 5 dyra, ekinn 132 þ.
Þarfnast smá útlitslagfæringar.
Verð aðeins 290 þ. stgr. Ásett
verð ca 600 þ. Uppl. s. 899 5522.
Ég minnist þín, pabbi
minn, sem húmorista
með alveg hárfínan
húmor. Ég fattaði stundum mínútu
síðar brandarann sem þú varst að
segja. Þegar þú skammaðir okkur
systkinin þá fylgdi með brandari sem
sýndi hvað eitthvað sem við sögðum
eða gerðum var heimskulegt. Þú
hneykslaðist oft á borðsiðum okkar
systkina og setningin sem fylgdi var
oftar en ekki „þið væruð ágæt til
borðs með forsetanum“. Og ef maður
sagði eitthvað miður gáfulegt sagð-
irðu „þú ert ágæt“.
Þú varst alltaf með nefið ofan í bók
og sofnaðir oft ofan í bókina. Ég náði
af þér mynd við þessar kringumstæð-
ur, sofandi með bók í kjöltunni og
höfuðið drúpandi oní bringu og gler-
SIGÞÓR BJÖRGVIN
SIGURÐSSON
✝ Sigþór BjörgvinSigurðsson
fæddist í Háagerði á
Sjávarbakka í Arn-
arneshreppi hinn 28.
ágúst 1927. Hann
lést á heimili sínu
laugardaginn 8.
febrúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Akureyrar-
kirkju miðvikudag-
inn 19. febrúar.
augun á nefbroddinum.
Þú varst nú ekkert voða
ánægður með mig þá,
„að taka svona fíflaleg-
ar myndir“ og ég hló
eins og fífl og er ekki
enn orðin sammála þér.
Þessi mynd er snilld.
Svona varstu nefnilega
oft og ég vil muna það.
En þú last mikið og
varst mikið í ættfræði
og minnugur líka, og þú
sagðir skrítnar sögur af
einhverju fólki, alveg
upp úr þurru, og maður
var alveg gáttaður á því
hvaðan þú hefðir þetta allt. Þú gekkst
oft um íbúðina og varst þá að gera
eitthvað og fórst með ljóð, sjálfum
þér til gamans í leiðinni og mundir
heilu ljóðabálkana. Ég erfði ekki
þennan lestraráhuga þinn. Stundum
varstu að ræða um ættfræði við mann
og ég man að þér var alveg sama þótt
ég hefði engan áhuga, svo lengi sem
einhver var að hlusta, því að ef ég yf-
irgaf staðinn hélstu bara áfram við
næsta mann. En það er líka allt í lagi,
líklegast varstu að tala um það vegna
þess að þú varst að reyna að muna
þetta allt saman sjálfur svo að það
væri auðveldara ef einhver spyrði þig
svo um viðkomandi efni.
Þú áttir mjög auðvelt með að
skemmta sjálfum þér, nýkominn úr
baði ákvaðstu stundum að vaska upp
áður en þú færir að sofa og varst jafn-
vel með sígarettuna í öðru munnvik-
inu og hún orðin hálf að ösku og raul-
aðir „Á sjó“ eða „Jón tröll“ á meðan
og það er alveg svakalega fyndið í
minningu. Ég vissi ekki einu sinni að
lagið „Jón tröll“ væri til fyrr en ég
heyrði það í útvarpsþætti mörgum
árum síðar, ég hélt alltaf að þetta
væri bull í þér. Þá hló ég mikið.
Þó að maður reyni alltaf sjálfur að
klóra sig út úr vandræðum lífsins, þá
var það gott, þegar maður vissi ekki
hvað maður átti að gera, að geta
hringt í þig og þú sagðir kannski eina
setningu sem gaf ljós yfir það sem
maður þurfti að gera og var best að
gera og þú hafðir alltaf rétt fyrir þér.
Lífið núna þetta árið hefur ekki verið
auðvelt hjá mér og oft hefði ég þurft
að geta talað við þig og heyrt þessa
einu lykilsetningu sem leysir allt. En
þú ert því miður farinn, svo það er
ekki hægt. En ég hef samt alltaf
Drottin að tala við og verð bara að
treysta honum mun meira, „því allt
samverkar þeim til góðs, sem til-
heyra Drottni“. Lífið heldur áfram að
vera eins og það er alltaf, bæði frá-
bært og skemmtilegt og líka leiðin-
legt inn á milli. En oftast er það
skemmtilegt.
Takk fyrir samvistirnar hér á jörð-
inni pabbi minn og við hittumst hress
í eilífðinni og þá skal ég hafa fágaðri
borðsiði.
Olga Björg Sigþórsdóttir.
Mig langar að minn-
ast þín, elsku mamma
mín, með nokkrum
orðum nú þegar leiðir
okkar skilja. Það er svo margs að
minnast frá þeim árum sem við átt-
um saman. Þú vildir mér alltaf allt
hið besta sem þú gast mér og mín-
um veitt. Ég átti því láni að fagna að
alast upp við mikið ástríki á Helga-
felli hjá ykkur pabba. Og afi og
amma voru ekki langt undan, enda
dvaldi ég oft hjá þeim og áttum við
þar margar góðar stundir. Þín um-
hyggja fyrir mér var í fyrirrúmi sem
kom alls staðar í ljós og alltaf hvatt-
ir þú mig og ýttir mér inn á rétta
braut. Þú hafðir mikla unun af
ferðalögum og fóruð þið pabbi víða
en fáir staðir voru ykkur þó hjart-
fólgnari en Knarrarnes og þú vildir
KATRÍN LILLIEN-
DAHL LÁRUSDÓTTIR
✝ Katrín Lillien-dahl Lárusdóttir
fæddist á Akri í
Grindavík 31. júlí
1928. Hún lést á
heimili sínu í Víðihlíð
í Grindavík hinn 2.
nóvember síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Grindavíkurkirkju 8.
október.
helst eyða hverju
sumri þar og eru ótelj-
andi stundirnar sem
við höfum eytt þar
saman, síðast nú í sum-
ar er við vorum fjöl-
skyldan og Stína vin-
kona þín að halda upp
á 75 ára afmælið þitt.
Þú komst ávallt fram
til góðs með þinni hóg-
værð og góðmennsku
öllum til velfarnaðar
enda alin upp við slíkt.
Gaman þótti þér að
vinna í höndunum og
gerðir þú það meðan
heilsan leyfði þér. Mikil var gest-
risni þín og oft var mikið um að vera
á Helgafelli enda áttuð þið pabbi
marga vini sem þið bundust sterk-
um vinaböndum sem haldast enn í
dag eins og í Haukholtum og Knarr-
arnesi. Þegar Ármanni og Ólafíu
fæddist dóttir hélst þú henni undir
skírn, en þá eignaðist þú nöfnu þína,
Katrínu Lilju, sem hefur verið sól-
argeisli þinn síðan.
Að lokum kveð ég, elsku mamma
mín, og bið guð að geyma þig. Ég
veit að þér líður vel núna við hlið
pabba. Hvíl þú í friði.
Þinn sonur,
Hörður Helgason.