Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 53
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 53 Netfang: auefni@mbl.is LANDSSÍMINN skoðar nú möguleika á að kaupa búlgarska ríkissímafyrirtækið BTC fyrir um 200 milljónir króna. Stjórn Símans hefur fjallað um málið og veitt forstjóranum, Brynjólfi Bjarnasyni, heimild til að kanna málið áfram. Síminn fékk áhuga á búlgarska fyrirtækinu þegar Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir benti þeim á það. Björgólfur á aðild að tilboði í kaup á meirihluta í BTC. Orri Hauksson hjá Símanum segir að þetta sé áhugavert verkefni fyrir fyrirtækið. Síminn geti veitt ráðgjöf við uppbyggingu BTC, bæði tæknilega og hvað almennan rekstur varðar. Síminn skoðar kaup í búlgarska símanum KRAKKARNIR í leik-skólanum Klömbrum við Háteigsveg örkuðu upp á vatnshólinn svonefnda í úrhellis-rigningu og roki á þriðjudag, hver og einn með blöðru í hendi. Nákvæmlega klukkan eitt var blöðrunum sleppt út í vindinn, á sama tíma og hjá mörgum öðrum leikskólum í Evrópu sem taka þátt í verkefni sem kennt er við Comenius, heimspeking og guðfræðing frá Tékklandi. Þrátt fyrir rokið og bleytuna skemmtu krakkarnir sér vel yfir því að horfa á eftir blöðrunum fjúka yfir Háteigskirkju og í áttina að Skólavörðu-holtinu. Morgunblaðið/Kristinn Slepptu blöðrum út í vindinn ÍSLENSKA bíómyndin Nói Albínói, sem Dagur Kári Pétursson gerði, fær mjög góða dóma í útlendum blöðum og á útlendum heimasíðum. Blaðið Empire, sem er eitt stærsta blaðið sem fjallar um bíómyndir, segir að myndin sé lík myndum eftir Jim Jarmusch og Aki Kaurismäki sem eru frægir leikstjórar. Myndin fær fjórar stjörnur í blaðinu en mest er hægt að fá fimm. Gagnrýnandi segir að myndin sé falleg og það sé fjallað um unglingsár á flottan hátt. Heimasíða sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 segir að myndin sé blanda af alvarlegri mynd og fyndinni. Þar segir líka að Tómas Lemarquis, sá sem leikur Nóa, líti alveg eins út og maðurinn sem lék Dauðann í mynd eftir Ingmar Bergman sem heitir Sjöunda innsiglið. Munurinn sé bara sá að Nói sé með húfu en Dauðinn með ljá í hendinni! Nói albínói fær góða dóma FIMM nýliðar eru í íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu sem mætir Mexíkó í San Francisco í næstu viku. Nýliðarnir eru: Björgólfur Takefusa, Ómar Jóhannsson, markvörður, Ólafur Ingi Skúlason, Kristján Örn Sigurðsson og Guðmundur Viðar Mete. Mikill forföll eru í íslenska liðinu en margir leikmenn gáfu ekki kost á sér en það voru þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Ívar Ingimarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson, sem allir spila með liðum í Englandi, og Arnar Þór Viðarsson, Rúnar Kristinsson, Arnar Grétarsson, Marel Baldvinsson og Indriði Sigurðsson, sem spila í Belgíu. 18 manna hópurinn er þannig skipaður, landsleikir leikmanna eru í sviga fyrir aftan nöfnin: Árni Gautur Arason (32) Ómar Jóhannsson (0) Helgi Sigurðsson (50) Þórður Guðjónsson (49) Ríkharður Daðason (43) Tryggvi Guðmundsson (32) Helgi Kolviðss., Karnten (29) Auðun Helgason (27) Ólafur Örn Bjarnason (14) Bjarni Þorsteinsson (9) Gylfi Einarsson (8) Hjálmar Jónsson (5) Ólafur Stígsson (8) Veigar Páll Gunnarsson (4) Ólafur Ingi Skúlason (0) Kristján Örn Sigurðsson (0) Björgólfur Takefusa (0) Guðmundur V. Mete (0) Fimm nýliðar mæta Mexíkó Morgunblaðið/Kristinn Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson. ÁTJÁN Ítalir og níu Írakar – létu lífið í sprengjuárás í Írak á miðvikudag. Ítalir eru felmtri slegnir vegna mannfallsins og stjórn Ítalíu lýsti yfir þjóðarsorg í landinu. Árásarmaðurinn ók tankbíl, hlöðnum sprengiefni, að aðalstöðvum ítalskra herlögreglumanna í borginni Nasiriyah í Suður-Írak. Hann sprengdi síðan bílinn í loft upp. Ítalir eru með 2.400 manna lið hermanna og herlögreglumanna í Írak. Vinstrimenn á ítalska þinginu kröfðust þess eftir árásina að herliðið yrði kallað heim. Stjórnin hafnaði þeirri kröfu. Varnarmálaráðherra Ítalíu sagði að „sama höndin“ og framdi hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefði nú ráðist á Ítali. „Þetta er okkar 11. september,“ sagði yfirmaður ítölsku herlögreglumannanna. Ítalskt dagblað sagði að Ítalir hefðu haldið að þeim stafaði ekki hætta af hryðjuverkum en sú tálvon væri nú brostin. Þjóðarsorg á Ítalíu 27 manns bíða bana í árás í Írak FJÓRIR hópar fjárfesta hafa lagt fram nýtt hlutafé í Norðurljósum, sem reka meðal annars Stöð 2 og Bylgjuna. Hver hópur leggur fram 250 milljónir króna, eða alls einn milljarð króna. Hefur hlutafé fyrirtækisins um leið verið fært niður um 80%. Hluthafa-hóparnir eru Kaupþing-Búnaðarbanki, hópur á vegum Finns Ingólfssonar, forstjóra VÍS, hópur á vegum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugi, og hópur á vegum Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Tilboði Bretans Marcus Evans var því hafnað. Jón Ólafsson, sem átti stóran hlut í Norðurljósum, hefur selt allar sínar eigur á Íslandi. Kaupandi er Kaupþing-Búnaðarbanki. Sigurður G. Guðjónsson verður áfram forstjóri Norðurljósa. Fjórir hópar kaupa í Norðurljósum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.